Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Skógræktin til Egilsstaða: Fyrsta ríkisstofh- unin sem flytur að- alstöðvar út á land AÐALSTÖÐVAR Skógræktar ríkisins voru formlega fluttar til Egils- staða í gær. Við það tækifæri sagði Steingrímur J. Sigfusson land- búnaðarráðherra að nú væri Skógræktin loksins komin heim. Skóg- rækt ríkisins er fyrsta ríkisstofnunin sem flytur aðalstöðvar sínar út á land. Um þessa ákvörðun voru skiptar skoðanir, meðal annars hjá starfsmönnum stofnunarinnar sem neituðu að flylja með stofnuninni utan einn. Fyrst um sinn munu fimm til sjö menn starfa hjá Skóg- rækt ríkisins á Egilsstöðum. staða sem hefði komið fram við flutning stofnunarinnar legði starfs- mönnum hennar tvöfaldar skyldur á herðar. Þeir yrðu sem brautryðjend- ur að sýna fram á að svona stofnun gæti allt eins vel starfað úti á landi og ætti raunar að gera það í þessu tilfelli því að starfsemi Skógræktar- innar væri dreifð um byggðir Iands- ins. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagði flutning Skógræktar ríkisins hafa táknrænt og sálrænt gildi fyrir byggðastefnu í landinu. Undanfarna áratugi hefði mikið verið talað um flutning ríkis- stofnana út á land og nú loks væru hlutimir famir að þokast í rétta átt. Síðar á árinu mun Hagþjónusta land- búnaðarins taka til starfa á Hvann- eyri. Steingrímur sagði ástæðurþess að þær ríkisstofnanir sem fyrstar flyttust út á land heyrðu undir land- búnaðarráðuneytið vera að alþingis- menn og allir forráðamenn land- búnaðarmála í landinu hefðu staðið saman og verið einhuga að baki þessari ákvörðun. Morgunblaðið/Einar Falur Leif Stendal, sem þróað hefiir efnablönduna (t.v. á myndinni), og Jón Steingrímsson, aðstoðarmað- ur framkvæmdastjóra, í Járnblendiverksmiðjunni. Járnblendiverksmiðjan; Sótt um einkaleyfi á nýrri fóðringarblöndu LEIF Stendal, verkstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga, hefur þróað efnablöndu sem notuð er til að fóðra deiglur í verksmiðjunni. Efnið hefur reynst afar vel og hefiir verksmiðjan sótt um einkaleyfi á blöndunni í Noregi. Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar, segir að umtalsverður rekstrarsparnað- ur hljótist af notkun blöndunnar. Efnablandan, sem nefnd er Helsti eiginleiki blöndunnar er sá Stendalít eftir höfundinum, um- að innra lag hennar harðnar ekki breytist við mikinn hita þannig að þannig að hreinsun á deiglum verð- ysta lag hennar harðnar þegar ur mun auðveldari. Við hreinsum málmbráð kemst í tæri við hana. deiglna, þar sem notuð hafa verið hefðbundin fóðringarefni, hefur þurft að beita loftverkfærum sem oft valda skemmdum á deiglufóðr- ingum, að sögn Jóns. „Við höfum sótt um einkaleyfi fyrir blöndunni í Noregi til að byrja með. Við viljum reyna að hafa tekj- ur af því að framleiða blönduna eða selja framleiðsluréttinn,“ sagði Jón. Skuldabréf Seðlabanka Nígeríu; preiðslur berast Seðlabanka Islands þriðja hvem mánuð Jón Loftsson, nýskipaður skóg- ræktarstjóri, sagðist hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni í nýjum aðalstöðvum. A Egilsstöðum hefði stofnunin fengið hentugt hús- næði og þar væri