Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 29 Fjólmundur Karls son — Kveðjuorð Það mun hafa gerst á árunum kringum 1950 að fundum okkar Fjólmundár Karlssonar bar saman. Ég vann þá hjá vélsm. Atla hf. á Akureyri, þar sem ég hafði lært iðn mína. Kom meistari minn til mín dag einn, með Fjólmund sér við hlið og sagði hann vera með hug- mynd um að smíða véldrifna R-steinavél, en þetta var vel þekkt tæki norður þar þá, en að sjálf- sögðu handdrifið. Fjólmundur var vélsmiður eins og það hét þá og ætlaði að smíða þetta fyrir bróður sinn, sem var múrari. Mótin voru í tvennu lagi, ytra og innra mót, og þurfti að færa þau upp og niður (ekki samtímis) og var þetta gert af ein- um manni, en nú skyldi vökvakerfí sjá um færsiuna. Mér fannst þetta áhugavert og fékk strax áhuga á verkefninu og seinna á manninum. Teikningar og verklýsingvar í heila Fjólmundar og skilaði sér þaðan eftir hendinni, ekki kannski þrauta- laust en að lokum varð úr þessu véldrifin R-steinavél og vann eins og til stóð. Vél þessi var komin til Ólafsfjarðar þegar ég síðast vissi og var búið að smíða í hana annað mót, þar sem R-steinar heyra nú fortíðinni til. Þessi óskólagengni maður með þessa miklu innsýn í tæknimálin fínnst mér vera á borð við tón- skálds sem semur tónverk. Síðan þetta gerðist er mikið vatn runnið til sjávar en við Fjólmundur höfum haldið kunningsskapinn síðan og hist af og til, jafnvel á þorrablótum á Hofsósi. Kona mín hafði einnig miklar mætur á Fjól- mundi, enda voru þau náskyld, afar þeirra voru bræður. Fjólmundur fæddist að Garði í Ólafsfirði, stundaði vélsmiðanám á Siglufírði, fór þaðan á Sauðárkrók en settist síðar að á Hofsósi og rak þar vélsmiðju, en hvarf frá því með góðum orðstír og byggði upp púst- röraverksmiðjuna Stuðlaberg og þar naut hugvit þessa mæta manns sín vel, en það er erfítt að keppa við innflutning utan úr heimi. Óg nú stóð Fjólmundur frammi fyrir því að taka sjálfvirknina í þjónustu sína, en það kostar mikið fyrir lítinn markað hér innanlands og útflutn- ingur erfíður. En nú er Fjólmundur til feðranna genginn og aðrir taka við vandamálunum. Lífsgátan er oft undarleg og torráðin. Ofan við Hofsós er bærinn Enni sem ég oft sótti heim en þar býr frænka konu minnar og hennar maður sem vann hjá Fjólmundi í vélsmiðjunni, og einnig dóttir þeirra síðar. En þegar ég þurfti að kom- ast í smiðju, stóðu allar dyr opnar og vélar og efni að jafnaði til reiðu. Við Fjóli ræddum þá oft vandamál- in sem alltaf er nóg af. En oft kom ég auga á ný tæki og verkfæri sem Fjóli hafði hannað .og framleitt til að fullkomna verk sín. Kynni okkar Fjólmundar urðu aldrei mjög náin en sönn og traust svo aldrei bar skugga á. Við áttum sameiginleg áhugamál, höfðum báðir gaman af stangveiði og höfð- um báðir sérstakt dálæti á urriða- svæði Laxár í Þingeyjarsýslu upp við Mývatn. En eftir að stofnað var veiðifélag og bannað að veiða á annað en flugu, þá hætti Fjóli. „Ég kann bara að veiða með spún,“ sagði kappinn. Þetta segir heilmikið um Fjólmund. Persónuleiki hans var sterkur og ákveðinn gat hann verið. Fjólmundur skilur eftir djúp spor í iðnsögunni en hann var ekki fjöl- miðlamatur, hann var maður sköp- unar og framkvæmda. Kæra Steinunn Karlsdóttir, eig- inkona Fjólmundar, ég sendi þér og börnum þínum