Morgunblaðið - 30.01.1990, Page 14

Morgunblaðið - 30.01.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Hver er afstaða Sjálf- stæðisflokksins til af- vopnunar á höfunum? eftir Jón Baldvin Hannibalsson Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum að undanförnu bætast æ fleiri í þann hóp, sem telur að ekki sé skynsamlegt að halda því til streitu að undanskilja vígbúnað á höfunum í samningaviðræðum um afvopnun. í viðtali sem birtist í Washington Post hinn áttunda þessa mánaðar tekur fyrrum for- maður bandaríska herráðsins, Will- iam Crowe aðmíráll eindregna af- stöðu með því að sjóherir verði liður í samningaviðræðum milli austurs og vesturs. Auk Crowe eru það m.a. breska vikuritið The Econom- ist en einnig stórblaðið The Times, sem birti leiðara um afvopnun á höfunum hinn 18. þessa mánaðar, sem taka undir þau sjónarmið. William Crowe kom til íslands í lok júnímánaðar á síðasta ári. Á fundi í Viðeyjarstofu áttum við ítar- legar viðræður um afvopnun á höf- unum. Yfirlýsing Crowes nú er vissulega mikið ánægjuefni, ekki síst í ljósi fundarins í Viðey, sem er mér raunar mjög minnisstæður. Viðtalið við Crowe í Washington Post er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Eg vek sérstaka at- hygli á því að Crowe hirðir ekki um að svara þeim fjölmörgu rök- semdum, sem settar hafa verið fram gegn afvopnun á höfunum. Orð hans verða tæplega skilin á annan veg en að hann telji þær léttvægar. Afstaða hans virðist fyrst og fremst byggjast á rökum sem alla tíð hafa verið leiðarljós í afvopnunarsamn- ingum en þau eru einfaldlega þessi: Ef hægt er að semja á þann veg, að ávinningurinn verði meiri en kostnaðurinn er skynsamlegt að ganga til samninga. Afstaða íslendinga Um þessar mundir er meiri skrið- ur á afvopnunarviðræðum en nokkru sinni fyrr í eftirstríðssög- unni. Á þessu ári má gera ráð fyr- ir að samningar takist um mikinn niðurskurð hefðbundinna vopna í Evrópu. Að auki má gera ráð fyrir að samningar takist í START við- ræðunum, sem leiði til nánast helm- ings fækkunar langdrægra kjarna- vopna. Þá virðist verulegur árangur á sviði efnavopna vera innan seil- ingar. Náist samningar í START við- ræðunum, eins og líkur benda til, má gera ráð fyrir verulegum niður- skurði kjarnavopna í höfunum. Þeg- ar á heildina er litið eru sjóherir hinsvegar að mestu leyti undan- skildir í samningaviðræðum. Þeir eru því eina höfuðsvið vígbúnaðar, sem ekki er innan ramma þeirra afvopnunarviðræðna, sem nú eru í gangi. Að vísu væri það út af fyrir sig skiljanlegt ef gert væri ráð fyr- ir traustvekjandi aðgerðum og tak- mörkun vígbúnaðar á höfunum þeg- ar fram í sækir. Andstætt því sem stundum hefur verið haldið fram hérlendis er svo_ ekki. Málf lutningur íslands hefur miðað að því að samningaviðræður um afvopnun á höfunum taki við fram- haldi af samningum um niðurskurð hefðbundinna vopna í Evrópu. Und- irbúningur $ið slíkum viðræðum skuli hinsvegar hefjast sem allra fyrst. Rökin fyrir því eru einföld og skýr. Náist samningar um hefð- bundin vopn í Evrópu á þessu ári er það eitt út af fyrir sig næg ástæða til að hefja nú þegar undir- búning að næsta áfanga. En annað kemur einnig til. Afvopnun á höfun- um má að ýmsu leyti líkja við nán- ast ónumið land. Málefnið er tiltölu- lega lítt kannað