Morgunblaðið - 30.01.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 30.01.1990, Síða 33
MORGUNBLA.ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 33 • Hannes Hlífar efstur á skákþingi Skák Karl Þorsteins Hannes Hlífar Stefánsson er í efsta sæti á Skákþingi Reykjavíkur 1990 að afloknum átta umferðum. Hann hefur hlotið 7'A vinning, unnið sjö skákir á mótinu og að- eins gert jafntefli við Þröst Þór- hallsson á meðan Þröstur hefur glutrað hálfum vinningi til viðbótar og er í öðru sæti. Staða efstu manna á Skákþinginu eftir átta umferðir er annars þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson, 7 'A vinning af 8 mögulegum. 2. Þröstur Þórhallsson, 7 vinn- inga- 3. -4. Ámi Á. Ámason, 6 'A vinn- ing. 3.-4. Þröstur Árnason, 6 vinn- inga. 5.-9. Héðinn Steingrímsson, 6 vinninga. 5.-9. Láms Jóhannesson, 6 vinn- inga. 5.-9. Snorri Karlsson, 6 vinn- inga. 5.-9. Steffen Lamm, 6 vinninga. 5.-9. ÖgmUndur Kristinsson, 6 vinninga. Fyrirfram var búist við að bar- áttan um sæmdarheitið Skák- meistari Reykjavíkur 1990 stæði einkum á milli Hannesar og Þrast- ar Þórhallssonar. Sú hefur líka orðið raunin. Hannes hefur ein- beitt sér að skáklistinni undanfar- ið. Hann var á meðal þátttakenda á Evrópumeistaramóti unglinga í Hollandi um ármótin og stóð sig með prýði. Þar lagði hann m.a. að velli sovéska stórmeistarann A. Dreev sem þegar hefur skipað sér á bekk fremstu skákmeistara heims. Taflmennska Hannesar á mótinu nú hefur verið brokkgeng þrátt fyrir velgengnina. Honum hættir til að vera full kæmlaus á tíðum en með útsjónarsemi hefur hann aflað margra vinninga. Keppendur á Skákþinginu eru 106 og tefla allir í einum opnum flokki, ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Það hefur um langt skeið verið þrætuefni hvort rétt væri að tefla Skákþing Reykjavík- ur á einum opnum flokki, eða láta skákstig skipa keppendum í flokka. Kosturinn við opin mót er einkum sá að óreyndir skákmenn fá þar tækifæri til að tef la á móti stigahærri andstæðingum. Af frammistöðu unglinganna að dæma á mótinu nú eiga margir þeirra fullt erindi á sterk skákmót. Tef lt er í hinu glæsilega félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 í Reykjavík. Er óhætt að fullyrða að öll aðstaða til skák- iðkunar hafi tekið stakkaskiptum til hins betra eftir að húsið var tekið í notkun í nóvember sl. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson. Svart: Héðinn Steingrímsson. Griinfeld-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Rf3 — c5, 8. Be2?! Ónákvæmt! Rétt er að færa hrókinn frá skáklínunni al-8 áður en biskupnum er valinn reitur. 8. Hbl - 0-0, 9. Be2 - cxd4, 10. cxd4 - Da5+, 11. Dd2 var meðal annars teflt í 13. einvígisskák Karpovs og Kasparovs í Sevilla 1987. 8. - Rc6,9. Be3 — Bg4,10. e5. Svartur hótaði einfaldlega að vinna peðið á d4. Ef hrókurinn stæði á bl væri undir slíkum kring- umstæðum hægt að leika d5. 10. - 0-0, 11. 0-0 - cxd4, 12. cxd4 - Dd7, 13. Dd2 - Had8. Eðlilegra var að velja hinum hróknum reit á d8 og leika síðan biskup til e6 og d5. 14. Hfdl - f6, 15. Bc4+. Hvítur hefur í huga skemmtilega áætlun sem tæplega stenst þó ýtrustu gæðakröfur. Betra er að leika 15. exf6, en ljóst er að hlut- skipti hvíta liðsstjórnandans verð- ur þá að reyna að jafna taflið. 15. - Kh8, 16. e6?l - Bxe6. 