Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLíAÐIÐ LAUGARDAGUR '10.' FEBRÚ'AR '1990 ÍT 21 fHnrgminMaltil) Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Birting leggur upp laupana Undanfarnar vikur hefur mátt ætla, að upp væri að rísa nýtt afl á vinstra kanti stjórnmálanna, sem ætlaði að láta verulega að sér kveða vegna borgarstjórnarkosning- anna í Reykjavik í vor. Áform um sameiginlegt framboð vinstrisinna gegn sjálfstæðis- mönnum hefur borið hátt eink- um innan Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, en Birting hef- ur verið einskonar tengiliður á milli þeirra, þótt um klofnings- félag úr Alþýðubandalagsfé- lagi Reykjavíkur (ABR) sé að ræða. ~ Þessi áform hafa nú koðnað niður eða gufað --upp í inn- byrðis deilum og ágreiningi. Þegar á hólminn kom höfðu Birtingarfélagar ekki nægan styrk innan ABR og eftir það lagði félagsskapurinn form- lega upp laupana sem þátttak- andi í sameigínlegu framboði. Eftir sitja tveir flokkar í sár- um, Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið; Alþýðuflokk- urinn meira að segja þannig að hann hefur farið að fordæmi óvinsælla ráðaflokka í komm- únistaríkjunum og ákveðið að skipta um nafn og númer í borgarstjórnarkosningunum. Klaufaskapur og ráðleysi hefur einkennt allt þetta brölt Birtingar og flokkanna tveggja. Raunar hafa Reyk- víkingar og landsmenn allir enn einu sinni fengið að kynn- ast því, hvers vegna það er síst til heilla að kjósa yfir sig þessi glundroðaöfl. Sjálfstæð- ismenn gátu tæplega fengið betri staðfestingu en þdta pólitíska pot á réttmæti glund- roðakenningarinnar svo- nefndu. Eftir að upp úr tilraunum til sameiningar hefur slitnað kemur í ljós, hve stutt er í pólitíska óvild í samskiptum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, þótt reynt hafi ver- ið að __ fela hana með rauðu ljósi. í forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær er Svavari Gestssyni menntamálaráð- herra líkt við sjálfan Stalín og flokkur Ólafs Ragnars Grímssonar fær þessa ein- kunn: „Alþýðubandalagið er í dag í nákvæmlega sömu stöðu og ríki Austur-Evrópu þegar flokksgæðingar stalínismans tóku að riða til falls og héldu örvæntingarfullar ræður fullar af lygum og lýðskrumi til að hræða almenning til hlýðni. Að lokum tókst það ekki leng- ur í Austur-Evrópu og fólkið tók völdin. Enn hafa Svavar og flokksgæðingarnir völdin í Alþýðubandalaginu.“ Þannig talar málgagn stjórnarflokksins, sem treystir sér ekki til að bjóða fram und- ir eigin nafni í höfuðborginni, um flokkinn, sem Alþýðublaðið og Alþýðuflokkurinn kölluðu 'til setu í ríkisstjórn haustið 1988. Það er svo til marks um veika stöðu Alþýðubandalags- ins og klofninginn í forystuliði þess, að skrif af þessu tagi eru líklega þóknanleg Ólafi Ragn- ari Grímssyni, formanni flokksins, og enginn af for- ystumönnunum hefur bólmagn til að svara þeim; ráðherrastól- ar eða aðrar vegtyllur kunna að vera í húfi. Það er kannski engin furða, þótt Birting sjái þann kost vænstan að leggja upp laupana? Yirðisauki á Erró egar snillingurinn Erró gaf Reykjavíkurborg mál- verk sín kom fram, að ekki væri unnt að meta gjöfina til fjár. Nú hefur hins vegar kom- ið í ljós, að í fjármálaráðuneyt- inu undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar treysta menn sér að minnsta kosti til að leggja virðisaukaskatt á listaverkin. Virðisauki fjármálaráðherra á Erró verður ráðherranum ekki til vegsauka. Hann er til marks um þröngsýni og skammsýni í skattheimtu. Kerfi eru ekki til að lúta þeim, heldur stjóma þeim. Sósíalismi er til að mynda kerfi af fyrri gerðinni. Nú er verið að leggja slík kerfí niður og auka frelsi manna um allan heim. Þá eig- um við ekki að sprikla í opin- berum netum. Við eigum að stækka möskvana. Öll þjóðin veit að hér er um höfðinglega gjöf frá Erró að ræða, — allir nema fjármála- ráðuneytið að því er virðist. Þar eru menn fastir í gömlu orðtaki, heldur ömurlegu: Æ sér gjöf til gjalda — og þá auðvitað í nýrri merkingu! Sameining A-flokka gæti opnað nýja mögn- leika í stjórnmálum - sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðs- og formannaráðstefinu í gær Hér fer á eftir í heild ræða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi flokksráðs, formanna flokkssam- taka og sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins í gær: Við komum hér saman í dag flokksráðsmenn, formenn flokks- félaga og forystumenn í sveitar- stjórnum við upphaf baráttunnar fyrir sveitarstjórnarkosningar á vori komanda. Framundan er mikil vinna. Aðeins með kraftmiklu og öflugu starfi getum við verið full- vissir um að allt hafi verið gert sem í okkar valdi stendur til þess að treystra stöðu sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, bæjum og sveit- um iandsins. Vissulega er það svo að kosn- ingabaráttan til sveitarstjóma fer jafnan fram með nokkuð öðrum hætti en þegar kosið er til Alþing- is. Sveitarstjórnarkosningar hafa annað svipmót. Málefni einstakra sveitarfélaga eru mismunandi og aðstæður allar eru ólíkar. Persónur einstakra frambjóðenda hafa gjarn- an meira að segja í sveitarstjórnar- kosningum en alþingiskosningum. Eigi að síður er það svo að við byggjum á sameiginlegum hugsjón- um hvar á landinu sem við störfum. Sökum þess komum við hér saman til þess á þeim grundvelli að treysta samstöðuna og innviði félagsstarfs- ins fyrir þau miklu átök sem fram- undan eru. Horft til Reykjavíkur Undirbúningur sveitarstjórnar- kosninganna er víðast hvar hafínn. Sums staðar hafa menn þegar ákveðið framboðslista. Annars stað- ar er unnið að skipan þeirra. Mál- efnastarf og málflutningur fer nú að komast á fullt skrið. Við höfum sterka tilfinningu fyrir því að nú sé byr. í ljósi þess getum við því safnast saman hér í dag með bjart- sýni í huga og trú á styrk og traust forystumanna Sjálfstæðisflokksins í borg og bæjum. Að venju verður horft til Reykja- víkur í vor. Hún hefur um langan tíma verið móðurskip í baráttu sjálf- stæðismanna. Þar hefur traustur og samhentur borgarstjórnarflokk- ur undir forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, viðhaldið og treyst sterka stöðu. Það er öðrum hvatn- ing og styrkur enda er sérhvert atkvæði jafn mikilvægt hvort heldur það er greitt í borg, bæ eða hinu minnsta sveitarfélagi. Miðstjórn flokksins hefur fyrir sitt leyti viljað styðja baráttu sjálf- stæðiskvenna fyrir auknum póli- tískum áhrifum. Innan sjálfstæðis- flokksins starfa svo margar hæfí- leikaríkar konur að okkur á ekki að vera vandi á höndum að ná þeim markmiðum sem Landssamband sjálfstæðiskvenna hefur sett í þessu efni. Því er það einlæg von mín að í Ijós komi að hlutur kvenna í sveit- arstjórnum á vegum Sjálfstæðis- flokksins verði meiri að loknum þessum kosningum en fyrir þær. Á sama hátt er ástæða til að hvetja unga fólkið í Sjálfstæðis- flokknum til þess að sækja fram til meiri ábyrgðar og trúnaðar. í þeirra röðum hafa jafnan blásið nýir vindar og þar hefur verið afl- vaki framfara og nýrra hugmynd. Við fléttum ekki saman reynslu hinna eldri og baráttukraft ungra manna nema við gefum þeim tæki- færi. í þeim tvennu kosningum sem framundan eru á þessu ári og í byijun hins næsta, verðum við að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur varðandi aukinn hlut kvenna í stjórnmálabaráttu á veg- um Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt er brýnt að í þessum tvennum kosn- ingum verði fulltrúar yngri kynslóð- arinnar í flokknum kallaðir til ábyrgðar og starfa. Allt annað væri í fullu ósamræmi við þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað, þau nýju viðhorf sem við stöndum frammi fyrir og þau nýju úrlausnar- efni sem við þurfum að takast á við. Miklir umbrotatímar Við lifum nú mikla umbrotatíma. Það er ekki einungis að bylting hafi orðið í tækni og samgöngum heldur upplifum við nú einhveija mestu stjórnmálabyltingu sögunn- ar. Þannig eru sögulegar fréttir frá Austur-Evrópu orðnar daglegt brauð eins og hversdagslegur við- burður. Síðustu vikur og mánuði hefur mönnum orðið tíðrætt um fall sósí- alismann. En í raun og veru ættum við miklu fremur að tala um sigur markaðskerfísins yfir sósíalískum hugmyndum. Sósíalismi er ósamrýmanlegur lýðræði og reynslan sýnir að hann getur ekki verið mannúðlegur. Sós- íalisminn féll ekki fýrir vopnavaldi. Hann féll fyrir yfírburðum velferðar markaðskerfis Vesturlanda. Enn sem komið er vitum við auð- vitað ekki hvar þróunin í Austur- Evrópu staðnæmist. Við sjáum ekki fyrir endalok umbrotanna í Sov- étríkjunum. En við höfum fylgst með því dag frá degi hvemig fólkið hefur smám saman verið að taka völdin í sínar hendur. En eru hér einungis á ferðinni