á allan hátt vel búið að henni. Jón sagði að sú and- Búfjár- og jarð- ræktarframlög: Ríkið greið- ir 90 millj- óna skuld jBrá 1988 UM næstu mánaðamót mun ríkis- sjóður greiða 90 milljónir króna af skuld ríkisins á lögbundnum framlögum vegna framkvæmda samkvæmt búfjár- og jarðræktar- lögum á árinu 1988, en skuldin er samtals um 220 milljónir króna. Skuld ríkisins vegna framkvæmda á árinu 1989 er samtals um 185 milijónir króna, og verður hún greidd með skuldabréfum í vor. Eftirstöðvar af skuld ríkisins vegna framkvæmda á árinu 1988, eða um 30 milljónir króna, verða greiddar með verðtryggðum en vaxtalausum skuldabréfum, sem innleysanleg verða á miðju næsta ári. Skuld ríkisins vegna fram- kvæmda á árinu 1989 verður greidd á sama hátt með skuldabréfum í vor, sem innleysanleg verða á árun- um 1992-93. Framlög ríkissjóðs samkvæmt búfjárræktarlögum eru meðal ann- ars vegna kostnaðar við kynbóta- starf og skýrsluhald því viðkom- andi, og samkvæmt jarðræktarlög- um er um að ræða styrki vegna bygginga, nýræktar og framræslu. Laxveiðibátarnir; Sea Gull skráður í Panama SKIPASKRÁNING Panama hefur staðfest að þar sé fiskibáturinn Sea Gull skráður. Hins vegar finnst Brodal ekki skráður þar. Bátar þessir sáust að meintum ólöglegum laxveiðum utan lög- sögu okkar fyrir nokkru. Síðustu daga hefur veður verið slæmt og aðeins einu sinni verið hægt að fljúga yfir veiðisvæðið, en þá sáust þar engir bátar. Flogið verður yfir svæðið á ný, strax og veður leyfir. Hjá skipaskráningu Panama feng- ust þær upplýsingar að þó Sea Gull væri skráður í Panama og mætti sigla undir Panamafána, væru eig- endur hans skráðir á Borgundar- hólmi í Danmörku. Brodal væri ekki skráður í Panama og mætti því ekki nota fána þaðan. SEÐLABANKA íslands berast nú á þriggja mánaða fresti 36.000 dollarar, tæplega 2,2 milljónir króna, frá Seðlabanka Nígeríu. Þetta er afborgun af skuldabréf- um í eigu Seðlabankans, en þau keypti Landsbankinn af skreiðar- útflyljendum fyrir nokkrum miss- erum fyrir 2,5 miHjónir dollara, tæpar 152 milljónir króna og seldi seðlabankanum síðan. Megnið var keypt af Skreiðardeild Sambands- ins, en hitt af Skreiðarsamlaginu og Sameinuðum framleiðendum (Islenzku umboðssölunni). Bréf þessi þóttu ótrygg og reyndist gangverð þeirra síðar um 20% af nafiivirði en hefiir nú hækkað í rúm 30%. Innheimta skreiðarskuldanna í Nígeríu hefur gengið erfiðlega. Þó hafa innheimzt kröfur upp á um 33 milljónir dala, um 2 milljarða króna, vegna útflutnings 'fyrir 1984, en um milljarður mun enn útistandandi. Árið 1986 blasti lokun markaðsins í Nígeríu við, en birgðir voru þá miklar hér. í marzmánuði það ár fór Hvalvík utan á vegum Skreiðarsamlagsins með 31.000 pakka og er greiðsla fyrir þann farm komin heim. í maí fór Selma Enterprize með 47.000 pakka af hausum og í ágúst Horsham með 62.000 pakka af skreið. Bæði skip- in fóru á vegum íslenzku umboðs- sölunnar. Engin greiðsla hefur borizt heim fyrir þessa farma. Mik- ið fé hefur hins vegar verið greitt inn á reikninga íslenzku útf lytjend- anna í nígerískum bönkum, en það er í naira, gjaldmiðli landsmanna. Þegar þessi viðskipti