Morgunblaðið - 26.01.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 26.01.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 1990 17 Borgarstjóri um Vatnsendamál: Sýnist álit Lagastofiiunar eiga við rök að styðjast ÉG HEF ekki séð þetta álit Lagastofnunar en fljótt á litið getur mað- ur ekki gert lögfræðilegan ágreining við þau sjónarmið sem þar koma fram,“ sagði Davíð Oddsson borgarsíjóri þegar leitað var viðbragða hans við áliti því sem Lagastofnun Háskólans hefur látið frá sér fafa um stöðu Kópavogsbæjar gagnvart samningi Reykjavikurborgar og Magnúsar Hjaltested bónda á Vatnsenda um kaup á landi hans. „Miðað við þær fréttir sem ég'hef af þessu heyrt þá hallast ég að því að þetta álit eigi við rök að styðj- ast. Þetta mál er dálítið sérstakt allt saman og af þeim ástæðum setti borgin í sitt kauptilboð fyrirvara um 10 ára afmæli íslenska „kvikmyndavorsins“ ARATUGUR er liðinn frá frum- sýningu fyrstu íslensku kvik- myndarinnar á hinu svokallaða „kvikmyndavori", eða frá því að samfelid kvikmyndagerð hófst í landinu. í tilefhi þess hyggst Fé- lag kvikmyndagerðarmanna efha til ráðstefhu í „Rúgbrauðsgerð- inni“, Borgartúni 6, í dag, kl. 17. Á ráðstefnunni verður horft yfir farinn veg og reynt að meta stöðu íslensku kvikmyndarinnar í dag. Á síðasta áratug sáu að meðaltali 260.000 íslendinga íslenska kvik- mynd á ári hverju. Þriðja hver mynd sem dreift var erlendis hlaut viður- kenningu eða verðlaun á alþjóðavett- vangi og um 260 milljónir vestur- landabúa sáu íslenskar kvikmyndir á sama tíma. Samt stendur íslensk kvikmyndagerð höllum fæti í dag og svo gæti farið að hún legðist af með öllu. Ávörp á ráðstefnunni flytja: Þor- steinn Jónsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Ágúst Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda, Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. (Fréttatilkynning) kaupin. Það er seljandans sam- kvæmt samkomulaginu að gangast eftir því að þessum fyrirvörum sé fullnægt og ef það gerist ekki verða engin kaup,“ sagði borgarstjóri. „Reyndar held ég að Kópavogur missi gott tækifæri ef ekki er hugur hjá því sveitarfélagi að Reykjavíkur- borg og Kópavogur gangi sameigin- lega til þesara kaupa með þeim hætti að landkostir þess hluta jarðar- innar sem keyptur er nýtist _sem best báðum sveitarfélögunum. í því sambandi hefði auðvitað verið hugs- anlegt að sá hiuti kaupverðs, sem í slíkum samningum kæmi í hlut Kópavogs, yrði greiddur mun síðar en sá, sem kemur í hlut borgarinn- ar, þar sem landið nýtist borginni mun fyrr. Sé slíkur vilji ekki fyrir hendi hjá bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi, einkum vegna þess að fjármál bæjarins munu vera í erfiðleikum, ef ekki í einhverjum ólestri, þá er ekkert við því að segja,“ sagði Davíð Oddson borgarstjóri. Fjallahringur, eitt verka Guðnýjar Magnúsdóttur sem nú sýnir á Kjarvalsstöðum. Guðný Magnúsdóítir sýn- ir á Kjarvalsstöðum GUÐNÝ Magnúsdóttir, myndlistarmaður, opnar sýningu í vesturfor- sal Kjarvalsstaða laugardaginn 27. janúar kl. 14. A sýningunni verð- ar skúlptúrar og veggmyndir úr leir. fjölda einkasýninga á íslandi, Norð- urlöndunum, í Frakklandi, Japan og Bandaríkjunum. Verkin eru unnin á síðasta ári. Þetta er sjötta einkasýning Guðnýj- ar og sú fjórða í Reýkjavík, en tvær einkasýningar hélt hún í Helsinki þar sem hún starfaði í fjögur ár, 1981-1985. Hún hefur tekið þátt í Orgeltónleikar í Hall- grímskirkju á sunnudag LISTVIN AFEL AG Hallgríms- ■kirlgu gengst fyrir orgeltónleik- um í Hallgrímskirkju, sunnudag- mn 28. janúar, kl. 17. Hörður Áskelsson organisti kirkjunnar Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík: Þorrablót í Yalhöll ÞORRABLÓT verður haldið á vegum sjálfstæðisfélaganna Hvat- ar, Heimdallar, Óðins og Varðar í Valhöll laugardaginn 27. jan- úar næstkomandi. Blótinu stýrir Þuríður Pálsdóttir, og Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu. Á dagskrá þorrablótsins er auk höll í dag og á morgun frá kl. þess vikivakadans blótsgesta og fjöldasöngur, og mun Jórunn Við- ar tónskáld annast undirleik. Miðasala og pantanir verða í Val- 9-17, og er miðaverð 1.500 krón- ur. Húsið opnar kl. 19 á laugar- daginnýog verður þorraborðið til- búið kl. 20. leikur orgelverk eftir Bach og Buxtehude, meðal annars Passacaglíur beggja höfúndanna. Auk hinnar stórbrotnu passacaglíu í c-moll eftir J.S. Bach og passacaglíu í d-moll eftir Buxte- hude verða prelúdíur, fúgur og sálu- forleikir beggja höfunda á efnis- skránni. Hörður leikur á 10 radda kórorgel kirkjunnar, sem var smíðað af Frobenius-orgelsmiðjunni í Kaup- mannahöfn. Þessir tónleikar, sem eru áskriftartónleikar hjá félaginu, eru jafnframt haldnir til fjáröflunar fyrir orgelsjóð Hallgrímskirkju og rennur aðgangseyrir óskiptur í org- elsjóð. Seint á síðasta ári var undir- ritaður kaupsamningur um 70 radda orgel við Klais-orgelsmiðjuna í Bonn. Smíðatími er tvö og hálft ár og verð- ur að greiða orgelið að mestu á þeim tíma. Verið er að undirbúa átak til Hörður Áskelsson organisti Hallgr imskirkj u. fjáröflunar sem Listvinafélagið á aðild að. Á tónleikunum á sunnudag verður til sýnis teikning af hinu væntanlega Klais-orgeli Hallgríms- kirkju. (Fréttatilkynning) áeá tÉbeúu/ keíÉsio! HIGH-DESERT BL0MAFRJ0K0RN HlGH-DESERT fRESH RAVI GRflMOtfS WElpHT ' LS.-2270 ,.JHE c c PQLIEH COMPftN* COtTSDALE. ARIZONA 852-> EGGERT KRISTJ, H/F SIMI 685300 UTSALA - UTSALA % afsláttur Allt aö HAGKAUP s4C£t í ecmtc ^ená

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.