Morgunblaðið - 07.01.1990, Side 24

Morgunblaðið - 07.01.1990, Side 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 VnYfWlAS'T/Hafafjölmiblar ekki nœgan áhuga? UmjjöUun um myndlist í FLESTUM lýðræðisríkjum er litið á frjálsa og öfluga fjöl- miðla sem einn af hornsteinum þjóðfélagsins, og talið að án þess svigrúms sem þeir tryggja gæti orðið brátt um það Iján- ingarfrelsi sem lýðræði byggist á. Þessu mótmæla fáir. Þetta eru talin sjálfsögð sannindi, og því litlu púðri eytt í að ræða þau nánar. Hins vegar er mikilsvert að athuga, hvernig Qöl- miðlafrelsið er notað í raun, því að nú móta Qölmiðlarnir þjóð- irnar sem aldrei fyrr. Er því beitt til að ögra hinu viðtekna, til að æsa gegn hinu hefðbundna, til að leiða hugann frá hinu þungbæra eða til að svæfa fólk gagnvart hinu varhugaverða? essi formáli er á réttum stað, ef einhver skyldi furða sig á honum. Þetta er ekki fjöl- miðlagagnrýni, heldur pistill um málefni er tengjast myndlist. Því að um hana gildir hið sama - og um aðra þætti í þjóðlíf- inu, að þekking fólks á myndlist líðandi stundar eftir Eirík markast mjög Þorlóksson af þv; hvernig fjölmiðlar fjalla um hana — eða hvort þeir veita myndlist nokkra athygli yfirleitt. Þar má segja að ekki sé allt sem skyldi. Fjölmiðlar eru auðvitað marg- ir og misjafnir. Prentmiðlarnir eru af öllum gerðum, frá því að vera illa unnin, óþroskuð skóla- blöð, í að vera misjafnlega unnin vikuleg héraðsblöð, upp í að vera tölvuhönnuð, geysistór dagblöð og ríkuleg, almenn eða sérhæfð litprentuð tímarit. Allar leitast þessar útgáfur við að hafa á boðstólum efni, sem útgefendur telja að höfði til lesenda. í sum- um tilvikum þýðir þetta að lítt markverð, staðbundin efni eru sett í öndvegi; í öðrum eru það heimsfréttirnar og misjafnlega athyglisverðir pólitískir viðburð- ir, séðir í „réttu“ ljósi; { enn öðrum eru það slúðursögur um fólk sem talið er áhugavert, hér- lendis og erlendis, og Ioks hafa íþróttir náð að tryggja sér ótrú- lega mikið rými í prentmiðlum. Fjölmiðlafræðingar af öllu tagi hafa örugglega reiknað út það hlutfall prentsvertu, sem hinir ýmsu efnisflokkar fá í press- unni, og væri gaman að heyra staðfestar tölur um slíkt. Hvað ætli hlutfall myndlistarinnar sé smátt? Já, smátt. Umfjöllun um menningarmál af öllu tagi er að fjalla um myndlist, en ...' með minna móti í íslenskum fjöi- miðlum, sem virðast margir setja skemmtigildi ofar öðrum verð- mætum, og er tilviljunarkennd og jafnvel lituð pólitík eða þjóð- ernisrembingi í þokkabót. Borið saman við mikilvægi þess að hafa nægar upplýsingar um efnahagsmál, innlenda stjórn- málaþróun og helstu atburði á alþjóðavettvangi er þetta svo sem í lagi; en þegar efni eins og fregnir af klæðaburði al- þjóðlegra uppa, hjúskaparmál einstaklinga í plastveröld kvik- myndanna, ofbeldishneigð at- vinnulausra fótboltafíkla í Evr- ópu og héraðslýsingar frá af- kimum túristaslóða eru farin að fá meira rými en innlent menn- ingarlíf, þá er kominn tími til að ráðamenn fjölmiðlanna staldri við og athugi hvert þeir vilja stefna. Sá miðill, sem skiljanlega er best í stakk búinn til að fjalla um myndlist og málefni tengd henni er sjór.varp. Hér á landi eru tvær sjónvarpsstöðvar; Stöð- in okkar allra og