Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 30. DESEMBER 1989 Fæðingar á FSA: Tvíburafæðingar áberandi á árinu Morgunblaðið/Rúnar Þór Lionessurgefa FSA tvíburamónitor Lionessuklúbburinn Ösp hefur gefið fæðingar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tvíburamónitor. Kaup á tækinu voru að mestu fjármögnuð með sölu á plastpokum, en þetta er í þriðja sinn sem Asparkonur selja plastpoka til styrktar fæðingardeild FSA og eru lionessur þakklátar bæjarbúum fyrir hversu vel þeir hafa tekið þeim. Meira fé þurfti og öfluðu konurnar þess með vinnu í Lindu við að raða jólakonfekti í kassa. Lionessur vona að tækið eigi eftir að verða ófæddum Akureyringum og Norðlending- um til blessunar, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru lionessur ásamt starfsfólki fæðing- ardeildar sem tók við gjöfinni. TVÍBURAR voru áberandi á fæð- ingardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri á árinu sem nú er að líða, en alls voru níu tvíburafæðingar þar á árinu. Það hefur eflaust verið talsvert annríki á fæðingardeildinni und- ir lok ágústmánaðar, en á einni viku fæddust þá þrennir tvíburar á deildinni. Alls hafa fæðst á þessu ári 407 börn í 398 fæðingum og eru dreng- ir fleiri en stúlkur, eða 210 talsins, en stúlkurnar urðu 197. Á fæðing- ardeildinni fengust þær upplýsingar að búist væri við einni eða tveimur fæðingum síðustu daga ársins. Á síðasta ári voru fæðingar á FSA 401, en það ár fæddust þrennir tvíburar á fæðingardeildinni. Flest böm fæddust í júlímánuði, eða 52, en fæst í desember, en 21 bam hafði fæðst í mánuðinum þeg- ar haft var sambandi við deildina í gær. ______f f f____ Ljóðalestur á Uppanum ÓLUND stendur fyrir uppákomu á Uppanum næstkomandi þriðju- dagskvöld, 2. janúar, og hefst hún kl. 22. Átta ungir Akureyringar munu lesa upp úr bókinni „Rifbein úr síðum“ sem inniheldur ljóð þeirra og sögur. Höfundarnir eru Hannes Sigurðs- son, Helga Kvam, Hlynur Hallsson, Stefán Þór, Ásmundur Ásmundsson, Pétur Eyvindsson, Heiðar Ingi og Hádegi. Félagið Ólund gaf bókina út á ársafmæli sínu 3. desember síðastlið- inn og var hún gefin út í 200 tölu- settum eintökum. Bókin er fjölrituð á endurunninn pappír og kostar 800 krónur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vaxandi framleiðsía á fiskafóðri: Röskun á flugi Nokkur röskun hefur verið á flugi síðustu daga, bæði vegna veðurs og vélaskorts, að sögn starfsmanns Flugleiða á Akur- eyrarflugvelli. I fyrrakvöld lenti vél sem fara átti til Húsavíkur á Akureyri og var farþegum ekið á áfangastað. Þá hefur einnig orðið nokkur seinkun á vélum, þannig kom engin vél til Akureyrar í gær- morgun svo fyrsta lending á vellinum var um hádegisbil. Útflutningsverðmæti þriggja ára nemur 1,5 milljarði króna Útflutningsverðmæti fiskafóð- urs á síðustu þremur árum, eða frá því að famleiðsla slíks fóðurs hófst hér á landi fyrir alvöru, nem- ur um 1,5 milljörðum króna á núvirði. Útflutningsverðmæti fiskafóðurs á þessu ári nemur um 750 miiyónum króna, en grófiega áætlað er útfiutningsverðmæti eldisfisks á bilinu 5-600 milljónir Endurbætur vegna eldsvoðans að Álfabyggð 8: Hefur gengið ævintýralega vel — segir Bjami Siguijónsson en flölmargir hafa unnið í húsinu „ÞETTA hefur gengið alveg æv- iatýralega vel, hér hefur verið einvala lið og við stefnum að því að húsið verði íbúðarhæft eftir viku,“ sagði Bjarni Siguijónsson, en í fyrradag hófst vinna við húsið númer 8 við Álfabyggð, sem skemmdist mikið af völdum elds skömmu fyrir jól. Söfnun, sem hrundið var af stað eftir eldsvoðann, hefur sömuleiðis gengið ákaflega vel og segir Þor- björg Ingvadóttir sjúkraliði að hún hafi farið fram úr björtustu vonum manna. Sjúkraliðafélag Akureyrar stendur að söfnuninni og var opnað- ur reikningur í Sparisjóði Glæsibæj- arhrepps og einnig í útibúi Búnað- arbankans á Sauðárkróki. Þá voru skátar úr skátafélaginu Klakki í göngugötunni á Akureyri á Þor- láksmessu og sagði Þorbjörg að þeir hefðu fengið mjög góðar við- tökur. (Auk þess sem fólk hefur lagt fram fé til söfnunarinnar hafa fjöl- margir lagt hönd á plóg og síðustu tvo daga hefur mikið verið unnið í húsinu, en það var afar illa farið af völdum elds, reyks og vatns. Hafist var handa kl. 8 á fimmtu- dagsmorgun og unnið til miðnættis og í gær var einnig unnið frá morgni og fram á kvöld. Bjami króna. A síðustu þremur árum hefur verið fiutt út rúmlega 20 þúsund tonn af fiskafóðri og hefur útflutningurinn farið mjög vax- andi. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ístess hf., segir að þó fiskeldið hafi farið hægar af stað en áætlað var sé ljóst að marg- feldisáhrif þess séu veruleg, eins og dæmið um útflutningsverðmæti fiskafóðursins sanni. Hann segir að framleiðsla fiskafóðurs hafi far- ið mjög vaxandi á síðustu ámm og rúmlega 20 þúsund tonn hafi verið flutt út, einkum til Noregs og Fær- eyja, frá því framleiðslan hófst fyr- ir alvöru á árinu 1987. Heildarverð- mæti vömnnar miðað við verðlag og gengi er um 1,5 milljarðar, en eingöngu á þessu ári nemur verð- mæti útflutnings fiskafóðurs um 750 milljónum. „Fiskeldið hefði átt mun erfiðara uppdráttar ef ekki hefði komið til innlend fóðurframleiðsla. En þó svo að fiskeldi sem atvinnugrein sé ekki orðin mikil enn, þá hefur hún eins og önnur fmmframleiðsla margfeldiáhrif og hún hefur skilað umtalsverðum tekjum," sagði Guð- mundur. Hráefnið er að mestu innlendt og með því að fullvinna vöruna hér heima hefur verðmætaaukningin verið veruleg, miðað við að mjölið væri flutt út óunnið. „í kringum fiskeldið er vemlega mikil þjónustu- starfsemi, fóðurframleiðsla, ýmiss konar smáiðnaður og þá em flutn- ingar mjög miklir. Ef okkur tekst að byggja upp fiskeldi hér á landi þá tekst okkur jafnframt að byggja upp verulega mikla starfsemi í kringum það. Það er líka greinilegt að hliðargreinar fiskeldis hafa nú þegar skapað umtalsverðar útf lutn- ingstekjur," sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmargir hafa verið við vinnu í húsinu við Álfabyggð, en það skemmdist mikið af völdum elds skömmu fyrir jól. Hafa allt að 50-70 manns verið þar í einu og hefur endurreisn hússins verið ævintýri líkust. Siguijónsson, sem umsjón hefur haft með verkinu, sagði að fjöl- margir hefðu aðstoðað við að koma húsinu í lag. Á milli 50 og 70 manns hafa verið við vinnu í húsinu. „Þetta hefur gengið alveg geypilega vel, hér hefur verið samhent lið og dug- legt og það má segja að það hafi verið ævintýri líkast hversu vel hef- ur gengið," sagði Bjarni. Félagar úr Kiwanisklúbbnum Kaldbaki, lionsmenn, félagar úr Starfsmannafélagi Akureyrarbæj- ar, sjúkraliðar og hjálpræðishers- félagar auk fjölmargra iðnaðar- manna, vina og kunningja fjölskyld- unnar hafa lagt málefninu lið. „Fólk hefur verið einstaklega ósérhlífið og okkur langar að koma á fram- færi innilegu þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Bjami. Eldri borgari gaf 5 milljónir EINN af elstu borgurum Akureyrarbæjar gaf í gær fimm stofnunum og félagasamtökum í bænum samtals fimm milþ'ónir króna og hann bætti um betur þvi hann gaf einnig 100 þúsund krónur í söfnun sem staðið hefur yfir til aðstoðar fjölskyldunni í Álfabyggð 8, en hús hennar skemmdist i eldsvoða skömmu fyrir jól. Gefandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, afhenti Dvalar- heimilinu Hlíð, Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, vistheimilinu Sólborg, Sjálfsbjörgu, félagi fatl- aðra á Ákureyri, og Náttúrulækn- ingafélagi Akureyrar, sem stend- ur að byggingu Kjarnalundar í Kjamaskógi, eina milljón hveijum aðila í gær. „Þetta var ákaflega ánægju- legur dagur og ég vona að pening- amir komi sér vel,“ sagði gefand- inn, sem orðinn er 96 ára gam- all. „Ég er enn fílhraustur og það er aldrei að vita nema ég haldi þessu áfram," sagði hann og vildi að lokum koma á framfæri nýárs- óskum til allra landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.