Morgunblaðið - 30.01.1990, Side 36

Morgunblaðið - 30.01.1990, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 30. JANÚAR 1990 36 Afitnæliskveðja: Armann Kr. Einars- son rithöfiindur Ég var minntur á það í gær að einn af allra bestu vinum mínum og samstarfsmönnum, fágætur úr- valsmaður, Ármann Kr. Einarsson kennari og þjóðkunnur rithöfundur, ætti merkisafmæli þann 30. janúar nk. Hann verður þá 75 ára gamall. Á þessum merku timamótum í lífi hans er mér bæði ljúft og skylt að senda honum kveðju og heillaóskir. Æsku- og uppvaxtarárin eru unaðslegur tími í huga allra hraustra og áhugasamra ung- menna. Á næstum því hverri stundu mætir þeim ný og oft merk og eftirminnileg reynsla sem vekur gleði, undrun og spum, og lífíð með fjölbreytni sína og fegurð nátt- úrunnar verður í hugum þeirra eins og yndislegt ævintýri. Oftast verða þó skólaárin einn allra minnisstæðasti tími í lífi þeirra og mótar þau mest í átt til þeirra framtíðarstarfa sem þau velja sér. Þegar árin færast yfir, birtast þau jafnan í hillingum og fegurð æsku- áranna. Kynni okkar Ármanns urðu fyrst í Kennaraskóla íslands. Við vorum ekki sambekkingar, hann var einu ári á eftir mér, en við tengdumst brátt traustum vináttuböndum. Þau námsár eru okkur ógleymanleg og höfðu mjög mótandi áhrif á okkur báða undir traustri stjórn hins vitra og víðsýna Ijúfmennis, Freysteins Gunnarssonar skólastjóra, og ágætra kennara hans. Þegar leiðir skildu í skólanum varð vík á milli vina um aillangt árabil, hvorki meira né minna en 24 ár samtals. Við störfuðum alltaf sinn á hvoru landshorni. Engu að síður fylgdumst við hvor með öðr- um, skiptumst á kveðjum og hitt- umst á fundum kennara. Var þá jafnan margt spjallað og slegið á létta strengi. Á þessum árum var mér mikil ánægja að fylgjast með glæsilegum rithöfundarferli Ár- manns. Hann vakti strax athygli í skóla fyrir óvenjulega ritleikni, og gaf meira að segja út fyrstu bók sína, Vonir, á skólaárunum. En á þessu árabili, sem við gátum ekki haft náin samskipti, sendi hann frá sér margar bækur, ég held 16, og með þeim vann hann sér strax sess sem einn af allra bestu höfundum okkar, er skrifað hafa fyrir böm og unglinga. Þegar ég varð að flytja með fjöl- skyldu mína til Reykjavíkur vorið 1960 og gerðist kennari við Kenn- araskóla Islands, síðar KHÍ, tókum við Ármann að sjálfsögðu upp vin- arþráðinn að nýju. Síðan höfum við haft einkar náin og margvísleg félagsleg samskipti, sem hér er ekki hægt að rekja, og átt ógleym- anlegar samverustundir á heimilum hvors annars. Ármann er fæddur í Neðradal í Biskupstungum 30. janúar 1915. Foreldrar hans voru Einar bóndi þar Grímsson og kona hans, Krist- jana Kristjánsdöttir. Hann ólst upp í stórum systkinahópi á miklu menningarheimili við öll venjuleg sveitastörf þeirra tíma. Ármann lýs- ir uppvaxtarárum sínum á einkar athyglisverðan og skemmtilegan hátt í bók sinni „Lagt út í lífið“, er kom út 1985, og skal hér vísað til hennar. Að loknu skyldunámi var hann tvo vetur við nám í íþróttaskólanum í Haukadal og lauk þaðan prófi 1931. Þaðan lá leiðin í Kennara- skóla íslands og þar lýkur hann kennaraprófi 1937. Síðar bætti hann oft við nám sitt og fæmi sem kennari með því að sækja mörg námskeið bæði heima og erlendis. Má þar m.a. nefna námskeið í Askov sumarið 1938, nám í Kenn- araháskólanum í Kaupmannahöfn veturinn 1962-63, námskeið í dönsku í Ry í Danmörku 1973, í bókasafnsfræðum í KHÍ 1974 og í umferðarfræðslu á Laugarvatni 1976. Svo sem geta má nærri, af því sem hér er sagt, _ hefur kennsla verið aðalævistarf Ármanns. Hann kenndi við nokkra skóla og var auk þess fáein ár lögregluþjónn 1 Reykjavík næstu tíu árin að loknu kennaraprófi. Því næst er hann skólastjóri barnaskólans á Álftanesi 1948-54, kennari við Austurbæjar- skólann í Reykjavík 1954-55 en síðan kennari við Hlíðaskólann í Reykjavík samfellt frá 1955 til 1979. En svo vinsæll og eftirsóttur er Ármann sem skólamaður, að hann hefur síðan verið stundakenn- ari við Hlíðaskóla allt til þessa. Af því má sjá, að Ármann hefur verið starfandi kennari lengur en flestir aðrir sem ég þekki eða um það bil hálfa öld. Jón Hjálmar Sveinsson vUmræða um hermál á Islandi hefiir ætíð ein- kennst af því að menn forðast skilgreiningar, heilsteyptan, rökrænan málflutning, siðferðileg sjónarmið og persónu- lega ábyrgð.