Morgunblaðið - 30.01.1990, Page 31

Morgunblaðið - 30.01.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1990 31 Nýútskrifaðir búiræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Hvanneyri: Útskrift búfræðinga níu mánuðum eftir námslok Hvannatúni í Andakíl. BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri útskrifaði nýlega 28 búfræðinga, sem sest höfðu á skólabekk veturinn 1987/88, en gátu ekki lokið námi síðastliðið vor vegna verkfalla. Upphaflega voru 37 nemendur í þessum árgangi og komu 28 þeirra aftur í þessum mánuði og luku námi og prófum á þremur og hálfri viku. Gunnlaugur Antonsson og Sigmundur Jóhannesson náðu 1. ágætiseinkunn 9,1 en þar sem meðaleinkunn Gunnlaugs var 0,004 hærri telst hann vera dúx í þetta sinn. í ávarpi sínu þakkaði Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri, nemend- um fyrir þolinmæði og dugnað. Hann sagði islenskan landbúnað eiga í vök að veijast um þessar mundir og kæmi það fyrr en seinna til kasta þessara búfræðinga að hafa veruleg áhrif hvemig til tekst í framtíðinni. Hann hvatti þá til að vinna áfram afrek eins og þau að ljúka námi við þessar aðstæð- ur. Um leið og nemendum voru afhent prófskírteini hlutu þeir skrautáritaða bókina „Hvanneyri — menntasetur bænda í 100 ár“ sem þakklætisvott frá skólanum. - D.J. Launagreiðslur í fæðingarorlofí til að hindra tekjumissi: Skerði ekki fæðingarstyrk LAGT hefúr verið fram í neðri deild Alþingis lagafrumvarp þar sem það er lagt til að kaupgreiðslur komi ekki til frádráttar fæðingaror- lofi, þegar um er að ræða greiðslu mismunar á fæðingarorlofi og óskertum launum. Það er Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) sem leggur fram frumvarpið, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum nema Fram- sóknarflokki. í fyrstu grein frumvarpsins er sett fram sú regla að það skerði ekki rétt fæðingastyrks frá Trygg- ingastofnun ríkisins þótt samið sé við launagreiðanda um greiðslu mismunar á fullum launum og fæð- ingarstyrk að hluta til eða að fullu. I greinargerð með lögunum segir meðal annars að fæðingardagpen- ingar nemi nú um það bil 50 þús- und krónum á mánuði, en þá er um hámarksgreiðslu að ræða. Segir að ekki sé óeðlilegt að einstaklingur semji við launagreiðanda um greiðslu mismunar á fullum launum og greiðslum frá Tryggingastofnun, enda sé það hluti af því samninga- frelsi sem hér ríki. „Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar hefur hins veg- ar synjað öllum fæðingarorlofs- greiðslum ef viðkomandi umsækj- andi hefur hlotið einhveijar við- bótargreiðslur frá atvinnurekanda." í greinargerð kemur það sjónar- mið fram að sá skilningur sem fram hafi verið haldið af Tryggingastofn- un að launagreiðslur útilokuðu bótarétt, stangist á við þann skiln- ing sem lagður hafi verið í lögin af nefndarmönnum sem sömdu það og flutningsmönnum. „Auk þess hefur það fordæmi skapast, að Tryggingastofnun greiði banka- mönnum athugasemdalaust fæð- ingarorlof þrátt fyrir viðbótar- greiðslur frá atvinnurekanda.“ Seg- ir í greinargerðinni áð stofnunin hafi samt sem áður haldið túlkun sinni til streitu og frá því greint að tryggingaráð hafi þann 26. jan- úar síðastliðinn hafnað greiðslu fæðingarorlofs þar sem móðir hafði fengið greiddan slíkan mismun. Lét tryggingaráð það sjónarmið í ljós að ný túlkun laganna yrði ekki síður vafamál en núgildandi túlkun. „Réttur til fæðingarorlofs er slík grundvallarmannréttindi, að ekki Sólveig Pétursdóttir verður unað við neina réttaróvissu í þeim efnum. Til þess að taka af allan vafa um réttmæti umræddrar lagatúlkunar, er lagabreyting sam- kvæmt frumvarpi þessu lögð hér til.