Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 45 tí A" 4J VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI 7U TIL FÖSTUDAGS lur i/wwi 'L> If flTfÆll Í^ÍkvíÉuíi^i&Sim'éím iJbv&jrÁvSt' Um bréf Jóns Ásbergsson- ar til utanríkisráðherra Sp!ðbréftilX.nrikisrádherra I ffá Jóni Ásbergssyni ' » "n7kum aðalv,'rk“k' I Ága'ti Jón Baldvin! 1 Cg Iw það I Morgunblaðinu róaludaginn 12. janilar sl. að etnok- un ialenikra aðalverktaka aT. i l verktakaatarfaemi fyrir varnariiðið \ veldur þór nokkru hugarangri. þar \ er m.a.* haft efnislega efltr þér að; l óeðlileet va-ri aö veita cinhvctjum 'instaklingum þá forréttindaað- vtoðu áð njóla þessarar emokunar I skjóli millirikjasamnings sem riktð Tterði." Og svo síðar .Arðunnn af * tsari starfsemi á eðli málstns þmkvæmt fremur að falla I hlut fcisins, skattgreiðendum, heldur ■—. -----n yið þessar að- lag verktakastarfsemi á Keflavflt- urflugvelli hefur alla lið venð h.ð furðulegasta mál. svo ekk. só dypra ( árinni tekið. Á meðan all.r stjóm- milaflokkar hafa svanð og sart við lagt að aldrei skyldi þjóðm leg®- ast svo lágt að þiggja grciðslu f>nr dvöl vamarliðsins hér á '»"d' Iwir allir sem einn snu.ð bl.nda auganu að þeim ofsagróða «em ls- lenzkir aðalvcrkUkar sf. hafa taft af vamarliðinu. Si gróð. cr auðv.tað bað gjald sem Kaninn hefur greitt fyrir dvöl slna Mr. En grriðMan hefur bara ekki gengið fo*®"4""* ar, heldur aöeins Ul nokkurra ut- •• meðal okkar. Og nó eiga ---------------- ■ innsia^ur LbQUkum J6n Ásbergsson „tí cignarhlutar í — . lenzkum aðalverktök- J um sf. vcrða metnir með sama hætti og í , Osta- og smjörsölunm I sf. þá myndast sjálfs- 1 eignarsjóður upp á a.m.k. 4,5 miUjarða króna. l»að er fcikilej mikið fé.“ komulagi sendi ég þér hugmynj sem leyst geta þessi mál á einfaW hátt. (Ég raða þeim I töluliðij og.þéu ■'* Til Velvakanda. Ég er óbreyttur liðsmaður í borg Davíðs. Ég las í Morgunblaðinu 17. þ.m. ráðleggingar framkvæmda- stjóra Hagkaups til utanríkisráð- herra. Framkvæmdastjórinn birti forskrift um það hvemig ætti að fara með þann „ofsagróða" sem íslenskir aðalverktakar sf. hafi af varnarliðinu. í grein hans er einnig að finna athugasemdir varðandi ráðherra sem ég hirði ekki um. Það er að vonum að þjóðin leggi við hlustir þegar framsýnir og vitr- ir menn sem hafa verið frumkvöðlar í viðskiptum og iðnaði stinga niður penna. En þeir verða eins og aðrir að forðast að slíta mál úr samhengi. Þegar fjallað er um starfsemi íslenskra aðalverktaka sf. er rétt að hafa eftirfarandi í huga. 1. Varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins ætti að vera kunnugt um alla samninga sem varnarliðið gerir hér á landi. Til Velvakanda. Ég vil taka undir orð Þórðar E. Halldórssonar í Morgunblaðinu 16. þ.m. að orðið snælda yfir myndband eða myndspólu sé klúðurslegt. Mér hefur komið annað orð í hug, sem ég tel skárra. Fyrst vil ég þó geta þess að mér finnst, að það sem nefnt er band á snældunni líkist meira borða enn bandi og það sem borðinn er undin á er kefli. Kefli er stuttur sívalning- ur og t.d. tvinnakef.i er kefli þótt endamir séu breiðari. Borðinn á keflinu mætti heita þinur. Orðið fer vel í samsetningu: Myndþinur, tónþinur, talþinur. 