þrátt fyrir nokkra umræðu og athuganir á síðustu árum. Greinilegt er að málið þarf að nálgast á annan veg en afvopn- un á landi. Það er því ljóst að undir- búningur mun taka sinn tíma. í ræðu minni á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 4. októ- ber sl. benti ég á nauðsyn þess að samningar byggðust á tvíþættum grunni. í fyrsta lagi að tekið væri tillit til þess í hversu mismjklum mæli ríki væru háð höfunum. í öðru lagi, að gengið yrði út frá reglunni um frelsi til siglinga um höfin. Áherslan á fyrra atriðið tekur mið af þeirri staðreynd að Atlants- hafsbandalagið er mun háðara höf- unum en Varsjárbandalagið. Flutn- ingaleiðirnar um Norður-Atlants- haf, milli Bandaríkjanna og Evrópu má líta á sem lífæð Atlantshafs- bandalagsins. Varsjárbandalagið er hinsvegar fyrst og fremst háð land- leiðum og ekki nema að litlu leyti flutningaleiðum um höfin. Samningsstaða Atlantshafsbandalagsins Eg hef ekki enn heyrt nein rök fyrir því, að það sé einhver megin- munur á afvopnun á landi og höfun- um, út frá öryggishagsmunum Atl- antshafsbandalagsins, sé tekið tillit til þess í hversu mismiklum mæli ríki eru háð höfunum. Málflutning- ur, sem miðar að því að sýna fram á að afvopnun á höfunum skaði bandalagið vegna mikilvægis flutn- ingaleiðanna byggist á veikum for- sendum. Það er enginn að tala um einhliða afvopnun Atlantshafs- bandalagsins á höfunum heldur gagnkvæma samninga, sem miða að því að tryggja öryggið með minni viðbúnaði. í Evrópu þar sem Varsjárbanda- lagið hefur mikla yfirburði á sviði hefðbundinna vopna er í farvegin- um samningur sem miðar að því að koma á jafnvægi í hefðbundnum herstyrk á meginlandinu. í þessu felst að samningarnir munu stór- auka öryggi Atlantshafsbanda- lagsríkjanna. Hér er farin leið af- vopnunarinnar í stað vígbúnað- aruppbyggingar til að tryggja öryggið. Ávinningur Atlantshafs- bandalagsins af því er svo augljós, að um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Á höfunum er það ekki Varsjár- bandalagið sem nýtur yfirburða heldur Atlantshafsbandalagið. Það er almennt viðurkennd staðreynd. Það þýðir að samningsstaða Atl- antshafsbandalagsins hvað varðar vígbúnað á höfunum er mun sterk- ari en Varsjárbandalagsins. Spum- ingin sem vaknar er þessi: Er ekki full ástæða til að reyna að nálgast ógnunina við siglingaleiðirnar yfir Norður-Atlantshafið á hliðstæðan hátt og gert er í Evrópu og um leið að treysta gagnkvæmt öryggi austurs og vesturs? M.ö.o. að reyna leið afvopnunar í stað vígvæðingar? Sú leið er augljóslega betri kostur- inn í Evrópu. Hvað er því til fyrir- stöðu að sú leið sé farin á höfunum? Samningsstaða Atlantshafsbanda- lagsins gefur vissulega tilefni til, að sú leið sé reynd. Jón Baldvin Hannibalsson „Greinin verður ekki skilin öðruvísi en svo, að formaður utanríkis- málanefndar Sjálfstæð- isflokksins sé beinlínis andvígur því að dregið verði úr vígbúnaði á höfunum með samn- ingaviðræðum. Það er kjarni málsins.