Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Sextíu ár frá stofiiun skipaskoðunar ríkisins eftir Þórð Þórðarson Hinn 1. janúar sl. voru liðin 60 ár frá því að skipaskoðun ríkisins, er seinna varð siglingamálastofnun ríkisins, tók til starfa. Hinn 14. des- ember 1929 skipaði þáverandi at- vinnumálaráðherra Ólaf Th. Sveins- son vélfræðing „skipaskoðunar- stjóra" frá 1. janúar 1930. Þann dag tóku einnig gildi lög nr. 58 frá 14. júní 1929 um eftirlit með skip- um, bátum og öryggi þeirra. Skipaskoðun og síðar Siglinga- málastofnun ríkisins hefur frá upp- hafi haft aðalskrifstofu í Reykjavík. Fyrstu árin var skrifstofa skipa- skoðunarinnar til húsa í Nathan & Olsen húsi (nú hús Reykjavíkur- apóteks). Þaðan flytur skrifstofan að Hafnarstræti 18, og þaðan í Hafnarstræti 22, ekki var skrifstof- an lengi í Hafnarstræti, en þaðan flytur hún í hús Eimskipafélags ís- lands. Þar er skrifstofan nokkuð lengi til húsa en flytur þaðan í Hamarshúsið við Tryggvagötu. Frá árinu 1981 hefur Siglingamála- stofnun ríkisins verið til húsa á Hringbraut 121 í Reykjavík (JL húsinu). Frá upphafi hafa þrír menn gegnt starfi skipaskoðunarstjóra og sigl- ingamálastjóra. Ólafur Th. Sveins- son vélfræðingur gegndi starfi skipaskoðunarstjóra frá 1. janúar 1930 til 1. maí 1954, þá tók Hjálm- ar R. Bárðarson skipaverkfræðingur við starfi skipaskoðunarstjóra og gegndi því allt til 12. maí 1970 er Siglingamálastofnun ríkisins var stofnsett og gegndi hann starfi sigl- ingamálastjóra til 1. jan. 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Þá tók Magnús Jóhannesson efna- verkfræðingur við starfi siglinga- málastjóra. Aðdragandi að skipaskoðun ríkisins Segja má að stofnun skipaskoð- unar ríkisins hafi átt sér nokkum aðdraganda, því að þau verkefni sem stofnuninni var frá upphafi falið að annast höfðu alllöngu áður verið lögfest en falin öðrum til fram- kvæmda. Fyrstu lög um eftirlit með skipum vom undirrituð 3. okt. 1903 og tóku gildi 1. jan. 1904. Lítið er vitað um framkvæmd þeirra laga, svo er einnig um lög sama efnis frá 22. okt. 1912, er yfirtóku lögin frá 1903. Framkvæmd fyrstu laga um eftir- lit með öryggi skipa var í höndum lögskráningarstjóra, og tilnefndu þeir sérstaka skoðunarmenn, sem skoðuðu skip áður en þau hófu sitt fyrsta úthald á almanaksárinu, eins og sagði í lögunum. Þessi háttur hélst allt þar til 19. júní 1922 er atvinnumálaráðherra var falið með lögum að hafa umsjón með eftirliti skipa. Skipaði hann þá fljótlega sjö skipaeftirlitsmenn til að annast framkvæmd skipaeftirlitsins. Talið er að fyrsta skoðun sem framkvæmd var undir stjóm atvinnumálaráðu- neytis hafi farið fram hinn 27. nóv. 1923 á mótorskipinu Arthur & Fan- ney RE-259. Hélst þessi háttur við framkvæmd skipaeftirlits allt þar til skipaskoðun ríkisins var stofnsett 1. janúar 1930 eins og áður er vik- ið að. Samkvæmt þeim lögunum átti skipaskoðunarstjóri að annast fram- kvæmd skipaeftirlitsins og skyldi honum fengin nauðsynleg aðstoð við starfið. Hafði hann á hendi eftirlit með öllum skipaskoðunarmálum, rannsakaði skoðunarskýrslur skipa- skoðunarmanna og fór í eftirlits- ferðir um landið eftir fyrirsögn ráð- herra til að líta