Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 1
88 SIÐUR B/C
23. tbl. 77. árg.
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Pólland:
Flokkur komm-
únista kveður
Varsjá. Reuter.
UM 1.600 fulltrúar á landsfundi pólska
kommúnistaflokksins komu saman í gær
til að leggja flokkinn niður og stofiia
nýjan á rústunum. Þeir fylgja þar í kjöl-
far ungverskra skoðanabræðra sinna en
þar i landi var rekunum kastað á síðasta
ári. Upplausn hefur ríkt í pólska flokknum
frá því fijálsu verkalýðssamtökin Sam-
staða tóku ríkisstjórnarvöldin í september
síðastliðnum. Stefiit er að því að engin
merki um kommúnisma og stalínisma
verði í stefhuskrá nýja flokksins en hún
verður mótuð um helgina.
Miller vill styrki
til leikhúsanna
London. Daily Telegraph.
BANDARÍSKA
leikskáldið Arthur
Miller varar við því
að ríkisstyrkir til
breskra leikhúsa
verði aflagðir. Mill-
er, sem er 74 ára
gamall, sagði á
fundi í hinu forn-
fræga Old Vic-leik-
húsi í London að bandarísk leikhús og
leikskáld hefðu lotið í lægra haldi fyrir
kvikmyndunum og peningamönnunum og
legðu nú áherslu á „yfirborðslega spennu"
en ekki grundvallarsannindi. Spurt var
úr salnutn hvers vegna ekki væri jafh sjálf-
sagt að veita skósmiðum ríkisstyrk. „Get-
urðu nefnt mér einn, sígildan skósmið í
Grikklandi til forna?" svaraði Miller.
Frjálsar ástir í
frumskóginum
Rio de Janeiro. Daily Telegraph.
KOMIÐ hefur í ljós
að lítill ættflokkur
indiána í Brasilíu
hefur öldum saman
litið á samkyn-
hneigð, homosexu-
alisma, sem eðli-
lega kynhegðun og
hjónabönd karla
eru talin sjálfsögð.
Ættflokkurinn er
nefndur Fulni-O. Hefðir hans takmarka
auk þess á engan hátt kynferðissambönd
milli gagnstæðra kynja, hvorki með tilliti
til aldurs, fjölskyldutengsla eða fjölda
rekkjunauta. Einkum virðist fi'elsi kvenna
í þessum efitum vera hömlulaust. Mann-
fræðingar telja að karlasamböndin eigi
oft rætur að rekja til þriggja mánaða,
reglubundinna trúarhátíða, þar sem kon-
um er bannaður aðgangur.
Hringborðsviðræður um íyrirkomulag kosninga í Rúmeníu:
Þjóðarráðið sakað um að
stefiia að alræðissljórn
Búkarest. Reuter.
BÆNDAFLOKKURINN í Rúmeníu hefur
sakað Þjóðarráðið, sem farið hefur með
völd í landinu siðan Nicolae Ceausescu
var steyþt af stóli, um að „stefiia að nýju
að alræðisstjórn marxista í Rúmeníu".
Þjóðarráðið gaf á föstudagskvöld út til-
kynningu um að þung viðurlög væru við
því að veitast að lögreglu eða öryggis-
sveitum landsins. Þykir orðalag tilskipun-
arinnar minna óþyrmilega á valdatíð
Ceausescus.
iðurlögin við því að óhlýðnast þessari
ákvörðun Þjóðarráðsins eru allt að tíu
ára fangelsi „í þeim tilgangi að standa vörð
um virðingu og styrkja völd manna sem
treyst er fyrir því hlutverki að veija ávinn-
inga byltingar fólksins 22. desember". Fyrr
í vikunni hafði Þjóðarráðið sett hömlur við
fjöldafundum. Það bann var brotið á föstu-
dagskvöld með mótmælum mörg hundruð
namsmanna í Bukarest sem hrópuðu vígorð
gegn stjórnvöldum. Lögregla lét námsmenn-
ina óáreitta.
í gær hófust réttarhöld, sem sjónvarpað
er beint, yfir fjórum háttsettum aðstoðar-
mönnum. Ceausescus, Tudor Postelnicu,
fyrrum innanríkisráðherra, Ion Dinca, Emil
Bobu og Manea Manescu, sem allir voru
háttsettir í kommúnistaflokknum. Talið er
mögulegt að mennirnir játi strax í upphafi
hlutdeild í fjöldamorðum og réttarhöldunum
ljúki á nokkrum dögum. Síðar verða synir
og dóttir Ceausescus dregin fyrir rétt.
í gær hófust einnig viðræður bráða-
birgðastjórnar landsins og stjórnarandstöðu
um fyrirkomulag kosninganna 20. maí
næstkomandi. Bændaflokkurinn, sem talinn
er eiga hvað mesta möguleika í kosningun-
um, hefur hótað að hunsa viðræður við
bráðabirgðastjórn Þjóðarráðsins vegna ein-
ræðislegra tilburða hennar. Mikil reiði ríkir
meðal stjórnarandstæðinga yfir þeirri
ákvörðun Þjóðarráðsins að bjóða fram í
kosningunum.
Dumitru Mazilu, varaforseti Rúmeníu,
sagði af sér á föstudag og sagðist ekki
geta sætt sig lengur við stalínskar aðferðir
Þjóðarráðsins. Nicolae M. Nicolae, ráðherra
utanríkisviðskipta, sagði einnig af sér og
er talið að hann hafði verið neyddur til þess
vegna kvartana frá undirmönnum hans yfir
nánum tengslum hans við Ceausescu.
Skýrt hefur verið frá því í Rúmeníu að
Ceausescu-hjónin hafi verið jarðsett í Búk-
arest. Var það gert með leynd að sögn stjórn-
valda til að fyrirbyggja að fólk réðist á graf-
irnar og tætti líkin í sundur. Upphaflega
sögðust Þjóðarráðsmenn vera að hugsa um
að henda jarðneskum leifum þeirrá hjóna í
Svartahafið.
MAFIAN
ERHÉR
LÍKA
Kristján
Jóhannsson
óperus'öngvari
10
KONUR MUNU
í KONUM
Helga Thorberg hef-
ur ásamt hópi
kvenna kannað
möguleika á aðild að
alþjóðlegri banka-
starfsemi kvenna
12