Morgunblaðið - 30.01.1990, Síða 24

Morgunblaðið - 30.01.1990, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1990 — MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 25 fltripmM&Mí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Tækifæri sem ekki má glatast Nú er margt sem bendir til þess að samningar takist á vinnumarkaðnum á þeim lágu nótum, sem um hefur verið rætt undanfarna mánuði. Fari svo, að slíkir samningar verði undirskrifaðir næstu daga, skapast tækifæri í efnahags- og atvinnumálum okkar íslend- inga, sem ekki má glatast. Verði vinnufriður tryggður í tæp tvö ár, sem nú er hugsan- legt, skiptir höfuðmáli, að sá tími verði notaður til róttækra endurbóta á tveimur megin- sviðum þjóðlífsins, þ.e. í sjávar- útvegi og landbúnaði annars vegar og í ríkisfjármálum hins vegar. Ríkisstjórnir, sem hafa verið önnum kafnar við að bjarga málum frá degi til dags, geta afsakað aðgerðaleysi sitt með því, að tími þeirra og orka hafi farið í dagleg vandamál. Sú afsökun verður ekki gild, ef þessir kjarasamningar tak- ast. Þá fá ríkisstjórn og Alþingi svigrúm til að snúa sér að framtíðarmálum. Uppskurður á ríkisútgjöldum er eitt brýnasta verkefnið og það verður enn brýnna, ef svo fer sem horfir, að þessir kjara- samningar kosti ríkissjóð um- talsverða fjármuni. Eins og að var vikið í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum vinna slíkar álögur á ríkissjóð vegna kjara- samninga gegn markmiðum samnmganna. Það er alveg rétt sem Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði um þetta efni í Morgunblaðinu sl. laugardag: „Ef óskimar era um viðbótarútgjöld frá ríkinu eða skattalækkanir án þess að nokkuð annað sé gert í ríkis- fjármálum, þá er bara verið að biðja fjármálaráðherrann um að taka erlend lán hjá útlendum bönkum til þess að standa und- ir þessu. Við höfum séð, að slík efnahagsstefna leiðir í öðrum löndum til ófara á skömmum tíma . . Einmitt af þessum ástæðum er þeim mun meira tilefni til þess fyrir ríkisstjórn og Alþingi að taka til höndum í ríkisfjár- málum og gera á þeim þann róttæka uppskurð, sem er óhjá- kvæmilegur. Jafnframt er ljóst, að undir- staða batnandi lífskjara á næstu árum er aukinn hagnað- ur þjóðarinnar af útgerð og fiskvinnslu og minni kostnaður við landbúnað. Að þessu þarf að vinna og takist kjarasamn- ingar á þeim grundvelli, sem um hefur verið rætt, gefst tækifæri til þess. Þegar kemur að lokum hins fyrirhugaða samnings haustið 1991 þurfa launþegar að sjá í raun að til nokkurs var að vinna. Frjáls markaður — félagsleg þjónusta Morgunblaðið birti í fyrra- dag athyglisverða grein um viðhorfin í Tékkóslóvakíu nú um stundir. Þar var háskóla- kennari í Prag m.a. spurður, hvort breytingamar þar í landi hefðu í för með sér að kapítal- ismi yrði tekinn upp. Svarið var: „Nei, það held ég ekki. Það verður einhvers konar sós- íalismi, en spurningin er kannski hvað sósíalismi er. Það eina sem eftir stendur er að réttlæti ríki fyrir alla. En það er kannski það, sém kapítalist- ar segja líka? Ætlunin er að hafa frjálsan markað, sinna lögmálum framboðs og eftir- spurnar, leyfa einkarekstur, en halda þó félagslegri þjónustu. Atvinnuuppbygging þarf að haldast í hendur við umhverfis- vemd og það mun kosta tals- vert.