“ Þegar litið er til sögu samninga- viðræðna austurs og vesturs um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar kemur í ljós að Sovétríkin hafa yfir- leitt, í reynd, forðast samningavið- ræður um málefni þar sem hernað- arleg staða þeirra er veikari, vit- andi vits hvaða afleiðingar það hefði fyrir samningsstöðuna. Nú bregður svo við að þau leggja áherslu á, að gengið verði til samn- inga um afvopnun á höfunum og virðist alvara með því þrátt fyrir lakari samningsstöðu. Efalítið hefðu Sovétríkin ekkert á móti því að samningar leiddu til þess að varnir sjóleiðanna yfir Atlantshafið yrðu veikari en raun ber vitni. Samningsstaða Atlantshafsbanda- Iagsins er hinsvegar þess eðlis að Sovétríkin gera sér væntanlega grein fyrir að slíkt væru gyllivonir. Samningsstaða þeirra gefur aug- ljóslega tii kynna að vonir um hern- aðarlegan ávinning af samningavið- ræðum eru ekki raunhæfar. Þvert á móti er Atlantshafsbandalagið í mun betri stöðu að því leytinu. Ég lít svo á að í rauninni bjóðist Atlantshafsbandalaginu einstakt tækifæri til að efla öryggi banda- lagsins og um leið gagnkvæmt öryggi austurs og vesturs með því að fara leið afvopnunar, hvað varðar vígbúnað á höfimum. Samningsstaðan gefur tilefni til þess. Tækifærið á bandalagið ekki að láta ganga sér úr greipum. Afvopnun á höfúnum Ég tel að við höfum nú þegar náð nokkrum árangri í viðleitni okkar til að fá afvopnun á höfunum á dagskrá innan Atlantshafsbanda- lagsins. Fram á seinni hluta liðins árs var það höfuðatriði að sýna fram á nauðsyn og réttmæti þess að taka málið til umræðu. Málflutn- ingur íslendinga, sem og annarra aðildarríkja bandalagsins, hefur nú leitt til þess að sá þröskuldur er að baki. Umræðan er hafin, en það er eðli málsins samkvæmt fyrsta skrefið ef undirbúa á samningavið- ræður. Til að byija með virðist skynsam- legt að beina athyglinni að traust- vekjandi aðgerðum, sem lúta að sjóheijum. Fyrstu stig sllkra að- gerða eins og tilkynningaskylda fyrir æfingar, leyfi fyrir ásjáendur, upplýsingaskipti og málþing hafa ef til vill einungis takmarkaða hern- aðarlega þýðingu en eru nauðsynleg til að skapa forsendur til að ná saman um áhrifameiri traustvekj- andi aðgerðir, sem og eiginlega takmörkun vígbúnaðar á höfunum. Næsta skref er takmörkun og niðurskurður vígbúnaðar. Hér er meginspurningin sú, hvaða aðgerðir mundu vera æskiiegar. í höfuðat- riðum er það tvennt, sem greinilega er ástæða til að leggja áherslu á. í fyrsta iagi, takmörkun eða bann við svonefndum taktískum kjarn- orkuvopnum, m.ö.o. öllum öðrum kjarnavopnum í höfunum en þeim sem falla undir START samninga. í öðru lagi ætti að beina athyglinni að árásarkafbátum. Það eru eink- um og sér í lagi árásarkafbátar sovéska flotans, sem geta hindrað siglingaleiðir milli Bandaríkjanna og Evrópu. Næðust samningar um þetta tvennt hefði það víðtæk áhrif á hernaðarumsvif á Norður-Atl- antshafi og öryggi í okkar heims- hluta. Afstaða Sjálfstæðisflokksins Stuðningur við .afvopnun á höf- unum fer vaxandi. Á því er enginn vafi. Það kveður hinsvegar nokkuð við annan tón í grein sem birtist á síðum Morgunblaðsins hinn 12. des- ember sl. eftir Hrein Loftsson, formann utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. í greininni er ég gagnrýndur fyrir afstöðu í ör- yggis- og varnarmálum og þá „einkum varðandi afvopnun á höf- unum“. Á ég að hafa „snúist á sveif með Alþýðubandalaginu í máli sem lýtur að undirstöðu vestrænnar samvinnu um öryggis- og varnar- mál“. Megingagnrýni Hreins Lofts- Útgerð — fiskverkun — framtíð — ofsljórn eftir Sigurð Inga Ingólfsson Höft Nú er talað um að á næsta