“ setja þá með sem stystu millibili. Með gervihnöttum og könnunar- heimsóknum í flotastöðvar mætti sjá um þetta. Með fækkun báta ykist álag á áhafnir vegna aukinna nýtingarkrafna og um leið hætta á slysum. Það er ekki hægt að tala um gráður öryggis í sambandi við kjarnavopn, hvott sem þau eru fleiri eða færri, því þau eru í eðli sínu óörugg. Vilji Sovétmanna til afvopnunar á höfunum er athygl- isverður því að sovétflotinn er ein- mitt byggður upp kringum kjarna- vopn. Einungis á síðari árum hefur hann náð styrk til annarra hlut- verka. Afvopnun, betri herir I bréfinu er því haldið fram að við samdrátt herafla muni hernað- Langflestir láta nægja að rækja aðalstarf sitt og þær skyldur sem hvíla á góðurn heimilisföður, og það hefur Ármann gert hvort tveggja með fágætri prýði. En Ár- mann hefur óvenjulegt starfsþrek og er í raun hamhleypa til allra verka. Það vekur því undrun og aðdáun þeirra- sem þekkja hann hve miklu hann hefur afkastað utan tímafrekra aðalstarfa. Hann stundaði leigubílaakstur sem sumarstarf í tæpa tvo áratugi. Hann hefur verið virkur í ýmsum félagsmálum, m.a. einn af stofnend- um Félags íslenskra rithöfunda 1945 og í stjóm þess 1959-72, formaður frá 1979-82, varaform. Rithöfundasambands Islands frá stofnun 1972-74, í rithöfundaráði sem kosið var á Listamannaþingi 1974, og unnið að öldrunarmálum síðustu árin, svo að eitthvað sé nefnt. En langmestu afrek hans utan aðalstarfs eru þó afköst hans sem rithöfundar. þau em með algjörum ólíkindum. Hér er engin leið að rekja ritstörf hans nákvæmlega, það yrði alltof langt mál. Ég get hér aðeins nokkurra atriða. Mér telst svo til að Ármann hafi skrifað rétt um 40 bækur, nær allar fýrir börn og unglinga. Marg- ar söguhetja hans hafa notið mik- illa vinsælda á undanförnum árum og áratugum, enda hefur hann ótvírætt unnið sér sess sem einn af allra bestu barna- og unglinga- bókahöfundum okkar. Ysmar bóka hans hafa verið gefnar út erlendis, t.d. á öllum Norðurlöndunum nema Finnlandi, og einnig í Þýskalandi og Rússlandi. Þá hefur Ármann einnig samið nokkur leikrit, sem vakið hafa verð- skuldaða athygli. Og Arnabókunum breytti hann í leikgerð fyrir útvarp. Urðu það alls 35 þættir, sem fluttir vora hér heima og í Svíþjóð. Það var Ármanni mikið gleðiefni að Bókaútgáfan Vaka-Helgafell bauðst til að gefa út ævintýrabæk- ur hans í nýrri og glæsilegri út- gáfu. Hefur forlagið nú þegar gefið argeta bandalaganna ekki minnka veralega því að miðað sé við magn, gömlum vopnum verði eytt og ný tekin í notkun. Að sjálfsögðu verður það gert og hefði verið gert þó að ekki hefði komið til afvopnunar. Sóknarkraftur mun hinsvegar minnka verði um fækkun í fasta- herjum að ræða og þó að búnaður batni þarf alltaf að endumýja hann í sókn, nokkuð sem reynast myndi erfitt hafi hömlur verið lagðar á birgðir. Enn segir í bréfinu: „ís- lensk stjórnvöld ættu nú að feta í fótspor Finna og fela sérfræðingum sínum að meta áhrif þeirra breyt- inga sem fyrirsjáanlegar era vegna samninga í Vínarborg og Genf á íslensk öryggismál og huga að þeim þætti.