“ Eignarskattur árið 1989: Reykvíkingar greiða helming ÍBÚAR Reykjavíkur greiða meira en helming af þeim eignarskatti sem í ríkissjóð rennur, eða 55,36%. íbúar Austurlandskjördæmis greiða minnst, en lilutdeild kjör- dæmisins I heildareignarskatts- tekjum er 1,62%. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar (FH/Rn). Samkvæmt yfirlitinu er hlutur Reykjavíkur stærstur bæði að því er varðar eignarskattsálagningu og sér- stakan eignarskatt. Reykjanes er í öðru sæti og Norðurlandskjördæmi dæmi er í neðsta sæti. Skiptingin er eystra í þriðja sæti. Austurlandskjör- sem hér segir: Reykjavík Reykjaneskjördæmi Vesturlandskjördæmi Vestfjarðakjördæmi Norðurlandskjörd. vestra Norðurlandskjörd. eystra Austurlandskjördæmi Suðurlandskjördæmi Eignarskattur kr. 1.092.740.645 500.479.859 66.317.932 34.378.010 39.153.965 109.821.289 32.006.742 98.904.970 1.973.803.412 % Sérst. eignarsk. kr. % 55,36 161.120.860 56,63 25,35 64.244.606 22,58 3,36 9.694.466 3,40 1,75 5.585.810 2,05 1,98 5.565.387 1,95 5,56 18.458.737 6,49 1,62 5.049.971 1,77 5,01 14.485.458 5,09 284.472.295 Alþýðubandalagið í Reykjavík: Fundi um framboðs- mál frestað um viku Birting fellst á viðræður við Alþýðu- flokk um opið prófkjör Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur hefiir frestað félagsfúndi til þriðjudagsins 6. febrúar, en fyrir fundinum liggur að taka afstöðu til þátttöku í samfylkingarframboði í borgarstjórnarkosningum í Reylgavík að undangengnu opnu prófkjöri. Fundurinn átti upphaflega að vera á morgun. Félagið freistar þess að ná samstöðu með öðrum minnihluta- flokkum í borgarsljóm um sameiginlegt framboð. Félagið Birting, sem á aðild að Alþýðubandalaginu, hefúr þekkst boð Alþýðuflokksins um viðræður um samfylkingarframboð. Kvennalistinn hefúr hafiiað viðræð- um um sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna og einnig þátttöku í opnu samfylkingarprófkjöri. Alþýðubandalagið sendi hinum minnihlutaflokkunum í borgarstjóm bréf, þar sem óskað var eftir viðræð- um um sameiginlegt framboð flokk- anna. Stjóm Fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í Reykjavík fjallaði um bréf Alþýðubandalagsins um helgina. Finnur Ingólfsson formaður Full- trúaráðsins sagði við Morgunblaðið, að stjómin hefði lýst sig reiðubúna til að taka upp slíkar viðræður ef eftir því væri leitað án skuldbindinga eða krafna um hvað út úr því kynni að koma. Stefanía Traustadóttir formaður Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur sagði að mikil hreyfing hefði orðið í jákvæða átt í umræðunni um sam- eiginlegt framboð, og þau mál myndu væntanlega skýrast mun betur í vik- unni. Því hefði félagsfundinum verið frestað. Stefanía nefndi í þessu sam- bandi samþykkt stjómar Fulltrúa- ráðs framsóknarfélaganna og að i bréf i frá Kvennalistanum kæmi fram, að innan hans sé vilji til að ræða samstarf um ákveðin mál við fulltrúa Alþýðubandalagsins. Ingibjörg Hafstað hjá Kvennalista sagði að alltaf hefði legið fyrir að Kvennalistinn væri tilbúinn til mál- efnalegs samstarfs um öll góð mál- efni og því væm kvennalistakonur að sjálfsögðu reiðubúnar til að ræða það við Alþýðubandalagið. Hins veg- ar hefði Kvennalistinn ákveðið að bjóða fram í eigin nafni og það hefði komið skýrt fram í bréfinu til Al- þýðubandalagsins. Alþýðuflokkurinn hefur einnig svarað bréfi Alþýðubandalagsins og ítrekað afstöðu sína um opið próf- kjör. Stefanía sagði um þetta, að svo virtist sem vilji alþýðuflokksmanna til samvinnu væri háður því að geng- ið yrði að skilyrðum. „Það em rök sem við viljum ekki ennþá kyngja því ef raunvemlegur vilji er til sam- vinnu setjumst við niður og ræðum saman,“ sagði Stefanía. