Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 8

Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 8
8 mt-x xv jí'jöaii MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 T TY A C' er sunnu<^a&ur 28. janúar, sem er 4. sd. eftir ■1 JLIAvFþrettánda. 28. dagur ársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 7.27 og síðdegisflóð kl. 19.45. Sólarupprás íRvíkkl. 10.20 og sólarlag kl. 17.02. Myrkurkl. 18.01. Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.41 ogtungliðerí suðri kl. 15.09. (Almanak Háskóla íslands.) Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Herra, efþú vilt, getur þú hreinsað mig.“ FRÉTTIR/MANNAMÓT SVÆÐISSKIPULAG Eyja- fjarðar. í tilk. í Lögbirtinga- blaðinu frá samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarð- ar og skipulagsstjóra ríkisins segir að gerð hafi verið skipu- lagstillaga að svæðisskipu- lagi Eyjafjarðar 1989-2009. Með augl. er lýst eftir athuga- semdum við þessa tillögu, sem nær yfir alla núverandi og fyrirhugaða byggð á skipulagstímabilinu í þeim sveitarfélögum við Eyjafjörð sem eiga aðild að þessari sam- vinnunefnd, en þó ekki til Glæsibæjarhrepps, enda er hann ekki aðili að þessari nefnd. Skipulagstillagan verður sýnd almenningi á 14 stÖðum Við Eyjafjörð á tíma- bilinu 24. janúar til 7. mars nk. Oddvitar veita uppl. um opnunartíma. Hugsanlegar athugasemdir eiga að vera komnar fram fyrir 21. mars nk., segir í þessari tilkynn- ingu. MÁLSTOFA í guðfræði. Næstkomandi þriðjudag, 30. ja'núar, verður haldin mál- stofa í guðfræði. Þá mun sr. Kolbeinn Þorleifsson flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Nýplatonsk guðfræði síra Jóns Magnússonar í Lauf- ási, í ljósi kveðskapar hans. Málstofan verður haldin í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. ÁRBÆJARKIRKJA. í kvöld, sunnudag kl. 20, er æskulýðsfundur. FELLA- og Hólakirkja. Annað kvöld, mánudag kl. 20.30, verður æskulýðsfund- ur. NESKIRKJA. Bamastarf 12 ára, annað kvöld, mánudag kl. 17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri verður kl. 19.30. Ræðumaður á kvöldvökunni verður Benedikt Arnkelsson guðfræðingur. KVENFÉL. Hreyfíls heldur félagsfund í Hreyfíslhúsinu nk. þriðjudagskvöld kl. 20 fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Spilað verður bingó. KRISTILEG samtök kvenna, Aglow, halda fund á morgun, mánudag, í Kristal- sal Hótels Loftleiða, og hefst hann kl. 20. Gestur samtak- anna verður Helena Leifs- dóttir. Hún ætlar að ræða um bænina. Fundurinn er opinn öllum konum. Ennfremur verður á fundinum kynnt starf samtakanna. FATAÚTHLUTUN. Næst- komandi miðvikudag og fímmtudag, 31. janúar og 1. febrúar, fer fram fataúthlut- un á vegum Mæðrastyrks- nefhdar á Hringbraut 116, um kjallaradyr Vesturvalla- götumegin. Fatnaðurinn sem úthlutað verður er fyrir börn og fullorðna. JÓLAKORTA-happdrætti Styrktarfél. vangefínna. í því voru vinningarnir málverk. Þau komu á þessi númer: 1037- 1200-2459 og 4792. TRY GGIN G AEFTIRLITIÐ tilk. í Lögbirtingablaðinu og birtir skrá yfír þau félög í landinu sem hafa heimild til að reka vátryggingastarf- semi. Eru 19 tryggingafélög á sviði skaðatrygginga. Sjö eru á sviði líftrygginga og annarra persónutrygginga og eitt félag á sviði endurtrygg- inga. SELJAKIRKJA. Á morgun, mánudag, er barna- og æsku- lýðsstarf yngri’ stúlkna kl. 17.30 og eldri kl. 18.30. Fundur verður í Æskulýðs- félaginu Sela kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA. Annað kvöld kl. 20.30, verður æskulýðsfund- ur. FÉL. eldri borgara. í dag, sunnudag, er opið hús í Goð- heimum við Sigtún kl. 14. Fijáls spilamennska og tafl. Dansað verður kl. 20. Á þriðjudaginn hefst á ný skáldakynning, á Hótel Lind við Rauðarárstíg kl. 15-17. Verður þá lesið úr verkum Davíðs Stefánssonar. Hinn 7. næsta man. hefst tölvunám- skeið á ný. í skrifstofu félags- ins er nánari uppl. að fá. Loks er þess að geta að þorrablót félagsins verður dagana 7. og 23. febr. nk. og um það veitir skrifstofan uppl. ORÐABÓKIN Augnablik — andartak Ekki alls fyrir löngu var ég spurður, hvort ekki mætti segja víð þann, sem hringir og spyr um e-n, sem þarfa að ná í: andartak í stað orðsins augnablik, sem svo margir segja. Ég svar- aði þessu á þann veg, að no. andartak væri ekki síðra en hið danskættaða orð, a.m.k. í þessari merkingu. Skömmu seinna heyrði ég svo á Rás 2 sagt eitthvað á þessa leið: Hvar svo sem hann er staddur á þessu augnabliki. Hér hefði ekki farið verr að segja: á