“ Þessi ummæli háskólakenn- arans í Prag eru eftirtektarverð fyrir þá sök, að meginlínumar í því þjóðfélagi, sem, kennarinn sér fyrir sér í Tékkóslóvakíu, byggjast á sömu grundvallar- sjónarmiðum og stefna Sjálf- stæðisflokksins. Sá flokkur hefur annars vegar Iagt áherzlu á einkarekstur og frjálsa mark- aðsstarfsemi en hins vegar fé- lagslega þjónustu og hefur fylgt þeirri stefnu eftir með miklum myndarbrag, t.d. í Reykj avíkurborg. Það er áreiðanlega erfitt fyr- ir fólkið í Austur-Evrópu að átta sig á því, hvert stefnir. Hitt er víst, að eins og fram- tíðarþjóðfélaginu í Tékkóslóv- akíu var lýst í fróðlegu viðtali 1 Morgunblaðinu á sunnudag- inn á það ekkert skylt við sós- íalisma! ' Hafskipsmál: Tekjur af Atlantshafssigling- um í fyrstu 37% umfram áætlun * Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson íbúar í Heimabæ I og III í Hnífsdal yfirgáfú hús sín á föstudag vegna snjóflóðahættu. Húsið hægra megin á myndinni er verbúð Hraðfrysti- hússins og voru verbúðarmenn flestir af erlendu bergi brotnir. Þeir voru fluttir á Félagsheimilið í Hnifsdal. Fannfergið á VestQörðum: Mikil liætta á flóðum á Flat- eyri - Hnífsdælingar snúa lieim Almannavarnir á ísafirði gáfú út tilkynningu í gær um að hættu- ástand vegna snjóflóða á ísafirði og Hnífsdal væri liðið hjá. Fjórtán fjöl- skyldur í Hnífsdal og ein á ísafirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín, fengu að snúa heim á ný. Enn eru níu fjölskyldur á Flateyri inni á heim- ilum ættingja eða vina. Sumir hafa verið að heiman í fimm sólarhringa. Hjá Almannavarnanefúd Isafjarðar fengust þær upplýsingar að norðaust- anátt væri ríkjandi á hættusvæðinu en snjór hefur eitthvað hjaðnað til fjalla. Ráðgert er að mæla snjóalög á fjöllum í dag. Snjóflóð féll ofan við byggðina á Flateyri Iangleiðina niður að ystu húsum við Olafstún. Ekki er vitað hve stórt flóðið er en menn sem voru á ferðinni á snjósleða við Hjallaveg milli kl. 17-18 í gær sáu að flóð hafði fallið. Snjóflóð féll á Selabólsurð á Flat- eyri á laugardagsmorgun og hreif með sér þriggja mastra staurastæðu og fóru rafmagnslínur í sundur. Flóð- ið var um hálfur kílómetri að breidd. Ekkert er hægt að eiga við bilun þessa vegna ófærðar og veðurs en Flateyringar og bæir á Hvilftar- strönd fá nú rafmagn frá varaaflstöð á Flateyri en sveitabæir á Önundar- firði og á Ingjaldssandi fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Ekkert verður því gert við bilun þessa fyrr en veður gengur niður. Ekki hefur áður sést svo stórt flóð á Flateyri enda var staurastæða þessi talin vera fyrir utan hættusvæöi. Símasambandslaust er nú við Val- þjófsdal og Ingjaldssand og er bilun talin vera í Klofningsdal. Ekki hefur verið hægt að eiga við snjómokstur á þjóðveginum en Flateyrarhreppur hefur reynt að halda opnum helstu götum. Bílaeigendur eru margir bún- ir að týna bílum sínum undir snjó en víða má sjá flögg sem merki um að yitthvað sé undir snjónum. Á laugardag flutti varðskip línu- menn Orkubús Vestfjarða ásamt mjólk og öðrum vistum til Flateyrar. Erfíðlega hefur gengið að koma mjólk frá bændum en á sunnudags- kvöld kom Fagranesið og var mjólk selflutt á snjóbíl frá bændum. Á laug- ardag fengu íbúar við Ólafstún að- stoð björgunarsveitarmanna við að komast heim til sín og sækja nauð- synjar. Mikill viðbúnaður var og að öllu var farið með gát. Farið var með snjóbíl og fengu ekki fleiri en tveir til þrír að fara með hverri ferð. í gær aðstoðaði snjóbíll fólk við að komast í búðir að sækja sér nauð- synjar. Álmannavamamefnd á Flateyri taldi ekki óhætt að svo stöddu að leyfa íbúum við Ólafstún á Flateyri að fara heim til sín í gær. Veður var þá enn mjög slæmt og spáð var versnandi veðri. Fólki er ekki ráðlagt að vera mikið á ferðinni enda varla hægt að koma íbúum heim til sín vegna ófærðar. Fiogið var í Holt á sunnudag og hafði þá ekki verið flog- ið þangað frá því á mánudag. Flug- völlurinn