Morgunblaðið - 26.01.1990, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.01.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 9 ÞATTTAKA TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS í KOSTNAÐIVIÐ TANNRÉTTINGAMEÐFERÐ Vegna nýrra laga um greiöslur Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir tannréttingar vill stofnunin hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess aö fresta því aö leggja út í kostnað viö nýja tannréttinga- meðferö þar til nýjar endurgreiðslureglur hafa veriö auglýstar. Aö því loknu skal fólki bent á aö afla sér úrskurðar Tryggingastofnunar um mögulega greiðsluþátttöku stofnunarinnar áður en meðferð hefst. Tekið skal fram, að tann- réttingameðferð, sem sannanlega hófst fyrir 1. nóvember 1989 verður áfram endurgreidd samkvæmt eldri reglum. S%| TRYGGINGASTOFN U N m RÍKISINS Ljósagangur Fyrir ári hófii formenn Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks fiindaherferð víða um land undir kjör- orðinu „Á rauðu \jósi“. Það gerðu þeir án sam- ráðs við samstarfsmcnn sína i eigin flokkum, en svo mikið lá við, að það varð bara að hafa það. Enda var höfuðviðfangs- efiiið hvorki meira né minna en að sameina alla íslenzka jafiiaðarmenn í einum stórum flokki. Verkefiiið var svo mikil- vægt, að því yrði að hrinda í framkvæmd, jaftivel þótt það kostaði klofning og óánægju í flokkum formannanna. Eftir nokkra fiindi slokknaði á rauða ljósinu og það án þess að örlaði á áhuga almennings á að fylkja sér á bak við þá Olaf Ragnar og Jón Bald- vin í nýja, stóra flokkn- um. Nú leið og beið. For- mennirnir voru upptekn- ir við að finna upp nýjar skattaleiðir til að fylla upp í ört stækkandi Qár- lagagat, deila um áfeng- iskaup á sérverði og með haustinu beindi Jón Bald- vin öllum sinum kröftum að samnmgum EB og EFTA. Ólafur Ragnar undirbjó hins vegar landsfimd Alþýðubanda- lagsins. Þar varð hug- mynd hans um samein- ingu við Alþýðuflokkhm undir, yaraformanns- kandidat Ólafs var felld- ur en fiilltrúi gamla flokkseigendafélagsins kjörinn í hans stað. Þetta varð niðurstaðan þótt BirtingarLiðið berðist með kjaili og klóm á landsfimdinum. Nú á nýju ári var ákveðið að hefia ljósa- gang formaimamia tveggja á ný og Birting efiidi til fúndarins „A nýju ljósi“. Enda ekki lítið í húfi, þvi framundan eru sveitai-stjórnarkosn- ingar og Alþingiskosn- ingar að ári. Ólafur Ragnar Ceausescu Jón Baldvin Villuljós alþýðuforingjanna Leiðtogar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks komu fram á fundi á Hótel Sögu sl. þriðju- dagskvöld undir kjörorðinu „Á nýju Ijósi". Fundarboðandi var Birting, persónulegar stuðningssveitir Ólafs Ragnars á vinstri væng stjórnmálanna, sem hafa það hlutverk að styðja hann til forustuhlutverks í stórum og öflugum jafnaðarmannaflokki. Samfylking Það er því ekki seinna vænna að blása til sam- fylkingar jafiiaðarmanna í öllum flokkum, sem og óflokksbundinna, og láta reyna á hana í vor. Það yrði eins konar aðalæfing fyrir þingkosningarnar, þegar staða sjálfra for- mannanna er í veði. Vandamálið er bara það, að flokkseigendafélagið í Alþýðubandalaginu vill ekki samfylkingu með krötum, þrátt fyrir há- værar kröfúr