Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 22
■22
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990
m
1
Félagsráðgjafar
Á Félagsmálastofnun Kópavogs eru lausar
til umsóknar tvær stöður félagsráðgjafa í
afleysingar:
100% starf frá 1. apríl nk. til ágústloka
1991.
2. 50% starf frá 1. maí nk. til janúarloka
1991.
Umsóknarfrestur er til 12. febrúar nk.
Upplýsingar veitir deildarfulltrúi fjölskyldu-
deildar í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
ALAFOSS)
Útsaumur
Álafoss hf. býður nú í fyrsta skipti vélprjónaðar
peysur með útsaumuðu „bróderuðu" mynstri.
Þessi nýjung hefur hlotið afar góðar viðtökur
viðskiptavina innanlands og erlendis.
Við leitum því að vandvirku og samviskusömu
fólki, sem getur tekið að sér að „bródera"
peysurnar á tímabilinu febrúar - apríl nk.
Hér er um að ræða tilvalið verkefni fyrir ein-
staklinga eða félagasamtök hvar sem er á
landinu.
Nánari upplýsingar veitir Ása Gunnarsdóttir
í síma 96-21900 frá kl. 13.00-16.00 frá og
með þriðjudeginum 30. janúar.
Laus störf
Landsbyggðin
Byggingatækni-
fræðingur (437)
Óskum að ráða byggingatæknifræðing eða
mann með sambærilega menntun í starf
framkvæmdastjóra hjá byggingafyrirtæki á
Austurlandi.
Starfssvið: Dagleg stjórnun framkvæmda.
Tilboðsgerð. Gerð áætlana vegna fram-
kvæmda og efniskaupa. Fjármálastýring,
framleiðslustjórnun og eftirlit.
Við leitum að manni sem vill vinna við fjöl-
breytt störf hjá litlu fyrirtæki. Næg verkefni
framundan. Húsnæði á staðnum. Laust
strax.
Skrifstofumaður (30)
Óskum að ráða skrifstofumann (aðalbókara)
til starfa hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
á Austurlandi.
Starfssvið: Merking fylgiskjala, skráning og
færsla tölvubókhalds, afstemmingar og upp-
gjör. Bókhaldskerfi: ALVÍS. Tölva: IBM S/36.
Ýmis önnur tilfallandi skrifstofustörf.
Við leitum að manni með haldgóða bók-
haldsþekkingu og reynslu af störfum við
bókhald og skrifstofustörfum. Laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
númeri viðkomandi starfs.
Hagvangur hf
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöt
Skoðanakannanir
AUGLYSINGAR
Kranamaður óskast
Byggingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir kranamanni frá og með 1. febrúar
nk. Stundvísi og reglusemi áskilin.
Upplýsingar veittar í síma 651761.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Dósentsstaða (37%) í sýklafræði við lækna-
deild Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Gert er ráð fyir að staðan verði veitt frá 1.
júlí 1990.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um
vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann-
sóknir, svo og námsferil og störf skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. febrúar nk.
Menntamálaráðuneytið,
28. janúar 1990.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir duglegum og ábyggilegum
starfskröftum í eftirtalin störf:
1. Sölumanni í húsgagnadeild.
Vinnutími frá kl. 13.00-18.30.
2. Sölumanni í smávörudeild.
Vinnutími frá kl. 9.00-18.30.
3. Starfsmanni á kassa.
Vinnutími frá kl. 9.00-18.30.
Framtíðarstörf. Æskilegur aldur 18-50 ára.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum
mánudaginn 29. janúar 1990 milli kl. 14-18.
Iðntœknistofnun vinnur að tœkniþróun og aukinni fram-
leiðni í íslensku atvinnulifi. Á stofnuninni eru stundaðar
hagnýtar rannsóknir, þróun, rúðgjöf gceðaeftirlit, þjón-
usta, frœðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hœft starfsfólk
til að tryggja gceði þeirrar þjónustu sem veitt er.
Efnaverkfræðingur
- plasttækni
Plasttæknideild Iðntæknistofnunar óskar að
ráða efnaverkfræðing eða starfsmann með
hliðstæða menntun.
Starfið:
Starfið felst í rannsóknum, vöruþróun og
starfsmenntun. Starfsmanninum er ætlað
að vinna að verkefnum sem tengjast plast-,
málningar- og gúmmíiðnaði. Unnið er í nán-
um tengslum við fyrirtæki á þessum sviðum.
Umsækjandinn
Óskað er eftir starfsmanni, karli/konu, með
þekkingu og reynslu á sviði fjölliðutækni.
Umsækjandinn þarf að geta starfað sjálf-
stætt og haft frumkvæði í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Páll Árnason, deild-
arstjóri plasttæknideildar.
M
Iðntæknistofnun 11
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholl, 112 Reykjavík
Sími (91) 68 7000
Bókhald
Viljum ráða starfskraft vanan bókhaldi og
tölvuvinnslu til starfa hjá litlu þjónustufyrir-
tæki. Vinnutími fyrir hádegi.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu okkar.
Guðnt Tónsson
RÁÐCJÓF 8 RÁÐNI NCARMÓN LlSTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Bílstjóri
- afgreiðslumaður
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða í
eftirtalin störf sem fyrst:
1. Bílstjóra á sendiferðabíl í útkeyrslu.
2. Afgreiðslumann í söludeild sem jafnframt
getur leyst af sem bílstjóri.
Upplýsingar um störfin eru veittar hjá starfs-
mannahaldi á Frakkastíg 1, Reykjavík.
Forstöðumaður
- fóstrur
ísafjarðarkaupstaður starfrækir þrjár dagvlstarstofnanir ( bænum, þar
af er einn leikskóli í Hnífsdal. Skóladagheimili og gæsluvellir fyrir börn
eru einnig starfræktir á vegum bæjarfélagsins.
Við leitum nú fanga í fóstrustétt og auglýsum
eftir forstöðumanni að Bakkaskjóli, 32 barna
leikskóla í Hnífsdal. Heimilið var byggt árið
1981 og er vistlegt og vel búið í alla staði.
Á ísafirði starfa um þessar mundir fjórar
fóstrur. Það nægir okkur ekki og því getum
við boðið fleirum gott starf í bænum.
í boði er flutningsstyrkur, aðstoð við útvegun
húsnæðis á aðgengilegum kjörum og áhuga-
samur samstarfshópur bæði lærðra og leikra.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjórinn
á Isafirði í síma 94-3722.
BORGARSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
Áhugasamt fagfólk vantar til að hjúkra sjúkl-
ingum á deild A-3 þar sem stundaðar eru
heila-, tauga-, slysa- og bæklunarskurðlækn-
ingar. Um er að ræða fjölbreytt og áhuga-
vert starf. Ýmiskonar vaktafyrirkomulag er í
boði, s.s. fastar næturvaktir.
Nánári upplýsingar gefur Herdís Herberts-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
696364 og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri starfsmannaþjónustu, í síma
696356.
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á öldr-
unardeildum Borgarspítalans í B-álmu.
Skipulagður aðlögunartími. Vinnutími og
starfshlutfall samkomulagsatriði.
Nánari upplýsingar gefur Anna Birna Jens-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
696358.