“ Þeir sem hér mun vísað til sem „sérfræðinga íslenskra stjórn- valda“ eru tveir landherskólaðir menn, annar með tveggja ára starfsreynslu, hinn enga og einn stjórnmálafræðingur með reynslu sem fréttamaður. Þessir þrír félags- greinamenntuðu en tæknilega ófróðu og faglega reynslulausu menn vöru sérstaklega ráðnir til að sinna varnar- og öryggismálum. Hingað til hefur ekkert komið frá þeim sem fjallað hefur um öryggis- mál á íslenskum forsendum og reyndar ekkert sem hallar á það sem bandarískir embættismenn og hermenn, í trássi við _ alþjóðlegar samskiptareglur, segja íslendingum að skoða sem íslenska þjóðarhags- muni. í bréfinu er rætt um „öryggi Finnlands“ sem þá virðist af Mbl. álitið umtalsvert þrátt fyrir að Finnar hvorki leyfi erlendan her á landi sínu né séu aðilar að hernaðar- bandalagi. Evrópsk viðhorf Þann 1. ágúst 1988 birtist viðtal í Der Spiegel við Alfred Herrhausen bankastjóra vegna sameiningar Daimler-Benz og MBB, en 10% framleiðslu samsteypunnar ' eru hergögn og sér hún um þriðjung pantana vestur þýska hersins. Herrhausen sem sat í stjórn sam- steypunnar sagði að stjórnmálaþró- Reykhólabréf eftir Jón Hjálmar Sveinsson Þann 10. desember 1989 birtist nafnlaust Reykjavíkurbréf í Morg- unblaðinu um breytingar í Evrópu, hermál og ísland. Það segir m.a.: „Finnar hafa haldið þannig á sínum málum að enginn efast um vilja þeirra til að vetja eigið land ef til hemaðarátaka kæmi.“ Öðravísi mér áður brá. Morgunblaðið hefur oft fjallað um meintan undirlægju- hátt Finna: finnlandiseringu og tekið hlut þeirra sem víti til varnað- ar. Horft hefur verið fram hjá því að frá því að Finnland varð sjálf- stætt hefur það aldrei verið her- numið og aldrei notið utanaðkom- andi stuðnings gegn innrásarheij- um. Finnskar hervarnir, Suomen Puolustusvoimat, hafa staðið fá- tækar, fámennar en hæfar og reiðu- búnar. Eftirlit í samhengi Uppistaða bréfsins er sú skoðun að þrátt Jyrir afvopnun sé óbreytt ástand á íslandi þarft og ef eitthvað sé þá þurfhneiri umsvif bandarísks hers hér. I hernaði þarf að finna fjandmanninn, fylgja honum eftir og drepa. Tveir fyrstu þættirnir era í daglegri umræðu skildir frá og ranglega stillt upp sem bráð- nauðsynlegu en meinlausu athæfi. En vopnaburður og þar með þjóð- legar hervarnir eru ekki nauðsyn heldur siðferðilegt val sem hver þegn verður að gera upp við sig. Hernaðarieg upplýsingaöflun þ.e. títtnefnt eftirlit er í eðli sínu jafn- óaðskiljanlegur hluti hervarna og byssur. Því aðeins yrði eftirlitið meinlaust að upplýsingunum yrði ekki aflað eftir hernaðarlegum leið- um og þeim yrði haldið frá hernum á meðan þær væru nýjar, nokkuð sem virðist tilgangslítið ætli menn heijum eitthvað hlutverk á annað borð. Menn vilja varnir en ekki heri, eftirlit en ekki vopn, ekki her á friðartímum en her á stríðstímum eins og árangur beri að segja: verði ljós. Menn vilja teljast ábyrgir, raunsæir en taka ekki siðferðilegar ákvarðanir, staðreyndum er ætlað að leiða af sér ákveðið hegðunar- mynstur. í ótta um eigin sannfær- ingu er vanhirtum skoðunum stillt órökstutt upp, þær kallaðar stað- reyndir, síðan er þeim ætlað að leiða af sér niðurstöð í líki meints náttúrulögmáls. Varðveisla sömu möguleika Reykjavíkurbréfið ber fyrir sig Fínna og segir að með fækkun kjarnorkukafbáta „myndi athyglin fyrr beinast að Norður-Evrópu og höfunum umhverfis hana þegar ákvarðanir yrðu teknar um kjarn- orkuvopn". Meginkjarnavopn stórveldanna eru í formi langdrægra flauga í byrgjum á 'landi, í fallsprengjum langdrægra flugvéla og í flaugum í kafbátum. Þar sem ekki eru fyrir- sjáanlegar framfarir í kafbátaleit- artækni þá eru kafbátar enn auð- faldastir og því öruggastir kjarn- orkuvopnabera. Þeim verður ekki lagt nema samkomulag um algera útrýmingu kjamavopna liggi fyrir. Á meðan verður þeim því aðeins fækkað að dregið verði úr kafbáta- eftirliti (m.a. frá íslandi) þannig að líkurnar fyrir því að þeir geti skot- ið, áður en þeir sjálfir finnist og séu skotnir, verði eftir sem áður svipað- ar og í dag. En áfram yrðu þeir ekki aðeins í N Atlantshafi heldur dreifðir og því langdrægari sem flaugarnar eru þeim mun stærra verður felusvæðið. Markmið