Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
ÆSKUMYNDIN...
ERAFINGIBJÖRGUSÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR, SAGNFRÆÐINGI
Röggsöm
ogmeð
forystu-
hæfileika
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
fæddist í Reykjavík hinn 31. des-
ember 1954. Hún er dóttir hjón-
anna Gísla Gíslasonar og Ingi-
bjargar Níelsdóttur.
Oddný María Gunnarsdóttir var
góð vinkona Ingibjargar Sól-
rúnar í æsku og hún segir að þegar
á bamsaldri hafi röggsemi Ingi-
bjargar Sólrúnar verið komin í ljós.
„Solla, eins og hún var kölluð, var
alltaf mjög röggsöm. Hún var fljót
að hlaupa í „fallin spýtaj' og skot-
- hörð í brenniboltanum. Ég held að
þessir eiginleikar hafi haldist þó á
öðrum vettvangi yrði. Hún átti allt-
af marga kunningja, en þó að vina-
hópurinn væri nokkru smærri var
samheldnin meiri fyrir vikið. Við
Solla héldum hópinn alveg frá því
að við urðum nágrannar og þangað
til í gaggó.“
Oddný María segir alltaf nóg
hafa verið að gerast í kring um
Ingibjörgu Sólrúnu, „ég man að
minnsta kosti aldrei eftir því að
« ■æokkur hafi leiðst."
Önnur vinkona Ingibjargar Sól-
rúnar, Helga Bogadóttir, tekur í
sama streng. „Solla var sérlega
skemmtilegur leikfélagi. Hún var
mjög hugmyndarík og framtaks-
söm. Við kynntumst þegar við vor-
um 5 ára gamlar og þá strax sýndi
hún að hún var kjörin í forystuhlut-
verk. Ég man að hún þótti vinsæll
leikfélagi og trygg vinum sínum.
Krakkar leituðust við að vera með
henni.“
FRAMTAKSSEMI
í barnaleikritinu var Solla bæði leikstjóri
og prímadonna.
Oddný María segir Ingibjörgu
Sólrúnu hafa verið mjög glaðlynda
og Helga tekur í sama streng. „En
þrátt fyrir að hún væri alltaf hress
og kát var hún líka mjög ákveðin
og lét sér ekki allt fyrir bijósti
brenna,“ segir Helga. „Það var aldr-
ei nein logmolla í kring um hana.
Ég man til dæmis eftir því að í
afmælum settum við gjaman upp
leikrit eins og títt er og þá var
Solla alltaf leikstjórinn og yfirleitt
lék hún aðalhlutverkið líka!“
Helga ítrekar að Ingibjörg Sólrún
hafi aldrei beðið eftir að neitt gerð-
ist, „Hún fór bara af stað og gerði
það sjálf, en án þess að það væri
nokkur flumbrugangur á henni.“
ÚR MYNDAS AFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
i
Umdeilt
Vínlandskort
Vínlandskortið fræga og um-
deilda, eign Yale-háskóla í
Bandaríkjunum, kom til íslands frá
Noregi 14. mars 1967.
Sýning á kortinu var
opnuð við hátíðlega at-
höfn í Þjóðminjasafninu
daginn eftir að við-
stöddum fjölda gesta,
þar á meðal forseta ís-
lands, menntamálaráð-
herra, sendiherrum er-
lendra ríkja, og fleiri fyrirmönnum.
Vínlandskortsins var gætt dag og
nótt af lögreglumönnum og var
sagt, að það hefði verið tryggt fyr-
ir eina milljón dollara hjá Lloyds’ í
London. Vínlandskortið hefur þó
alla tíð verið umdeilt og menn ekki
á eitt sáttir hvort það væri ósvikið,
frá því fyrir landafundina miklu,
eða fölsun frá þessari öld. Bresk
fræðikona komst m.a.
að þeirri niðurstöðu að
blekið á kortinu væri
frá þessari öld, en síðan
voru gerðar aðrar mæl-
ingar sem þóttu benda
til að kortið væri ófals-
að. í bók eftir Donald
Logan, sem út kom árið
1983, er því hins vegar haldið fram
að kortið sé falsað og þannig halda
menn áfram að deila um þetta
víðfræga kort. Meðfylgjandi myndir
voru teknar þegar Vínlandskortið
var sýnt í Þjóðminjasafninu í
Reykjavík 1967.
