Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990
28
WIMINIU^/ ir^l 'Y'^lfK lt^~' A P
m ■ T O// N/G_^7/-\rC
Sjúkraliðar
Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða sjúkraliða
til starfa frá 1. mars eða eftir nánara sam-
komulagi.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
98-11955.
Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Starfsmaður
- hagdeild
Þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða við-
skiptafræðing eða rekstrarfræðing til starfa
í hagdeild. Starfið er laust strax.
Starfssvið: Almenn hagfræðistörf, áætlana-
gerð, tölfræðileg vinna (statistik) og skyld
verkefni.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er
til 4. febrúar.
GtJÐNT ÍÓNSSON
RÁÐCJÓF &RÁÐNINCARMÓNUSTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
JjgRÍKISSPÍTALAR
Meinatæknir/
líffræðingur
Meinatæknir/líffræðingur óskast til starfa við
blóðónæmisfræðideild Blóðbankans.
Um er áð ræða fullt starf frá kl. 9.00-17.00.
í starfinu felst vinna við blóðflokkun, sam-
ræmingapróf, blóðhlutavinnsla, afgreiðsla
blóðs, smitvarnarpróf og vaktastörf. Reynsla
við rannsóknastörf æskileg. Umsóknarfrest-
ur er til 28. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jensson, yfir-
læknir, og Björn Harðarspn, deildarstjóri.
Umsóknir sendist skrifstofu Blóðbankans
v/Barónsstíg.
Reykjavík, 28. janúar 1990.
LANDSPÍTALINN
Sérfræðingur
Á krabbameinslækningadeild (geislameð-
ferðareiningu), er laus til umsóknar ein staða
sérfræðings.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Sveins-
son, yfirlæknir, í síma 601444. Umsóknir á
umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórn-
arnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31 fyrir
15. mars nk.
Sérfræðingur
Afleysingastöður tveggja sérfræðinga í
geislagreiningu eru lausar til umsóknar við
röntgendeild. Umsækjendur skulu hafa al-
hliða menntun í geislagreiningu og æskileg
er reynsla í stafrænni myndgreiningu og
segulómun. Ætlast er til þátttöku í kennslu-
og rannsóknastörfum, ásamt öðrum störfum
við deildina.
Allar frekari upplýsingar veitir forstöðulækn-
ir röntgendeildar, Ásmundur Brekkan, próf-
essor. Umsóknir er greini náms- og rann-
sóknaferil og fyrri störf, skulu sendar stjórn-
arnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, fyrir
1. mars nk.
Reykjavík, 28. janúar 1990.
Sölumenn
Óska eftir að ráða harðduglega sölumenn
til starfa strax. Um er að ræða mjög spenn-
andi verkefni. Dag-, kvöid- og helgarvinna.
Laun eftir afköstum. Aðeins þeir, sem eru
tilbúnir til að leggja á sig ómælda vinnu,
koma til greina. Miklir tekjumöguleikar.
Umboðs- og bóksala Guðmundar,
sími 641072.
Skjalavörður/
bókavörður
Opinbert fyrirtæki vill ráða skjalavörð til
starfa. Auk skjalavörslu er umsjón með fag-
bókasafni. Þá er umsjón og flokkun mynda
og muna.
Leitað er að starfsmanni með góða þekkingu
á ofanrituðu, t.d. bókasafnsfræðingi eða
starfsmanni með menntun og reynslu í
skjalavörslu.
Umsækjandi þarf helst að hafa reynslu í
vinnu á tölvu.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar
til 3. febrúar nk.
Gupniíónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARPJÖN LISTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
G!
Leikvellir - starf
Staða starfsmanns við leikvelli bæjarins er
laus til umsóknar. Um er að ræða 60% starf.
Umsóknarfrestur er til 7. febrúar nk.
Upplýsingar gefur umsjónarfóstra í síma
45700.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem liggja frammi á Félagsmála-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Samkvæmt ákvæðum 71. greinar laga um
breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga, nr. 87/1989, er hér með auglýst til um-
sóknar starf námstjóra í tónlistarfræðslunnar.
