Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 C 5 SÓLRÚN BRflGADÓTTIR ■■1SÓPRAN SÓLRÚN BRAGADÓTTIR fædd- ist í Reykjavík 1959 og ólst þar upp. Hún gekk í Álllaniýrarskóla og síðar Réttarholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund árið 1979. Hún hafði þá sungið í Bústaðakirkjukórn- um, Pólýfónkórnum og Lang- holtskórnum og var ákveðin í að fara út í söngnám. að er eiginlega Elísabetu Erl- ingsdóttur að þakka að ég fór út í þetta, en hún kenndi mér fyrstu árin, fyrst í Tónlistarskólan- um í Kópavogi og síðan í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Ég ætlaði mér aldrei að verða söngkona, mér datt það ekki í hug. Þetta gerðist allt eiginlega óvart,“ segir Sólrún. „Ég hef haft áhuga á klassískri tónlist frá barnsaldri og ég var f imm ára þegar ég fór í Barna- músíkskólann. Upp úr því fór ég í píanónáni, fyrst í Barnamúsíkskó- lanum til 12 ára aldurs og síðan í einkatímum og hélt því við talsvert lengi fram eftir aldri. í fyrsta skipti sem ég steig á svið var í Meyjar- skemmunni í Þjóðleikhúsinu vorið 1982. Svo um sumarið fór ég til náms í Tónlistarháskólanum í Indi- ana í Bandaríkjunum og var þar í fimm ár. Aðalkennarar mínir þar voru prófessor Roy Samuelsen og Virginia Zeani.“ Að loknu námi fór Sólrún beint til Þýskalands og var komin í vinnu tveimur dögum síðar. „Halldór Hansen hvatti mig til að prufu- syngja í Þýskalandi og það gekk ótrúlega vel. Ég söng á mánudegi og var komin í vinnu hér við óper- una í Kaiserslautern á þriðjudegi. Þetta hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikið að gera hjá mér að undanförnu og má segja að ég hafi verið að syngja í hverri stórrull- unni af annarri. Ég hef verið að syngja í Rigoletto og nú er ég að syngja greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós og framundan eru stór- hlutverk svo sem María í Seldu brúðinni, Angelica í Systir Angelica auk ýmissa tónleika,“ sagði Sólrún. Auk söngsins kveðst Sólrijn lesa mikið, einkum um dulræn og andleg efni auk þess sem hún stundar jóga að staðaldri. Hún er ógift, en á átta ára dreng með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Bergþóri Pálssyni söngvara. SIGRÓN HJÁLMTÝSDÓTTIR IsópranI SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR fæddist árið 1955 og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún gekk í Melaskólann og Hagaskól- ann og hóf síðan nám við Mennta- skólann í Reykjavík, en hvarf frá námi. „Ég fór í fylu út í Guðna rektor og var með smá uppsteyt og hætti.Þá fór ég að læra leik- list hjá'SÁL, sem síðar varð Leik- listarskóli ríkisins,“ segir hún. Síðan fór hún að syngja með Spilverki þjóðanna og þar með var leiðin rudd út á söngbraut- ina. Þetta varð til þess að ég hóf söngnám við Guildhall School of Music and Drama í London árið 1979 og ég lauk prófi þaðan 1985. Aðalkennarinn minn í London Hann er nú nýkominn heim úr ferð um Evrópu þar sem hann söng fyr- ir umboðsmenn auk þess sem hann hélt tónleika í Kaupmannahöfn, Osló og Óðinsvéum. „Það má segja að þessir tónleikar séu mestu við- burðir á ferli mínum til þessa. Þetta voru geysilega velheppnaðir tón- leikar og ég fékk mjög góða gagn- rýni, sem er mér mikils virði,“ sagði Sigurður. Framundan er nú óperan Dido og Aeneas með íslensku hljómsveit- inni auk þess sem Sigurði hefur verið boðið að halda tónleika erlend- is nú á nýja árinu. Eiginkona Sig- urðar er Guðrún Valdimarsdóttir verslunarmaður og eiga þau einn dreng, Valdimar, 11 ára. Auk söngsins kveðst Sigurður vera áhugamaður um siglingar, sem hann stundar á sumrin með bræðr- um sínum, Guðna og Guðlaugi, á skútunni Normu. var Laura Sarti. Síðan lá leiðin heim að eiga börn og jafnframt söng ég mikið hér heima við ýmis tækifæri, m.a. í óratoríunni Judas Maccabeus eftir Hándel með Sin- fóníuhljómsveit íslands og söng- sveitinni Fílharmoníu. Einnig söng ég í Álfadrottningunni með Islensku hljómsveitinni og Betlaraóperunni í útvarpinu, svo nokkuð sé nefnt. En á þessum árum söng ég ekki í neinni óperu, það var ekki fyrr en síðar. Svo var ég tvístígandi með börnin í tvö ár varðandi Ítalíuferð- ina. En maðurinn minn dreif mig svo út árið 1987 og sú ferð varð vendipunktur á ferli mínum,“ segir hún þegar við rifjum upp söngnám- ið og ferilinn. Sigrún var í einkatímum á Ítalíu, hjá Rina Malatrasi, í eitt ár og á meðan dvöl hennar þar stóð var henni boðið fyrsta óperuhlutverkið á íslandi sem var dúkkan Olympia í Ævintýrum Hoffmanns eftir Öff- enbach. Síðan kom hlutverk Sús- önnu í Brúðkaupi Fígarós. Auk þess hefur Sigrún sungið mikið með kórum og við hin ýmsu tækifæri víða um land. Hún hefur að undan- förnu dvalið í London við undirbún- ing á titilhlutverkinu í óperunni Luciu Di Lammermoore, sem fyrir- hugað er að setja í svið í íslensku óperunni á þessu ári. Eiginmaður Sigrúnar er Þorkell Jóelsson hornleikari hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands og eiga þau tvær dætur, tvíburasysturnar Salome og Valdísi, sem eru á fjórða ári. Leiðrétting í leikdómi um sýningu Leikfélags Akureyrar á verkinu Eyrnalangir og annað fólk í blaðinu í fyrradag var rangt farið með föðurnafn eins leikarans. Rétt nafn hans er Kristín Jónsdóttir, ekki Pétursdóttir eins og sagt var og er beðist velvirðing- ar á því. VINKLAR Á TRÉ Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Bridsstóinn Ný námskeid hef jast 22. og 23. janúar Boðið er upp á námskeið í byrjenda- og framhaldsflokki Hvert námskeið stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í viku. Kennsla í byrjendaflokki fer fram á mánudagskvöldum milli kl. 20.00 og 23.00, en í framhaldsflokki er spilað á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00 til 23.30. Vönduð námsgögn fylgja. Námskeiðin fara fram í húsi Sóknar, Skipholti 50a. Frekari upplýsingar og innritun í síma 27316 milli kl. 15.00 og 18.00 virka daga. TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Cherokee 4x4 árgerð ’84, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 9. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna. Síðustu innritunardagar TJÚTT Suiuí-Amerfsklr d&ms&r Kennsla hefst 8. janúar REYKJAVI 1 OQ 'ns^ Kennslustoóir: KR, Frostaskjóli, lougordogo fyrir ollo oldurshópo, Templorohöllin, Sundlougoveg 34. Sértimari tjÚtH'cg '•okAi Jyrirtjng,fóik C00° L.'-'IÆ £ ’ oa m lnStaklin9a Þialfunfm «SrtaJ keppaistíansa og mkiapróf úí Innritun i sima 611997frá kl. 10-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.