Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 11
•MÖRÖ’Mí'ffiliÁÐffi SUNNU'ÖAGUR 28.(‘JANUAR;i990
n
stíll á öllu hérna og skrifræðið yfir-
þyrmandi eins og fyrr á öldinni.
Tölvur eru ekki mjög algengar og
tveir eða þrír menn við hvert starf
sem tölvur vinna nú á Vesturlönd-
um. En þetta er mjög þægilegt
andrúmsloft. Maður er „trakterað-
ur“ eins og stórtenór og öll um-
gengni mjög elskuleg og með mik-
illi virðingu og þeir passa mann
eiginlega eins og unglamb. Ég bytj-
aði árið með því að leggjast í „kína-
f lensuna" og varð að af lýsa þremur
sýningum á Scala og eftir að ég
kom hingað þá lagðist ég alveg í
rúmið með fjörutíu stiga hita. Síðan
hefur fjölskyldan verið með einka-
lækni sem hefur annast okkur og
hann hringir tvisvar til þrisvar á
dag til að spyija um líðan okkar.
Ég er enn á meðalakúr en er eigin-
lega búinn að ná mér að mestu.
Röddin var í mjög góðu lagi í gær-
kvöldi og ég sjálfur bæði sálarlega
og líkamlega."
Frumraun í Carnegie Hall
— Áður en Kristján hélt til Pal-
ermo tók hann þátt í uppfærslu
Scala óperuhússins á óperunni „I
Vespri Siciliani" eftir Verdi og var
þar til vara fyrir bandaríska tenór-
söngvarann Chris Merritt og átti
Kristján að syngja þrjár síðustu
sýningamar, en varð að hætta við
vegna veikindanna. Sýningin á
Scala fékk slæma dóma og ekki
síst Merritt, sem var meðal annars
sakaður um að valda ekki hlutverk-
inu. Þær raddir heyrðust, meðal
annars í blaðagagnrýni, að ef tii
vill hefði sýningin ekki farið svona
illa ef Kristjáni hefði verið falið
hlutverkið í stað Merritts. Sjálfur
vildi Kristján ekkert gefa út á þetta.
„Ég get auðvitað ekki dæmt um
það sjálfur og það er ekki skynsam-
legt af mér að vera með einhveijar
yfirlýsingar í þeim efnum. Hitt er
annað mál að Merritt fékk mjög
slæma gagmýni og það vita allir.
En það var maestro Riccardo Muti,
sá heimsfrægi stjórnandi, sem réði
hann og hann hefur sínar skoðanir
á þessari óperu. Hann færði hana
upp í fullri lengd og óstytta, eins
og Verdi skrifaði hana upphaflega.
Verdi skrifaði þessa óperu snemma
á ferli sínum og var þá ekki búinn
að fá þá reynslu að skrifa fyrir
söngraddir sem hann öðlaðist síðar.
Þessi uppfærsla er ekki hin hefð-
bundna Verdi ópera sem fólk er
vant og það kann að hafa ráðið
einhveiju um viðtökurnar, fólk
þekkir hana hreinlega ekki. Eins
held ég að það þurfi jafnvel þijár
tegundir af tenórum til að syngja
þessa óperu vegna þess að hún er
svo breytileg í flutningi á milli
þátta. Það er varla hægt að ætlast
til að einn og sami tenórinn geti
sungið alla ópemna. Hún spannar
hádramatíska kafla og allt niður í
létt-lýrískan tenór. Þess vegna held
ég að Muti hafi ráðið þennan
améríska tenór, sem þó er þekktast-
úr fyrir Rossini-hlutverk."
— Verður þú áfram á Scala í
nánustu framtíð?
„Já, ég verð að minnsta kosti
með þijár óperur á Scala á næsta
ári og hugsanlega fjórar. Verdi-
óperan, sem við vorum að tala úm,
verður endursýnd 1991 og ég tel
miklar líkur á að ég syngi hana þá.
Það er því mjög þýðingarmikið að
ég skuli vera búinn að vinna hana
nú þegar með mönnum eins og
Muti og besta fáanlega fólki sem
völ er á. Síðan er ég að „debútera"
í þessu hlutverki í Montpellier í
Frakklandi núna í apríl, en það verð-
ur í hinni hefðbundnu uppfærslu
sem er um 40 mínútum styttri en
upphaflega útgáfan. Muti er hins
vegar harður á að klippa ekki neitt
og uppfærslan á Scala 1991 verður
óstytt. Hann ætlar að þræla þessu
inn í áheyrendur með góðu eða illu
og ekkert kjaftæði, þótt margir hér
séu ósáttir við þetta.“
— Er eitthvað f leira athyglisvert
á döfinni hjá þér?