var ruddur með jarðýtu og farþegar fluttir með bát í Holt. I Hnífsdal féll eitt snjóflóð á laug- ardag og flúðu 14 fjölskyldur heim- ili sín á hættusvæðinu. Á ísafirði féllu tvö snjóflóð fyrir utan byggð. Gamall lyftuskúr skemmdist í öðru flóðinu en hitt olli engum usla. Þá varð fjölskyldan að Seljalandi að yfir- gefa heimili sitt vegna snjóflóða- hættu. - sagði Ragnar Kjartansson YFIRHEYRSLUR fyrir sakadómi Reykjavíkur í Hafskipsmálinu héldu áfram í gær. Ragnar Kjartansson fyrrum sljórnarformaður fyrirtækis- ins lauk framburði sínum í þessari lotu og yfirheyrslur hófúst yfir Páli Braga Kristjórnssyni, fyrrum framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Réttað er í málinu fjóra daga vikunnar og er búist við að enn séu mánuðir þar til máiið verði dómtekið. Fjöldi þeirra vitna sem eftir er að yfirheyra er enn ekki ljós þar sem verjendur hafa ekki lagt fram Iista um þá sem þeir óska eftir að kallaðir verði fyrir. Þó þykir flest benda til að þau verði að minnsta kosti 100 talsins. auk hinna 17 ákærðu. flutningsmagn farið fram úr áætl- unum og tekjur af þeim ferðum því verið 358 þúsund dölum, eða 37% hærri, en -áætlanir hefðu gert ráð fyrir af hvorri ferð. Rainbow málið alltaf að leysast Ragnar var spurður hvers vegna áætlað hefði verið á þessum tíma að Hafskip hefði tekjur af flutning- um fyrir varnarliðið, þótt þær for- sendur hefðu breyst þegar banda- ríska skipafélagið Rainbow Naviga- tion hefði hafið siglingar hingað til lands í mars eða apríl 1984. Hann sagði að félagið hefði áfram haft óverulegan hluta flutninga fyrir varnarliðið og linnulitlar tilraunir hefðu staðið yfir til að færa þessa flutninga aftur í hendur íslenskra aðila. Fyrir hefðu legið sterkar vísbendingar frá æðstu embættis- mönnum ríkisins, sem ýtt hefðu undir það mat að það væri að tak- ast. Hann rakti að Hafskipsmenn hefðu oftsinnis á þessum tíma átt Ragnar Kjartansson sagði að hann hefði í aðalatriðum komið að áætlunum í tengslum við Atlants- hafssiglingar Hafskips sem lesandi. Hann sagði að haustið 1984 hefði verið stuðst við áætlanir frá í júlí það ár við kynningu ferðanna en þær hefðu verið lagfærðar í sam- ræmi vð nýja vitneskju. Ný heild- aráætlun hefði ekki verið gerð fyrr en í janúar 1985, þegar siglingar höfðu staðið yfir í 2 ’A mánuð, helst vegna þess hve seint rauntölur hefðu borist frá Bandaríkjunum. Ákæruvaldið spurði Ragnar hverju sætti að í bréfi til Útvegsbanka í október 1984 hefði verið sagt að 1-3 milljóna dala hagnaður yrði af Atlantshafssiglingum. Ragnar sagðist telja að á þessum tíma hefði verið byggt á frumáætlunum með nýjum rauntölum að viðbættum nýjustu staðreyndum, svo sem þeim að í þann mund sem siglingarnar voru að hefjast í október 1984, hefðu legið fyrir bókunartölur í fyrstu tvær ferðirnar og þar hefði Opinn ftindur um framtíð Atlantshafsbandalagsins: Verkeftiin gætu breyst en áfram þörf fyrir samstarf Ibúi við Ólafstún: Hefur yfirgefið húsið 4 sinnum „VIÐ vorum beðin um að yfir- gefa húsið á fimmtudagskvöld vegna siýóflóðahættu og mágur minn og fjölskylda hans skutu yfir okkur skjólshúsi. Við erum níu hérna,“ sagði Ingibjörg Krisljánsdóttir íbúi í húsi við Ólafstún á Flateyri, en hún, eig- inmaður hennar, Hinrik Kristj- ánsson, og fjögur börn þeirra voru á meðal þeirra átta fjöl- skyldna á Flateyri, sem þurfhi að yfirgefa heimili sín. „Við höfum búið hér í tíu ár og höfum fjórum sinnum þurft að yfir- gefa heimili okkar vegna snjóflóða- hættu. En við höfum aldrei áður verið lengur í burtu en einn sólar- hring,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að þetta reyndi á alla í fjölskyldunni. „Maður er að ímynda sér að það verði hringt og tilkynnt að maður sé orðinn eignar- laus. Sú hætta er alltaf fyrir hendi. En við sjálf erum í öruggu skjóli og það er fyrir mestu,“ sagði Ingi- björg. Hún sagði að ekki væri samt hlaupið að því að komast út úr húsi því allt væri á kaf í snjó. „Við verðum að moka okkur út ef við ætlum að hreyfa okkur.