Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 35 Kópavogur: Umhverfismál og útivist eftir Hjörleif Hringsson I umræðum manna um sveitar- stjórnarmál hafa umhverfismál ekki verið fyrirferðarmikil. Eflaust er áhugi manna mismikill á þessum málaflokki, en ljóst er að umhverfi einstaklingsins skiptir miklu máli. Við uppbyggingu sveitarfélags er það velferð íbúanna sem á að vera í fyrirrúmi. Ýmsar utanaðkomandi aðstæður skapa óróa og í sveitar- stjórnarmálum eru það stjórnun bæjarfélagsins sem skiptir íbúana höfuðmáli og þær ákvarðanir sem teknar eru hveiju sinni. En um- hverfismál taka sífellt meira rúm í umræðu fólks og ekki að ástæðu- lausu. Umhverfi er okkar nánasti sam- vérustaður og er æði misjafnlega að því búið víða. í mínum heimabæ, sem er Kópavogur, eru mál komin á rekspöl með markaðri stefnu um holræsamál, þar sem fyrirhugað er að leiða allt frárennsli skolps í bæn- um út í sjávarstrauma. Háværar kröfur hafa komið fram um að fjör- um verði haldið hreinum og þær hreinsaðar af allskyns drasli sem þar hefur fengið að safnast upp í áraraðir. Kópavogur er þar engin undantekning, það hef ég sann- færst um á fjöruferðum í Kópavogi með börn mín. Þar sem lausn hinnar margum- ræddu Fossvogsbrautar virðist í sjónmáli, og ljóst að hún verður ekki byggð í Fossvogsdal, er komið afar áhugavert viðfangsefni, sem er hönnun og fullnaðarfrágangur útivistarsvæðis á ákjósanlegu svæði til útivistar. Það sem þarf hinsvegar að skoða er tenging Fossvogsdals við fjöruna við Fossvog og áfram upp eftir Elliðaárdal. Þar með skap- ast samfelld gönguleið frá sjó og upp að Elliðavatni. Önnur hugsan- leg útivistarperla er umhverfi Kópavogslækjar sem um langa hríð hefur verið bænum til vansa vegna óhreininda og drasls sem hefur Hjörleifur Hringsson • • „Onnur hugsanleg úti- vistarperla er umhverfi Kópavogslækjar sem um langa hríð hefiir verið bænum til vansa vegna óhreininda og drasls sem hefiir safn- ast fyrir í farvegi hans.“ safnast fyrir í farvegi hans. Þar á að taka til og hreinsa, laga nánasta umhverfi hans. Skapa fallega um- gjörð sem laðar íbúa bæjarins til útivistar í sínum bæ. Það eru víðar möguleikar á göngutúrum en við Tjörnina í Reykjavík. Einsog sjá má þegar möguleikar Kópavogsbúa eru skoðaðir koma skemmtilegar gönguleiðir í hugann svo sem úr fjörum Fossvogs upp Fossvogsdal áfram um Elliðaárdal upp að Elliða- vatni. Fegrun og frágangur Kópavogs- lækjar með góðum tengingum við hið nýja félagssvæði Ungmennafé- lagsins Breiðabliks bjóða upp á áhugaverðar skokk- og gönguleiðir. Ég hugsaði oft um það fyrst eft- ir að ég flutti til bæjarins hvers vegna eru skólalóðir hér svo ger- samléga lausar við alla hlýju, það eina sem var á lóðunum var möl kannski eitt knattspymu- eða körfuboltamark. Þetta hefur sem betur fer verið að breytast en mik- ið vantar þó á að fullnaðar frágang- ur hafi náðst í þessum efnum. Skólalóðir eiga að vera aðlaðandi vettvangur fyrir leiki barnu sem þurfa útrás fyrir æskuærsl sín. Mikið hefur þó unnist á vissum sviðum svo sem almennri umhirðu fólks með næsta nágrenni sitt heima fyrir en þar er ekki síst að þakka góðu aðhaldi íbúanna sjálfra. Það sem hér vantar tilfinnanlega frá íbúum er að þeir geri sömu kröfu til fyrirtækja og sinna eigin garða, það er hreinlæti og snyrti- legt umhverfi. Mikið átak er