hugheilar samúð- arkveðjur við hið snögglega fráfall vinar okkar og bið honum og ykkur guðsblessunar. Jóhann Indriðason Þann 10. desember síðastliðinn andaðist af slysförum Fjólmundur Karlsson vélsmíðameistari, Berg- landi 2, Hofsósi. Hann fæddist í Garði í Ólafsfírði þann 16. júlí 1922. Faðir hans var Karl Guðvarðarson og móðir Sól- veig Rögnvaldsdóttir, og bjuggu þau allan sinn búskap í Garði, Ólafs- fírði. Fjólmundur var fímmta barn af sjö systkinum og eru öll hin á lífi. Hann stundaði nám í Bama- og unglingaskóla Ólafsfjarðar, en fór síðan til Grímseyjar og var þar var sjóróðra sem véistjóri. Þaðan lá leið hans til Siglufjarðar í iðnnám og að því loknu vann hann bæði í Grímsey og Siglufirði við vélstjóm og vélavinnu. Skólagöngu lauk hann í Reykjavik. Árið 1946 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Stein- unni H. Traustasdóttir frá Grenivík, Grímsey, og eignuðust þau fjögur börn: Trausta Bergland, fæddan 28. september 1945, Fjólmund Berg- land, fæddan 4. október 1947, Kristínu Ruth Bergland, fædda 17. júní 1950 og Valbjörgu Bergland, fædda 1. september 1955. Kjarkur og dugnaður voru aðals- merki Fjólmundur og að vera sinn eiginn húsbóndi var það sem hlaut að verða. Hann flutti til Hofsóss 1950 til að búa í haginn fyrir fjöl- skylduna og ári seinna fylgdu kona og börn á eftir. Þeir byrjunarerfið- leikar sem urðu á vegi þeirra þessi fyrstu ár vom óteljandi, sem aðeins einbeitni og styrk hönd, sem aldrei missti sjónar á stefnunni, gat sigr- að, ásamt því að eiga lífsfömnaut sem alltaf gat búið til úr litlum efni- við það sem til þurfti. Vélaverk- stæði Hofsóss byggði hann í félagi við annan en keypti síðan hlut fé- laga síns í fyrirtækinu og rak það einn í nokkur ár en seldi síðan. Árið 1965 stofnaði hann hljóðkúta- verksmiðjuna Stuðlaberg hf. Rekst- ur Stuðlabergs þótti til fyrirmyndar bæði utan dyra og innan, og bera þær viðurkenningar er hann hlaut þess vegna, því glöggt vitni. Síðasta viðurkenningin var er hann í októ- ber síðastliðnum var sæmdur æðsta heiðursmerki Landsamband iðnað- armanna úr gulli fyrir framúrskar- andi störf í þágu iðnaðar og iðnað- arsamtaka á íslandi. Hann taldi veg iðnaðar á Islandi bæði grýttan og torsóttan og það hugvit sem við ættum í fómm okkar á íslandi ætti sér enga hliðstæðu og við gætum verið stolt af. Seinustu árin var hann farinn að gefa sér meiri tíma til að sinna sínum hugðarefnum og hvíldi þá allur daglegur rekstur á herðum Gunnlaugs Steingrímsson- ar. Áhugamálin sem vom mörg tók hann sömu tökum og allt annað sem gert var, með eldmóði. Sumarbústaðurinn í Fljótum var byggður upp og þar var myndarleg- ur bústaður sem var sannkallaður unaðsreitur fyrir alla, bömin, barnabömin, ættingjana og vinina sem vom margir og allir velkomnir. Söfnin hans vom orðin mörg og margþætt og alltaf var ánægjan mikil þegar eitthvað bættist við, en mesta ánægjan var þó þegar auka- eintak barst og hægt var að láta vinina í safnarahópnum hafa líka. Honum voru falin ýmis trúnaðar- störf á vegum hrepps og félagasam- taka og engum dúRtist að hann hafði skoðanir á mönnum og mál- efnum og fór ekki leynt með hveij- ar þær vom. Heimilið á Berglandi ber þeim fagurt vitni sem það sköpuðu, og hlýjan og persónuleikinn tala þar til okkar. En hann pabbi okkar er