Morgunblaðið - 30.01.1990, Page 47

Morgunblaðið - 30.01.1990, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 47 Umferðarslys 1989: Slysum fækkaði mikið í þéttbýli en fjölgaði í dreifbýli Á SÍÐASTLIÐNU ári slösuðust og létust samtals 828 manns í um- ferðarslysum hér á landi, samkvæmt bráðabirgðatölum Umferðar- ráðs, og er það 112 færri en árið áður. í þessum slysum létust 28 manns, en árið 1988 létust 29 í úmferðarslysum. í einstökum kjördæm- um fjölgaði slösuðum mest í Norðurlandskjördæmi eystra og Norður- landskjördæmi vestra, en þeim fækkaði hins vegar mest í Reykjanes- kjördæmi og í Reykjavík. Umferðarslysum fækkaði hlut- fallslega mest í aldurshópnum 65 ára og eldri, eða úr 95 árið 1988 í 61 á síðasta ári. Þá fækkaði um tíu manns í yngsta aldursflokknum, þ.e. sex ára og yngri, eða úr 49 árið 1988 í 39 árið 1989. í einstökum vegfarendahópum fjölgaði slösuðum mest milli ára meðal ökumanna bifhjóla, eða úr 21 í 41. Slösuðum ökumönnum bif- reiða fækkaði úr 363 árið 1988 í 310 á síðasta ári og slösuðum far- þegum í framsæti fækkaði úr 192 í 158. Slösuðum farþegum í aftur- sæti fjölgaði hins vegar úr 130 í 160 á milli ára. Mikil fækkun varð meðal slasaðra gangandi vegfar- Þrír af grænlensku togurunum Morgunblaðið/Sverrir Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarfjarðarhöfii: Þrír grænlenskir togarar stöðvast ÞRÍR grænlenskir rækjutog- arar hafa stöðvast í Hafiiar- fjarðarhöfti vegna kjaraað- gerða vélstjóranna og græn- lensku útgerðanna. Vélstjór- arnir eru færeyskir. Deilan hófst i síðustu viku og var óleyst í gær Fleiri grænlenskir togarar eru í höfninni þannig að þar liggja fimm rækjutogarar. Þeir nu komu þangað til að landa afla sinum. Áfengisúttektir ráðuneyta: enda, eða úr 136 í 96, sem er um 30% fækkun. í þéttbýli fækkaði fjölda slasaðra milli ára úr 459 í 330, en fjölgaði hins vegar í dreifbýli úr 188 í 204. Umtalsverð fækkun slasaðra varð í Reykjavík, eða úr 318 í 245, og á Reykjanesi fækkaði þeim úr 280 í 178. Á Vesturlandi fækkaði slös- uðum úr 72 í 49, og á Vestfjörðum úr 28 í 23. Á Norðurlandi vestra fjölgaði slösuðum hins vegar úr 49 árið 1988 í 73 á síðasta ári, og úr 38 í 88 á Norðurlandi eystra. Á Austurlandi slösuðust jafn margir á síðasta ári og árið 1988, eða 20, en á Suðurlandi fjölgaði slösuðum úr 105 í 121. Morgunblaðið/Sverrir Stefán Pálsson starfsmaður Rauða krossins við fatakassana, sem verða sendir til Rúmeníu. Rúmeníusöfiiun gekk vonum framar: Fötin fylltu 60 kassa FATASÖFNUN vegna bágstaddra barna og unglinga í Rúmeniu sem fram fór um helgina gekk vonum framar að sögn þeirra, er að henni stóðu. Fötin, sem fylltu 60 stóra pappakassa, verða send við fyrsta tækifæri til sjúklinga á hæli í bænum Tirgumures í Rúmeníu. Fyrst og fremst var óskað eftir hreinum nærfötum og náttfötum, en tekið var við öllum fötum. Ást- hildur Steinsen, sem átti hugmynd- ina að söfnuninni og fékk vinkonur sínar í „Dúfunum“, Útvarpsstöðina Aðalstöðina og Rauða Krossinn með í átakið, sagði að söfnunin. hefði gengið mjög vel. „Það gerist ékkert nema hlutirnir séu framkvæmdir og ekki leyndi sér að allir voru fús- ir