„í apríl næstkomandi—mun ég
þreyta frumraun mína í Carnegie
Hall í New York sem ég tel ákaf-
lega spennandi verkefni ekki síst
þar sem ég veit að yfirmenn Metro-
politan-óperunnar ætla þá að hlusta
á mig. Þeir misstu af mér þegar
Kristján Jóhannsson
óperusöngvari þreytir
frumraun sína í
Camegie Hall í New
York í apríl
næstkomandi.
Stórhrifnir
áheyrendur heimtubu
endurtekningu eftir
lokaaríuna á
frumsýningunni í
Palermo.
„Hefvelt þvífyrir
mér hvort viss öfl
viljikoma í vegfyrir
aó égsyngi of mikiö
heima, “ segir
Kristján sem kveóst
vera ákaflega
vonsvikinn yfir því
aö Listahátíö skuli
hafa hœtt viö sýningu
á Manon Lescaut
eftirPuccini
ég var í Chicago í haust, en þar
er einnig mikil hreyfing og talað
um tvær óperur. í Carnegie Hall
mun ég taka þátt í uppfærslu á La
Wally eftir Catalani og fara þar
með aðaltenórhlutverkið, Hagen-
bach. Ég er mjög spenntur fyrir
þessu og þetta verður áreiðanlega
mjög skemmtilegt viðfangsefni. Ef
vel gengur getur þetta skipt sköp-
um fyrir möguleika mína um ráðn-
ingu hjá Metropolitan-óperunni í
New York.
Ennfremur mun ég syngja í
Grímudansleiknum eftir Verdi í
Chicago 1991 og í sama verki í
Dallas í Texas á leikárinu 1991 til
1992. Einnig mun ég syngja í
tveimur Verdi óperum í Baltimore
á næsta ári, í Grímudansleik og
Don Carlo. Ekki má heldur gleyma
því að nú á föstudagskvöldið kemur
óperustjóri Covent Garden óperunn-
ar í London og hans ritari til að
hlusta á mig hér í Palermo. Þeir
eru víst að bræða" með sér að ráða
mig í óperu hjá sér næsta haust,
það er Attila eftir Verdi. Ég hef
ekki sungið í Covent Garden áður
og heldur aldrei fyrir þá þannig að
þetta verður æsispennandi."
Klúðrið á Listahátíð
— Þú verður að segja mér nánar
frá þessu klúðri með Listahátíð, sem
þú nefndir áðan.
„Nú, hefur ekkert verið rætt um
þetta heima? Þú mátt hafa það eft-
ir mér að ég er mjög svekktur yfir
hvernig haldið var á þessu máli.
Það stóð til að setja upp óperuna
Manon Lescaut eftir Puccini á
Listahátíð í vor. Þarna var um að
ræða að gera að veruleika draum
minn um að gera íslenskum áheyr-
endum kleift að hlusta á alþjóðlega
uppfærslu á stóróperu. Það var
búið að vinna í þessu í átta mánuði
og í haust, áður en ég fór út, sat
ég sameiginlegan fund með öllum
þeim aðilum sem þarna áttu hlut
að máli, sem voru Islenska óperan,
Sjónvarpið, Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, Leikfélag Reykjavíkur, Þjóð-
leikhúsið og Listahátíð. Ég verð nú
að segja alveg eins og er að það
fór um mig strax á þessum fundi
þegar ég varð var við hversu marg-
ir aðilar stóðu að þessu. Við vitum
það af reynslunni að það er ekki
hægt að vera með nokkurt sam-
starf á íslandi og hefur aldrei ver-
ið. íslendingar eru einstaklega
ósamvinnuþýðir menn og alltaf
dauðhræddir um að missa spón úr
aski sínum ef þeir ganga til sam-
starfs við einhvern. Menn eru alltaf
að passa sitt og sjúklega hræddir
um að aðrir séu að troða á sér. Ég
varð því mjög hræddur við þetta
strax og ég sá þennan fjölda „sam-
starfsaðila“. Þetta hefði kannski
verið hægt með Þjóðleikhú^inu og
Listahátíð en um leið og fleiri fóru
að blanda sér í málið fór allt úr-
skeiðis. Enda kom það fljótlega á
daginn að íslenska óperan dró sig
út úr og eftir því sem ég frétti var
það vegna þess að þeir settu á odd-
inn að sýninginn yrði sviðsett í
Gamla bíói.