dáinn. Hann sem taldi alltaf að árstíðimar væm unaðstími hver fyrir sig, en jólin sú ljóssins hátíð sem væri kraftaverkið mikla. Hann pabbi var kletturinn okkar sem alltaf upp úr stóð í boðaföllum og brimi lífsins. Hann kenndi okkur að elska nátt- úmna og virða. Hann sýndi okkur með sínu fordæmi, að mesta gleðin væri fólgin í því að gleðja aðra. Hann lét okkur skilja að viðskilnað- ur væri það sem koma skyldi, en ást hans til okkar allra mundi alltaf lifa og að hinsta kveðja milli ástvina væri ekki til. Við hittumst öll aftur og hann er enn sem fyrr að búa í haginn. Með ást og þakklæti. Trausti, Fjólmundur, Kristín Ruth og Valbjörg. Minning: Sigurbjörg Gísla- dóttir, Höfh Fædd 21. október 1894 Dáin 25. desember 1989 í hugarfylgsnum hálftíræðrar konu leyndust dýrmætar minning- ar. Á fallegum haustdegi rakti hún hluta lífssögu sinnar fyrir dóttur- syni. Minntist ferðalags úr Öræfum austur í Suðursveit er hún, sex ára gömul, var látin ríða einsömul yfír Jökulsá. Áin var ekki nema í kvið en þó þótti vissara að binda barnið á hestinn. Hún leit með söknuði tjl frumbernsku á Hnappavöllum, þar var skemmtun á hveiju einasta laugardagskvöldi í stofunni hjá Þor- steini í Vestur-Hjáleigunni en hann var mikill fjörkálfur og þar var dansað dátt. Einbýlið í Hestgerði var ólíkt þorpinu á Hnappavöllum og víðar í Öræfum, en þó var þar gestagangur afar mikill, bærinn lá í þjóðleið og pabbi hennar, Gísli Þorsteinsson, var svo gestrisinn að við lá að það gengi nærri heimilinu. Hver einasti fjárrekstur úr Öræfum stoppaði við Hestgerði til að hvfla féð og þá fengu rekstrarmennirnir kaffísopa eða aðra hressingu. Hún minntist fyrstu kaupstaðar- ferðarinnar, 18 ára gömul í hópi 5 annarra ungra kvenna er litu í fyrsta sinn kauptúnið unga á Höfn vorið 1913. Það hittist svo á að verslunin var lokuð því kaupmaður- inn og flestir aðrir íbúar kauptúns- ins og sveitarinnar fylgdu ástkær- um sóknarpresti, sr. Benedikt Eyj- ólfssyni, til grafar þann dag. Séra . Benedikt var með þeim fyrstu er jarðsunginn var í nýju kirkjunni við Laxá og grafínn í kirkjugarði þar hjá. Stúlkunni ungu sem aldur- hnigin hlýtur nú hvíld í sama graf- reit þótti mikið um að fá boð frá prestsekkjunni að koma til erfís- drykkju í kirkjukjallaranum eftir útförina. Þær héldu til í fjárhúsum handan árinnar, stúlkumar úr Suð- ursveit, á leið í kaupstað og hún sendi eftir þeim, ekkjan unga, áð koma í kaffí. Hún kynntist Sverri sínum á prestsetrinu á Kálfafellsstað en hann var ráðsmaður hjá séra Pétri í mörg ár og það var nú ekki rokið saman á einu kasti. Þau urðu ein af frumbyggjum á Höfn og nutu góðra nágranna sem allt byggist á. Sverrir saknaði búskaparins þó og eitt ár bjuggu þau í Haukafelli á Mýrum en við alltof þröngan kost og einangrun. Þeir byggðu snoturt lítið hús, bræðumir Sverrir og Hannes á Höfn, og eftir að Sverrir féll frá var Hannes stoð og stytta heimilisins. Sigurbjörg Gísladóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 21. októ- ber 1894 en fluttist með foreldrum sínum, Gísla Þorsteinssyni og Ólöfu Stefánsdóttur, að Hestgerði í Suð-. ursveit sex ára gömul. Hún flutti til Hafnar 1922 með eiginmanni sínum, Sverri Halldórssyni frá Syðri-Fljótum í Meðallandi, og bjó þar til dauðadags, 25. desember 1989. Sverrir lést 13. september 