Morgunblaðið - 26.01.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 1990
13
þjónustu. Hann áttaði sig á því að
slík samhæfing kemur öllum til
góða, meðal annars á endurhæfing-
arstofnun eins og Reykjalundi. Við
réttar aðstæður nýtist starfsorka
flestra sem eru öryrkjar vegna geð-
sjúkdóma vel, þeim sjálfum til endur-
hæfingar og uppbyggingar og öðrum
til gagns. Þetta vissi Oddur og fór
því snemma að taka geðsjúklinga
til endurhæfíngar að Reykjalundi,
löngu áður en geðdeildir komu við
sjúkrahúsin í Reykjavík.
Orðstír Reykjalundar undir for-
ystu Odds og eftirmanna hans hefur
verið mikill og vaxandi. Því hafa
allir viljað komast þangað sem þurfa
á endurhæfingu að halda. Oddur
gerði sér þetta ljóst og einnig að
geðsjúklingar gætu átt í vök að veij-
ast ef aðstaða þeirra yrði ekki tryggð
með einhveijum hætti. Þess vegna
stuðlaði hann að því að Geðverndar-
félag íslands eignaðist 22 vistrými
á Reykjalundi. Fyrir þetta ber hon-
um sérstakar þakkir allra sem vilja
stuðla að bættu geðheilbrigði.
Allir þekkja stórbyggingar Ör-
yrkjabandalags íslands við Hátún í
Reykjavík. Færri vita um Fannborg
í Kópavogi. Á þessum stöðum hafa
verið byggðar 250 íbúðir, sérhann-
aðar fyrir örykja. Ef ekki hefði kom-
ið til þor og vit Odds Ólafssonar,
er óvíst hvort þessar byggingar
væru til og hvort húsnæðismál ör-
yrkja væru komin í það horf sem
þau nú eru í. Oft var svart í álinn
meðan á byggingu þessara húsa stóð
og hefur Oddur vafalaust haft veru-
legar áhyggjur af hvemig ganga
myndi. En hann íþyngdi samstarfs-
mönnum sínum í hússtjórn Öryrkja-
bandalags íslands lítt með þessum
áhyggjum fyrr en hann vissi hvernig
mætti leysa vandann. „Þetta bjarg-
ast allt saman, elskan mín,“ var við-
kvæðið þegar við, sem hann hafði
valið sér til meðstjómar, vomm að
vandræðast. Og það bjargaðist, hús-
in komust upp, öryrkjum til ómetan-
legs gagns. Þau standa sem óbrot-
gjarn minnisvarði um elju og fórn-
fysi forystumannsins. En hann, eins
og margir sem best láta af sér leiða,
hugsaði ekki um minnisvarða. Hon-
um var nóg að vita að hann hafði
gert einhveijum gott.
Það var Oddi mikið gleðiefni þeg-
ar Öryrkjabandalagið fékk aðild að
íslenskri getspá og hlutdeild í Lottó-
hagnaðinum. Og fyrir okkur, sem
með honum höfum unnið, var gott
að vita !að fjárhagsáhyggjur hans
vegna íbúðabygginga fyrir öryrkja
voru að baki. A þeim tíma sem lið-
inn er síðan Lottópeningarnir fóru
að koma, hefur hússtjórn Öryrkja-
bandalags íslands byggt eða keypt
70 íbúðir. En betur má ef duga skal.
Minning Odds verður best í heiðri
höfð með því að halda þessu starfi
áfram þar til biðlistinn er horfmn
og íbúðaþörf öryrkja fullnægt.
Það hefur verið sagt, að aðeins
góður maður getur verið góður
læknir. Þetta sannaðist enn einu
sinni á Oddi Ólafssyni.
Fyrir hönd hússtjórnar Öryrkja-
bandalags íslands og stjórnar Geð-
verndarfélags íslands votta ég frú
Ragnheiði og afkomendum þeirra
hjóna dýpstu samúð.
Tómas Helgason
Genginn er heiðursmaðurinn Odd-
ur Ólafsson læknir.
Eins og alþjóð er kunnugt kom
Oddur Ólafsson víða við á langri
starfsævi og lagði gjörva hönd á
ýmis framfara- og líknarmál. Munu
aðrir og fróðari menn eflaust rekja
ítarlega á síðum blaðsins æviferil
hans og ættir og því verður það
ekki gert í þessum fáu kveðjuorðum.
Hér verður aðeins vikið stuttlega að
störfum hans í þágu Vöruhapp-
drættis SÍBS.
Oddur bar mjög fyrir bijósti frá
fyrstu tíð velgengni happdrættisins,
sem nú er liðlega 40 ára gamalt.