2. Fyrirtækið hefur farið að lög- um alla tíð. Þar sem ríkisstjómin hefur ráðið ferðinni í þróun verð- bólgu og vaxta hefur hún ráðið miklu um ávöxtun hagnaðar fyrir- tækisins. 3. Fyrirtækið hefur gert vel við starfsfólk og staðið í skilum með skattagreiðslur. Það greiðir um 50% af rekstrarhagnaði í skatt auk þess sem ríkið fær hagnaðinn af sínum Moldþinur er orð í Völuspá og merkir streng, sem þaninn er um jörðina. Orðið myndþinur gæti kom- ið í stað orðsins myndband. Orðið þön er kvenkynsmynd orðsins þinur. Snælda eða spóla með þini á mætti heita þön. Það er líka auðvelt í notkun í samsettum orðum. Myndþön, t.d. sem kæmi í stað orðsins vídeósnælda. Það er auðvelt að spyija: Hvað er á þöninni? e’a Á hvaða þön er páfaheimsóknin? Orðið þön er til í fleiri en einni merkingu. Þau orð hef ég svo ekki lengri. Mundi frændi eignarhluta í fyrirtækinu. Þetta ættu menn að athuga áður en þeir ieggja til að fyrirtækið verði eyðilagt í blekking af gróðahugsun. Hið sanna er að hið opinbera fær næstum tvo þriðju rekstrarhagnað- ar fyrirtækisins. Sumir vilja greini- lega leggja mikið á sig til að ná í afganginn, en hætt er við að það sem er til skiptanna skreppi saman í höndunum á þeim. Fyrir 15 árum var meðalaldur verktaka 5-7 ár og eftir vaska fram- göngu fjármálaráðherra og núver- andi ríkisstjórnar allrar ætla ég að hann hafi lækkað töluverf. Efnahagsvandi íslendinga er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða of mikla miðstýringu af hálfu ríkisvaldsins. Hinsvegar komast launþegar og atvinnurekendur upp með að gera óraunhæfa kjarasamn- inga. Afleiðingarnar eru leiðréttar með gengislækkunum íslensku krónunnar og erlendum lántökum. Ég get ekki orða bundist þegar frammámenn í viðskiptum eru að blanda sér í jarðarfarir annarra. Ég hefði haldið að Hagkaup hefði nóg á sinni könnu við að losna und- an sérsköttum og ríkisafskiptum til að efla hag sinna neytenda. Hörður Sigurðsson Þön og þinur Víkyerji skrifar Nú er sá tími, þegar efnt er til prófkjöra á vegum flokk- anna vegna sveitarstjórnakosn- inga í vor. Þetta má raunar sjá á Morgunblaðinu nánast daglega vegna þess, að töluvert er um það, að frambjóðendur í prófkjör- um skrifi greinar í blaðið til þess að lýsa hugmyndum sínum og baráttumálum. Er allt gott um það að segja og slík skoðanaskipti eðlilegur þáttur í umræðum í lýð- ræðisþjóðfélagi. En Morgunblaðinu er stundum vandi á höndum á prófkjörstímum. Þótt blaðið sé opið öllum próf- kjörsframbjóðendum úr öllum flokkum til greinaskrifa, er tölu- vert um það, að óskað sé eftir við- tölum við frambjóðendur um mál- efni, sem varða ekki prófkjör en hins vegar til birtingar síðustu vikur fyrir prófkjör. Augljóst er, að slíkt mundi kalla á óskir og kröfur frá öðrum frambjóðendum um viðtöl og engin sanngirni í að birta viðtöl við suma frambjóðend- ur en ekki aðra. Þess vegna hefur blaðið ekki orðið við slíkum til- mælum en frambjóðendur i próf- kjörum eiga stundum erfitt með að skilja þau augljósu rök, sem eru fyrir þessari vinnureglu. Sú móðursýki, sem