Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Múlinn ófær: Mjólkin flutt sjóleið- ina til Olafsfjarðar Ólafsfjarðarmúli hefur verið lokaður frá því á fostudags- Féll milli skips og bryggju: Félögim- um tókst að halda bátnum firá SKIPVERJI af Sigurði Pálma- syni HU-333 féll á milli skips og bryggju er hann var á leið um borð í bátinn, sem lá i Dalvíkurhöfn aðfaranótt laug- ardags. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en varð ekki teljandi meint af. Bjarni Harðarson skipstjóri á Sigurður Pálmasyni HU sagði að skipveijar hefðu verið á leið um borð er einum þeirra hefði skrik- að fótur og fallið í höfnina. Bjami ásamt félaga sínum börðust við að halda bátnum, sem er um 280 tonn að stærð, frá bryggjunni á meðan aðrir náðu í Markúsamet upp á bryggjuna. Eftir nokkrar tilraunir tókst að ná manninu upp í netinu. „Aðstæður vom mjög slæmar, það var hvöss norðanátt og hríð og það var mjög mikið sog í höfn- inni,“ sagði Bjami, en hann og félagi hans sem héldu bátnum frá bryggjunni mörðust all mikið og tognuðu.„En þetta fór allt saman vel í þetta skiptið og við emm afar þakklátir fyrir þá aðstoð sem okkur var veitt af lögreglu, læknaliði og öðmm á Dalvík," sagði Bjami. Skipið hélt aftur á veiðar í gær, en það hafði komið inn til Dalvíkur vegna veðurs á miðun- morgun í síðustu viku og varð af þeim sökum mjólkurlaust í Ólafsfírði á föstudag. Ólafsfírð- ingar sóttu því mjólk sjóleiðina og kom bátur með mjólk til bæjarins seinnipartinn í gær. Valdimar Steingrimsson hjá Vegagerðinni í Ólafsfirði sagði að síðasti bíll sem komist hefði til Ólafsfjarðar áður en Múlinn lokað- ist hefði farið í gegn um kl. 2 aðfaranótt föstudags, en strax um morgun eftir varð ófært. Veðrið var ágætt í gær, að sögn Valdi- mars, en þar sem veðurútlit væri ekki gott sagði hann að líklega yrði ekki mokað strax. „Þetta fer allt eftir veðri, ef veðrið verður ágætt í dag verður líklega mokað, en það spáir illa,“ sagði Valdimar. Mjólkurlaust varð í bænum seinnipart föstudags í síðustu viku, en í gær var bátur sendur af stað að sækja mjólk. Slippstöðin hf.: Morgunblaðið/Rúnar Þór Þátttakendur valdir í Fegurðarsamkeppni Fegurðarsamkeppni Norðurlands verður haldin í Sjallanum á Akureyri föstudagskvöldið 16. febrúar næstkomandi. I keppninni taka þátt sjö stúlkur, frá Akureyri, Ólafsfirði og Hrafnagili. Á úrslitakvöldinu verður boðið upp á hátíðarmatseðil og ýmis skemmt- iatriði, m.a. verða sýnd atriði úr nýrri sýningu sem er af fara af stað í Sjallanum, en í henni koma fram söngvaramir Pálmi Gunnarsson og Erna Gunnars- dóttir. Á myndinni eru þátttakendur í Fegurðarsam- keppni Norðurlands, í efri röð frá vinstri em Bald- vina G. Jónsdóttir, Ásdís Birgisdóttir, Lena Rós Matthíasdóttir og Sólrún Smáradóttir. í neðri röð frá vinstri em Hulda Grímsdóttir, Hrafnhildur Er- lendsdóttir og Guðrún Tinna Thorlacius. Uppsagnir tæplega 25 manna taka gildi um mánaðamótin UPPSAGNIR 20-25 starfs- manna Slippstöðvarinnar hf. taka gildi nú um mánaðamótin og hafa þá um 40 manns hætt störfúm hjá fyrirtækinu frá því öllum starfsmönnum var sagt upp störfúm í byjun nóvember. Sem kunnugt er hafnaði Fisk- veiðasjóður umsókn Meleyrar hf. á Hvammstanga um lán til kaupa á nýsmíðaskipi stöðvar- innar skömmu fyrir jól, en frá þeim tíma hafa samningavið- ALAFOSS. Útsaumur Álafoss hf. býður nú í fyrsta skipti