Morgunblaðið - 07.01.1990, Side 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
Hae, Týna.... á£t\n... ýwcl&
seýirðu, elskaw ? "
*
Ast er...
.. .að bjóða heimagert
konfekt.
TM Reg U.S Pal Ofl — all rigíits reserved
© 1989 Los Angeles Times Syndicale
-THCC'1
Eignm við ekki, svona myndar-
legir að bregða okkur af bæ?
HÖGNI HREKKVÍSI
„ þ/CR SETJA JOLASielSAU TlÐ SHEAVnA UPPÍjkft!'
Á FÖRNUM VEGI
„Aðstaðan
er ævin-
týri líkust“
ÞAÐ hefur víst ekki farið fram
hjá mörgum, að nú um þessi
áramót tók Bifreiðaskoðun Is-
lands til starfa í nýjum og full-
komnum húsakynnum. Þar er
hægt að skoða samtímis 12
fólksbíla og einn stóran, vöru-
eða mannflutningabifreið, og sá
tími er liðinn, að starfsmennirn-
ir verði að skoða bílana utan
dyra, að mestu tækjalausir og
í hvaða veðri sem er. Skoðanir
hafa verið nokkuð skiptar um
þær breytingar, sem staðið hafa
yfir á bifreiðaeftirlitinu, en eftir
að hafa skyggnst um gáttir í
nýju skoðunarstöðinni og heyrt
hljóðið í starfsmönnum og við-
skiptavinum er niðurstaðan sú,
að nú vildu Lilju kveðið hafa
og það fyrir Iöngu.
Til að forvitnast um hvemig
gengið hefði þessa fyrstu dag-
ana brugðum við okkur upp á
Hestháís 6-8 þar starfsemin er til
húsa. Þegar okkur bar að garði
var allt með rólegra mótinu en
bílafjöldinn á Suðvesturhorninu er
mikiíl og margir, sem eiga að
koma til skoðunar nú í janúar.
Auk þess mátti sjá á sumum núm-
eraplötunum, að þeir eru til, sem
vilja taka árið snemma og fá sinn
miða strax. Það vakti hins vegar
athygli hvað skoðunin gekk greið-
lega fyrir sig enda segir Karl
Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðun-
arinnar, að áætlað sé, að það taki
aðeins stundarfjórðung að skoða
hvern fólksbíl þegar starfsmenn-
.irnir eru komnir í fulla þjálfun og
þá á að vera hægt að anna allt
að 400 bilum á einum degi.
í skoðunarstöðinni hittum við
fyrir Kristin Karlsson aðstoðar-
verkstjóra, önnum kafinn við að
mæla og prófa með nýju tækjunum
að viðstöddum eigandanum enda
er lögð á það mikil áhersla, að
bíleigendur fylgist vel með því,
sem fram kemur um ástand
bílsins. Kristinn hefur starfað við
bifreiðaeftirlitið í fjögur ár og seg-
ir, að það sé ekki hægt að bera
Kristinn sýnir Birgi, að stýrismaskínan þurfi aðhlynningar við.
vinnubrögðin saman nú og áður,
þau séu eins og dagur og nótt.
„Stundum vorum við að skoða
bílana í kulda og kafaldshríð,
kannski ekki nema í tveggja metra
skyggni, og það segir sig sjálft,
að eitthvað hefur nú farið framhjá
mönnum við slíkar aðstæður. Þessi
aðstaða er hins vegar ævintýri
líkust og enginn vafi, að hún á
eftir að skila sér í bættu umferða-
röryggi, ekki síst hvað varðar
stóru bílana,“ sagði Kristinn.
Þeir, sem koma með bíla til
skoðunar ganga fyrst frá sínum
málum á skrifstofunni en að því
búnu fá þeir númer, sem birtist á
ljósaskilti inni í skoðunarstöðinni.
Þá er ekkert í veginum með að
skoða bílinn en það er byrjað á
að kanna hvort útblástursmengun
er innan leyfilegra marka og
hvernig ljósastillingu er háttað.