grípur um sig hjá bezta fólki, þegar prófkjör er ann- ars vegar er ótrúlega mikil! Jafnljóst er, að Morgunblaðið getur ekki fallið frá birtingu frétta, þótt frambjóðendur í próf- kjöri eigi í hlut. Þessum hugleið- ingum er hér með komið á fram- færi frambjóðendum og stuðn- ingsmönnum þeirra til upplýsing- ar. Jafnframt skal þess getið, að Morgunblaðið birtir ekki greinar frá frambjóðendum þá daga, sem sjálf kosningin stendur yfir. xxx Yíkverji sér ástæðu til að vekja athygli á frétt, sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í fyrra- dag, sunnudag, þar sem sagt er frá því, að hinn þekkti bandaríski leikritahöfundur Arthur Miller, hafi varað Breta við að leggja af ríkisstyrki til leikhúsa. Vitnaði Miller til þess, að í Bandaríkjunum hefðu kvikmyndir og þá væntan- lega sjónvarpsmyndir náð yfir- höndinni m.e. vegna peningasjón- armiða. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri jafn sjálf- sagt að veita skósmiðum ríkis- styrk og svar hans var: geturðu nefnt mér einn sígildan skósmið í Grikklandi til forna. Þótt hér hafi ekki verið til um- ræðu að leggja niður fjárframlög af opinberri hálfu til leikhúsa er þessi ábending Millers engu að síður umhugsunarefni fyrir okkur. Það er augljóst, að margvíslegri menningarstarfsemi verður ekki haldið uppi nema með opinberum fjárframlögum. Það hefur að vísu færzt í vöxt, að einkafyrirtæki leggi nokkuð fé til menningar- mála. Full ástæða er til að ýta undir þá þróun. Engu að síður hljótum við að horfast í augu við þá staðreynd, að margvíslegri menningarstarfsemi verður ekki haldið uppi nema ríkissjóður og sveitarsjóðir leggi fram fé til þeirrar starfsemi. Stundum hefði mátt gera meira af því hér en því miður he/rast stundum raddir um, að þessu fé sé kastað á glæ. xxx etta er auðvitað hinn mesti misskilningur. Kjarvalsstaðir eru menningarhús, sem skipar nú fastan sess í borgarlífinu og þjóðlífinu. Enginn vildi nú án þess vera. Hið sama má segja um Norr- æna húsið og hið nýja Listasafn íslands. Þjóðleikhúsið hefur fest hér rætur með sérstökum hætti, eins og sjá má af þeim deilum, sem sprottið hafa vegna fyrirhugaðra breytinga á því. Borgarleikhúsið væri ekki risið nema vegna þess, að Davíð Odds- son gerði það að sérstöku baráttu- máli sínu, þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Svo tala andstæðingar hans um það, að hann sé að reisa sér minnismerki! Ef hægt er að tala um Borgarleik- húsið sem minnismerki er það fyrst og fremst þakklætisvottur vegna þeirrar gagnmerku menn- ingarstarfsemi, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir í heila öld. En aðalatriðið er það, að fólk streymir í þessar menningarmið- stöðvar. Þess vegna eiga ríkisvald- ið og sveitarfélögin að leggja þess- um húsum til fjármagn til þess að starfsemi þeirra verði inni- haldsrík og fjölbreytt. Þau fjár- framlög á ekki að skera við nögl. iUtUuuaUiu. y,Höfu&i% á þerhcxfnar áqneeidö. hárínu'" Með morgunkaffinu Ég held að heima sé allt eins og þegar þú fórst á fæðing- ardeildina. Ég hef ekki kom- ið heim síðan ... HÖGISTI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.