Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 24
24 MORGU.NBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Helga II. aflahæst á loðnuvertíðinni HAUSTVERTÍÐIN á loðnu er ein- hver sú rýrasta síðan slíkar veiðar hófust. Aðeins veiddust 54.246 tonn, en á vertíðinni í fyrra veidd- ust 311.000 tonn. Úthlutaður kvóti frá því í sumar var 672.000 tonn, en auk þess hafa íslenzkir útgerð- armenn keypt rúm 30.000 tonn af loðnu af Grænlendingum. Þar af heftir útgerð Júpíters keypt 10.000 tonn. Á eftirfarandi lista er skipunum raðað upp eftir afla, sem er í fyrri dálki á eftir nafni þeirra. í síðari dálki er sá afli, sem skipin eiga eftir að veiða, sam- kvæmt fyrstu úthlutun. Hún kann að breytast eftir áramót, þegar rannsóknarleiðöngrum lýkur og mögulegt verður að meta stofn- stærðina. Fyrr hafði verið talið að í okkar hlut gæti komið um ein milljón tonna, en nær ómöglegt verður að ná svo miklum afla á tímabilinu firá áramótum fram í apríl, er loðnan hrygnir og drepst að því loknu. Aflinn er talinn í tonnum. Skip Helgall. Veitt 3920 Óveitt 19897 ísleifur 1080 12300 Skarðsvík 2956 9616 Fífill 1061 11626 Hilmir 2923 26378 Guðrún Þorkelsd. 1036 12344 Bjarni Ólafason 2852 12663 Keflvíkingur 1002 17452 Albert 2386 10186 BjörgJónsdóttir 849 11492 Háberg 2348 1662 Víkurberg 780 11388 Hólmaborg 2131 16270 Þórður Jónasson 755 11182 Júpíter 2115 24612 Svanur 689 12344 örn 2068 10388 Harpa 596 18320 Víkingur 1824 15077 Erling 5530 10981 Þórshamar 1692 10822 Sighvatur Bjarnason 436 12597 Höfrungur 1645 12716 Sigurður 402 16903 Börkur 1622 14066 Gullberg 340 12233 Guðmundur Óiafur 1606 10850 Huginn 246 12326 Jón Kjartansson 1598 13860 Gígja 221 13159 Húnaröst 1560 11185 Guðmundur 113 14306 Súlan 1524 12202 Bergur 76 11919 Sjávarborg 1275 12451 Rauðsey 0 12400 Grindvíkingur 1245 14270 PéturJónsson 0 13785 KapII. 1243 11790 Jón Finnsson 0 12573 Sunnuberg 1165 17577 Heimaey 0 12111 Dagfari 1157 10953 Hákon 0 13727 Beitir 1139 15819 54246 617762 Morgunblaðið/Bjarni Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, afhentir Davíð Axelssyni, byggingarmeistara, viðurkenninguna. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Viðurkenning veitt fyrir góðan aðbúnað TRÉSMIDAFÉLAG Reykjavíkur hefiir veitt Davíð Axelssyni, bygging- armeistara, sérstaka viðurkenningu félagsins fyrir góðan aðbúnað á vinnustaðnum að Þverholti 11 í Mosfellsbæ. Þetta er í fimmta skipti sem Trésmiðafélagið veitir viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnu- stað, en með þeim hætti vill félagið vekja athygli á aðbúnaðar- og öryggismálum í byggingariðnaði hér á landi. Starfsmenn Trésmiðafélagsins hafa á undanförnum vikum skoðað vinnustaði og aðbúnað starfsmanna á ýmsum vinnustöðum á Reykjavík- ursvæðinu. Niðurstaða þeirra var að vinnustaðurinn að Þverholti 11 væri í hvfvetna til fyrirmyndar. Starfsmannahúsið er vandað og vel frá gengið, ytra sem innra. Kaffi- stofa starfsmanna er vel búin innrétt- ingum, húsgögnum og nauðsynleg- um tækjum. Umgengni er til fyrir- myndar og má nefna að starfsmenn fara ekki á útiskóm inn í kaffistofu og þar er ekki reykt. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 29. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 70,00 • -70,00 70,00 0,525. 36.750 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,034 680 Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,476 9.520 Samtals 44,93 1,053 47.310 FAXAMARKAÐUR hf. i í Reykjavík Þorskur 79,00 71,00 73,08 6,940 507.172 Ýsa 90,00 50,00 80,48 0,374 30.100 Karfi 34,00 34,00 34,00 0,658 22.372 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,049 980 Hlýri+steinb. 55,00 46,00 47,07 0,227 10.685 Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,470 9.400 Lýsa 58,00 58,00 58,00 0,030 1.740 Samtals 66,58 8,748 582.449 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf Þorskur 68,50 68,50 68,50 0,800 54.800 Ýsa 133,00 56,00 127,11 3,140 399.140 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,085 1.275 Lúða •160,00 60,00 95,01 0,337 32.020 Samtals 111,70 4,362 487.235 Selt var úr Happasæli KE. Næsta uppboð verður 2. janúar. Nýstúdentar firá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ ásamt Þorsteini Þorsteinssyni skólameistara t.v. og Gisla Ragnarssyni aðstoðarskólameistara t.h. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ: Þijátíu nemendur brautskráðir 29 STÚDENTAR og einn nem- andi af tveggja ára braut voru brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ miðvikudaginn 20. desember sl. Hátíðleg athöfin var haldin í skólanum. Ávörp fluttu Þorsteinn Þor- steinsson skólameistari, sem af- henti nemendum prófskírteini, Árni Emilsson, formaður skóla- nefndar, sr. Bragi Friðriksson sóknarprestur og Sigmar Guð- mundsson nýstúdent. Gísli Ragn- • arsson aðstoðarskólameistari veitti nemendum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náði Lóa G. Davíðsdóttir á náttúru- fræðibraut. Kór skólans söng við athöfnina undir stjóm Hildigunnar Rúnarsdóttur. Nemendur skólans voru rúmlega 500 á haustönn. Fundað með starfsfólki Þjóð- leikhússins vegna sparnaðar „ÞAÐ var ekkert rætt um uppsagnir. Afitur á móti ræddum við um nýja rekstraráætlun eftir að Qóst var að firamlag ríkisins til Þjóðleikshússins er mjög skert,“ sagði Snævar Guðmundsson, fram- efitir fund með starfsfólki leik- kvæmdarstjóri Þjóðleikshússins, hússins í gær. „Við ræddum eingöngu um inn- anhússreglur, sem lúta að sparn- aði. Það er ljóst að við verðum að mynda okkar ákveðnar vinnuregl- ur og þá verðum við að kanna hvaða starfssemi við getum haldið uppi. Nú næstu daga verður unnið í þessum málum og ný rekstrar- ákvörðun verður tekin fljótlega," sagði Snævar. Eftir 20. febrúar hætta sýning- ar á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu vegna endurbóta á salnum. Þjóð- leikhúsið hefur fengið tilboð frá tveimur stöðum um aðstöðu fyrir sýningar. Frá Gamla bíó og Há- skólabíó, en nýir salir verða teknir i notkun í Háskóabió fljótlega á næsta ári. Salur sem tekur 250 manns í sæti verður tekin í notkun i febrúar og salur sem tekur 330 manns í sæti verður tekin í notkun i mars. „Við erum að kanna þessu tvö tilboð. Gamla bíó liggur betur við. Það er nær Þjóðleikhúsinu, en aft- ur á móti gerum við okkur ljóst með því að fara þangað myndi starfsemi okkar rekast á þá starf- semi sem er í húsinu,“ sagði Snæv- ar. Eldur laus í Vífilsstaðaspítala: Starfsstúlkur brugðust rétt við o g slökktu eldinn ELDUR var laus í Vífílsstað- aspítala laust efitir klukkan tvö í fyrrinótt, en þá fór brunavið- vörnunarkefí í gang. Eldur kviknaði út frá jólaskreytingu á annari hæð spítalans. Raf- GENGISSKRÁNING Nr. 249 29. desember 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 61,09000 61,25000 62,82000 Sterlp. 97,91200 98,16800 98,12800 Kan. dollári 52,79400 52.93200 53,84200 Dönskkr. 9,26830s 9,29260 9,00970 Norsk kr. 9,25960 9,28380 9,17080 Sænsk kr. 9,82790 9,86360 9.80180 •Fi. mark 15,07460 15,11410 14,86860 Fr. franki 10,54730 10,57490 10,24630 Belg. franki 1,71360 1,71810 1,66590 Sv. franki 39,54050 39,64400 39,05380 Holl. gyflini 31,91750 32,00100 31,00610 V-þ. mark 36,05730 36,15170 34,97190 ít. líra 0,04812 0,04825 0,04740 Austurr. sch. 5,12290 5,13630 4,96700 Port. escudo 0.40820 0,40930 0,40110 Sp. peseti 0,55740 0,65890 0,54450 Jap. yen 0,42564 0,42676 0,43696 írskt pund 94,96400 95,21300 92,29200 SDR (Sérst.) 80,33270 80,54310 80,63320 ECU, evr.m. 72,62070 72,81090 71,16560 Tollgengi fyrir desember er sölugengi 28, nóvember. Sjólfvirkur símsvari gengisskréningar er 62 32 70. magnsnúra sem tengd var í lítið kii'kjulíkan gaf sig og eldur komst í bómull. Starfsfólk hringdi strax í slökkvilið Hafnarfjarðar þegar brunaviðvömunarkefið fór í gang. En áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn vora starfsstúlkur búnar að slökkva eldinn. Þær kæfði hann með blautum handklæðum. Engar skemmdir urðu vegna eldsins. „Stúlkumar bragðust rétt við og voru slökkviliðsmenn í Hafnar- firði mjög ánægðir með viðbrögð þeirra,“ sagði Ingvi J. Victorsson, umsjónarmaður Vífilsstaðarspít- ala, í viðtali við Morgunblaðið. Þess má geta að nýtt brunavið- vömunarkefi frá Securitas var tekið í notkun á spítalanum fyrir jól. „Ég vil þakka því hvað við- brögð stúlknanna vora góð og rétt, hvað starfsfólk á Vífisstaðaspítala var vel upplýst hvengi bregðast átti við er eldur verður Iaus,“ sagði Ingvi. Starfsmenn frá Securitas voru með námskeið í sambandi við nýja branaviðvöranarkefið fyrir jól. Hvernig ætti að bregðast við ef eldur kæmi upp. Þá hafa menn frá Slökkviliði Hafnarfjarðar komið árlega á spítalann og haldið fyrir- lestra og sýnt starfsfólkinu kvik- mynd um brunavarnir. ♦ ♦ ---- Matareitrun á Djúpavogi SÝNI af gulum maísbaunum og grænum baunum í dósum frá ORA hf. eru nú í ræktun hjá Hollustuvernd ríkisins. Ástæðan fyrir því er að matareitrun kom upp á Djúpavogi fyrir jól. Fjög- urra manna fjölskylda veiktist. Sýni af baununum og óupptekn- ar dósir vora sendar til Reykjavík- ur til ræktunar og einnig vora tek- in sýni af samskonar baunum í Reykjavík. Nú er verið að kanna hvort um afmarkað tilfelli sé um að ræða. Fólkið sem varð fyrir þessu var veikt eina nótt, en var orðið hresst daginn eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.