eftir framkvæmd lagánna og samræma eftirlitið. Ætla má að þær breytingar sem gerðar voru á framkvæmd eftirlits- ins frá 1903 til 1930 og leiddu til stofnunar skipaskoðunar ríkisins hafi orðið vegna þess að mönnum varð smátt og smátt ljóst' að þessum málum yrði ekki sinnt svo vel væri nema að sett yrði á fót sérhæfð stofnun er hefði með höndum eftir- lit með skipum og öryggi þeirra. Starfsemi skipaskoðunar ríkisins Frá upphafi voru skipaskoðun ríkisins falin ýmis verkefni önnur en vörðuðu beint skipaeftirlitið og öryggismál skipa, þótt öryggismál skipa hafi jafnan verið megin verk- efni stofnunarinnar. Auk þess að skipaskoðunarstjóra var falin yfirumsjón skipaeftirlitsins var honum einnig falið með lögunum frá 1929 að semja skrá yfir íslensk skip og aðstoða fjármálaráðuneytið við framkvæmd laga um skráningu skipa, en fyrstu lög um skráningu skipa tóku gildi hér á landi 1. jan. 1896. 1 lögum um skráningu skipa frá 19. maí 1930 var stofnsett sérstök deild við skipaskoðunina sem nefnd- ist skipaskráningastofa ríkisins, og samkvæmt þeim var skipaskoðunar- stjóri jafnframt skipaskráningar- stjóri ríkisins, skyldi skipaskrán- ingastofa ríkisins framkvæma öll dagleg störf er lutu að endurskoðun á mælingu skipa og skráningu und- ir yfirstjóm fjármálaráðuneytis. Þótt stofnunin hafi þannig í dag- legu tali verið nefnd skipaskoðun ríkisins þá var raunverulega um tvær stofnanir að ræða sem unnu undir sömu stjóm en tilheyrðu tveimur ráðuneytum, þar sem ör- yggismál skipa heyrðu undir at- vinnumálaráðuneyti, er síðar varð samgönguráðuneyti, en skráning og mæling skipa heyrðu undir fjár- málaráðuneyti. Var svo alla tíð þar til þessar stofnanir voru sameinaðar o g Siglingamálastofnun ríkisins stofnsett, undir yfirstjórn sam- gönguráðuneytis. Öryggismál skipa hafa ætíð verið veigamesta verkefni skipaskoðunar ríkisins, og hafa stjórnvöld ávallt lagt mikla áherslu á að reglur um smíði og búnað skipa veittu sem mest öryggi á hverjum tíma, enda ekki óeðlilegt þar sem siglingar og sjósókn hafa ætíð verið áhættusam- ar atvinnugreinar, þar sem slys og óhöpp hafa jafnan verið tíð, því hafa lög og reglur um smíði og búnað skipa svo og framkvæmd eftirlits með skipum reglulega verið endurskoðuð og bætt eftir því sem tök voru á. Strax í upphafi var skoðun skipa skipt í þrennt, þ.e. skoðun á bol, ■vél og búnaði. Flest stærri skip landsmanna s.s. farþega- og flutn- ingaskip og togarar voru smíðuð Þórður Þórðarson „Mengunarmál hafa orðið sífellt viðameiri þáttur í starfí stofiiun- arinnar nú síðari ár, bæði alþjóðlegt sam- starf og eftirlit með mengunarvörnum inn- anlands. Má ætla að sú starfsemi eigi enn eftir að aukast.“ eftir reglum flokkunarfélaga sem íslensk stjórnvöld höfðu viðurkennt og hafði því skipaskoðunin í upp- hafi aðeins eftirlit með búnaði þeirra, en eftirlit með bol og vélbún- aði annaðist flokkunarfélagið. Öll önnur skip voru alfarið skoðuð af skipaskoðun ríkisins, en samkvæmt lögunum frá 1929 voru öll skip 12 rúmlestir og stærri skoðunarskyld svo og einnig vélbátar og róðrabátar fjórrónir og stærri og gerðir voru út hér á landi eina vertíð á ári. Árið 1935 verða öll skip 6 metrar og lengri