Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR .7. JANÚAR 1990 '
C 23
■ FRIÐRIK Þór Friðríks-
son kvikmyndaleikstjóri og
Einar Már Guðmundsson
rithöfundur hafa nýlega lokið
við kvikmyndahandrif, sem
heitir Börn náttúrunnar.
Handritið hefur verið í undir-
búningi sl. þtjú ár en liggur
nú hjá Kvikmyndasjóði. Það
fjallar „um gamalt fólk“ eins
og Friðrik Þór sagði í síma-
spjalli.
■ ÞRIÐJA National
Lampoon- gamanmyndin
með Chevy Chase og Bev-
erly D’Angelo var jólamynd
í Bandaríkjunum og heitir
auðvitað Jólafrí.
■ WILLEM Dafoe og Ed-
ward James Olmos leika
saman í myndinni „Triumph
of the Spirit“ um fanga í
útrýmingarbúðum nasista
sem heldur lífi með því að
vinna í hnefaleikakeppnum
innan búðanna. Leikstjóri er
Robert M. Young en þetta
er fyrsta bíómyndin sem tek-
in er í raunverulegum útrým-
ingarbúðum.
UJOIIN Travolta hefur
ekki verið í neinum smellum
frá því í „Saturday Night
Fever“ og „Grease" í gamla
daga. Það breyttist með
gamanmyndinni „Look
Who’s Talking" þar sem
hann leikur á móti smábarni
en myndin var mjög vinsæl
vestra fyrirjólin og halaði inn
dollarana.
Amerísk sjónvarpsfrægð:
,Twin Peaks’
íslendingar í
amerískum þáttum
Eitt af þvi, sem Propag-
anda Films Sigurjóns Sig-
hvatssonar í Los Angeles
hefúr unnið að í samvinnu
við framleiðslufyrirtæki
leikstjórans Davíd Lynch,
eru sjónvai-psþættir sem
Lynch hefur verið að gera
undanfarið og heita
„Twin Peaks“.
eir gerast í amerískum
smábæ með sama
nafni en Siguijón virðist
hafa tekist að vekja svo
áhuga Lynch á íslendingum
að leikstjórinn hefur skrifað
talsvert af þeim inní fimmta
þátt.
Þannig er að ein hliðar-
sagan í þáttunum fjallar um
fólk sem á mikið af land-
flæmi sem það breytir í
sumarbústaðarland er á að
höfða sérstaklega til
skandínava og þangað
koma m.a. íslendingar að
skoða sig um. Þetta er
sennilega í fyrsta skipti sem
10 eða 15 heimamenn koma
fram í amerískum sjón-
varpsþáttum.
Þættirnir eru gerðir fyrir
risastöðina ABC og verða
því sýndir um öll Banda-
ríkin en Stöð 2 hefur keypt
sýningarréttinn á þeim hér
á íslandi og sýnir þá ein-
hvenitímann eftir norðan
við eitt ár.
Cimino endurgerir
Bogart-mynd
Árið 1955 leikstýrði William Wyler sakamálamynd-
inni„The Desperate Hours“ með Humphrey Bogart
í hlutverki strokufanga sem ryðst með félögum sínum
inná heimili fjölskyldu nokkurrar og tekur að ógna
henni.
Dino De Laurentiis framleiðir og leitaði til Mickey
Rourke til að fara með Bogart-hlutverkið. Rourke
sagðist hvorki hrifinn af endurgerðum almennt né
þessari sérstaklega og vildi ekki leika nema vinur
hans Michael Cimino fengi að leikstýra.
Til að gera
langa
sögu stutta
fékk Cimino
verkefnið og
nýlega lauk
tökum á
myndinni.
Aðrir leikarar
í henni eru
Anthony
Hopkins, Mimi
Rogers og
Kelly Lynch.
„Eg horfði
ekki á gömlu
myndina,“
sagði Rourke.
„Ég vildi það
ekki.“ Hann
lét Cimino um
allt það mál,
treysti honum
algerlega fyrir
myndinni. Ro- Rourke; eins og Bogart? Neeeeee ...
urke vann með
Cimino við Ár drekans og „The Desperate Hours“
segir hann uppáhaldsleik- verður frumsýnd í Banda-
stjórann sinn. „Hann er rikjunum einhverntimann á
soddan fullkomnunar næsta ári.
sinni.“
í BÍÓ
• •
Orverpismarkaður er
orðið sem kunnur
kvikmyndagerðarmaður
viðhafði í stuttu sima-
spjalli um þann áhorf-
endamarkað sem ísl-
enskar bíómyndir hafa á
að róa til að hafa upp í
kostnað. Viðmiðunin er
þessi: Amerísk metsölu-
mynd er tíu mínútur að
selja 250.000 miða. Sagt
hefur verið að ef kvik-
myndagerð á að geta þrif-
ist á heimsmælikvarða
eins og krafan er á meðal
íslenskra áhorfenda
þyrftu að búa hér ekki
færri en 50.000.000
manns. íslensk kvik-
myndagerð er alltaf rekin
með gjaldþrot í huga enda
leita leikstjórar okkar í æ
ríkari mæli eftir erlendu
fjármagni og samstarfi við
erlenda aðila. Útflutning-
ur á íslenska kvikmynda-
ævintýrinu virðist óum-
flýjanleg þróun. En mælir
eitthvað gegn því?
KVIKMYNDIR
Hvemig var í bíó 1989f
Góð byrjun
en slappur ettdir
Lífið er ekki þeir dagar
sem þú hefur lifað held-
ur þeir dagar sem þú manst
stendur einhvers staðar og
það sama má segja um bíó-
myndirnar;
þótt þú
munir þær
ekki frá
upphafi til
enda
standa
ákveðin at-
riði uppúr.