til að leggja sitt af mörkum. Næsta skref er að fylgja sending- unni eftir til Rúmeníu og það væri vissulega gaman að geta sýnt gef- endum, þegar fólkið tekur við þess- um hlutum,“ sagði Ásthildur. Að sögn Unnar Arngrímsdóttur í „Dúfunum" voru viðbrögð allra mjög jákvæð og þess voru dæmi að fólk fór á útsölur og keypti þar föt, sem það gaf í söfnunina. Bjarni Dagur Jónsson hjá Aðal- stöðinni sagði að þar sem söfnunin hefði gengið vonum framar yrði hafist handa við fleiri ámóta verk- efni og nefndi söfnun á ullarsokkum og leikföngum í því sambandi. Frétt í sjónvarpi frá umræddu hæli var kveikjan að söfnunni, en þar kom fram að vistmenn, börn og unglingar, voru nær umhirðu- lausir og fatalausir. Hannes Hauksson, fram- kvæmdastjóri Rauða Kross íslands, sagði að mikið hjálparstarf væri fýrirhugað í Rúmeníu, en búið væri að skipta landinu í 39 hjálpar- svæði. Rauði kross íslands hefur gert samning við norska Rauða krossinn um samstarf, en Norð- mennirnir hafa fengið tvö svæði til að sjá um. Að sögn Hannesar verð- ur væntanlega farið til Rúmeníu upp úr mánaðarmótum til að skoða þessi svæði og velja afmörkuð heim- ili eða stofnanir fyrir Rauða kross íslands. Ekki talin ástæða til frekari athugasemda YFIRSKOÐUNARMENN ríkisreiknings fyrir árið 1988 sjá ekki ástæðu til frekari athugasemda en þeir höfðu áður gert vegna áfeng- isúttekta aðalskrifstofa ráðuneyta. Ríkisendurskoðun gerði sérstaka athugun á áfengisúttektum ráðuneytanna á kostnaðarverði í kjölfar athugasemdar við áfengisúttekt fjármálaráðherra frá því í maí 1988 sem afhent var á einkaheimili. Að mati Ríkisendurskoðunar er ekki tiiefni til að álíta að sambærilegt tilvik hafi átt sér stað á árinu 1988 og tekið fram að þáverandi fjármálaráðherra hafi endurgreitt á fullu verði umrædda áfengisúttekt. Sex ráðuneyti gáfu að mati Ríkis- endurskoðunar fullnægjandi skýr- ingar á áfengisúttektum á árinu 1988: Menntamálaráðuneyti, land- búnaðarráðuneyti, dómsmálaráðu- neyti, félagsmálaráðuneyti, iðnað- arráðuneyti og viðskiptaráðuneyti. Ríkisendurskoðun segir í bréfi til yfirskoðunarmanna að hjá öðrum ráðuneytum liggi í flestum tilvikum fyrir fullnægjandi skýringar á til- efnum risnuhalds. Hins vegar séu í nokkrum tilvikum ekki fyrir hendi aðrar skýringar en þær, að úttekt- irnar séu vegna risnu ráðherra eða ráðuneyta og hafi svör ráðuneyt- anna ekki gefið frekari upplýsingar. Fram kemur að Ríkisendurskoð- un ritaði ráðuneytunum bréf í októ- ber sl. þar sem tilgreindar eru kröf- ur stofnunarinnar um frágang greiðsluskjala er varða áfengisút- tektir. í yfirlýsingu sem yfirskoðun- annenn hafa sent frá sér ítreka þeir kröfur sínar og Ríkisendur- skoðunar um bættan frágang greiðsluskjala varðandi risnukostn- að ráðuneyta og stofnana ríkisins. Fyrir liggi a6 lengi hafi á það skort að gerð væri eðlileg grein fyrir risnutilefnum og af því hlotist að- haldsleysi. Yfirskoðunarmenn ítreka það álit, sem fram kemur í skýrslu þeirra til Alþingis, að ríkinu beri að hætta öllum viðskiptum með áfengi á kostnaðarverði við sjálft sig og bókfæra slík viðskipti á venjulegu útsöluverði eins og aðrir aðilar er standa fyrir risnu. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 26.-29. janúar 1990 — Lögreglan þurfti 74 sinnum að hafa afskipti af ölvuðu full- orðnu fólki, sem ekki kunni fótum sínum forráð eða hafði orðið uppvíst af miður góðri háttsemi. — 14 ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur, tveir teknir fyrir að aka réttindalausir, 38 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 14 voru kærðir fyrir að virða ekki rautt umferðarljós. 31 bifreiðaeigandi var sektaður fyrir að leggja ólöglega og þar af voru 13 ökutæki þeirra flutt á brott með kranabifreið. 11 voru kærðir fyrir að mæta ekki með ökutæki sín til aðalskoðunar. — 28 árekstrar voru tilkynntir, auk tveggja umferðarslysa. Far- þegi í bifreið slasaðist eftir árekst- ur fjögurra bifreiða á Suðurlands- vegi við Sandskeið um miðjan dag á föstudag og gangandi vegfar- andi varð fyrir bifreið í Lækjar- götu aðfaranótt sunnudags. — 28 sinnum var fólki, sem læst hafði sig úti, veitt aðstoð við að komast inn. — 27 innbrot, þjófnaðir og hnupl var kært. — 15 rúður voru brotnar í borg- inni og 7 skemmdarverk voru framin, flest á bifreiðum. — 34 einstaklingar voru vistað- ir í fangageymslu lögreglunnar um helgina og auk þess fengu 6 einstaklingar að gista þar að eig- in ósk þar sem þeir áttu hvergi höfði sínu að halla. 11 voru færð- ir fyrir.dómara eftir dvöl í fanga- geymsiu og gert að greiða 5—12 þúsund króna sekt fyrir ölvunaró- læti og ókurteislega framkomu við lögreglumenn. Samtals numu sektir á níunda tug þúsunda. Aðr- ir voru teknir til yfirheyrslu vegna ýmissa kærumála og nokkrir urðu frjálsir ferða sinna án eftirmála eftir að hafa rætt við áfengis- varnafulltrúa. — Ölvaður maður var hand- tekinn á krá í borginni eftir að hafa þráast við og neitað að hætta að spila á píanó staðarins þrátt fyrir ákaflega litlar vinsældir við- staddra. — Karlmaður var handtekinn eftir að hafa sprautað sig með amfetamíni. — Karlmaður handtekinn á veitingastað eftir að hafa neytt réttar dagsins, en gat ekki greitt fyrir góðgætið. — Olvaður unglingur var hand- tekinn eftir að hafa brotið rúðu í húsi í austurborginni. Hann var færður á Unglingaheimili ríkisins. — Ölvaður unglingur var hand- tekinn eftir að hafa ráðist að móður sinni. Hann var færður á Unglingaheimili ríkisins. — Veski var stolið úr bifreið við sundlaugarnar á Seltjarnar- nesi. — Rúður brotnar í bifreiðum í Ánanaustum, við Blikahóla og við sundlaugarnar í Breiðholti og verðmætum stolið. — Veskjum og skilríkjum var stolið úr starfsmannaklefum fyrir- tækis og á spítala. — Unglingar veittust að blað- burðarkonu í austurborginni. Mál þeirra verður tekið til sérstakrar meðferðar og sent viðkomandi yfirvöldum. — Tvisvar var reynt að slá ein- kennishúfur af lögregluþjónum á eftirlitsgöngu í miðborginni. Við- komandi voru handteknir og gert að greiða 16 þúsund í sektir. — Karlmaður var handtekinn eftir að hafa reynt að brjótast inn í bifreiðir á Landspítalalóðinni. — Nokkrir drengir voru staðnir að hnupli í verslunum. í einu til- viki var lagt hald á eggvopn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.