skoðunarskyld og undir eftirliti skipaskoðunar ríkisins og hefur verið svo síðan. Smátt og smátt söfnuðust til skipaskoðunar ríkisins svo til öll verkefni er snertu skipamál og sigl- ingar og verkefnin jukust um leið og flotinn stækkaði og skipin stækkuðu. Stofnunin hefur frá upp- hafi átt verulegan þátt í þróun skipagerða og björgunartækja íslenskra skipa. Má þar nefna reglur um smíði tréskipa sem Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur samdi fyrir atvinnumálaráðuneytið. Ennfremur reglur um smíði stál- skipa sem tóku mið af íslenskum aðstæðum, þar á meðal ísingu skipa og hafnarskilyrðum. Vegna eftirlits með stálskipum má nefna að stofn- uni fékk til landsins röntgentæki til rannsókna á rafsuðu, og var þar með fyrsta stofnunin hér á landi til að hagnýta sér þá tækni, þá má einnig nefna hljóðbylgjutæki til þykktarmælinga á stálskipum. Þá tók stofnunin ríkan þátt í þróun gúmmíbjörgunarbáta og ákvæðum um stöðugleika fiskiskipa. Ýmis þessara atriða hafa síðar verið tekin upp í alþjóðleg ákvæði. Með tilkomu Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar IMCO (síðar IMO) 1. jan. 1959 urðu töluverðar breytingar á starfsemi skipaskoðun- ar ríkisins. Stofnunin varð fram- kvæmdaaðili hér á landi fyrir samn- inga Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar og annaðist um leið alþjóðlegt samstarf við þá stofnun fyrir Is- lands hönd. Alþjóðasiglingamálastofnunin fjallaði um öryggi skipa og varnir gegn mengun sjávar. Þetta hafði för með sér að stofnuninni var falið að sjá um ýmis verkefni er snertu varn- ir gegn mengun sjávar. Má í því sambandi nefna að árið 1961 stað- festi ísland alþjóðasamþykkt um vamir gegn mengun sjávar af völd- um olíu. Þannig var skipaskoðun ríkisins fyrsta stofnunin hér á landi sem segja má að hafi með höndum verkefni sem sneri beint að mengun- arvörnum. í lögunum um staðfest- ingu samþykktarinnar var ráðherra þeim er fór með siglingamál heimilt að setja reglur um meðferð olíu í olíustöðvum í landi, verksmiðjum og annars staðar þar sem olía er notuð, svo og um meðferð olíu í skipum. Hefur stofnunin síðan ann- ast eftirlitið með þessum þáttum. Hjálmar R. Bárðarson fyrrverandi siglingamálastjóri tók virkan þátt í starfsemi IMO og gegndi þar fjölda æðri trúnaðarstarfa, meðal annars var hann í tvö ár forseti þings IMO og formaður Lundúnarsamþykktar um vamir gegn mengun sjávar, þá var hann einnig formaður í nefnd þeirri er fjallaði um öryggismál fiskiskipa á 7. og 8. áratugnum og lagði grunn að alþjóðasamþykkt um öryggi fiskiskipa árið 1977. Siglingamálastofnun ríkisins Árið 1970 er skipaskoðun ríkisins og skipaskráningastofa ríkisins sameinaðar formlega í eina stofnun með lögum frá 12. maí 1970. Lög um Siglingamálastofnun ríkisins. Þarna voru í fyrsta sinn gefin út sérlög um starfsemi stofnunarinnar sjálfrar og þau aðskilin frá lögunum um eftirlit með skipum. Einnig voru þá endurskoðuð lög um eftirlit með skipum, lög um skráningu skipa og lög um skipamælingar. í lögunum frá 1970 var nánar kveðið á um hlutverk stofnunarinn- ar og tiltekin þau ýmsu verkefni sem stofnuninni hafði verið falið að ann- ast. Auknar kröfur um öryggi skipa og