“ TÍMARITIÐ Frelsið efndi á Iaugardag til opins fundar í Reykjavík þar sem rætt var um framtíð Atlantshafsbandalagsins (NATO) í ljósi atburða í A-Evrópu og Sovétríkjunum að undanförnu. Frummælendur voru þeir Kjartan Gunnarsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, og Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri. í máli þeirra kom fram að þótt verkefni NATO gætu breyst á næstu árum væri fjarstæða að svo komnu máli að tala um að leggja niður bandalagið. Ástandið í ríkjum Varsjár- bandalagsins væri enn of óljóst og hernaðarmáttur Sovétríkjanna hvað snerti kjarnavopn færi enn vaxandi; því yrðu lýðræðisríki að vera á varðbergi. Hátt í hundrað manns sóttu fund- inn sem Sigrún Traustadóttir stjórn- aði. Gunnar Jóhann Birgisson lög- fræðingur flutti inngangsorð og sagði m.a. að vofa kommúnismans í Evrópu virtist nú vera að brenna upp til agna. Hann benti á að saga Ál- þýðubandalagsins og forvera flokks- ins væri slík að þangað yrði ekki leitað ráða um framtíðarstefnu í ör- yggismálum. Magnús Þórðarson sagði að stuðn- ingsmenn NATO hefðu ekki búið til einhveija Rússagrýlu, aðeins bent á hana. Hættan hefði alltaf verið raun- veruleg eins og nú væri að koma í ljós ,af frásögnum Sovétmanna sjálfra af Stalíntímanum. Fáranlegt væri að sjá þau ummæli Olafs Ragn- ars Grímssonar í nýarsávarpi að „hættan væri ekki lengur fyrir hendi." Bæri að skilja þetta svo að hún hefði eitt sinn verið raunveruleg og fyrir hendi? Hvers vegna segði maðurinn það þá ekki beinum orðum. Hann varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort rétt væri að leggja allt sitt traust á einn mann, Gorbatsjov, og friðarvilja hans, hvort rétt væri að leggja niður NATO í trausti þe.ss að mark væri á Sovétleiðtoganum takandi. Hvað myndi þá gerast ef Gorbatsjov yrði skotinn og eftirmað- urinn eða mennirnir yrðu vígreifari? Þess yrði að gæta að þótt mönnum tækist að semja um afvopnun yrði jpnakunnáttan áfram fyrir hendi í heiminum. Eftir sem áður yrði að fylgjast með því að samningar yrðu haldnir, það gæti orðið hlutverk NATO, verðugt hlutverk varnar- stöðvar NATO hér á landi. Þótt hætt- an úr austri hyrfi gætu einræðis- herrar tekið völdin í öðrum heims- hlutum, lýðræðið væri aðeins tryggt í litlum hluta heimsins og það yrði að verja. Hvort sem það yrði undir nafni NATO eða öðru heiti þá hlytu lýðræðisríki að reyna að starfa sam- an. Áherslan gæti, ef vel tækist til um afvopnun, orðið fremur á pólitísku samstarfi en hemaðarlegu. Kjartan Gunnarsson sagði NATO hafa verið stofnað til að veijast ásælni. Þetta markmið væri enn í fullu gildi en nú hefði bæst við það hlutverk að sjá um afvopnunarvið- ræður. Kjartan sagði að borgara- styijöld virtist yfirvofandi í Sov- étríkjunum, upplausn væri í austri. Þetta væri í fyrsta sinn í sögunni að slík hætta væri fyrir hendi í kjarn- orkuveldi og þarlendir ævintýramenn gætu gripið til örþrifaráða. Markmið ráðamanna í Moskvu væri nú sem Morgunblaðið/Þorkell Hluti fundarmanna á veitingastaðnum Gauki á Stöng þar sem rætt var um framtíð Atlantshafs- bandalagsins og þróunina í Austur-Evrópu. fyrr að reka fleyg milli V-Evró- puríkja og Bandaríkjanna. Líklegt væri að Sovétmenn byðust senn til að leggja niður Varsjárbandalagið gegn því að NATO yrði einnig lagt niður. Hins vegar væri fjarstæða að jafna saman þessum tveim bandalög- um, eins og ónefndir stjómmálamenn á íslandi gerðu. „Annað er bandalag 16 fijálsra ríkja, hitt er bandalag allmargra ófijálsra ríkja sem em undir stjórn eins megin ríkis.