þessu andartaki eða þó öllu heldur á þessari stundu. Hér er vitanlega um að ræða tvö orð, sem hafa ekki sömu frummerkingu. Augnablik merkir samkv. ísl. orðabók- um annars vegar auga- bragð, þ.e. að depla augum, eða augnaráð, sem er sama og augnatillit, en svo hins vegar andartak, örstutta stund. Það er sú merking, sem mun almennust í mæltu máli og margir hafa horn í síðu, þar sem hún er töku- merking úr dönsku, og álíta því, að no. andartak sé vandaðra mál og fari oftast betur í íslenzku en no. augnablik. Þessu orði héfur samt skolað upp á strönd Islands fyrir mörgum öldum og verður tæplega sent á haf út úr þessu. í næsta pistli verður rætt nánar um þessi orð. —J.A.J. Nautnir Kaffið eflir kynlífíð Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa nú komist a8 þvf a8 hóneg kafíidrykkja eykur þrótt eldra fólks til kynlífsiSkunar. , Uss. Þetta gagnar ekkert. Þér verður bara mál að pissa, HAFNARFJÖRÐUR. Fé- lagsstarf aldraðra. í dag er opið hús í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 14. Þar ætlar Kiwanisklúbburinn Eldborg að annast um dagskrána. AFLAGRANDI 40. Félags- og þjónustumiðstöð. Félags- starf aldraðra. Spilað verður á spil á morgun, mánudag, kl. 13, en kl. 15 er kaffítími. S AMKTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð hafa opið hús í safnaðarheimili Laugames- kirkju nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. HAFNARFJÖRÐUR. Kvöld- vaka hjá aðaldeild KFUM í Hafnarfirði verður næstkom- andi þriðjudagskvöld kl. 20.30 í húsi félaganna á Hverfísgötu 115. ÁHEIT OG GJAFIR Árnad. 1.000, Þóra Helgad. 1.000, FÞ 1.000, , V.E.K. •1.000, Óskar Ólafsson 1.000, H.L.J. 1.000, Ingi- björg 1.000, AÞ 1.000, Guð- björg 1.000, ómerkt 1.000, NN 1.000, Móðir 1.000, ÁÁÁ 1.000, K. Rúna 1.000. SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrrakvöld hélt togarinn Rauðinúpur til veiða. Þá fór Sagaland á ströndina og tog- arinn Ögri kom úr söluferð. í gær kom Kyndill af strönd- inni. í dag er danska eftirlits- skipið Beskytteren væntan- legt. Á morgun, mánudag, eru togaramir Ottó N. Þor- láksson og Freri væntanleg- ir inn af veiðum til löndunar. Þá kemur Mánafoss af ströndinni og Brúarfoss er væntanlegur að utan. ÁHEIT á Strandarkirkju. Afhent Morgunblaðinu: Guðni 10.000, Þ.V. 5.000, NN 5.000, NN 4.000, .L.S. 4.000, AV 3.000, ÍS 3.000, KM 2.000, S.J.G. 2.000, Á.Ó. 2.000, Á.G. 2.000, S.H. 2.000, Eygló og Haraldur 2.000, Auður 2.000, ÓM 2.000, G.Ó. 2.000, Gömul áheit 1.500, Bryndís 1.500, Erla 1.000, Á.S.Ó. 1.000, G.D.Ó. 1.000. Margrét HAFNARFJARÐAR- HÖFN: Í dag, sunnudag, er frystitogarinn Sjoli væntan- legur inn til löndunar, svo og togarinn Skúmur. Þá fer tog- arinn Oddeyrin til veiða í dag. Japanskt flutningaskip, Phonex er væntanlegt. Það lestar sjávarafurðir og norsk- ur togari, Isfjord, er væntan- legur til viðgerðar. í gær'kom grænlenskur togari, Nator- aliq, inn til löndunar. Þetta baráttuglaða lið efndi fyrir allnokkru til hluta- veltu til styrktar Hjálparstoftiun kirkjunnar. Þar söfnuð- ust 3.400 krónur til lq'álparstarfsins á vegum kirkjunn- ar. Krakkarnir heita: Auður Jónsdóttir, Ragnheiður Rut Reynisdóttir, Helena María Agnarsdóttir og Fjóla Dröfh Friðriksdóttir. ÞETTA GERÐIST 28. janúar ERLENDIS: 814: Karlamagnús keisari lát- inn. 1547: Hinrik VIII Englands- konungur látinn. 1725: Pétur mikli Rússakeis- ari látinn. 1871: París gefst upp fyrir þýzka hernum í fransk- prússneska stríðinu. 1848: Friðrik VII Danakon- ungur boðar afnám einvalds- stjórnar. 1816: Ormsta Breta og Sikha við Aliwal á Indlandi í fyrra Sikha-stríðinu. 1521: Worms-þingið kemur saman til að dæma Martein Lúther. HÉRLENDIS: 1321: Auðunn biskup rauði Þorbergsson á Hólum látinn. 1815: Innsigli fyrir Reykjavík tekið upp. 1824: Hilmar Finsen fæddur. 1831: Fjallvegafélag stofnað. 1837: Stofnfundur félags til eflingar búskap í Suðuramti. 1851: Ólafur Briem alþm. fæddur. 1912: ÍSÍ stofnað. 1935: Hæstiréttur sýknar Hermann Jónasson í Kollu- málinu. 1949: Helgi Pjeturss látinn. 1968: Gunnar S. Tryggvason leigubílstjóri myrtur við Rauðalæk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 hældi, 5 málmi, 8 úlfur, 9 þumal, 11 rafts, 14 yst, 15 elfur, 16 aurar, 17 tin, 19 mána, 21 kíma,.22 ungunum, 25 lem, 26 ára, 27 aki. LÖÐRÉTT: — 2 æm, 3 dúa, 4 illyrt, 5 murtan, 6 ára, 7 met, 9 þvermál, 10 máfinum, 12 farsíma, 13 surgaði, 18 iður, 20 an, 21 ku, 23 gá, 24 Na.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.