1932. Þau eignuðust 6 börn: Gísla er dó 18 ára gamall 1941. Halldór fiskmatsmann á Höfn, sem kvæntur er Sigrúnu Ólafsdóttur og eiga þau 5 böm. Ingibjörgu sjúkraliða á Landspítalanum í Reykjavík. Ólöfu húsmóður á Höfn sem gift var Þór- halli Dan Kristjánssyni hótelstjóra en hann lést árið 1975. Böm þeirra eru 3. Sveinbjöm verkstjóra hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafyarðar á Höfn. Hann er kvæntur Ásdísi Ólsen og eiga þau 4 böm. Og Svövu húsmóður á Höfn sem gift er Áma Stefánssyni hótelstjóra. Þau eiga 5 böm. Sigurbjörg lifði systkini sín öll en þau voru 13. Henni tókst að standa af sér sorgir og erfíðleika. Ung ekkja með 5 lítil böm og það sjötta undir belti hefur kynnst erfið- um tímum en einnig náungakærleik eins og hann getur bestur verið. Hún fær hvíldina langþráðu við hlið eiginmanns síns og sonar eftir 57 ára aðskilnað. Hvfli hún í friði. ' Gísli Sverrir Árnason t Bróðir minn, KRISTMUNDUR S. SNÆBJÖRNSSON, andaðist á heimili sínu 26. desember. Fyrir hönd vandamanna, Jón S. Snæbjörnsson. _____________Brids__________________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag- Vestur- Húnvetninga, Hvammstanga Þann 3. desember var hinn árlegi vinabæjatvímenningur milli Hvammstanga og Skagastrandar, hon- um lauk með öruggum sigri Jóns Inga Ingvarssonar og Ingibergs Guðmunds- sonar, en úrslit urðu: Jón Ingi Ingvarsson - IngibergurGuðmundsson, Skagaströnd 189 Eðvarð Hallgrimsson - Stefán Lárusson, Skagaströnd 173 Bjarki Tryggvason — KonráðEinarsson.Hvammstanga 166 Súsanna Þórhallsdóttir — Sólveig Róarsdóttir, Skagaströnd 158 Eggert Karlsson - Sigurður Þorvaldsson, Hvammstanga 156 Gunnar Stefánsson — Rúnar Jóhannsson, Skagaströnd 154 Karl Sigurðsson - Kristján Bjömsson, Hvammstanga 154 . 5.12. Jólaeinmenningur: Aðaljólasveinn félagsins varð Guð- mundur Haukur Sigurðsson með 105 stig. Önnur úrslit: Sigurður Þorvaldsson 102 Eggert Ó. Levy 97 Bj arney Valdimarsdóttir 9 5 Eggert Karlsson 94 12.12. Jó/atvímenningur: Bjarki Tryggvason — Konráð Einarsson sigr- uðunokkuðörugglegameð 109 Sigurður Sigurðsson — Sig. H. Sigurðsson 92 Erlingur Sverrisson — Eggert Levy 87 19.12. Jófahraðsveitakeppni: Sigurður / Sigurður Hallur — Erlingur / Eggert Ó. Levy 72 Flemming Jessen / Bjamey Valdimarsdóttir — Bjarki Tryggvason / Rúnar Einarsson 62 Flest bronsstig frá sept. til des.: Erlingur Sverrisson 110 Bjarki Tryggvason 94 Eggert Ó. Levy 91 Öm Guðjónsson 83 Konráð Einarsson 69 Einar Jónsson 68 Stjórn bridsfélagsins þakkar sam- starfið og óska ykkur gleðilegra jóla. Bridsfélag Kópavogs Um leið við sendum spilurum jóla- og nýarsóskir vekjum við athygli á því að keppni hefst á nýja árinu 4. janúar nk. með eins kvölds tvímenningi. Þá er einnig stefnt að eins kvölds tvímenn- ingi 11. janúar en aðalsveitakeppni fé- lagsins hefst svo 18. janúar. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson t Ástkær eiginkona mín, ÁGÚSTA HARALDSDÓTTIR, Hásteinsvegi 9, andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 27. desember. Fyrir hönd barna, barnabarna og langömmubarna, Trausti Jónsson. t Maðurinn minn, BENEDIKT SVEINBJARNARSON, Austvaðsholti, Landsveit, andaðist 29. desember. Fyrir hönd barna okkar og tengdabarna, Ólöf Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.