Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 C 29 yfir mörkum, en þegar ein einasta loftskrúfa hafði verið stillt fór mengunin vel niður fyrir lágmark- ið. Þarna var sem sagt verið að menga og eyða bensíni að óþörfu. Birgir Stefánsson sjómaður var með bílinn til skoðunar hjá Kristni að þessu sinni og eins og bíleigend- um er uppálagt fylgdist hann grannt með því, sem fram fór. Þegar hann var spurður hvernig honum litist á kvaðst hann ekki þurfa að hugsa sig um, svona stöð hefði átt að vera komin fyrir löngu síðan. Bíllinn hans Birgis reyndist í lagi að öðru leyti en því, að stýris- vélin var orðin dálítið slitin og fékk hann mánuð til að kippa henni í liðinn. Kristinn sagðist að lokum vilja hvetja bíleigendur til að hringja og panta sér tíma því að þá yrði ekki um neina bið að ræða. Að öðrum kosti yrði að skjóta þeim inn í lausan tíma og ef mikið væri að gera væri ekki að vita hvenær hann fyndist. Hrein kenning* o g villukenning - síðari hluti Kæri Guðbrandur Jónsson. Eg sný mér að síðari hluta spurn- inga þinna. Þú spyrð hvort Múhameð og Jesús, — og mér virð- ist þú taka kaþólsku kirkjuna með, — „voru ekki að boða sömu mót- mælin gegn Gamla testamentinu?“- Spurningin er vægast sagt undar- leg. Vitanlega mótmæla Jesús og kaþólska kirkjan alls ekki Gamla testamentinu, þ.e.a.s. áætlun Guðs eins og hún birtist í bókum þess. Allir kristnir menn, bæði kaþólskir og lútherskir, telja Gamla testa- mentið innblásið af heilögum anda. Guð útvaldi Abraham og gyðinga- þjóðina og sendi spámenn til að hjálpa henni til að halda tryggð við hinn heilaga sáttmála, sem hann gerði. Ennfremur átti Jesús, sonur Guðs, að fæðast af þessari þjóð þegar hans tími var kominn. í Gamla testamentinu eru margar vísbendingar um Frelsarann, þann- ig ber það honum, Messíasi, vitni. Þess vegna sagði hann (Lk. 24, 25): „Þér heimskir og tregir í hjarta til að trúa því, sem spámennirnir hafa talað! Atti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína. Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um hann er í öllum ritning- unum.“ Ennfremur sagði Jesús (Mt. 5,17): „Ég er ekki kominn til að afnema lögmálið eða spámenn- ina. Ég kom ekki til að afnema heldur til að uppfylla." Nú má segja að Jesús hafi gagnrýpt ýmislegt, en hvað? FYæðimennirnir höfðu bætt ýmsum reglum við boðorð biblíutextans, sem einu nafni kall- ast „Misnah“ og nefna mætti erfi- kenningu. Það kom fyrir, að þeir námu úr gildi mikilvæg boð með slíkri erfikenningu, t.d. skylduna að sjá fyrir foreldrum (Mk. 7,9-13) Jesús gagnrýndi einnig t.d. áhersl- una á líkamlegt hreinlæti handanna ef hreinleika hjartans skorti (Mt. 15,20 og Mk. 7,6-8). í augum Gyð- inga braut hann líka hvíldardags- boðið (Sabbat) með því að lækna á hvíldardegi en honum virtist slík þröngsýni hlægileg. Þess vegna sagði hann (Mk. 2,27): „Hvíldar- dagurinn varð til mannsins vegna, eigi maðurinn vegna hvíldardags- ins.“ Þú spyrð hvað páfinn og kaþ- ólska kirkjan (og þú getur gjarnan Hvar endar alheimur? Til Velvakanda. Oft er gaman að iesa um mismun- andi álit manna á tilverunni og alheiminum. Mönnum er gjarnt að miða allar stærðir (víðáttur, hraða o.fl.) við eigin stærð. Manns eigin nafli er miðpunktur alheimsins. Það sem er stærra en við er stórt, og það sem er minna er smátt. Éins og mönnum er tamt að álíta að allt þetta sé skapað í þeirra þágu og fyrir þeirra tilveru. En menn, eins og öll önnur skepna, eru til orðnir vegna tilviljana — hinna sérstöku aðstæðna sem skapast hafa hér í gegnum ármilljónir. Varð frumsprengin úr engu? Vetr- arbrautir, ein eða fleiri? Hvar endar alheimur? Hann getur hvergi endað, hvað þá bak við þann vegg sem lok- ar af alheiminn. Okkur finnst allt stórt og hreyfingar hægar þegar við lítum út í geiminn, en þar er allt á hreyfingu engu að síður. Skoðum efnið í rafeindasmásjá. Þar finnst okkur allt smátt og hraðinn ógnar- mikill miðað við okkar eigin stærð. Sjá menn ekki samhengið? Okkar vetrarbrautir, sem við köllum svo, eru ekki annað en frumeindir í öðru efni „stóru“. Frumeindir efnisins eru því verald- ir í annarri