eftirlits með afvopnun yrði að fylgjast með hve margir vopnaberar (bátar) væru til af hverri gerð, hve margir væru í rekstri og hvaða vopnum þeir væru búnir en ekki að stað- út sjö þeirra og nefnir flokkinn Ævintýraheim Ánnanns. Tæpast þarf að taka fram, að Ármann hefur skrifað fjölda greina um ýmis efni í blöð og tímarit. . . Já, það er vissulega með ólíkindum hve Ármann hefur afkastað miklu í tómstundum sínum. Ármann hefur hlotið margs kon- ar viðurkenningu fyrir ritstörf sín. Ég nefni hér aðeins fernt: Eftirsótt norsk verðlaun, Solfuglsverðlaunin, 1964 fyrir bókina Víkingaferð til Surtseyjar, verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1978 fyrir bókina Ömmustelpu, heiðursfélagi Félags ísl. rithöfunda 1982, og loks sjálfa fálkaorðuna úr hendi forseta ís- lands 1980. Þá hlýt ég að geta að lokum í tengslum við rithöfundarstörf Ár- manns, að þegar hann varð sjötug- ur 1985 beitti hann sér fyrir stofn- un verðlaunasjóðs. Fjölskylda Ár- manns og Bókaútgáfan Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins kr. 200.000,00. Megintilgangur hans er að stuðla að auknu framboði íslensks úrvalslesefnis handa æsku landsins. Þessum tilgangi hyggst sjóðurinn ná með því að efna árlega til sagnakeppni og örva þannig fólk til þess að skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Höfundur besta hand- rits að mati dómnefndar sjóðsins hlýtur svo íslensku barnabókaverð- launin. Þessi verðlaunasjóður vakti strax mikla athygli og hefur árlega feng- ið mörg handrit til umfjöllunar nær eingöngu frá ungu fólki, sem er að hefja feril sinn sem rithöfund- ar. Á næsta vori verða verðlaun úr sjóðnum veitt í fimmta sinn. Það er Ármanni mikið gleðiefni hve stofnun sjóðsins hefur verið tekið vel og hve margir nýir höfundar hafa komið fram og lagt inn hand- rit í keppnina. Telur hann að sjóður- inn hafi þegar borið umtalsverðan árangur eins og að var stefnt. Ármann hefur verið hamingju- samur í einkalífi sínu, annars hefði hann ekki heldur getað afkastað eins miklu og raun ber vitni. Góð unin myndi lækka hlutfall hergagna í framleiðslunni, það væri von sín og hefði þegar gerst að marki. Þá væri afvopnun hagsmunamál allra borgara V-Þýskalands og vægi það þyngra en sá hagnaður sem samst. hefði af hergögnum og myndi þetta verða virt af stjórnendum. Sautjánda nóv. 1989 birti Neue Revue viðtal við Elmar Schmaling flotaforingja, yfirmann mennta- og þjálfunarsviðs v-þýsks herafla, þar sem hann segir Varsjárbandalagið hafa gliðnað sundur. Því verði hægt að fækka í v-þýska hernum úr 495.000 í 200.000 manns ef fyrir- sjáanlegir afvopnunarsamn. takast. Kafbáta og birgðaskip kveður hann óþörf miðað við varnir á eigin svæði og hætta megi við áætlanir um nýja orrastuþotu. Reykjavíkurbréfið hefst á lýsingu á „haðrri og ótrúlegri atburðarás“ í A-Evrópu. Millifyrirsögn þess er: „Engin breyting í N-Evrópu“ og bréfið endar á að íslendingum sé brýnt „að móta öryggisstefnu ís- lands með hliðsjón af þessum nýju og breyttu forsendum“. Þetta virð- ist eiga . að skilja: allt er að breytast en í raun ekkert og þess- vegna þarf nýja stefnu til að við- halda óbreyttu ástandi. Umræða um hermál á íslandi hefur ætíð einkennst af því að menn forðast skilgreiningar, heilsteyptan, rök- rænan málf lutning, siðferðileg sjón- armið og persónulega ábyrgð. Það verður ekki tekið fræðilega á skyld- um, þær tengjast athuganda og samfélagi hans. Menn axla annað- hvort ákveðna skyldu persónulega í orði og á borði eða hafna henni algjörlega á sannfæringargrunni annars verða orð þeirra ekki mark- tæk. Verðugir talsmenn hervama eru ekki þeir sem aldrei hafa lagt meira á sig í þágu meðborgaranna en að sitja við ritvinnsluvél með stöðluðu skoðanaforriti. Höfundur þjónaði í norska sjóhernum 1977-1985 en Iiefiir síðan verið verkamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.