“ Kjartan sagði þróun Evrópu- bandalagsins merki um vaxandi skilning manna á því efnahagssam- vinna væri besti sáttasemjarinn milli þjóða. „Og á þessu sviði verður ekki síður framtíðarverkefni Atlantshafs- bandalagsins, að vera þátttakandi í þessari þróun.“ Fjörugar umræður vom á eftir og m.a. sagði Þórður Pálsson að Evr- ópumenn hefðu látið Bandaríkja- menn bera of mikið af herkostnaði fijálsra ríkja. Hann lagði til að öll NATO-ríki, einnig ísland, legðu hlut- fallslega jafn mikið fé fram til þess- ara mála. fundi með utanríkisráðherra, Geir Hallgrímssyni, og æðstu embættis- mönnum utanríkisráðuneytisins og Rainbow málið hefði verið á dag- skrá tíðra funda utanríkisráðherra íslands og Bandaríkjanna. Jafnan hefði verið gefið í skyn að málið mundi leysast farsællega innan 2-3 mánaða. Hann sagði að Útvegs- bankamönnum hefðu verið afhentar allar áætlanir og ljóst hefði verið hvenær gert væri ráð fyrir tekjum af varnarliðsflutningum. Fram kom að hlutdeild í sameiginlegum kostn- aði, svo sem skrifstofu-, stjórnunar- og fjármagnskostnaði hefði ekki verið lögð á Atlantshafssiglingar fyrr en árið 1985. Ragnar sagði að í upphafi árs 1985 hefði farið fram meðal stjórnenda fyrirtækisins um- ræða um skiptingu skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar milli aðalskrif- stofu og Atlantshafsflutninga. Ákveðið hefði verið að tæpur helm- ingur yrði færður á Atlantshafsleið- irnar, sem Ragnar sagði að hefði verið ósanngjarnt, þar sem aukinn kostnaður á skrifstofunni vegna nýrra leiða hefði hvergi nærri verið svo mikill. Ragnar sagði að sér hefði orðið ljóst að tap væri á Atl- antshafsleiðum í byijun júlí 1985 og hefði það orðið gífurlegt áfall. Ástæða tapsins hefði verið að kostnaður hefði farið fram út áætl- un og meginrótin hefði verið að aðlögun að aukinni starfsemi hefði ekki gengið nógu hratt. Nokkrir stjómarmenn hefðu áður gagnrýnt að yfirbygging fyrirtækisins væri óþarflega mikil og meðal annars þess vegna hefðu menn verið hik- andi við að fjölga starfsfólki á skrif- stofu. Þá hefði umfang við Skand- inavíusiglingar aukist miklu hraðar en tekist hefði að laga fyrirtækið að. í pakistanskri dollarasjoppu Meðal fjölmargra annarra atriða sem fram komu í yfirheyrslu yfir Ragnari Kjartanssyni var að þegar Albert Guðmundsson, sem verið hafði stjórnarformaður Hafskips, varð formaður bankaráðs Útvegs- bankans, hefðu stjórnendur Haf- skips ojg fyrri bankastjórn Útvegs- bankans, handsalað samkomulag um að Álbert yrði ekki settur í þá aðstöðu að fjalla um málefni sem tengdust hagsmunum Hafskips. Ragnar gagnrýndi heimildir þær sem stuðst var við í skýrslu Inga R. Jóhannssonar löggilts endur- skoðanda Útvegsbankans um þróun skipaverðlags. Þar hefði verið vísað í einn skipamiðlara, H. Andersen í Svavanger. „H. Andersen er Norð- maður sem rekur skipamiðlun í kompu inn af eldhúsinu heima hjá sér og komst einhvern veginn á skrá yfir skipamiðlara. Hann varð eini heimildamaður Útvegsbankans í þessu. Þetta er sambærilegt við það að Seðlabanki íslands fengi á hveijum morgni upplýsingar um gengi erlendra gjaldmiðla hjá pak- istanskri dollarasjoppu í Soho,“ sagði Ragnar Kjartansson. I gær hófust einnig yfirheyrslur yfir Páli Braga