Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBIAÐIÐ VIÐSHCTI/AIVINNIILÍF ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 29 Fyrirtæki Þróun á ADA þýðanda hjá Artek hf. að ljúka Breytingar í vændum á starfsemi fjárfestingarfélagsins, Frum- kvæðis hf. sem er stærsti hluthafinn í Artek GERT er ráð fyrir að þróun á þýðanda fyrir forritunarmálið ADA, sem fyrirtækið Artek hefur unnið að í 4 ár, verði lokið á þessu ári. Þýðandinn hefiir þegar komist í gegnum prófanir hjá hönnuði forrit- unarmálsins sem er bandaríska varnarmálaráðuneytið, en unnið er að því að koma þýðandanum í gegnum viðbótarprófanir. Artek hef- ur náð markaðssamningi við bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki sem selur þýðendur fyrir önnur forritunarmál. Ekkert liggur hins vegar fyrir um hvort takist að selja ADA þýðandann í Bandaríkjunum en það verður meðal annars undir því komið hver þróunin verður á þessum markaði. Frumkvæði hf. er stærsti hlut- hafinn í Artek en það var stofnað árið 1985 fyrir tiístuðlan áamtaka í atvinnulífinu. Nýlega var auglýst eftir hlutafé til kaups í Frumkvæði og samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þar um að ræða aðila sem hefur áhuga á að endurvekja starfsemi fyrirtæksins. Þessi aðili hefur áhuga á því að skapa nýjan vettvang fyrir áhættufjármögnun og að áfram verði unnið á þeim grunni sem byrjað var að vinna á í Frumkvæði. Frumkvæði hf. var stofnað í þeim tilgangi að fjárfesta í einkafyrir- tækjum, hafa milligöngu um mat á fjárfestingarkostum, útvega áhættufé og lán frá hluthöfum eða öðrum aðilum. Fyrirtækið átti þann- ig að hafa frumkvæði að stofnun, endurskipulagningu og sameiningu fyrirtækja, og gera sérstakar at- huganir í því sambandi. Að sögn Páls Kr. Pálssonar, forstjóra Iðn- tæknistofnunar og varaformanns stjórnar Frumkvæðis var miðað að því að fjárfesta í fyrirtækjum sem væru með áhugaverðar nýsköpun- arhugmyndir. Að stofnun fyrirtæk- isins stóðu alls um 100 fyrirtæki og einstaklingar sem lögðu fram 7 milljónir króna í hlutafé. Ákveðið var að fjárfesta í fyrirtækinu Stjörnusteini sem var að hefja þró- un á frauðplastkössum fyrir eldis- fisk og Artek vegna þróunar á þýð- anda á forritunarmálinu ADA. Með- eigendur í Artek eru Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson, sem jafnframt reka fyrirtækið íslensk forritaþróun. Frumkvæði hf. hefur einbeitt sér að Artek Páll sagði að fljótlega hefði kom- ið í ljós að það fé sem fyrirtækið hafði til umráða nægði ekki nema Spariskírteini „Við teljum miðað við reynslu okkar síðastliðið að þetta tilboð um skiptiuppbót sé góður kostur fyrir sparifjáreigendur," sagði Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvarríkisverðbréfa. Aðspurður um markaðinn fyrir ríkisverðbréf að öðru leyti sagði Léttu þér störfii með taekjum fráokkur Léttitæki hf. Flatahraun 29, S: 91-653113 Skiptikjör við innlausn FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að bjóða eigendum spari- skírteina í flokki 1988-lD 2 ár, skiptiuppbót sem felur í sér 6,2% raunvexti á 10 ára spariskírteinum og 6,3% á 5 ára skírteinum. Um 1,3 milljarður kemur til lokainnlausnar þann 1. febrúar n.k. að litlu leyti fyrir þróunarkostnaði þó að aðrir eigendur kæmu með verulegt mótframlag. „Það er reynsla okkar hér að það að þróa eina vél í sjávarútvegi kostar á bil- inu 30-70 milljónir svo að 7 milljón króna hlutafé í hátæknifyrirtæki í þróun nægði ekki til að dreifa á mörg fyrirtæki. Við höfum tekið virkan þátt í rekstri og stjórnun Artek. Það starf er í fullum gangi og má segja að því sé alveg að ljúka. Við seldum hlutabréfin í Stjömusteini þegar við höfðum um það að velja að eiga hlut í báðum fyrirtækjunum eða einbeita okkur að öðru fyrirtækinu. Fmmkvæði hefur átt tvo stjórnarmenn af fjór- um í Artek og hefur einbeitt sér að því að vinna að því nýsköpunar- verkefni. Við höfum ekki talið grundvöll fyrir því að fara í frekara hlutafjárútboð á meðan verið er að vinna að þessu ákveðna verkefni. Stofnun Frumkvæðis var ákveðið FORRITUINI — Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson, en þeir reka fyrirtækið íslensk forritaþróun, sem hefur þróað ADA forritið. frumkvöðlastarf þar sem verið var að prófa vissa nýja hluti. Síðan hefur margt breyst. Þessi áhættu- fjármagnsmarkaður erlendis hefur þroskast mikið á síðustu fjórum árum og menn gera þetta öðruvísi í dag. Og ég geri þess vegna ekki ráð fyrir þvl að það verði stefnt að áframhaldandi óbreyttum rekstri á Frumkvæði þegar þessu þróunar- verkefni hjá Artek lýkur.“ Páll segir að þróunin á ADA þýðandanum sé mjög sérhæft verk- efni með margra mannára hugbún- aðarvinnu. Hér hafi verið lagt í gríðarlega áhættusamt verkefni og á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hvort það komi til með að skila sér eða ekki. Ef þróun þessa þýðanda takist sé um að ræða vöru sem hægt sé að selja erlendis. „Þannig er þó ekki nema hálfur sigurinn unninn þó búið sé að þróa vöruna, því það að láta flókinn hug- búnað ná árangri á markaði erlend- is er afskaplega dýrt og flókið mál. Það skref er óstigið þó vissu- lega séu ákveðin tengsl komin á við erlenda aðila,“ sagði Páll Kr. Pálsson. Pétur að mjög góð sala væri nú í ríkisvíxlum og næmu útistandandi víxlar 6,4 milljörðum. Þeir hefðu numið 5,8 milljörðum I árslok. For- vextir af ríkisvíxlum hafa lækkað nokkuð frá áramótum og eru þeir nú á bilinu 20-23% sem samsvarar 23-25,67% ársávöxtun. HflGSTZEÐUSTU BILAKAUP ARSINS AÐEINS KR. 795.000 31/2 ÁRS LÁNSTÍMI Sjálfskiptur m/2,0l vél stgr.* Nú eigum við aðeins örfáa bíla eftir af árgerð 1988 á þessu ótrúlega verði. v Auk hagstæðs verðs, auðveldum við kaupin með því að lána hluta eða jafnvel allt kaupverð bílsins í 372 ár á hagstæðum bankalgnum.** Komdu í reynsluakstur strax og kynntu þér frábæra aksturseiginleika Chevrolet Monza. *Fasteignaveð er nauðsynlegt, ef allt kaupverðið er lánað. **Verð miðast við staðgreiðslu og án afhendingarkostnaöar. BíLVANGURst? Höfðabakka 9, símar 687300 - 674300 (bein lína)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.