Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 31

Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 fclk í fréttum Burt, Quinton og Loni. FJÖLSKYLDUMYNDIR Ekki hlaupið að því hjá Burt og fjölskyldu hans Það er töluvert hlegið að því fyr- ir vestan haf um þessar mund ir, umstangið allt í kring um Burt Reynolds og fjölskyldu hans, en eíg in kona hans er hin munnstóra Loni Anderson og saman eiga þau hinn ættleidda Quinton. Fyrir nokkru átti að slá tvær flugur í einu höggi, taka fjölskyldumyndir og einnig myndir fyrir viðtal við víðlesið slúðurblað, „Hello“ að nafni. Viðtalið er langt og mikið, en fjallar að mestu um hversu ham- ingjusöm þau eru saman og er það gott og blessað eins og nærri má geta. En myndatökurnar, þær voru skrautlegar. Þegar þau Burt, Loni og Quinton komu til myndatökunnar, komu þau ekki ein. Hver bfllinn af öðrum rann í hlað og inn í húsið með þeim gekk átta manna lið. Tveir öryggisverðir, þrír förðunarmeistarar og þrír bún- ingasérfræðingar. Mátti ljósmynd- arinn bíða á aðra klukkustund með- an að fagfólkið gerði fjölskylduna klára og þegar þau loks gengu í stúdíóið ætlaði umstanginu samt aldrei að linna, því það þurfti hvað eftir annað að laga þetta, flikka upp á hitt og svo framvegis. Loks var erfiður dagur að kveldi kominn og geta lesendur séð hér einn af- raksturinn. K Dags. 26.01.1990 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0002 9009 4507 4400 0001 7234 4507 4500 0006 7063 4507 4500 0010 3074 4507 4500 0009 3267 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0028 0984 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta.kort og vísa á vágest. GLIMA Keppt um Geirfinns- bikarinní síðasta skipti Fyrir skömmu var keppt um hinn svokallaða Geirfinns bikar í glímu í 25. skipti. Var keppnin háð í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit, einu helsta vígi íslenskrar glímu, sem átt hefur undir högg að sækja seinni árin. Samkvæmt reglugerð frá árinu 1944 var nú keppt um gripinn í síðasta skipti. Eyþór Pétursson hlaut fyrstu verðlaun að þessu sinni og hlaut þar með nafnbótina Glímukappi Mývetninga. í öðru sæti varð Kristján Yngvason og þriðji varð Lárus Björnsson. Aðrir sem kepptu voru Hilmar Ágústs- son, Sigurður Kjartansson, Tryggvi Héðinsson og Sigurður Starri Hauksson. Að átökum loknum voru þeim Keppendur, f.h.: Eyþór, Kristján, Lárus, Hilmar, Tryggvi, Sigurð- ur og Sigurður Starri. Vinningshafar frá upphafi og aðstandendur þeirra. Morgunblaðið/KÞ sem unnið hafa bikarinn frá upp- hafi keppninnar afhent innrömm- uð mynd af bikamum. Tóku við- staddir vinningshafar eða að- standendur þeirra við myndinni. Þess má geta, að á árunum 1948 til 1969 var eigi keppt um Geirf- innsbikarinn. Voru ýmsar ástæður fyrir því.sem verða ekki raktar hér. Ingi Yngvason hefur unnið gripinn níu sinnum frá upphafi og fær hann því til eignar. Pétur Yngvason hefur fjórum sinnum unnið gripinn og þeir Hermann Þórhallsson og Eyþór Pétursson þrisvar hvor, en aðrir sjaldnar. DETTU I LUKKUPOTTINN! SKYNDISALA VEGNA AGSTÆDRA SAMNINGA - ALLT AD 50% AFSLÁTTUR Á VATNSRÚMUM! Vegna hagstæðra samninga verður stórkostleg skyndisala - meðan birgðir endast. Þetta ereinstakt tækifæri, sem býðst vart aftur í bráð, til að eignast vatnsrúm fyrir litið. Eingöngu rúm með hitastillan- legum dýnum - og gott úrval af þeim. Dæml um verð og afslættl: Verð áður: 118.770,- 72.695,- 99.500,- ( Verð nú: 59.395,- 58.160,- 49.750,- Það er vissara að hafa hraðann á . Fyrstir koma - fyrstir fá. Vatnsrum hf SKEIFUNNI 11 • SlMI 688466 (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.