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Alþýðubandalagið í Reykjavík viðrað þá hugmynd að flokkarnir fjórir velji einn fulltrúa hver í efstu sæti sameiginlegs fram- boðslista en öðrum sætum verði ráð- stafað í prófkjöri. Stefánía sagði um þetta að auðvitað væm lagðar upp á borðið ýmsar hugmyndir um út- færslur en fyrst og fremst þyrfti vilji til samræðna á jafnréttisgmndvelli að vera fyrir hendi. Félagið Birting; sem er aðili að Alþýðubandalaginu, hefur hins vegar lýst sig reiðubúið að ganga til við- ræðna við Alþýðuflokkinn a'grund- velli hugmyndarinnar um opið próf- kjör. Hrafn Jökulsson stjómarmaður í Birtingu var spurður hvort þetta þýddi að Birting myndi taka þátt í prófkjörinu þótt Alþýðubandalags- félag Reykjavíkur hafnaði tilboði Alþýðuflokksins. Hrafn sagði svo ekki vera. Hins vegar væri sú skoðun ráðandi innan Birtingar, að fara eigi í prófkjör og framboð óháð f lokkslín- um og reynt yrði að vinna því fylgi innan Alþýðubandalagsins. Alþýðuflokkurinn sendi Kvenna- lista erindi fyrir helgina um þátttöku í opnu prófkjöri. Ingibjörg Hafstað sagði að það erindi hefði verið tekið fyrir á fundi á laugardag og ákveðið að svara því á sama hátt og erindi Alþýðubandalagsins. • • Laiidssamtökin Þroskahjálp og Or- yrkjabandalag Islands: Um 100 mikið fatlaðir búa við neyðarástand í húsnæðismálum UM 100 mikið fatlaðir einstaklingar á landinu öllu búa við neyðar- ástand í húsnæðismálum, samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjórnum um málefiii fatlaðra frá vormánuðum 1989. Hvergi hefúr komið fram að tryggt verði fjármagn til að ráða bót á vanda þessara einstaklinga. Þetta kemur meðal annars fram í bréfi, sem Landssamtökin Þroska- hjálp og Öryrkjabandalagi íslands skrifúðu Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og dagsett er 12. janúar síðastliðinn. í bréfinu, sem Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands skrifuðu forsætisráðherra segir einnig: Sam- tök fatlaðra telja það lágmarksmann- réttindi að fólk búi í viðunandi hús- næði. Það er afdráttarlaus krafa samtakanna að ríkisstjórnin gefi út yf irlýsingu þess efnis að við fjárlaga- gerð fyrir árið 1991 verði tryggt fjár- magn til þess að hægt verði að ráða bót á vanda þeirra einstaklinga sem eru í brýnastri þörf fyrir húsnæði og þjónustu og haft verði náið sam- ráð við hagsmunasamtök fatlaðra. í áætlun, sem Friðrik Sigurðsson og Bjami Kristjánsson gerðu árið 1986 á grundvelli könnunar á þörf fyrir þjónustu fyrir þroskahefta, kom í ljós að þá var fyrirsjáanlegt að húsnæði vantaði fyrir 200-250 manns. Þeir áætluðu að frá árinu 1985 til aldamóta vanti heimili fyrir 260-290 manns. Það virðist því ljóst að á þessu tímabili þarf að reisa heimili fyrir 17-26 einstaklinga á ári. Þó nokkuð skortir á að þetta hafi tekist. í þessari könnun var ekki minnst á geðsjúka og fjölfatlaða einstaklinga. í 35. grein laga nr. 41 frá 1983 er kveðið á um að tekjur Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra skuli vera 55 milljónir króna á verðlagi ársins 1983 að viðbættum tekjum erfðafjársjóðs og öðrum framlögum. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun er þessi upphæð um 205 milljónir króna á verðlagi ársins 1989 og sama ár námu tekjur erfðafjársjóðs 200 millj- ónum króna, samkvæmt fjárlögum. Þvi er augljóst að lögbundin framlög til Framkvæmdasjóðs fatlaðra hafa verið stórlega skert. ■ ÁRSHÁTÍÐ Húnvetningafé- lagsins verður þann 3. febrúar í Glæsibæ, Álfheimum 74, og hefst með borðhaldi kl. 19. Kórar úr heimahéraði undir stjórn Ólafar Pálsdóttur syngja ásámt Sigur- veigu Hjaltested. Sitthvað fleira verður til skemmtunar. Aðgöngu- miðar seldir 1. og 2. febrúar í Húna- búð, Skeifúnni 17, kl. 17—21 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.