Birtingar- liðsins. Alþýðuflokknum er því beitt í málinu og hann hefúr boðað sam- fylkingu með öllum hugs- anlegum flokkum og flokksbrotum gegn Sjálf- stæðisflokknum. Meira að segja á að fara fram opið próflqör, þar sem allir mega greiða at- kvæði um irambjóðendur nema stuðningsmenn borgarstjórnarmeirihlut- I ans. Svo mikið er því talið liggja við að ná samfylk- ingunni, að Alþýðuflokk- uriim tekur þá áhættu að fá engan fúlltrúa í öruggu sæti á lista sam- fylkingarmanna. Þetta er splunkunýtt afbrigði í langri og sorglegri reynslu Alþýðuflokksins af breiðfylkingu með kommúnistum og öðrum róttæklingum, sem ætíð hefur leitt til klofnings flokksins og haldið hon- umí smáflokkastærð. Þetta kemur núver- andi formanni Alþýðu- flokksins ekkert við, enda hefúr hann sam- fylkt í tveimur eða þrem- ur flokkum áður ásamt Ólafi Ragnari. Það hefúr lialdið þeim báðum á floti í pólitíkinni og framund- an er sætrsta verkefnið — sameining allra jafiiað- armaiuia í einum, stórum flokki. Það mátti því sjá for- mann Alþýðuflokksins í nýju ljósi á fúndi storm- sveita Ólafs Ragnars á Hótel Sögu. Þar baðaði Ólafur Ragnar sig í Ijósi atburðanna í Austur- Evrópu og taldi þá boða nýja tíma í islenzkvi pólitik og reyndar í heim- inum öllum. Ekki væri lengur þörf fyrir varnar- liðið né NATO. Austur- blokkin væri i uppnámi. Varsjárbandalagið að lið- ast í sundur og kommún- istar hefðu ekki lengur efiii á að ráðst gegn lýð- ræðisríkjunum. Þarna var Jón Baldvin að vísu ekki sammála og taldi NATO eiga fi-amtíð fyrir sér og á íslandi yrði varnar- og eftirlitsstöð áfiam. Samlíking En formennimir voru samtaka í þvi að hvetja til samfylkingar allra gegn mestu hættunni, sem nú steðjar að þeim og flokkum þeirra — sigri meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjóm Reykjavíkur. Ölafur Ragnar líkti Ixirgarstjómarmeirihlut- anum og tjorgarstjóran- um við hið blóðuga kúg- unarkerfi kommúnista í Austur-Evrópu, þar sem fijálsar kosningar hafa aldrei farið fram. Það er því ljóst, að samfylking- arpostulinn leggur að jöfnu lýðræðislega lqör- inn meirihluta og kúgun- arstjómir austur-evr- ópskra kommúnista. Hápunktur þessara öfga birtist í því, að for- inaður Alþýðubandalags- ins og Qármálaráðherra lýðveldisins líkti Reykjavík, undir stjórn meirihluta sjálfstæðis- manna, við Rúmeniu og Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, við hinn morðóða Ceausescu. Reykvíkingar munu vafidaust minnast þess- ara ummæla alþýðufor- ingjans og sýna samfylk- ingarpostulunum í verki, að þeir em ekki „á nýju Ijósi“ heldur á villuljósi. SOLARKAFFI ÍSFIRÐINGA- FÉLAGSINS Hið árlega SÓLARKAFFI ísfirð- ingafélagsins í Reykjavík verður í kvöld, föstudaginn 26. janúar, í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU. Hófið hefst kl. 20.30 með kaffi og rjómapönnukökum. Vönduð dagskrá. Brottfluttir ísfirðingar og gestir á ferð fjölmenni! Aðgangseyrir kr. 1.200 - STJÓRNIN WIKA Allar stæröir og geröir Ir_L SftwnrösnLQgjiuiir cj)éini©s®(ni <& bt Vesturgðtu 16 - Símar 14680-132» @5 Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLDTUR KOPKQ FSOOJTT GÓLFFLlSAR ^llRBUPLHT EINANGRUN íj|p VINKLARÁTRÉ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.