Stöð tvö. Þar eru ótal tækifæri til að kynna gamalt og nýtt, ræða við lista- menn og listunnendur, kynna listasöfn, bæði opinber og í einkaeign, sýna listaverk verða til, flytja fréttir um myndlistar- þróun erlendis, og fræða unga og gamla á allan hátt. Hvernig hefur sjónvarpið svo nýtt möguleika sína á þessu sviði, t.d. á nýliðnu ári? Hvenær var síðast sýnd mynd um íslenskan listamann? Eða fræðsluþáttur um listastefnu? Eða þáttur gerður í tilefni ákveð- inna sýninga? Öllu þessu er auð- velt að svara, því að það er ekki af miklu að taka. I ríkissjón- varpinu hefur allri umfjöllun um menningarmál nú verið þjappað saman í einn þátt hálfsmánaðar- lega, og umsjónarmanni (hversu viljugur sem hann kann að vera til verksins) tekst í mesta lagi að veita myndlist um fimm mínútur af hverjum þætti. Það gerir tíu mínútur á mánuði, um það bil tvær klukkustundir á ári. Stórfenglegt afrek hjá einni helstu menntastofnun hins opin- bera, eða hitt þó heldur. Sérstak- lega ef sá tími sem fer í að kynna myndlist er borinn saman við hve margar sjónvarpsklukku- stundir fara í að sýna þunnildis- lega ástralska framhaldsmynda- flokka, endursýna útvatnað barnaefni, og fjalla um uppá- haldsefni beggja stöðva, íþróttir. Allt væl um kostnað við þátta- gerð um myndlist verður einung- is hjáróma þegar haft er í huga að bæði fyrirtækin halda uppi vel mönnuðum deildum til að fjalla um boltaköst og aðrar búklegar íþróttir, og varla er háður svo lélegur kappleikur (að áliti þeirra ‘deilda) að ekki sé vert að sýna alþjóð hann í heild. Á sama tíma virðist enginn fast- ur starfsmaður hafa menningar- mál (hvað þá myndlistarmál) sérstaklega á sinni könnu. Hér þarf vissulega að breyta áhersl- um, og til þess má gera ákveðn- ar kröfur. En þá er komið að lykilspurn- ingunni: Er nokkur áhugi fyrir meiri umfjöllun um myndlist í fjölmiðlum? Eða er það rými, sem prentmiðlar og sjónvarp veita myndlist nú þegar, í fullu samræmi við þann áhuga sem þjóðin hefur á þessum málum — þ.e. á mörkum þess að vera lítill eða enginn? Svarið við fyrri spurningunni er hiklaust já, og við þeirri síðari jafn hiklaust nei. Og þau svör má byggja á nokkru sem ekki verður vefengt — tölum. Yogastöðin Heilsubót auglýsir Konur og karlar athugið! Nýtt námskeið hefst 3. janúar 1990. Við bjóðum yður mjög góðar æfingar, sem slaka á stífum vöðvum, liðka liðamótin, halda líkamsþunganum í skefjum og losa huglæga spennu. Æfingarnar henta fólki á öllum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Sértímar fyrir ófrískar konur. Nánari upplýsingar í síma 27710. Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a. HEIMILISF. „ ÍSLANDS Póstbox 1464 121 Reykjavík Sími 27644 Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1400 Islendingum bæði heima og erlendis á síðastliðnum átta árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameð- ferð, skrautskrift og gerð kúluhúsa — fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til þaka. - Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tíma- lengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. eg óska eftir ad fa sent kvnningarrit HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU NAFN________________________________________ OLÚS/Hvab þarf til aó verba hlússöngvari? Blús í fjömtíu ár ÞEIM fækkar nú óðum blússöngvurunum sem hófii að leika fyrir stríð og enn færri eru þeir sem enn senda frá sér plötur og leika á tónleikum. John Lee Hooker, sem kominn er á áttræðisaldur, er einn þeirra. Árið 1988 kom firá honum fjörutíu ára tónlistaraf- mælisplata og fyrir stuttu ný plata aukinheldur sem hann er ið- inn við tónleikahald. John Lee á sér klassískan uppr- una: fæddur í Mississippi (22. ágúst 1917), átti mörg systkini (tíu), söng í kirkjukór og bytjaði snemma að kenna sér sjálfur á hljóðfæri (fyrsta hljóðfærið var bílslanga sem strekkt var í dyr- akarm). Hann hafði þó eitt framyfir marga eftir Árna . aðra; stjúpi hans Matthíasson var viðurkenndur blústónlistarmað- ur, William Moore, sem lék iðulega með Charlie Patton. Willie Moore var frá Louisiana og blúsinn sem hann lék var ólíkur Mississippi- blúsnum. Hann byggðist meira á rytmískum endurtekningum í undirleik og uppbyggingin var lausari í sér. Hooker lærði mikið af Willie og hefur reyndar sjálfur sagst hafa sinn sérkennilega stíl frá honum. John Lee flæktist víða eftir að hann fluttist að heiman 1931 og söng með ýmsum trúartónlistar- flokkum. 1943 fluttist hann til Detroit, enda stóð þar allt með miklum blóma vegna hergagna- framleiðslu. Þar fór hann að vinna í skriðdrekaverksmiðju og fékkst við tónlist í frístundum. 1948 taldi útgefandi þar í borg hann á að taka upp nokkur lög og af þeim var Boogie Chillen gefið út. Það lag átti eftir að fylgja John Lee í áratugi og verða vörumerki hans, enda seldist það í yfir milljón ein- tökum. Síðan hefur John Lee átt hylli að fagna, enda hefur hann aðlagað sig að markaðinum og leikið folk-blús, rokkblús og sveitablús eftir því sem við átti á hveijum tíma og gert allt vel. Ekki er gott að kasta tölu á þær plötur sem John Lee hefur sent frá sér, enda nýtti hann sér ýmis nöfn, s.s. Texas Slim, Delta John, Birmingham Sam and his Magic Guitar, the Boogie Man og John Lee Booker, til viðbótar við plötur undir eigin nafni, en fyrir- tækin sem hann hefur tekið upp fyrir eru ríflega fjörutíu. Líklega eru plöturnar þó á fimmta tug. Seint á síðasta ári kom svo frá John Lee enn ein platan; The Healer. The Healer hefur fengið mis- jafnar móttökur. Hafa sumir valið henni og þeim er hafði yfirumsjón með gerð hennar, Roy Rogers (nei, ekki sá Roy), hin verstu orð, John Lee Hooker Enn í fullu fjöri. en aðrir borið á hana lof. Á plöt- unni leikur Hooker nokkuð aðra tónlist en hann er þekktastur fyr- ir og fær til liðs við sig ýmsa tón- listarmenn sem sumir eru þekkt- ari fyrir annað en tæran blús; Carlos Santana, Bonnie Raitt, Los Lobos, Robert Cray, George Thorogood, Canned Heat og Charlie Musslewhite. Óþarfi er þó að setja það fyrir sig, því sumt á plötunni er einkar vel heppnað. Má þar nefna lag Hookers og Roberts Cray, en einnig stendur Bonnie Raitt sig með mikilli prýði og Los Lobos koma á óvart. Hoo- .ker hefur áður tekið upp með Canned Heat (á meðan A1 Wilson og Bob Hite lifðu) og Charlie Musselwhite. John Lee Hooker er því enn í fullu fjöri og verðugt verkefni fyrir framtakssama að fá hann hingað til lands til tónleikahalds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.