Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Af sviði sljórnmálanna: Talað úr triátoppum eftir Álfheiði Ingadóttur Persónur og leikendur í sjónvarps- uppfærslunni: Formaður Alþýðu- bandalagsins: Ólafur Ragnar Grímsson. Formaður Alþýðuflokks- ins: Jón Baldvin Hannibalsson. Ut- anríkisráðherra: Jón Baldvin Hannib- alsson. Fjármálaráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson. Stjómun: Ævar Kjartansson. Leikmynd og lýsing: Ámundi Ámundasön. „The only show in town“ — eina fjörið í bænum! Þannig lauk opnum fundi á Hótel Sögu sl. þriðjudags- kvöld. Og eins gott að þau voru ekki fleiri það kvöldið, því annars hefðu ljósvakamiðlamir ekki spanderað svo miklum og góðum tíma í sérútgáfu verksins, okkur sem heima sátum til mikillar ánægju eða hrellingar eftir atvikum. Og svo sannarlega var þetta mikið „show“, ef marka má útsendingar útvarps og sjónvarpsstöðvanna beggja. Um verkið sjálft, „í nýju ljósi“, mætti margt segja en það fjallar um „breytta stöðu heimsmála og áhrif þeirra á hlutverk hemaðarbandalag- anna, íslenska flokkakerfið o.fi.“. Sígilt verk dagsins í dag, sem er á dagskrá víða um álfu. „í nýju ljósi“ var hér flutt sem farsi í léttari kantinum, textinn lipur og fyndinn en oft mátti litlu muna að hinn þungi undirtónn verksins hyrfi í skuggann í meðfömm flytj- enda, sem létu hrífast með léttkitluð- um salnum. En svört leikmyndin vann gegn þessum óumbreytanlega léttleika ráðherratilverunnar sem þama birtist óheftur. Þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson em mjög reyndir á sínu sviði. Þeir útskrifuð- ust báðir úr leikskóla Samtaka ftjáls- lyndra og vinstri manna í upphafi 7nda áratugarins og hafa komið víða við síðan. Undirtektir við framgangi þeirra hafa verið býsna misjafnar, og mælast um 9% núna. Þeim Jóni Baldvin og Ólafi Ragn- ari lætur vel að leika flokksformenn sem og ráðherra og var samspil þeirra með miklum ágætum, einkum í lsta þætti, þar sem þeir lýsa sam- eiginlegum uppruna sínum heima á Álfheiður Ingadóttir „Þeir Ólafiir Ragnar Grímsson og Jón Bald- vin Hannibalsson eru mjög reyndir á sínu sviði. Þeir útskrifiiðust báðir úr leikskóla Sam- taka ftjálslyndra og vinstri manna í upphafi 7nda áratugarins og hafa komið víða við síðan.“ ísafirði og rifja upp hvemig þeir hættu lífi sínu og limum til að kom- ast þangað á flugeldasýninguna „Á rauðu ljósi“ í fyrra. Hins vegar datt botninn illilega úr verkinu í 3ja þætti sem fjallar um Atlantshafsbandalagið. Þar þurfa þeir Ólafur og Jón greinilega miklu lengri tíma til samhæfingar ef lokakaflinn sem fjallar um einn stóran Jafnaðarmannaflokk 1991 á að virka sannfærandi. Þó „ísland í NATO, herinn kjurrt“ rími hreint ágætlega á móti „ísland úr NATO, herinn burt“, þá má bragfræðin ekki taka völdin á sviðinu. 2. þáttur fjallar um komandi borg- arstjómarkosningar í Reykjavík og samstöðu og sundrun fylkinga. Hann var hvað fyrirferðarmestur í útsetn- Sparifjáreigendur Bera spariskírteinin ykkar "skúffuvexti"? Um þessar mundir eru nokkrir flokkar spari- skrrteina innleysanlegir. Gleymist að innleysa þau á réttum tíma er hætt við að farið sé á mis við hærri raunvexti. Við ráðleggjum ykkur hvaða spari- skírteini er rétt að innleysa og sjáum um endur- fjárfestíngu í nýjum spariskírteinum, bankabréfum eða öðrum öruggum verðbréfum. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftír góðum skuldabréfum í umboðssölu. _ fjártnál eru okkar fað'- ._j UERÐBRÉFflUlflSKIPTI V/SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 ingum ljósvakafjölmiðlanna og þar af leiðandi í þessum pistli. Þama fóru þeir Jón og Ólafur líka á kostum og deildu út einkunnum og viðumefnum svo salurinn veltist um af hlátri. Senan þar sem Ólafur segir: Væri ekki gaman að bjóða hana Guðrúnu Agnarsdóttur fram sem borgarstjóraefni? og Jón svarar: Hún Guðrún litla friðardúfa er svo sem ágæt, Ingibjörg Sólrún upprenn- andi, en hún Bryndís mín er fín líka! var stórkostleg. Á örskotsstundu skynjaði salurinn hina óumbreytanlegu hlutverkaskip- an kynjanna á þessu sviði þeirra Ólafs og Jóns. Þegar konan segir njet þá meinar hún da! Þessum gömlu sannindum getur ekki einu sinni rússneskan, hvað þá Kvennalistinn breytt. Og hvað er nú eiginlega sú grasrót að rífa kjaft — fimmtán kell- ingar á móti tveimur á toppnum — á móti tveimur trjátoppum! Heillandi flétta og frábær sýni- kennsla í því hvemig á að samfylkja hópum, einkum hópum kvenna, und- ir eitt merki karla. Frábært! er líka einkunn sem gafa má Jóni fyrir atriðið „að efla baráttu- þrek“ í sama þætti. Myndræn lýsing á því hvemig kjósendur munu dratt- ast að kjörkössunum í vor og f leygja með fýlusvip atkvæðum sínum á Al- þýðubandalag og Alþýðuflokk var einstök í sinni röð. Segja má að þeim Jóni og Ólafi hætti báðum til nokkurs ofleiks og í enn einu atriði þessa sama þáttar skaut Ólafur yfir markið þegar hann reyndi að feta í fótspor Þorsteins Pálssonar (40-50%) og greip til Sjá- seskús. Hin fleygu tilsvör Þorsteins við fréttinni af aftöku Sjáseskú- hjónanna: „Þá eru bara tveir eftir, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson," voru ekki að ósekju valin heimskulegustu ummæli nýliðins árs. Auðvitað var Ólafur að sækjast eftir titlinum á þessu ári með því að líkja völdum Davíðs Oddssonar við veldi Sjáseskús, en til þess að hreppa hann verða menn að vera frumlegir, ekki satt? Sýningunni var í heild fagmann- lega stjórnað, leiktjöld og lýsing voru við hæfi og showið féll greinilega að smekk áheyrenda í sal. Höfundur er líffræðingur og miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu. Gleymum ekki tönnunum eftirlnguJ. Birgisdóttur íslendingar geta státað af góðu heil- brigðiskerfi. Al- mennt er heilsufar okkar gott og með- alaldur hár. Reglu- legt eftirlit með heilsufarsástandi hefur löngum þótt sjálfsagt á íslandi og á síðustu árum hefur síðan bæst við aukinn áhugi á heilbrigðu líferni hvers konar. Það spretta upp líkamsræktarstöðvar, flestir vilja bera merki um hreysti og heilbrigði. Hvað tennur okkar varðar virðist aftur á móti oft eins og þær séu ekki hluti af ásókn okk- ar í þetta heilbrigði. Á stuttri ævi fáum við tvö tann- sett, barnatennurnar og síðan full- orðinstennurnar, það þriðja þurfum við að kaupa. Barnatennurnar kveðja okkur sjálfkrafa og fullorð- instennurnar koma, áreiðanlega í þeirri von að fá að vera þar til yfir lýkur. Tannskemmdir er sjúkdómur sem auðvelt er að fyrirbyggja. Fræðsla og forvarnir eru einna mikilvægust í þeirri baráttu og er hægt að tala um að sú barátta eigi að bytja strax og líf kviknar í móðurkviði. Hluti af tannvemdarstarfi á íslandi nú er að fræða og upplýsa börn í Ieikskól- um og á grunnskólastigi um þá ábyrgð sem þau bera á tönnum sínum. Flest börn á íslandi kannast við konurnar