Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. £ tn Z 3 u> 5 => □ £ i => z z 5 5 => ^ Múlalundur Q LAUSBLAÐA-1 MÖPPUR :? r> /rá Múlalundi... § . />cer duga sem besta bók. |: Z> Múlalundur 1 KAFARAR igum ávallt á lager úr- val af köfunarvörum frá DACOR og US DIVERS t.d. lungu, kúta, gler- augu, fit, mæla, Ijós, blý, belti, hnífa, vettlinga, sokka o.fl. Útvegum meö stuttum fyrirvara búninga frá NORTHERN DIVERS. Sérverslun meö kafaravörur. ÍÞRÓTTABÚÐIN Borgartúni 20 sími 91-20011 Vinningstölur laugardaginn 27. jan. 90 fé0 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 . 0 2.292.144 2. 2 199.141 3. 4 af5 91 7.549 4. 3af5 3.108 515 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.980.548 kr. UFPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Ennum áratugi og aldamót Til Velvakanda. Enn eru komnar upp deilur um áratugi og aldamót. Þá er stundum meira rætt og ritað um það sem að kemur málinu lítið við en minna hirt um rök. Mér finnst það liggja ljóst fyrir hvenær áratugur byijar og endar. Sömuleiðis hvenær alda- mót eru. Allir hljóta að viðurkenna að 100 ár eru talin ein öld. Fyrsta öldin í okkar tímatali var fyllt að liðnuni fyrstu 100 árunum. Önnur öldin byijaði fyrsta dag ársins 101 .og lauk síðasta dag ársins 200. Samkvæmt þessu líkur tuttugustu öldinni síðasta dag ársins 2000 en tuttugasta og fyrsta öldin byijar fyrsta dag ársins 2001. Árin 2000 og 2001 verða því næstu aldamóta- ár. Tökum nú dæmi um aldur manns sem að fæddur fæddur var á gaml- ársdag árið 1900. Hann varð eins árs á gamlársdag 1901 en tíu ára í lok ársins 1910, og þá segjum við að hann hafi lifað í einn áratug. Næsti áratugur byijaði fyrsta dag ársins 1911 og endar síðasta dag ársins 1920 ogþá teljum við mann- inn tvítugan., Árið 1980 þann 31. desember varð hann svo áttatíu ára eða eins og við segjum líka, áttræð- ur. Fleiri hliðstæð dæmi gæti ég nefnt en læt þetta nægja. Ólafur Daðason Horace C. Porter Til Veivakanda. Undirritaður hefur verið beðinn að upplýsa hvort nokkur hér á landi muni eftir bandarískum hermanni, Horasce C. Porter, sem dvaldi hér í Reykjavík á stíðsárunum 1942 - 1944. Ef svo væri er sá eða sú vinsam- legast beðin að hafa samband við Reyni Ármannsson. Vinnusími 687010, heimasími 33009. Reynir Ármannsson símar 681722 og 38125 „Mörg tungl á lofti geta aldrei sést irá okkar jörð, en í draumum eru slíkar sýnir vel þekktar.“ Að athuga eigin drauma Til Velvakanda. Á hverri nóttu förum við í eins- konar ferðalag til fjarlægs staðar, oftast til annarrar himinstjörnu, þar sem okkar líkar eiga heima, og eru stundum lengra eða skemmra komnir í þroska. Draumferðalag, draumfarir er það sem hér um ræð- ir. Allir sofa og alla dreymir. í draumi samsálumst við öðrum manni fjarlægum, að meira eða minna leyti. Hann verður okkur draumgjafi, draumskapandi. Hann er vakandi meðan draumsambandið varir. Hann er sá sem draumurinn stafar frá. Hann er gerandinn. Sá sem dreymir er móttakandinn, draumþeginn, þolandinn. Þá finnst okkur við vera sá sem er draumgjaf- inn. Hans reynsla, hugsanir, at- hafnir og minningar verða okkar, meðan draumur stendur yfir. Það er ekki fyrr en við vöknum, sem við uppgötvum, að við sjálf vorum ekki og gátum ekki verið gerendur draumsins, heldur var þar um ann- an mann að ræða, meðan okkur dreymdi og við vorum í nánu sam- bandi við hann, þannig, að segja má, að við höfum samsálast honum meðan draumur stóð. Rifjum upp og hugleiðum drauma okkar með athygli og leggj- um hlutlaust mat á draumreynslu okkar. Þá munum við í mörgum tilvikum geta séð, að ekki gat verið um eigin hugsun okkar, minningar, sjón eða athafnir að ræða. En rangþýðingar í draumi eru líka algengar. Reynum að átta okk- ur á þeim, því oft sjáum við í draumi annað en það, sem okkur finnst við sjá. Við sjáum t.d. hús í draumi og okkur finnst það vera okkar eigið hús. En er við vöknum og minn- umst hins draumséða húss má oft- ast sjá einhver frávik, meiri eða minni, sem sanna að ekki var hér um okkar eigið hús að ræða. Reyn- um að athuga vel þennan mismun draumsýnar og vökusýnar. Ingvar Ágnarsson Þessir hringdu .. Nokkur orð til kattaeigenda Guðrún S. Jóhannsdóttir- hringdi: „í allan vetur hafa birtst aug- lýsingar um týnda ketti í Morgun- blaðinu. Eg skora hér með á kattaeigendur að gæta þess fram- vegis að hleypa kisu ekki út að morgni þegar allir fara í vinnu eða skóla og enginn er til að opna aftur. Sérstaklega á þetta við yfir háveturinn þegar allra veðra er von. Þetta eru lítil kulvís dýr, þrátt fyrir fallegan og þykkan feld. Við eigendur skulum muna að við berum ábyrgð á þessum dýrum eins og öðrum fjórfættum vinum okkar.“ Köttur Kolsvartur köttur með blátt og rautt hálsband hefur verið á f læk- ingi við hús í Garðabæ í nokkra daga. Upplýsingar í síma 657722. Læða Svört og brún hálfvaxin læða tapaðist 18. janúar frá Krókamýri 14. í Garðabæ. Vinsamlegat hringið í 656617 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Harðangurs-fiðlan Einar Farestveit hringdi: „Víkveija varð dálítið á í mess- unni þegar hann fjallar um sýn- inguna „Eru Norðmenn norskir?“ hinn 24. janúar. Þar segir hann meðal annars: „Harðangurs-fiðl- an sem er með tvo strengi er tal- in sérstætt norskt hljóðfæri, á hinn bóginn eru einnig til hljóð- færi á Indlandi sem eru sömu gerðar." Hið rétta er að á Harð- angurs-fiðlunni eru átta strengir, fjórir yfirstrengir og fjórir undir- strengir.“ Gengið framhjá Geirmundi Sigurður Jónsson hringdi: „Ég tel að gengið hafi verið framhjá Geirmundi Valtýssyni af dómnefndinni sem velur lög í Söngvakeppnina. Geirmundur hefur sérstæðan stíl og auðvelt er að þekkja lögin hans. Það eru alltaf sömu höfundarnir sem kom- ast í keppnina með litlum ár- angri. Hvers vegna fá lög Geir- mundar ekki tækifæri?“ Læða Ómerkt þrilit læða tapaðist frá Ægisíðu 14. þ.m. Upplýsingar í síma 26719. Barnagleraugu Barnagleraugu týndust nálægt Skeljagranda hinn 6. janúar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 612058. Húfa og hanskar Minkaskinnshúfa og hanskar töpuðust fyrir nokkru. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 34181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.