fyrir- sjá- anlegt í sorpmálum höfuðborgar- svæðisins með tilkomu sorpböggun- arstöðvar fyrir flokkun sorps. Þetta er mikið framfaraspor ekki síst þegar litið er til þess að eiturefnum ýmiskonar verður safnað sérstak- lega og þeim eytt. Kópavogur á aðiid að þessu fyrirtæki sem stytt- ist óðum í að taki til starfa. Með tilkomu nýs hugarfars við eyðingu á sorpi skapast ýmsir möguleikar til endurvinnslu. Það eitt sér er mikil umhverfisvernd og ber að fagna. Ég er sannfærður um að Kópa- vogur mun vaxa og eflast og að umhverfismálaþættir sveitarfélags- ins verði meiri gaumur gefinn því það er vaxandi áhugi meðal almenn- ings fyrir góðri umgengni við nátt- úruna og það sem hún kann að gefa. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs ogá sæti í Heilbrigðisnefnd Kópavogs. SOLUTÆKNI LISTINAÐ SELJA Sölutæknín fjallar um það hvernig á að gera sölustarfið markvissara, árangursríkara og skilvirkara, með því að þekkja betur mark- aðinn, viðskíptavininn og ýmsar söluörvandi aðgerðir. 36 tímar. Skráning hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST! Undirstaða... ...árangursríks og ánægjulegs lestrar er að lesa hratt. Þú getur aukið lestur og gert hann ánægjulegri með því að margfalda lestrarhraða þinn á hraðlestrarnámskeiði. Það ereinnig stað- reynd að ekkert dregur jafn mikið úr árangri skólafólks og lítill lestrarhraði. Hver er þinn lestrarhraði? Er hann einungis 150 til 180 orð á mínútu? Langar þig að lesa 600 orð á mínútu, jafnvel enn meir? Það skiptir ekki máli hver lestrarharði þinn er nú, þú getur margfaldað hann á námskeiði í hraðlestri. Lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans und- anfarin 10 ár hefur þrefaldast til jafnaðar, hvort- heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig strax á næsta nám- skeið, sem hefst miðvikudaginn 7. febrúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. Ath.; Flest stéttarfélög styrkja meðlimi sína til þátttöku á námskeiðinu. Æ’ HRAÐLESTRARSKOLINH æ ____________Brids______________ ArnórRagnarsson Bridshátíð Flugleiða Skráningu í tvímenningsmót Brids- hátíðar lýkur miðvikudaginn 31. jan- úar. Að skráningu lokinni verður valið í tvímenninginn (5 ára stig), og listi spilara birtur í fjölmiðlum. Skráning stendur enn yfir í sveitakeppnina, og er þeirri skráningu haldið áfram þar til föstudaginn 9. janúar. Menn eru eindregið bvattir til að skrá sig í tíma, hafi þeir hug á að vera með. Skráning- arsími er 689360. Tímasetningar mótsins eru þannig: Spilamennska í tvímenningi hefst kl. 20 9. feb. og spilað til um kl. 1 um nóttina. Hafist verður aftur handa kl. 10 árdegis laugardaginn 10. feb., og spilað þar til tvímenningnum lýkur. Spilaður er barómeter, 2 spil milli para, allir við alla. Sveitakeppnin hefst kl. 13 sunnudaginn 11. febrúar og verða spilaðar 6 umferðir (10 spila leikir — Monrad). Spilamennska í sveitakeppn- inni hefst aftur kl. 15 mánudaginn 12. febrúar, og spilað þar til keppni lýkur (umferðir, alls leikir). Tvær sveitir eru búnar að staðfesta komu sína á Brids- hátíð. Önnur er sterk sænsk sveit skip- uð þeim Gullberg, Göthe Morath og Lindquist. Hin sveitin er blönduð sveit skipuð Bandaríkjamönnunum Mike Polowan, og Lynn Deas sem er marg- faldur heimsmeistari í sveitakeppni kvenna. Hitt parið í sveitakeppninni er Kanadamaðurinn