Að því loknu er skoðaður hjólabún-
aður og undirvagn og að síðustu
bremsurnar.
Mengunarathugunin ein getur
sagt ýmislegt um ástand vélarinn-
Morgunblaðið/Þorkell
Kristinn Karlsson aðstoðarverk-
stjóri.
ar eða hvernig stillingin er og
nefndi Kristinn sem dæmi, að hann
hefði verið með bíl, sem var langt
Víkveiji skrifar
að er langt um liðið síðan
komma (,) var árvisst tákn í
myndagátu Jóla-Lesbókar. Víkveiji
minnist þess að hann var eitt sinn
staddur á afgreiðslu blaðsins, þegar
þangað kom maður, sem hafði gam-
an af að spreyta sig á myndagá-
tunni, til þess að fá Jóla-Lesbókina.
Hann leit snöggt yfir gátuna, fann
þar enga kommu, og hafði orð á því
að sýnilega væri ekkert um kom-
mana í gátunni það árið.
xxx
etta riijaðist upp fyrir Víkveija
þegar hann sá myndagátu Þjóð-
viljans núna um áramótin. í henni
er komma og forvitni Víkveija var
vakin. Þegar lausnin var fengin kom
í ljós að efnislega hefði sú gáta get-
að verið í Lesbókinni fyrir 40 árum.
Hér var ekki kveðið veikara að orði
en í Lesbókinni forðum nema síður
væri þar sem einum föllnum leiðtoga
Austur-Evrópu er líkt við hund.
Svona geta tímamir breyst. Ein-
hvemtíma hefði það þótt saga til
næsta bæjar að Þjóðviljinn tæki und-
ir „Moggalygina“ um stjórnarfar
kommúnista austan Jámtjalds.
Til gamans má geta þess að
myndagátan, sem minnst var á í
upphafi, fjallaði um komma þótt eng-
in væri þar komman. Höfundurinn
faldi nafn þeirra í orðinu „spil-
komma", sem er heiti á skál úr leir
eða hankalausum bolla.
XXX
Atburðanna í Austur-Evrópu, sem
marka gjaldþrot kommún-
ismans, verður örugglega lengst
minnst af því sem gerðist á því herr-
ans ári 1989. En svo undarlega (!)
vill til að enginn þeirra, sem spáði
fyrir um árið — bæði hérlendis og
erlendis — gat þeirra í spádómum
sínum. Betur getur ekki komið í ljós
hve haldlitlir þessir spádómar eru.
Þótt segja megi að þeir séu til gam-
ans gerðir eru samt alltaf einhveijir
sem hafa þá fyrir heilagan sannleika.
Til er fólk sem hefur slíka spádóma
að atvinnu og þénar vel á auðtrúa
sálum.
X X X
Igær var þrettándi dagur jóla og
slökkt hefur verið á þeim ljósum,
sem kveikt voru í tilefni jólanna. Er
líklegt að margir sakni þeirra, þar
sem þau hafa óneitanlega lífgað upp
á umhverfið núna í skammdeginu.
Öll þau ljós fengu þó ekki að lifa í
friði eins og til stóð, til dæmis var
dautt á öllum perunum, sem voru
neðan mannhæðar á jólatrénu á
Austurvelli. Höfðu þær annaðhvort
verið brotnar eða ijarlægðar. Ef til
vill er ekki að því mikill fjárhagsleg-
ur skaði, en fyrst og fremst sorglegt
tii þess að vita að einmitt þessi ljós
skyldu ekki fá að lifa jólin á enda.
Víkveiji á bágt með að trúa því
að perumar hafi verið brotnar af ill-
um hvötum heldur hafi þar ráðið
hugsiyjarleysi eða þessi óskiljanlega
skemmdarfýsn sem hijáir ýmsa. Það
er eins og hún verði að fá útrás og
þá ekki skeytt um hvað fyrir verður.