vídd, kerfið er nákvæm- lega eins uppbyggt. Er þá nokkur endir heldur inn í efnið? Okkar geta er lítil eða engin til að sanna þessa hluti frekar en svo marga aðra, enda er okkur ekki ætlað að vita alla hluti. En hugleiðingar eru skemmti- legar, og fyrir alla muni hættum þeim aldrei, en horfum út fyrir eigin naf la og hugleiðum tilveruna í víðara samhengi. Magnús bætt við mótmælendur og allir, sem ekki eru múhameðstrúar) 'hafi á móti kenningum Islams. Nákvæm- lega það sama og kristnir menn hafa á móti kommúnisma Leníns og Stalíns. Þar var það flokksein- ræði þar sem því var komið við. Það er að segja í Islam: Einræði Islam þar sem því verður komið við, með öðrum orðum, vægðarleysi og skortur á umburðarlyndi. Lestu Kóraninn, ævisögu Múhameðs og sögu landvinningastríðanna. Þar var ekki beitt trúboði heldur vopn- um. Ástandið í múhameðstrúar- löndum er- víða hörmulegt, ekki aðeins í íran. En getur múhameðs- trúarmaður þá ekki verið góð- menni? Jú, vissulega, í meira en 25 ár hef ég átt góðan vin, sem er múhameðstrúar. Og segir í skjölum II. Vatikanþingsins: „Kirkjan virðir múhameðstrúarmenn og biður þá að vinna með sér að því að vernda félagslegt réttlæti, siðgæði, frið og frelsi.“ („Skjal um þá, sem ekki eru kristnir.“) Að lokum, réttarhöldin yfir Must- erisriddurum. Var það páfinn, sem átti sökina á þeim? Hver kom réttar- höldunum af stað, hvers vegna, og hver átti líkur á að græða á þeim? Svarið er í öllum tilfellum sami maðurinn, Philip IV Frakkakonung- ur. Hann var „vegna langvarandi styrjalda mjög fjárþurfi.“ (L.Th.K. 8. Bd.) Þungir skattar á kirkju og klerka nægðu honum ekki, þó þeir næmu, til ársins 1300, fimmta hluta eigna þeirra. (Sbr. de Jong: Kerk- geschiedenis, Bd. 2, bls. 222.) Hvar var þá meira fé að fá? Vitað var að Musterisriddarar geymdu í hvelf- ingum sínum fjármuni fursta og páfa. Philip safnaði því saman akæruatriðum (sbr. E. de Floryan) og ákærði regluna fyrir villutrú, guðlast og saurlífi, lét handtaka u.þ.b. 2000 riddara 13.10. 1307 og gera eignir þeirra upptækar. Stór- meistari reglunnar, Jacques de Molay, var sannfærður um sakleysi þeirra og bað Clemens V. páfa um réttarrannsókn. Páfi fyrirskipaði rannsókn í löndum riddaranna. Al- mennt kirkjuþing skyldi síðan kveða upp úrskurðinn. Philip beið hins vegar ekki eftir því. Hann lét pynda 138 riddara uns þeir játuðu að hafa glatað trúnni og spýtt á krossinn. Þegar 54 þeirra, sem voru látnir lausir, drógu játninguna til baka, voru þeir umsvifalaust brenndir. Þegar kirkjuþingið kvað upp úr- skurð sinn í október 1311, var nið- urstaðan: Riddararnir voru einungis sekir í þeim löndum þar sem áhrifa Philips gætti, hins vegar ekki í Englandi, á Ítalíu og Spáni. Þó svo að kirkjuþingið teldi sekt reglunnar ekki sannaða, hafði hún beðið svo mikinn álitshnekki vegna aðgerða Philips, að þingið ákvað að hún yrði leyst upp árið 1312 (ekki um 1321). Lexikon f. Theologie u. Geschichte telur engan vafa leika á sekt Philips. Þegar stórmeistarinn J. de Molay og aðrir reyndu síðar að staðhæfa sakleysi sitt í París 1314 voru þeir taldir fallnir aftur í sama farið og brenndir til bana. Sr. Jón Habets Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja rnilli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. íbúar Mosfellsbæjar og nágrennis ÚTSALA!!! Mjög mikil verðlækkun á öllum skóm og fatnaði Ath. Mikið af vörunni er nú þegar á gömlu og góðu verði SKÓFELL, Þverholti 7, s. 66-75-75. |U KARATEFÉLAG HjB reykjavíkur Byrjenda- og framhaldsnámskeið Upplýsingar og innritun 8., 10. og 12. janúar milli kl. 18 og 20.30 í síma 35025. K.F.R. V estmanneyingar UPPLÝSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ, EES, Yerðurhaldinnávegum UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS þann 10. janúar kl. 21.00 á SKANSINUM, VESTMANNAEYJUM Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og mun ásamt embættismönnum utanríkisráðuneytisins svara fyrirspurnum um viðræður Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaðar í Evrópu. Utanríkisráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.