Ekki endi-
lega heilar senur, það þarf
ekki að vera nema hreyfing
myndavélarinnar eða lýsing
eða svipbrigði leikara: Glenn
Close þar sem hún situr eyði-
lögð í lok Hættulegra sam-
banda. Myrkurdrunginn í
Tvíburum Davids Cronen-
bergs. Undirspilið í Tucker.
eftir
Arnald Indríðason
Þannig líður 1989 í ein-
staka minnisstæðum brot-
um. Það skar sig 'ekki úr á
neinn hátt. Meirihluti mynd-
anna kom frá Bandaríkjun-
um eins og alltaf, meirihlut-
inn var miðlungsmyndir og
verri eins og alltaf og eins
og alltaf stóðu nokkrar langt
uppúr. Það var líka kvik-
myndahátíðarár en það hefði
verið svo auðvelt að pikka
út tíu bestu myndir ársins á
þeim tíu dögum sem hún
stóð að við höldum okkur við
hversdagssýningarnar.
Hollywoodárið einkennd-
ist af framhaldsmyndafári
og Batmanæði, sem við fór-
um auðvitað ekki varhluta
af. Fyrra fárið reyndist skila
af sér betri myndum en
maður þorði að vona, ein
þeirra kemst meira að segja
á lista yfir tíu bestu mynd-
irnar. Batman, ein af fáum
frumútgáfunum vestra í
sumar og megasmellur í
miðasölu, reyndist engin sér-
stök metsölumynd í Evrópu
enda var ísinn betri en mynd-
in.
Árið byrjaði mjög vel og
hélt dampi lengi framefir þar
til kom að heldur slöppum
lokamánuðum. Fyrri hluti
ársins einkenndist mjög af
fyrirbærinu fullorðinsmyndir
en hugtakið tvíburamyndir
varð einnig til. Markaðs-
fræðingarnir í Hollywood
höfðu reiknað fullorðið fólk
inní dæmið mjög á kostnað
unglinganna og afraksturinn
varð helmingi betri myndir.
Á vormánuðum voru sýndar
óvenju margar slíkar myndir
á sama tíma í bíóunum. Og
þær eiga stóran hluta í 10
bestu listanum, myndir eins
og í ljósum logum, Regn-
10 BESTU MYNDIRNAR
1. Pelli sigurvegari („Pelle erobreren" e. Bille August).
2. Regnmaðurinn („Rain Man“ e. Barry Levinson).
3. í ljósum logum („Mississippi Burning” e. Alan Parker).
4. Járngresið („Ironweed" e. Hector Babenco).
5. Hættuleg sambönd („Dangerous Liaisons” e. Stephen
Frears).
6. Tucker (e. Francis Ford Coppola).
7. Bamabrek („Parenthood” e. Ron Howard).
8. Fiskurinn Wanda („A Fish Called Wanda e. Charles
Crichton).
9. Tvíburarnir („Dead Ringers" e. David Cronenberg).
10. Móðir fyrir rétti („A Cry in the Dark“ e. Fred Schepisi).
Sæbjörn Valdiniarsson
Sú besta 1989; Pelli sigursæli eftir Bille August.
10 BESTU MYNDIRNAR
1. Pelli sigui-vegari („Pelle erobreren” e. Bille August).
2. Hættuleg sambönd („Dangerous Liaisons“ e. Stephen
Frears).
3. í ljósum logum („Mississippi Burning" e. Alan Parker).
4. Tvíburarnir'(„Dead Ringers“ e. David Cronenberg).
5. Aftur til framtíðar II („Back to the Future 11“ e. Ro-
bert Zemeckis).
6. Tucker (e. Francis Ford Coppola).
7. Regnmaðurinn („Rain Man“ e. Barry Levinson).
8. Járngresið („Ironweed“ e. Hector Babenco).
9. Á faraldsfæti („The Accidental Tourist” e. Lawrence
Kasdan),
10. Hinir ákærðu („The Accused e. Jonathan Kaplan).
Arnaldur Indriðason
maðurinn, Á faraldsfæti og
Hættuleg sambönd.
Fjórar tvíburamyndir voru
sýndar um svipað leiti fyrri
hluta ársins en sú besta var
hrollvekja David Cronen-
bergs, „Dead Ringers" eða
Tvíburarnir, sem enginn
skyldi rugla saman við
„Twins“ eða Tvíbura, gam-
anmynd með Danny De Vito
og Árnold Schwarzenegger.
Seinni hluti ársins var
daufasti hlutinn. Aðeins
tvær myndir frá þessum
tíma, Barnabrek og Áftur til
framtíðar II, teljast til bestu
myndanna. Annars var
ósköp ómerkilegt léttmeti á
ferðinni fram til jóla.
En þrátt fyrir flæði Holly-
woodmynda hingað eins og
venjulega var það ekki
Hollywoodmynd sem stóð
uppúr á árinu. Pelli sigur-
sæli eftir Bille August var
besta mynd ársins. Hinar
veita góða samkeppni en ein-
hvern veginn stóð Pelli næst
manni, snerti mann þar sem
hinar náðu ekki til í frábær-
lega manneskjulegri en líka
hrottalegri lýsingu á lífi og
aðbúnaði verkamanna á
dönskum herragarði og ást
og vináttu Pella og föður
hans, sem Max von Sydow
lék stórkostlega vel. Þar fór
mynd sem ekki gleymist svo
auðveldlega.