vélprjón- aðar peysur með útsaumuðu „bróderuðu" mynstri. Þessi nýjung hefur hlotið afar góðar við- tökur viðskiptavina innanlands og erlendis. Við leitum því að vandvirku og samvisku- sömu fólki, sém getur tekið að sér að „bródera" peysurnar á tímabilinu febrúar - apríl nk. Hér er um að ræða tilvalið verkefni fyrir einstaklinga eða félagasamtök, hvar sem er á landinu. Nánari upplýsingar veitir Ása Gunnars- dóttir í síma 96-21900 frá kl. 13.00-16.00, frá og með þriðjudeginum 30. janúar. ræður milli Slippstöðvarinnar og Meleyrar verið í gangi og er nú verið að leita leiða til að selja skipið án lánafyrirgreiðslu frá Fiskveiðasjóði. Verið er að skoða það mál í iðnaðar-, við- skipta- og fjármálaráðuneyti. Á opnum stjórnmálafundi á Akur- eyri á sunnudagskvöld kom fram krafa um það frá Heimi Ingimarssyni bæjarfúlltrúa að Vestmannaeyjaferjan yrði smíðuð hjá Slippstöðinni, en það sagði hann að gæti haft úrslita- þýðingu fyrir atvinnulífíð í bæn- um. Gunnar Skarphéðinsson starfs- mannastjóri Slippstöðvarinnar hf. sagði að frá því starfsmönnum var sagt upp störfum í nóvember á síðasta ári hefðu um 40 manns hætt störfum hjá fyrirtækinu og er þá 20-25 manna hópur sem hættir þar störfum um þessi mán- aðamót meðtalinn. Uppsagnar- frestur um 10 starfsmanna Slipp- stöðvarinnar hefur verið fram- lengdur um einn mánuð. „Þetta eru menn sem við viljum endilega halda í upp á framtíðina, menn sem hafa mikla reynslu og sárt væri að missa,“ sagði Gunnar. Þeim verkefnum sem nú er unn- ið að í Slippstöðinni er að Ijúka og engin framundan. Á opnum stjórnmálafundi á Akureyri á sunnudagskvöld, sagði Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins að tryggja yrði að Vestmannaeyjafeijan svokallaða yrði smíðuð innanlands og þá á Akureyri, en það gæti haft úrslita- þýðingu fyrir atvinnulífið í bæn- um. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði á fundinum að sú óvissa sem ríkti um framtíð Slippstöðvarinnar væri mikið al- vörumál, en hann gæti ekki svarað því endanlega hvar feijan yrði smíðuð. Þeim möguleika væri haldið opnum að hún yrði smíðuð innanlands og í því skyni hefði hann lagt til að hún yrði minnkuð frá því sem upphaflega var ráð- gert. Þá sagði hann að fyrirhugað væri að kanna fyrst hvaða verð væri í boði innanlands. Hann sagði vilja fyrir því að feijan yrði smíðuð innanlands, teldu menn sig ráða við þann mismun sem gæti orðið á verði milli innlendra og erlendra skipasmíðastöðva. Talsvert miklu mætti muna í verði svo innlenda tilboðið teldist hagstæðara, eða allt að 15-20%. Morgunblaðið/Rúnar Þór Valt við Furuvelli Fjallabifreið valt við Furuvelli eftir hádegið í gær. Tildrög óhappsins voru þau áð ökumaður hafði ekið upp í snjóruðning og við það valt bfllinn. Ökumaður, sem var einn í bflnum slapp án meiðsla, en bifreið- in skemmdist lítillega. Myndin var tekin þegar fjallabfllinn var réttur af með aðstoð vörubíls með krana. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var helgin róleg, en þó urðu alls sjö árekstrar um helgina og allnokkrar skemmdir á bifreiðum í nokkrum þeirra, en engin meiðsl á fólki. Snjókoma hefur verið undanfama daga og miklir mðningar við götur þannig að þrengsli eru mikil og má rekja fjölda árekstra að einhveiju leyti til þess, þá hefur skyggni einnig verið slæmt vegna veðurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.