16. - Dc8! var nákvæmara. Eftir 17. De2 — Bxe6, 18. d5 - Ra5, 19. Hacl — Rxc4, 20. Hxc4 — Dd7 hefur svartur sælu peði meira. 17. d5 - Dc7, 18. Del! 18. - Re5. ■ b , c d • l o h Hvítur lumar á skemmtilegum leik eftir 18. - Ra2 nefnilega 19. d6! Samt var sá möguleiki betri enda er staðan eftir 19. - Hxd6, 20. Hxd6 — Bxc4, 21. Hddl mjög óljós. Nú fær svartur erfiða stöðu. 19. Rxe5 - fxe5, 20. Hacl - Bd7, 21. Db4! Hannes Hlífar Stefánsson Það ber að varast gildrumar. 21. Bxa7? - b5! 21. - Be8, 22. Bb3 - Dd7, 23. Bxa7 — Bf7? Taflmennska svarts er of róleg. Með markvissum leikjum öðlast Hannes yfirburðastöðu og vinnur sannfærandi úr þeim yfirburðum. 24. h3 - Bf6, 25. Bc5 - Bg5, 26. Hc3 - Hc8, 27. Ba4 - Dc7, 28. Hdd3 - Bg8?, 29. d6! - exd6, 30. Bxd6 - Df7, 31. Hf3 - Bf6, 32. Bxf8 - Hxf8, 33. Bb3 - Dg7, 34. Hc7 - Dh6, 35. Bxg8 - Kxg8, 36. Dc4+ - Kh8, 37. Hf7 og svartur gafst upp. Skákkeppni stofhana og fyrirtælqa 1990 Skákkeppni stofnana og fyrir- tækja 1990 hefst í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 í A-riðli mánudaginn 5. febrúar kl. 20 og í B-riðli 7. febrúar kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir eft- ir Monrad-kerfi í hvorum riðli. Umhugsunartími er ein klukku- stund á skák fyrir hvem kepp- anda. Þátttöku í keppnina má til- kynna í síma Taflfélagsins næstu kvöld á milli kl. 20-22. Lokaskrán- ing í A-riðli er 4. febrúar og B- riðil 6. febrúar. ■ MORG UNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýs- ingu frá Dr. Sigrúnu Stefáns- dóttur og Gísla Reynissyni: „Dr. Sigrún Stefánsdóttir og Fjöl- miðlaskóli Islands vilja koma eftir- farandi athugasemd á framfæri vegna auglýsinga Fjölmiðiaskóla íslands í blöðum undanfarið um væntanlegt nám í fjölmiðlafræði á háskólastigi svo og um styttri nám- skeið á vegum skólans. Þar segir með myndskreyttum texta að Sigr- ún Stefánsdóttir sé forstöðumaður Fjölmiðlaskólans. Þessi auglýsing hefur nú birst allnokkrum sinnum í blöðum og greinilega vakið at- hygli og ýmsar spurningar. Hið rétta er að Sigrún Stefánsdóttir hafði í upphafi í huga að vera for- stöðumaður skólans en vegna mik- illa anna í starfi sá hún sér það ekki fært. Hún var þá ráðin sem ráðgjafi til skólans og var starfsvið hennar þá eingöngu að gefa gófy ráð á fundum með forráðamönnum skólans einu sinni til tvisvar í mán- uði. Áður hafði Sigrún unnið að drögum að uppbyggingu námsins í tímavinnu. Fjölmiðláskólinn vill hér með biðja Sigrúnu afsökunar fyrir öll þau óþægindi sem af þessu hafa hlotist. Vegna þeirra óþæginda sem Sigrún Stefánsdóttir hefur orðið fyrir vegna þeirra villandi upplýs- inga sem komu fram í fyrrgreindum auglýsingum hefur hún ákveðið að hætta sem ráðgjafi skólans og sem kennari. Þrátt fyrir þá ákvörðun vill Sigrún óska Fjölmiðlaskóla ís- lands alls hins besta í framtíðinni." ■ STEF- ÁN E. Pet- ersen hefur leikið fyrir gesti undan- farið á veit- ingahúsinu Mandarinin, við Tryggva- götu, og mun leika þar næstu helgar frá fimmtu- Stefán E. Pet- dagskvöldi til ersen. sunnudags- kvölds. 5JÁLFSTIEÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk á Höfn Almennur félagsfundur verður í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 30. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Sveitarstjórnakosningar að vori. Ákvörðun tekin um aðferð við röðun á framboðslista flokksins. Stjórnin. Kópavogur - opið hús Opið hús verður í Sjálfstaeðishúsinu Hamraborg 1, 3. hæð, miðviku- daginn 31. janúar milli klukkan 17 og 19. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í prófkjörinu mæta. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Stjórnin. Huginn - Garðabæ Málefnahópar um bæjarmál Stefnumál Hugins FUS fyrir bæjarstjórnakosningarnar verða rædd og mótuð á opnum fundum dagana 30.-31. janúar. Málefnahóparnir eru opnir öllum félögum og stuðningsfólki. Ekki þarf að skrá sig í hópana fyrirfram. Hóparnir hittast á Lyngási 12. Þriðjudagur 30. janúar kl. 20.00. [þrótta- og æskulýðsmál. Hóp- stjóri Már Másson. Skóla- og umferðarmál. Hópstjóri Halldór Steinn Steinsen. Miðvikudagur 31. janúar kl. 20.00. Skipulags- og húsnæðismál. Hópstjóri Börkur Gunnarsson. Félagsmál og umhverfismál. Hóp- stjóri Almar Guðmundsson. Málefnastarfinu er ætlað að leiða i Ijós hvaða mál það eru sem ungt sjálfstæöisfólk mun setja á oddinn. Þetta er kjörið tækifæri fyrir félagsmenn til að hafa raunveruleg áhrif. Stjórnin. Mosfellingar Almennur félagsfundur Sjálfstæðisfélags Mosfellinga verður haldinn 30. janúar kl. 20.30 í félagsheimilinu, Urðarholti 4. Fundarefni: Lagður fram framboöslisti til komandi bæjarstjórnakosninga. Önnur mál. Félags- og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins Staður: Keflavík, Hringbraut 92 Seinni hluti. Þriðjudagur 30. janúar: Kl. 18.00-19.30: Stjórnskipan og stjórn- sýsla: Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur. Kl. 20.00-22.00: Útbreiðslu- og kynningarmál Sjálfstæðisflokksins: Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri. Miðvikudagur 31. janúar: Kl. 18.00-19.30. ísland á alþjóöavett- vangi: Sveinn Loftsson, lögfræðingur. Kl. 20.00-22.00: Ræöumennska: Gísli Blöndal, markaðsstjóri. Fimmtudagurlnn 1. febrúar: Kl. 18.00-19.30 Sveitastjórnarmál: Ell- ert Eiriksson, bæjarfulltrúi. Kl. 20.00-22.00 Pallborðsumræður -. Sjálfstæðisflokkurinn: Ellert Eiríksson, Jónlna Guðmundsdóttir, Árni Ragnar Árnason o.fl. Laugardagur 3. febrúar: Kl. 19.30 Skólaslit: Glaumbergi. Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna I Kópavogi verður í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1,3. hæð, miövikudaginn 31. janúar kl. 21.00 stund- víslega. Mætum öll. Stjórnin. Klúbbur ungra sjálfstæðismanna af landsbyggðinni Stjórnarfundur verður haldinn i Valhöll, þriðjudaginn 30. janúar kl. 21.00. Allir félagar velkomnir. Stjórnin. Trésmíðameistari Get bætt við mig alls konar vinnu, s.s. skipta um glugga, aðstoð við fyrirtæki, viðhald og breytingar, o.fl. o.fl. Símar 20367 - 14068. Árni Jónsson. Wélagslíf I.O.O.F. Rb. 4 = 1391308 - E.l. □ EDDA 59903017 -1 Frl. Atkv. □ EDDA 59903017 = 1 I.O.O.F. 7 = 1711317 = Þb. □ HELGAFELL59901307 VI 2 Skyggniiýsingafundur Þórhallur Guðmundsson miðill heldur fund í Skútunni, Dals- hrauni 14, Hafnarfirði, miðviku- daginn 31. janúar kl. 20.30. Hús- ið opnað kl. 19.30. Miöar seldir við innganginn. KfUM&KFUK 1899 199» •0 ár fyrir KsbuuUnds A.D.-K.F.U.K. Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. Starf Hjálpræð- ishersins. Gestir fundarins verða Anne M. Reinholdtsen og Anne G. Eide Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.