Morgunblaðið - 30.01.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.01.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30.' JANUAR 1990 27 Mývatnssveit: Atjáii tíma ferð úr skála í Kistufelli Björk, Mývatnssveit. FJORIR menn úr Mývatnssveit hrepptu versta veður í árlegri ferð í Kistufell norðan í Vatnajökli. Megintilgangur ferðarinnar var að lesa af ísmælingastöngum fyrir Landsvirkjun. Fjórmenningarnir, þeir Hörður Sigurbjamarson, Leifur Hallgríms- son, Stefán Gunnarsson og Sævar Kristjánsson, héldu af stað héðan úr Mývatnssveit miðvikudaginn 17. jan- úar klukkan 18. Farið var á tveimur fjallabílum, Toyota Hi-Lux og Rússajeppa, á stórum dekkjum. Einnig voru hafðir með í ferðinni þrír vélsleðar sem f luttir voru á vögn- um. Haldið var sem leið liggur inn að Gáska en svo heitir foss í Grafar- landaá. Þar var slegið upp tjöldum og gist um nóttina. Á fimmtudags- morgun var ekið suður fyrir Herðu- Leiðrétting í þættinum Úr myndasafni Ólafs K. Magnússonar í síðasta sunnu- dagsblaði var farið rangt með nafn eins í liði Skagamanna. Sagt var að leikmaður lengst til hægri í aftari röð væri Helgi Björgvinsson, en hið rétta er að hann heitir Kristján Sig- urjónsson. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. breiðarlindir. Þar voru sleðarnir teknir af vögnunum og bílarnir skild- ir eftir. Síðan var haldið áfram á vélsleðunum rakleiðis í Kistufell en þá var komið myrkur og veðrið farið að versna. í Kistufelli er skáli sem Slysavarnafélag íslands og björgun- arsveitin Stefán í Mývatnssveit eiga. Á föstudag var slæmt veður, snjó- koma og lítið skyggni. Var því að mestu haldið kyrru fyrir í skálanum. Að morgni laugardagsins var kom- ið allgott veður. Fljótlega gekk að ljúka þeim verkefnum sem fyrir lágu og síðan lagt af stað heimleiðis. Ekið var á sleðunum að bílunum sem skildir voru eftir sunnan Herðubreið- arlinda. Allmikið hafi snjóað á þess- um slóðum, færi mjög þungt og sein- farið fyrir bílana. Síðdegis skall á ofsaveður þegar komið var norður fyrir Grafarlönd, með miklum skaf- renningi svo vart sá út úr augum. Þó töldu ferðalangamir sig hafa haft nokkurt gagn af vegstikum. Heim komust þeir klukkan 6.30 á sunu- dagsmorgun eftir 18 klukkustunda ferð úr Kistufelli. „ . ... Kristjan Suðureyri: Rafiuagnslaust í Stað- ardal í sólarhring Suðureyri. RAFMAGN fór af Staðardal um hádegísbil á föstudag og var raf- magnslaust þar á tveimur bæjum í um sólarhring. Starfsmenn Orku- búsins urðu þar veðurtepptir í við- gerðarleiðangri. Það var um kl. 14 á föstudag sem raflínan í Staðardal bilaði og raf- magn fór þar af á tveimur bæjum. Viðgerðarhópur frá Orkubúi Vest- fjarða brá skjótt við og fór á snjóbíl frá Suðureyri til viðgerða. Fara varð fyrir Spilli sem er illfær leið á þessum árstíma, gekk ferðin þó vel og fannst bilunin fljótlega. Voru þá sóttir vara- hlutir út á Suðureyri og haldið í Stað- ardal aftur. En þá hreppa þeir hið versta veður, norðaustan storm með snjókomu. Eftir þó nokkum þæfing komust þeir heim að öðmm bænum og urðu að láta þar fyrir berast um nóttina. Viðgerð fór svo fram á há- degi á laugardag þegar veðrinu hafði slotað nokkuð. Tók ferðin því tæpan sólarhring en að sumarlagi er þetta tíu mínútna keyrsla. - Sturla FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 1 29. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 98,00 87,00 95,56 10,498 1.003.176 Þorskurfósl.) 88,00 72,00 79,11 3,069 Ýsa 130,00 104,00 115,21 8,371 964.456 Ýsa(ósl-) 95,00 83,00 88,75 0,649 57.599 Steinbítur 84,00 80,00 82,78 0,877 72.596 Karfi 70,00 46,00 48,47 63,492 3.077.373 Langa 68,00 68,00 68,00 0,347 23.596 Lúóa 550,00 260,00 327,10 0,635 207.710 Keila 41,00 40,00 40,74 2,930 119.370 Hrogn 300,00 300,00 300,00 0,014 4.200 Samtals 63,49 91,284 5.795.790 1 dag verður m.a. seldur karfi úr Rán HF og óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 92,00 79,00 89,51 8,785 786.305 Þorskur(ósL) 80,00 63,00 71,81 2,725 195.685 Ýsa 125,00 60,00 119,84 3,449 413.330 Ýsa(ósl.) 120,00 50,00 100,44 3,393 340.783 Karfi 59,00 59,00 59,00 0,028 1.652 Ufsi 55,00 ■ 55,00 55,00 4,682 257.510 Hlýri+steinb. 80,00 59,00 70,19 0,182 12.774 Langa 56,00 52,00 54,99 0,286 15.728 Lúöa 540,00 310,00 402,71 0,181 72.690 Samtals 86,76 24,614 2.135.499 í dag verða m.a. seld 35 tonn af ufsa úr Ásgeiri RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 86,00 64,00 74,00 11,231 831.126 Ýsa 90,00 90,00 90,00 0,048 4.320 Ýsa(ósl.) 105,00 84,00 102,18 0,805 82.253 Karfi 45,00 42,00 42,20 0,715 30.152 Ufsi 42,00 42,00 42,00 1,449 60.858 Steinbítur 65,00 65,00 65,00 0,190 12.350 Langa 41,00 41,00 41,00 0,015 615 Lúða 500,00 300,00 442,31 0,078 34.500 Skarkoli 71,00 71,00 71,00 0,049 3.479 Samtals 73,30 29,776 2.182.486 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 22. til 26. janúar. Þorskur 87,38 17,273 1.509.319 Ýsa 207,24 2,582 535.096 Ufsi 88,72 77,116 6.841.548 Karfi 106,06 476,630 50.550.334 Grálúða 124,22 24,979 3.102.878 Samtals 102,49 626,481 64.206.386 Selt var úr Ögra RE 22. jan., Hegranesi SK 24. jan„ Víði HF 25. jan. og Sæborgu RE 26 jan. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Þjónustumiðstöð Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem nú er verið að byggja. Akranes: Þjónustumiðstöð byggö við fjölbrautaskólann Akranesi. NU er unnið að byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Samningur varðandi þessa bygg- ingu var undirritaður af Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra, fyrr í vetur. Mjög þröngt hefiir verið um starfsemi skólans á undanfornum árum, enda hefiir starfsemin þanist út. Horfir því til mikilla bóta með tilkomu þessa húss. Verktaki á að skila bygg- ingunni fokheldri síðar á þessu ári og áformað er að taka það i notkun árið 1991. Framkvæmdir við þessa bygg- ingu hófust á síðasta ári og hafa þær gengið mjög vel. Nýja bygg- ingin rís á lóð skólans milli aðal- byggingar og verknámshúss og verður hún nær 1800 fm að flat- armáli. Gert er ráð fyrir að byggingin hýsi mötuneyti fyrir nemendur, samkomusal, aðstöðu fyrir félags- starf nemenda og kennarastofu, svo og aðstöðu annars starfsfólks. Húsnæðið sem hýsir nú þessa starfsemi í skólanum verður að mestum hluta tekið undir kennslu- stofur. Tilkoma þessarar bygging- ar mun bæta alla aðstöðu þeirra 200 utanbæjarnemenda sem stunda nám á Akranesi. Gert er ráð fyrir að kostnaður við byggingu þessa húsnæðis verði um 187 milljónir króna, en þar hefur ríkisvaldið skuldbundist til að greiða 74,1%. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 34 millj- ónir króna. Alls standa 33 sveitar- félög á Vesturlandi að byggingu hússins ásamt ríkissjóði. - J.G. Borgarfjörður: Orkustofiiun borar þrjár rannsóknaholur Hvannatúni í Andakíl. Á síðastliðnu ári lauk Orkustofnun að mestu tveggja ára verkefni vegna rannsókna á náttúrulegum aðstæðum til fiskeldis í Lundar- reykjadalshreppi og Skorradalshreppi. Nokkur árangur kom í ljós, sérstaklega í Lundarreykjadal. viðnámsmælingar gáfu til kynna, að vonast mætti eftir meiri hita á um 100 m dýpi. Hreppsfélögin greiða kostnað á móti jarðhitadeild Orkustofnunar, en ólíklegt er að ráðist verði í fisk- eldi að sinni, eftir að aðstæður til fiskeldis hafa svo mjög breyst frá því að athuganir þessar voru ákveðnar. - D.J. Maður slasað- ist í bílveltu MAÐUR slasaðist nokkuð þegar bifreið sem hann ók valt á Suður- landsbraut um klukkan 5 í gær- morgun. Maðurinn ók bifreið sinni, Ránge Rover-je_ppa, vestur Suðurlands- braut. Á móts við Hallarmúla ók hann upp á barð við götuna, með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Við veltuna kastaðist maðurinn út úr bílnum og slasaðist nokkuð. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Telpa fyrir bíl TÍU ára telpa varð fyrir bifreið í Mosfellsbæ í gær. Slysið varð í Reykjabyggð um klukkan 14. Telpan var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar voru. ekki talin alvarleg. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Borað í bröttu gili fyrir ofan Hreppslaug við erfiðar aðstæður. Sumarið 1988 voru gerðar við- námsmælingar í efri hluta Lundar- reykjadals og við Hreppslaug í léit að vatnsleiðandi lóðréttum jarðhita- sprungum. Eftir þær kannanir voru boraðar þijár holur í desember síðastliðnum. í gilinu fyrir ofan Hreppslaug var borað niður í 66 m djúpan jökulleir án verulegs árang- urs. Hjá Snartarstöðum í Lundar- reykjadal var árangur nokkuð góð- ur, því á 60 m dýpi mældist um 70 gráðu hiti, hjá Þverfelli var hit- inn um 25 gráður í botni 60 m holu. Athuganir á köldu vatni í sam- bandi við magn og efnisinnihald lofa góðu fyrir fiskeldi á bæjunum í Lundarreykjadal, en við Efri- Hrepp verður að bora dýpra, því Eldur í veitinga- húsinu Argentínu ELDUR kom upp í rusli undir húsvegg veitingastaðarins Arg- entínu við Barónsstíg á áttunda tímanum á sunnudag. Hann læstist í veg og þak hússins, en slökkviliðið réði niðurlögum hans fljótt og urðu skemmdir mestar utanhúss. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn klukkan 7.23. Þegar að var komið logaði eldur í sorptunnu við vegg hússins og hafði læst sig í vegg og þak. Eldurinn var fljót- slökktur, en ijúfa þurfti vegg og þak yfir inngangi. Nokkur reykur komst inn í veitingahúsið, en skemmdir að öðru leyti voru aðal- lega utanhúss. Ekki er talið ólík- legt að um íkveikju hafi verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.