Kristjónssyni fyrr- verandi framkvæmdastjóri fjár- mála- ’og rekstrarsviðs Hafskips. í máli Páls Braga kom margt fram um þann tíma sem Hafskipsmenn voru hafðir í gæsluvarðhaldi. Síðasta daginn sem hann sat í haldi sagði hann í framburðarskýrslu að Ragnar Kjartansson og Helgi Magnússon hefðu haldið með séi fund til að undirbúa milliuppgjör félagSins fyrir 1984. Páll Bragi sagði þennan framburð rangan og skýrði hann með því að sér hefði fundist að hann stæði frammi fyrir því að segja það sem yfirheyrendur vildu heyra eða þurfa að þola fram- lengingu á gæsluvarðhaldi. Hann sagði að við yfirheyrslur hefði hann verið beðinn að vera stuttorður og spurður einfaldra og samhengislít- illa spurninga um flókin mál. Síðan hefði það verið notað til að styðja gæsluvarðhaldskröfu að svör hans væru óljós. Nokkrum mánuðum eft- ir að hann losnaði úr varðhaldi sagðist Páll Bragi hafa óskað eftir að fá að lesa skýrslur sínar yfir. Þá hefði hann rekist á. fyrrgreint atriði og fjölmörg önnur sem hann vildi skýra nánar. Hann hefði verið á leið til útlanda í frí með fjölskyldu sinni og sent bréfið sama dag og hann fór utan. Þegar hann hefði komið heim hefði rannsókn hins vegar verið lokið og mjög f latt hefði komið upp á sig þegar ákæra hefði upphaflega verið gefin út á grund- velli þess framburðar sem aflað var í varðhaldinu. Tannréttingafélag íslands: Tryggingastofium kom- in út fyrir verksvið sitt Tannréttingafélag Islands telur Tryggingastofnun ríkisins vera komna út fyrir verksvið sitt, með því að beina þeim tilmælum til fólks að lieíja ekki tannréttingameðferð fyrr en reglur um endurgreiðslur ríkissjóðs vegna tannréttinga liggja fyrir. Teitur Jónsson, formaður Tánnréttinga- félags Islands, segir að með tilmælum sínum sé Tryggingastofnun að blanda sér inn í viðskipti tannréttingasérfræðinga, og yfirlýsingar stofn- unarinnar um að tannrétt.ingar séu ekki bráðameðferð fái ekki staðist. í fréttatilkynningu, sem Tann- læknafélag Islands hefur sent frá sér, segir að þrátt fyrir auglýsingar Tryggingastofnunar, þar sem for- ráðamenn barna eru hvattir til að fresta tannréttingum bama sinna þar til reglugerð um endurgreiðslur hefur verið auglýst, þá vilji félagið hvetja alla til að leita ráða hjá tannlæknum um það hvort óhætt sé að fresta tannréttingaaðgerðum. Þá segir ennfremur í fréttatilkynn- ingunni að tannlæknar leggist gegn flokkun sjúklinga, og þeir telji að slíkt leiði ekki til réttlátari skiptingar þeirra fjármuna sem opinberir aðilar leggja fram til tannlækninga. Ef ráðherra setji reglur um flokkun endurgreiðslu eftir eðli tannskekkju, þá hljóti sú flokkun að verða alger- lega í höndum Tryggingastofnunar. Tannlæknar telji þessi viðskipti sér óviðkomandi og vilji ekki vera milli- liðir í þeim, en eðlilegast sé að þau séu milli þeirra sem málið varðar, þ.e. Tryggingastofnunar og sjúkling- anna. Með því geti stofnunin hafl stjórn á útgjöldum sínum og beitt flokkunarreglunum í samræmi við markmið löggjafans, en þannig fari saman bæði fjárhagsleg og stjórnun- arleg ábyrgð. Tilgangur með breyt- ingu á lögum um almannatryggingar sem gildi tók um síðustu áramót hafi verið að lækka útgjöld hins opin- bera vegna tannlækninga um 100 milljónir króna, en ekkert tillit hafi verið tekið til ábendinga Tannlækna- félags íslands né Tannréttingafélags íslands við undirbúning sparnaðartil- lagna ríkisstjórnarinnar. Því sé ljóst að tannlæknar beri enga ábyrgð á vanda Tryggingastofnunar og þeirra sem ef til vill eigi rétt á endur- greiðslu vegna tannréttinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.