Hann tók virkan þátt í uppbyggingu
þess og rekstri og fylgdist ætíð mjög
náið með afkomu þess, uns dauðinn
knúði á dyr. Starfsemi happdrættis-
ins er háð leyfi Alþingis, sem veitt
hefur verið til 10 ára í senn með
lagasetningu, en eins og kunnugt
er rennur allur ágóði af rekstri þess
til endurhæfingar og líknarmála.
Þegar að því kom hveiju sinni að
fá framlengingu starfsleyfisins, var
Oddur þar ævinlega í fararbroddi
og mun alþingismönnum sem og
öðrum ráðamönnum aldrei hafa
blandasta hugur um hugsjónir Odds
og einlægni. Var málaleitan hans
því ávallt vel tekið.
Frá árinu 1988 sat Oddur í fram-
kvæmdastjórn happdrættisins, jafn-
framt því að gegna formennsku í
aðalstjóm SÍBS. Öll einkenndust
störf hans þar sem og annars staðar
af ósérhlífni, ljúfmennsku og fijórri
hugsun. Er persónuleiki hans öllum
ógleymanlegur.
Hinsta embættisverk Odds á veg-
um SÍBS, og stofnana þess var að
sitja fund í framkvæmdastjóm happ-
drættisins 28. desmber sl., en þrem-
ur dögum síðar veiktist hann og var
lagður inn á sjúkrahús. Frá sjúkra-
beði sínu fyigdist hann með fram-
vindu mála á nýbyijuðu happdrætt-
isári.
Af samstarfi við Odd spmttu iðu-
lega náin persónuleg kynni og vin-
átta. Þegar vanda bar að höndum
var gott að leita til Odds sem og á
gleðistundum. Á öllu kunni hann
skil, og við hveijum vanda átti hann
góð ráð.
í öllu starfi var eiginkona Odds,
Ragnheiður Jóhannesdóttir, virkur
þátttakandi og sýndi þeim hlýhug
og þolinmæði, sem leituðu til Odds
á ýmsum tímum sólarhringsins.
Að leiðarlokum færa vinir og sam-
starfsmenn hjá happdrætti SIBS,
fram alúðarþakkir fyrir áratuga
samstarf og vináttu og senda Rag-
heiði konu hans og fjölskyldu dýpstu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Odds Ólafs-
sonar.
F.h. framkvæmdastjórnar og
starfsfólks Vöruhappdrættis
SÍBS,
Björn Ólafur Hallgrímsson.
líjt l/jt lljt lljt l/jt
l$t lit lí. Ijt lí
ÓU3USJÓ A SÖGU
ÖLL LAUGARDAGSKVÖLD
li(i IíS) l/Si IrSi IíS>
h l/Si l/Si IíS/ l/Si
l/Si IíSi i l/St l/Si
fa l/Si l/Si l/Si l/S>
l/Si l/Si l/(i 1/Si l/S/
í) l/Si liSi l/S/ l/Si
i/Si i'S/ 'i l/'S> J4
Þeim sem vilja skemmta sér ærlega er boðið í ógleymanlega
„sjóferð“ með MS Sögu. Landgangurinn er opnaður kl. 19.
Kvöldsiglingin hefst með þríréttaðri veislumáltíð (vai á réttum).
Síðan bregða skipstjórinn Halli og skemmtilegustu menn
landsins, Laddi og Ómar, sér í allra sjókvikinda líki.
UPPSELT 271.
EINSDÆMI leikur frá kl. 23.30-03.
Gestur: RAGNAR BJARNASON
Miðaverð eftir kl. 23.30 750 kr.
Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr.
Tilboð á gistingu.
Nánari upplýsingar í síma 91-29900.
MÍMISBAR opinn frá kl. 19.
Stefán og Hildur skemmta.
I4 14 li(i líi I/!
lijn lí() \ljl l^) lí()
li() lí) lí) l/(i I/!
l/() l/() l/() l/() l/Si
A 14 l& \í
emum
Við höldum glæsilega sýningu á RANK XEROX
Ijósritunarvélum og telefaxtækjgm fimmtudaginn 25/1 og
föstudaginn 26/1 í verslun okkar að Nýbýlavegi 16, Kópavogi
kl. 9°0-18°0 báða daga.
Auk tækja frá XEROX sýnum við einnig úrval Ijósritunarvéla og
telefaxtækja frá KONICA.
Við vonum að þið sjáið ykkur fært að líta ihn
nýjasta og fullkomnasta á markaðnum. ÁUt á
Á medan sýningin stendur yfir verða telefaxtæk
seld með allt að 50% afslætti.
SKRIFSTOFUVÉLAR GÍSLI J. J0HNSEN HF.