Samkvæmt áðurgreindum lögum er verksvið
námsstjóra tónlistarfræðslunnar yfirstjórn
námsskrár- og námsefnagerðar, samræming
náms, prófa og réttinda er þau veita, aðstoð
varðandi ráðningar kennara, ráðgjöf varðandi
starfs- og fjárhagsáætlanir skóla, upplýs-
ingamiðlun og erlend samskipti. Jafnframt
skal námsstjóri tónlistarfræðslunnar sinnar
ráðgjafar- og leiðbeiningarstörfum fyrir kenn-
ara og skólastjóra tónlistarskóla. Samkvæmt
áðurnefndum lögum er námsstjóri tónlistar-
fræðslunnar jafnframt formaður fimm manna
samstarfsnefndar tónlistarfræðslunnar svo
sem nánar er kveðið á um í lögunum.
Ráðið er í starf námsstjóra tónlistarfræðsl-
unnar til fjögurra ár í senn. Um er að ræða
hálfa stöðu.
Umsækjendurskulu hafa lokapróf frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík eða sambærilega
menntun. Áskilin er menntun í uppeldis- og
kennslufræðum og starfsreynsla við kennslu-
störf í tónlistarskóla.
Umsóknir, ásamt afritum af prófskírteinum
og upplýsingum um menntun og fyrri störf,
skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir
20. febrúar 1990. Umsækjendur þurfa að
geta tekið við starfi sem fyrst.
Skrifstofustarf
Heildsölufyrirtæki óskar að ráða ritara strax.
Góð enskukunnátta og þekking á tölvu-
vinnslu nauðsynleg. Hálfsdagsstarf kemur til
greina fyrir hádegi.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf,
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. febr.,
merktar: „Frábær - 7616“.
Kassastörf
Viljum ráða nú þegar nokkra starfsmenn til
afgreiðslu á kassa í matvöruverslun Hag-
kaups í Kringlunni. Um er að ræða störf allan
daginn eða frá hádegi. Lágmarksaldur 20
ára. Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra
á staðnum.
HAGKAUP
Starfsmannahald.
Verslunarstjóri
Fyrirtækið er þekkt innflutnings- og smá-
sölufyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið er umsjón með rekstri verslunar,
starfsmannahald auk annarra starfa í versl-
un.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með
haldbæra þekkingu á rafmagnsvörum og
hafi reynslu af verslunarstjórn.
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar
nk. Ráðning verður sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Skólavorðuslig ia — 101 Fteyk/avik — Sími 621355
Iðntœknistofnun vinnur að tœkniþróun og aukinni fram-
leiðni í íslensku atvinnulífi Á stofnuninni eru stundaðar
hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf gœðaeftirlit, þjón■
usta, frœðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hœft starfsfólk
til að tryggja geeði þeirrar þjónustu sem veitt er.
Verkefnisstjóri f
vöruþróun
Rekstrartæknissvið óskar að ráða verkefnis-
stjóra í vöruþróun og önnur hliðstæð verkefni.
Starfið:
Verkefnisstjórinn þarf í upphafi verkefna að
gera markvissar verkáætlanir, tímaáætlanir
og kostnaðaráætlanir og fylgjast síðan með
framvindu þeirra. Honum er ætlað að gæta
hagsmuna fyrirtækjanna í vöruþróunarverk-
efnum og leita eftir hæfasta sérfræðingnum
til að vinna einstaka verkþætti. Verkefnis-
stjórinn þarf einnig að geta tekið að sér ein-
stök ráðgjafaverkefni.
Umsækjandinn:
Umsækjendur þurfa að hafa góða reynslu
úr íslensku atvinnulífi og hafa fengist við
skipulagningu og stjórnun verkefna. Við leit-
um að manni/konu sem hefur menntun á
háskólastigi og á auðvelt með að vinna með
mörgum aðilum, er ákveðinn og á auðvelt
með að taka frumkvæði.
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og
starfsreynslu, ásamt persónulegum upplýs-
ingum sendist Iðntæknistofnun merktar:
„Rekstrartæknisvið" fyrir 9. febrúar. Farið
verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
lóntæknistof nun I ■
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS
Keldnaholt, 112 Reykjavík
Simi(91) 68 7000