áhafna þeirra og mengunarvarn- ir kölluðu á aukna starfsemi Sigl- ingamálastofnunarinnar. Kröfur um öryggi og aðbúnað sjómanna voru auknar auk þess sem stofnuninni voru falin ýmis mál er snertu áhafn- ir skipa, menntun, þjálfun og rétt- indi. Árið 1986 voru lögin um Sigl- ingamálastofnun ríkisins endur- skoðuð þar sem gerðar voru npkkr- ar breytingar á skipulagi og starf- semi stofnunarinnar. Þar segir að hlutverk Siglingamálastofnunar ríkisins sé: 1. Að vera ríkisstjórninni til ráðu- neytis um mál sem eru í verka- hring stofnunarinnar. 2. Að annast eftirlit með nýsmíði skipa, búnaði, breytingum og innflutningi og annað almennt eftirlit skipa skv. lögum um eftirlit með skipum og reglu- gerðum settum skv. þeim. 3. Að annast framkvæmd alþjóða- samþykkta um öryggi manns- lífa á hafinu sem Island er að- ili að 4. Að annast framkvæmd alþjóða- hleðslumerkjasamþykkta sem ísland er aðili að 5. Að ákveða hleðslumerki fyrir fiskiskip eftir nánari reglum er ráðherra setur. 6. Að fylgjast með rannsókn sjó- slysa hjá siglingadómi og sjó- dómi og veita aðstoð við rann- sókn sjóslysa. Rita umsögn um sjópróf til ríkissaksóknara. 7. Áð annast framkvæmd laga um varnir gegn mengun sjávar og reglugerða skv. þeim í samræmi við alþjóðasamþykktir og samn- inga sem ísland er aðili að. 8. Að annast framkvæmd laga og reglna um mælingu skipa svo og mál er varða alþjóðasam- þykkt um mælingu skipa. 9. Að annast framkvæmd laga um skráningu skipa og skýrslugerð um íslenskan skipastól. Ráð- herra getur sett nánari reglur um gerð skipaskrár. 10. Að annast af íslands hálfu sam- starf við alþjóðastofnanir varð- andi þau mál sem eru í verka- hring stofnunarinnar. 11. Að annast framkvæmd laga og reglugerða um kafarastörf. 12. Að annast mál er varða sigl- ingalög og sjómannalög að því leyti sem þau varða skráningu skipa, skip og búnað þeirra, siglingaöryggi og önnur mál sem ráðuneytið kann að fela stofnuninni varðandi siglingar og áhafnir skipa. Með lögunum var landinu skipt í 6 starfsumdæmi með aðalskrifstofu í Reykjavík en umdæmisskrifstofan í hinum umdæmunum, en þau eru Vesturlandsumdæmi, Vestfjarðaum- dæmi, Norðurlandsumdæmi, Aust- fjarðaumdæmi og Vestmannaeyjar. Ráðnir voru fastir starfsmenn við umdæmisskrifstofurnar, umdæmis- stjórar, og sjá þeir um skoðun skipa hver í sínu umdæmi, útgáfu skips- skjala svo og framkvæmd annarra mála í verkahring stofnunarinnar í samráði við aðalskrifstofu, svo sem mengunarvarnir og áhafnamál. Með þessari breytingu var leitast við að samræma og bæta þá þjónustu sem Siglingamálastofnun veitir og færa hana að hluta heim í hérað, þannig að aðilar þurfi í minna mæli að leita til Reykjavíkur með úrlausn sinna mála. Nýmæli í lögunum frá 1986 var stofnun siglingamálaráðs, sem skip- að er af samgöngumálaráðherra en í því sitja fulltrúar hagsmunaaðila en ráðherra skipar formann og vara- formann án tilnefningar. Siglinga- málaráð er ráðgefandi aðili fyrir ráðherra og siglingamálastjóra í málum varðandi Siglingamálstofn- un ríkisins, svo sem setningu reglna Ljósm./Eyjólfur Magnússon F^jörumengun. Myndir teknar í Bitrufirði haustið 1989.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.