Uppfærsla á þessari sýningu
hefði eflaust markað tímamót í
óperuflutningi hér á landi en því
miður gekk þetta ekki upp. Ég hef
lúmskan grun um að þarna hafi
verið að verki aðilar, sem hreinlega
vilja ekki að svona alþjóðleg sýning
sé flutt á íslandi því að það gæti
ef til vill breytt viðhorfum almenn-
ings til þess sem verið er að gera
í óperuflutningi heima. Sá saman-
burður gæti hugsanlega orðið of
óhagstæður fyrir suma.
Upphaflega var óskað eftir því
við mig að finna listamenn í þessa
sýningu og ég hafði samband við
ýmsa, suma heimsfræga, sem sam-
þykktu að vera með. Þar á meðal
voru óperusöngkonurnar Renata
Scotto og rússneska söngkonan
Natalia Rom óg svo stjórnandinn
frægi frá Scala, Alfieri. Allir þessir
aðilar voru búnir að fá staðfest frá
Listahátíð að af þessu yrði og voru
þar af leiðandi búnir að taka þenn-
an tíma frá. Síðan var hætt við
allt saman og þar með var búið að
gera mig að hálfgerðu fífli í augum
þessa fólks. Þetta kemur sér mjög
illa fyrir mig og þetta er í síðasta
skipti sem ég tek svona að mér
fyrir íslendinga. Það er yfirleitt
ekki orð að marka sem þessir menn-
ingarfrömuðir segja.
Upphaflega var gert ráð fyrir
þremur til fimm sýningum á Manon
Lescaut á sjálfri Listahátíð það stóð
til að sýna verkið í Borgarleikhús-
inu. Það út af fyrir sig var ákaf lega
spennandi verkefni líka, að prófa
óperuflutning í nýja Borgarleik-
húsinu, með allri þeirri nýju tækni,
tölvum og fínheitum sem þar eiga
að vera. En það tók tæknimenn þar
þijá eða fjóra mánuði að uppgötva
að þeir treysta sér ekki í dæmið
vegna þess að hluturinn hét ópera.
En það er enginn munur á því hvort
um er að ræða leikstykki eða óperu
þannig að þetta var bara fyrirslátt-
ur. En mér skildist að þeim þætti
tíminn of stuttur til að undirbúa
sýninguna.
Þetta_ urðu mér óskapleg von-
brigði. Ég hef ekki sungið í óperu
á Islandi í fjögur ár og það er ekk-
ert útlit fyrir að svo verði í bráð.
Ég er því vissulega farinn að velta
því fyrir mér hvort verið sé að koma
í veg fyrir of mikil afskipti í í menn-
ingarmálum af minni hálfu. Menn-
ingarmafían heima er sterk éins og
þú veist, og þykist bera tnenninguna
fyrir bijósti í öllum sínum gjörðum,
en mér finnst skjóta skökku við
þegar komið er í veg fyrir menning-
arviðburð af þessu tagi. Ég er bæði
sár og reiður. Ég veit ekki nákvæm-
lega hvað hefur gerst, en þetta mál
hefur komið sér mjög illa fyrir mig
og gert mér mikinn óleik. Ég veit
um einn aðila eða kannski tvo sem
taka þetta jafn nærri sér og ég sjálf-
ur þannig að ég er alls ekki einn á
báti.
Ef til vill spilar þarna eitthvað
inn í að ríkisstjómin hefur tekið
bróðurpartinn af styrknum til Lista-
hátíðar og skilið eftir hlægilega
upphæð eftir því sem mér er sagt.
Það er engu líkara en það sé opin-
ber stefna að gera Listahátíð eins
dreifbýlislega og hægt er með því
að svelta hana fjárhagslega. Ég hef
aldrei skilið það, að þetta virðist
vera stefnan almennt, bæði hjá leik-
húsum og ráðamönnum að halda
listinni og leikhúsunum eins dreif-
býlislegum og hægt er á sama tíma
og við þykjumst vera á heimsmæli-
kvarða í flestu öðru. Þessi upp-
færsla okkar þýddi auðvitað að
miðaverð hefði þurft að vera mjög
hátt, en á móti kom mikill áhugi,
bæði hjá Þjóðleikhúsinu og íslensku
ópemnni að endurflytja verkið
næsta vetur og þá hefði hún feng-
ist fyrir lítið því hún hefði þá verið
tilbúin að öllu leyti. Við höfðum
gert kostnaðaráætlun upp á 15 til
18 milljónir og reiknað út að sýning-
in ætti að geta komið út á núlli
fyrir Listahátíð. En þessu var klúðr-
að og ég er verulega svekktur.
Mafían er líka hér.“