sem koma og „trufla“ kennsluna til að láta þau fá sína hálfsmánaðarlegu flúorskolun. En til hvers flúorskolun? Af reynslu' minni við tannfræðslu víða um land hef ég meðal annars fengið þau svör hjá nemendum að flúorskolunin sé til að hreinsa tennurnar eða gera þær hvítari. En rétt svar er að flúo- rið styrkir glerung tannanna. Þá erum við komin að þeim félög- um Karíusi og Baktusi. Állur sykur skaðar tennurnar hvort heldur hann er frá náttúrunnar hendi eða settur í fæðuna. Þegar sykurs er neytt blandast hann sýklaskán sem mynd- ast á tönnunum og verður þá tii sýra sem leysir smám saman upp glerunginn þannig að holur mynd- Inga J. Birgisdóttir „Efbörn þurfa á milli- máltíð að halda er heppilegra að gefa þeim mjólk, gróft brauð með hollu áleggi, gul- rætur eða ferska ávexti en ekki sætindi.“ ast. Sýrurnar vinna eyðileggingar- starf sitt í um það bil hálftíma eftir að sykurs er neytt. Ef eðlilegur tími líður milli mála ná tennurnar oft nægilega miklu af steinefnum úr munnvatninu til að bæta þann skaða sem orðinn er og endurkalkast þá. Munnvatnið gegnir þarna mikilvægu hlutverki. Nú á dögum er fæðan aftur á móti það mikið unnin að við þurfum ekki að hafa eins mikið fyr- ir því að tyggja og áður, munn- vatnsrennsli verður minna. Til að auka munnvatnsrennslið er ráðlagt að borða meira grófmeti. Hvað varðar sælgætisát barna kannast sjálfsagt flestir uppalendur við að erfitt er að forðast það alveg. Hér er tilvalið að koma á svokölluð- um sælgætisdegi einu sinni í viku, til dæmis á laugardögum. Gamla sagan um sælgætið sem á að spara og háma ekki í sig á ekki lengur við. En hvers vegna? Það er betra fyrir tennurnar að við borðum sæl- gætisskammtinn okkar allan í einu í stað þess að smá narta í tíma og ótíma. Nart á milli mála eykur hættu á tannskemmdum, tennurnar eru í sýrubaði í lengri tíma. Ef böm þurfa á millimáltíð að halda er heppilegra að gefa þeim mjólk, gróft brauð með hollu áleggi, gulrætur eða ferska ávexti en ekki sætindi. Skaðinn er mestur þegar sykurríkrar fæðu er neytt og við sælgætisát þar sem sæjgætið límist við tennurnar. íslenskt þjóðfélag hefur breyst mikið á síðustu árum. Börn búa ekki við sömu aðstæður og við for- eldrarnir gerðum þegar alltaf var einhver heima til að sinna okkur og gefa að borða á réttum matmálstím- um. Hefðbundnar máltíðir hafa hjá mörgum börnum og unglingum vikið fyrir sjoppufæði hvers konar. Það er jafnvel hægt að tala um að sjopp- ur í nágrenni skóla á Islandi komi í stað æskilegra mötuneyta sem skólabörn ættu í raun að eiga rétt á. I sambandi við tannvernd verður aldrei of oft vikið að mikilvægi þess að venja börn ung á hollar og góðar matarvenjur, því reynslan sýnir að erfitt er að breyta því sem við höfum vanist. Inni á heimilunum verðum við fullorðna fólkið að sýna gott for- dæmi meðal annars með því að vera á verði gagnvart því sem við látum ofan í okkur með tilliti til bættrar heilsu og í þeim pakka eiga tennurn- ar líka heima. Slæmar matarvenjur stuðla að tannskemmdum og til að fyrirbyggja tannskemmdir þurfum við forvarnir — forvarnir eru sparn- aður! Höfundur er kennari og tannfræðingur. Nokkur ráð til varnar tannskemmdum: Hollar matarvenjur. Ekkert nart á milli mála. Rétt munnhirða (bytja strax og fyrsta tönn birtist). Flúortannkrem daglega. Reglubundið tanneftirlit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.