leiti verði settur á útflutningskvóti á ferskfisk fyrir hvert skip, sem þýð- ir að bátar og togarar, sem flytja ekki út ferskan fisk í gámum, fara að selja þeim bátum sín Ieyfi. Þess má geta að fiskvinnslan í landinu á 85% af skipaflotanum. Þetta er, ef af verður, ein vitleysan enn. Þeir bátar og þau skip, sem eru búin að vera í þessum útflutningi í mörg ár og hafa lagt í mikinn kostnað á ýmsan hátt og eru ekki tengd vinnslu, munu sitja eftir. Mörg af þessum skipum hafa skap- að sér sérstöðu á ferskfiskmarkaði í Englandi og Þýskalandi fyrir gott hráefni og um leið gott aflaverð- mæti. Vegna fjarlægðar, legu hafna og skipaferða, er ekki alls staðar jafn hagstætt að f lytja ferskan fisk út. Athuga mætti hvort þeir bátar, sem hafa verið í útflutningi á und- anförnum árum, hafi ekki áunnið sér rétt til útflutnings á ferskum fiski á sama hátt og talið er að sumir togarar hafi forgang til sigl- inga á Þýskaland með ferskan f isk. Sölumenn Hvort það eru útgerðarmenn eða heildsalar, sem koma fiskinum í verð erlendis, þá er það staðreynd að þessir aðilar eru búnir að koma sér upp sölukerfi vítt og breytt um Evrópu, nú síðast í Japan, fyrir ferskan fisk. Sama er að gerast hjá frystitogurunum. Þeir merkja sér 'sína framleiðslu til að tryggja sér gott verð vegna gæða. Nú gerist það að á Stór-Reykjavíkursvæðinu spretta upp fiskvinnslur, sem eru að sérhæfa sig í vinnslu á ferskum fiski, sem þær kaupa á fiskmörkuð- um, og geta greitt það verð, sem allir eru sáttir við. Togarasjómenn Nú gerðist það á Eskifirði og fleiri stöðum, að sjómenn fóru fram • á hærra fiskverð, sem og þeir fengu, en málið var sett upp á allt öðrum grunni í fjölmiðlum, og af hálfu fiskvinnslunnar var öll hækk- unin reiknuð á allan aflann, og þannig fundið út tap á fiskvinnsl- unni, en staðreyndin er sú að fisk- vinnslan á skipin, og um leið kaup- ir hún, gróft reiknað, 55% aflans af sjálfri sér. Hver á kvótann? Miklar umræður hafa átt sér stað á undanfömum mánuðum og þá Sigurður Ingi Ingólfsson sérstaklega hjá háskólamönnum er vilja selja veiðiréttindin hæstbjóð- anda. Það myndi þýða, að þeir stóm yrðu enn stærri og hin minni byggð- arlög vítt og breitt um landið, legð- ust_ niður. Ég hef verið fremur stutt í út- gerð, en ég held að það sé algjör forsenda fyrir þessum rekstri, að kvótinn sé bundinn við hvert skip. Þá hefur útgerðin yfirsýn yfir hvernig stýra má sókninni. Það at- „Miklar umræður hafa átt sér stað á undan- förnum mánuðum ogþá sérstaklega hjá há- skólamönnum er vilja selja veiðiréttindin hæstbjóðanda.“ riði að selja kvótann milli útgerðar- manna get ég fallist á að sé ekki rétt. Betra væri, að ef skip veiðir ekki sinn úthlutaða kvóta, mætti geyma hann til næstu 3ja ára. Það er fiskfriðun. Var það ekki aðal- markmiðið með kvótastefnunni? Sá mæti maður, Gylfi Þ. Gísla- son, hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum og skrifar mikið. Held ég að það sé aðeins eitt atriði í hugmynd hans, sem ég get fallist á. Það er að framtíðarkvóti á skip í aflamarki geti varla miðast ein- göngu við árin 1981,1982 og 1983, vegna þess að þeir, sem voru með afkastamestu skipin þá, hafa sér- stöðu þegar kvóta framtíðar er út- hlutað. Höfundur er netagerðarmeistari og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.