áttu sér stað, voru gjaldeyrisviðskipti ekki fijáls og ein naira jafngilti einum dollar. Nú þarf 10 naira til að kaupa einn dollar og því hafa inneignir þessar fallið verulega. Á þessum erfiðleikatímum var gripið til þess ráðs að taka við skuldabréfum frá Seðlabanka Nígeríu sem greiðslu. Fyrst voru þau til sex hálfs árs, en ekki var staðið í skilum með afborganir. Ný bréf voru þá gefin út og voru þau með 88 ársfjórðungslegum afborg- unum. Sambandið tók bréf af þessu tagi sem greiðslu fyrir skreið og seldi síðan Landsbankanum, en Seðlabankinn endurkeypti þau síðan. Einnig voru tekin nokkur bréf af hinum útf lytjendunum. Full- trúum Skreiðarsamlagsins og ís- lenzku umboðssölunnar var af Seðlabankanum bent á það árið 1986, að mögulegt væri að kaupa skuldabréf Seðlabanka Nígeríu til að stuðla að sölu, en sú leið var ekki farin. Verðlagsstofiiun: Virðisaukaskattur hefiir að jafiiaði ekki leitt til óeðlilegra verðhækkana GILDISTAKA virðisaukaskatts virðist að jafhaði ekki hafa orðið tilefhi til óeðlilegra verðhækkana, en samkvæmt upplýsingnm Verðlagsstofhunar eru þess dæmi að kaupmenn hafi hækkað álagn- ingu um 0,5% með því að nota sama reiknistuðul fyrir álagningu og virðisaukaskatt og þeir notuðu fyrir álagningu og söluskatt fyrir áramót. Endurgreiðsla á hluta virðisaukaskatts af nokkrum tegundum matvöru hefur í flestum tilfellum komið fram í hlut- fallslega lækkuðu smásöluverði á viðkomandi vörum, en Verðlags- stofnun hefiir þó orðið þess vör í einstaka verslunum að 2-3% hækkun hafi orðið á smásöluálagningu á dilkakjöti. Guðmundur Sigurðsson, lög- fræðingur hjá Verðlagsstofnun, sagði aðspurður um áhrif gildi- stöku virðisaukaskatts á vöruverð, að þau hefðu í meginatriðum verið eins og við var búist. Hann sagði að í ársbyrjun hefði í einstaka til- fellum gætt misskilnings hjá selj- endum vöru og þjónustu um það hvemig fara bæri með virðisauka- skattinn, en það hefði verið leið- rétt eftir því sem athugasemdir bárust til Verðlagsstofnunar. Ríkisstjórnin fól Verðlagsstofn- un síðla á liðnu ári að tryggja að gildistaka virðisaukaskatts um síðastliðin áramót leiddi ekki til óréttmætra hækkana á verðlagi. Eitt af verkefnum stofnunarinnar var að tryggja að endurgreiðsla á hluta af virðisaukaskatti á mjólk, dilkakjöti, innlendu grænmeti og fiski kæmi fram í hlutfallslega lægra smásöluverði en var fyrir gildistöku virðisaukaskatts. Verð- lagsstofnun safnaði upplýsingum um verð á ýmiss konar vöru og þjónustu í desembermánuði, og 1 þessum mánuði hefur stofnunin fylgst með verðlagi á þeim matvör- um sem lækka áttu í verði fýrir tilstilli endurgreiðslu á hluta virð- isaukaskatts, auk þess sem stdfn- unin hefur fylgst með almennU vöruverði. Athugun Verðlagsstofnunar hefur leitt í ljós að mjólk og undan- renna lækkuðu í verði um 8-9% strax í upphafi mánaðarins, og aðrar mjólkurvörur lækkuðu flest- ar um 0,5% eftir að 25% söluskatt- ur var lagður af, en 24,5% virðis- aukaskattur tók gildi. DilkakjÖt hefur víða lækkað í verði um 8-9%. en á því eru nokkrar undantekn- ingar, og í byijun janúar lækkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.