Markland Molson og Svíinn kunni, Björn Fallenius. Ekki er enn ljóst hvemig þriðja sveitin verður skipuð. Keppnisgjald í tvímenninginn er kr. 10.000 og kr. 16.000 í sveitakeppnina, og greiðist fyrir upphaf spilamennsku. Bridsfélag Breiðfirðinga Ágætis þátttaka er i barómeter- keppni félagsins, sem hófst fimmtudag- inn 25. janúar. Alls taka þátt 54 pör. Spiluð eru fjögur spil milli para, allir við alla. Staða efstu para að loknum 7 umferðum er þannig: Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 220 Sverrir Ármannsson — Matthías Þorvaidsson 206 Skúli Einarsson — Böðvar Guðmundsson 174 Ingvi Guðjónsson — Júlíus Thorarensen 168 Kristófer Magnússon — Halldór Einarsson 164 Jóhannes Bjarnason — Hermann Sigurðsson 155 Hjördís Eyþórsdóttir — Anton R. Gunnarsson 146 Bridsfélag Reyðar- og Eskifjarðar Lokið er 3. umferðum í aðalsveita- keppni féiagsins, en alls taka þátt 8 sveitir. Staða efstu sveita er nú þessi: Eskfirðingur 69 JónasJónsson 68 Trésíld 54 Pálmi Kristmannsson 40 Gísli Stefánsson 33 ísboltar # Festingameistarar® 'f Cri Heildsala — smásala RÆR , allar gerðir: Tengirær, vængjarær, hetturær, lásrær, augarær, kastalarær, lágar rær, háar rær, ferkantaðar rær, suðurær og húsgagnarær. Oplð Irá 8 — 18 Laugardaga 9-13 STRANDGATA 75 FARflTtl HAFNARFJÖRÐUR djér111* tr 91-652965 EbBB • guaranlee lor qulltly MANEX hárvökvinn á erindi inn á öll heimili Hvað segja ánægðir notendur MANEX-hárvökvans: Lilja Bragadóttir: „Eg var orðin verulega áhyggju- full út af hárlosinu. Ég hafði reynt ýmis efni án árangurs, þartil ég byrjaði að nota hárvökvann. Hann kom i veg fyrir hárlosið og betrumbætti hárið.“ Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég hafði í gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. En nú veit ég betur. Vökvinn virki- lega virkar." Arnhildur Magnúsdóttir: „Hár mitt hefur verið ómeðfæri- legt og tekið illa permanenti. Vökvinn gjörbreytti hári mínu. Nú get ég haft permanent-krull- urnar án þess að þurfa að vesen- ast í því með krullujárni o.fl.“ Sigríður Adólfsdóttir: „Fyrir 15 árum varð ég fyrir því óhappi í Bandaríkjunum að lenda í gassprengingu og missti við það augabrúnirnar, sem uxu aldrei aftur. Ég fór að nota MANEX vökvann fyrir 4 mánuð- um og í dag er ég komin með fullkomnáraugabrúnir. Hár- greiðslumeistarinn minn, Þórunn Jóhanrtésdóttir í Keflavík, segir þetta ve\é| hreint kraftaverk." Elin Sigurbergsdóttir: „MANEX hárvökvinn hefurvirk- að með ólíkindum vel fyrir mig. Ég var því sem næst að missa allt hárið. Það datt af í flyksum og var ég komin með hárkollu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að nota MANEX hætti hárlosið og í dag er ég laus við hárkolluna og komin með mikið og fallegt hár. Læknirinn minn og mínir kunningjar eru hreint undrandi á þessumárangri." Tómas Friðjónsson: „í fjölda ára hef ég átt við vanda- mál í hársverði að stríða. Ég hafði reynt ýmis smyrsl o.fl. til að losna við þessi óþægindi án teljandi árangurs. Með einni flösku af MANEX vökvanum leysti ég öll mín hárvandamál." Heildsölubirgðir: ambrosia 'JMBOOS- OG HEILDVERSLUN Sími 91-680630. ; manex hárlínan saman stendur aí proteini (hárvökvi), sjampði, næringu og vítamíni og er táanleg á allflestum rakara- og hárgreiðslustotum og einnig í apðtekum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.