STARFID
STEFÁN GUÐMUNDSSON STÝRIMAÐUR
h>
BÓKIN PLATAN
Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆKINU
Síldveiðamar
skemmtilegastar
SKEMMTILEGASTI veiðiskap-
urinn, sem ég hef stundað, eru
síldveiðar. Það er mjög spenn-
andi veiðiskapur,“ segir Stefán
Guðmundsson, stýrimaður og af-
leysingaskipstjóri á m/b Aroni
frá Húsavík.
Stefán, sem er 22 ára gamall,
hóf nám í Stýrimannaskólanum
í Vestmannaeyjum haustið 1986 og
lauk þaðan prófi tveimur árum
síðar. Þá settist hann á skólabekk
í Sjómannaskólanum í Reykjavík
og fékk farmannaréttindi þar.
„Sjómannaskólinn lá eiginlega
beinast við mér. Ég fór á sjó á
sumrin þegar jafnaldrar mínir fóru
í sveit á unglingsárum,“ segir Stef-
án, én faðir haiis hefur ’stúndað
útgerð frá Húsavík undanfarin ár.
„Maður hefur alltaf verið viðloðandi
lífið fyrir neðan bakkann þó ég
hafi gengið með ýmislegt annað í
maganum líka. Annars er ekkert
víst að sjómennskan verði mitt
ævistarf. Nám í sjómannaskóla er
mjög góð undirstaða fyrir ýmislegt
annað svo sem flugnám. Maður er
að minnsta kosti með siglingafræð-
ina á hreinu.“
Stefán segir að tekjumöguleikar
sjómanna séu nú minni en hér áður
fyrr, bæði vegna kvótakerfisins og
aukins misræmis á milli atvinnu-
greina. Sjómennskan sé sífellt
minna metin samanborið við önnur
störf.
Sólveig
Rúnars-
dóttir, hús-
móðir og fisk-
vinnslukona.
A
Eg var að lesa Hvað býr í fram-
tíðinni eftir Gunnlaug Guð-
mundsson stjörnuspeking. Eg fékk
bókina í jólagjöf og fannst hún
góð. Þá fórég nýlega á bókasafnið
og tók Lífsbók Laufeyjar með mér
heim.
ÞETTfl SÖGÐU
ÞAU ÞÁ...
Leikllstar-
gagnrýni Qunn-
ars Rafns Slg-
urbjörnssonar,
bæjarrltara I
Hafnarfirðl i
Frjálsrlþjóð
24. mars 1964.
Bryndís (Schram) leikur hér
dekurbarnið, sem leitar í
spillinguna út úr leiðindum ...
Við bætist að hún er þrælsnobb-
uð . .. Bryndís hefur örugga
sviðsframkomu, en röddin er
tæpast nógu vel öguð enn sem
komið er.
Hermann
Einarsson,
sölumaður
Síðast las ég nýjustu bókina hans
Sidney Sheldons. Ég fékk hana
í jólagjöf frá minni heittelskuðu.
Spennusögurnar eru mitt uppáhald
og einstaka bók les ég um dulræn
fyrirbrigði.
essa dagana er ég að hlusta á
geisladiskinn með Ný donsk,
Er ekki á ailt kosið?, sem var að
koma út fyrir jólin. Annars hlusta
ég á alla tónlist. Það fer eftir því
í hvernig skapi ég er hveiju sinni.
g var að horfa á löggurnar Þór
og Danna í Löggulífi í mynd-
bandstækinu hjá ömmu. Amma tók
líka upp fyrir mig Jólastundina okk-
ar úr sjónvarpinu og ég er búinn
að horfa mikið á hana og syngja
með. Svo er ég líka búinn að horfa
nokkrum sinnum á þáttinn með
Hemma Gunn.
Sigurhanna
Vilhjálms-
dóttir, ný-
bökuð móðir.
Eg hef aðallega verið í jólaplöt-
unum síðustu vikurnar. Ég á
að vísu ekki plötuspilara sjálf, en
hlusta á plötur þegar tækifæri gefst
í annarra manna húsum.
Síðast þegarég horfði á mynd-
band horfði ég á rosalega góða
mynd sem heiti Ósigrandi á
íslensku. Myndin gerist í Alabama
1962 og fjallar um kynþáttahatur
og aðskilnaðarstefnu hvítra og
svartra.
<
I