atburðir sem eru að gerast í fjarlægum löndum, at- burðir sem snerta okkur lítið en fróðlegt getur verið að fylgjast með? Því er fljótsvarað: Öll þessi umbrot hafa með einum eða öðrum hætti áhrif á íslenskt þjóðfélag. Þau hafa áhrif á efna- hagslífíð. Þau hafa áhrif á stjórn- mál og skipan manna í stjórn- málaflokka. Og þau hafa áhrif á varnar- og öryggismál. Framundan eru því tímar umbrota og breytinga en ekki stöðnunar. Framundan eru tímar ákvarðana sem móta munu hagsmuni íslendinga og stöðu þeirra meðal annarra þjóða til lengri framtíðar. Á miklu veltur á .slíkum tímum að fijálslyndar hugmyndir séu ráð- andi þegar ákvarðanir eru teknar. En hitt skiptir ekki síður máli að festa ríki í stjórnarháttum og vissa um það hvert menn vilja stefna. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor og Alþingiskósningamar að ári munu ráða úrslitum um það hvort þessi tvö höfuðskilyrði verði fyrir hendi í íslensku þjóðfélagi á næstu árum. Sá tími mun ráða úrslitum um §töðu okkar í þeim miklu breyt- ingum sem framundan eru og hvemig okkur tekst að hagnýta þær. Ríkisstjómin er timaskekkja I Reykjavík og víða annars stað- ar í sveitarfélögum höfum við traustar fijálslyndar sveitarstjórnir. En á Alþingi og í stjórnarráðinu sitjum við uppi með staðnaða, gam- aldags fimm flokka vinstri stjóm. Þessi ríkisstjóm er tímaskekkja í heimi nýrra hugmynda og mikilla breytinga. En Ijóst má vera að þeg- ar afli og valdi hefur verið deilt niður á átta stjórnmálaflokka á Alþingi er nánast útilokað að mynda ríkisstjórn af því tagi sem íslenska þjóðin þarfnast nú. Ég ætla ekki hér í dag að fara mörgum orðum um athafnir, at- hafnaleysi og siðferðisbresti ríkis- stjómarinnar. Sú saga er öllum kunn. Hún hóf feril sinn með yfir- lýsingu um að hafna öllum viður- kenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. í samræmi við þá yfirlýsingu voru stofnaðir millifærslu- og gengisfölsunarsjóðir sem flestir höfðu haldið að lægju nú gleymdir og grafnir í þijátíu ára gömlum skjalaskápum. í sumum efnum hefur ríkisstjórnin þó látið undan kröfum okkar sjálfstæðis- manna. Hún neyddist þannig til að breyta gengi krónunnar. En sú ákvörðun kom heilu ári of seint. Engin ríkisstjórn hefur gengið jafn harkalega fram í hækkun skatta eins og núverandi stjórn. Þær aðgerðir hafa hins vegar ekki verið þáttur í því að leysa ríkis- fjármálavandann. Niðurstaðan er sú að engin bót hefur verið ráðin á halla ríkissjóðs þrátt fyrir þessar miklu skattahækkanir. Ríkisfjármálin eru nú komin í svo alvarlegt horf að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur í stjórnarandstöðu boð- ist til þess að taka sameiginlega á því verki með öðrum flokkum í þing- inu, hafí ríkisstjórnin áhuga á slíkri samvinnu. En það verður því aðeins gert að sérstakri þingnefnd verði falið verkefnið. I ýmsum athöfnum og ákvörðun- um ríkisstjórnarinnar gætir mjög tilhneigingar til ofstjórnar og löng- unar til þess að leika hlutverk stóra bróðurs. Tillögiimar sem fram hafa 'komið upp á síðkastið um skipan heilbrigðismála eru ágætt dæmi þar um. Ríkisstjórnin tekur þar hags- muni miðstjómarvaldsins fram yfir hagsmuni einstaklinganna. Svipað- ar hugmyndir einkenna nýjar tillög- ur ríkisstjórnarinnar um skipulags- mál þar sem stefnt er að aukinni miðstýringu. í skóla og menningar- málum gætir sömu tilhneigingar. Þessi fimm flokka ríkisstjórn er í sjáifu sér sundurlaus. En hún hef- ur haldið samstöðu með því að af- greiða ekki mál og sópa þeim undir teppið. Skýrt dæmi þar um er ákvörðun sem taka hefði átt á síðasta ári um forkönnun vegna varaflugvallar. Jafnvel einfalt mál af því tagi hefur ríkisstjórnin ekki getað leyst. Það eina sem hún hef- ur verið samstíga um eru millifærsl- ur og skattahækkanir. Nýir kjarasamningar — nýr eftiahagsgrundvöllur Ríkisstjómin tilkynnti að hún hefði með afgreiðslu fjárlaga sett efnahags- og atvinnulíf Iandsmanna ramma sem allir yrðu að beygja sig fyrir. Flestir töldu að óbreytt stjórn- arstefna myndi þó leiða til meiri verðbólgu og meiri kjararskerðing- ar en ríkisstjómin gerði ráð fyrir. Forystumenn launþega og at- vinnurekenda töldu á hinn bóginn að það væri útilokað fyrir launafólk- ið og atvinnufyrirtækin í landinu að búa við þau efnahagslegu skil- yrði sem fólust í stjórnarstefnunni. Þeir tóku því þá ákvörðun að brjóta ramma ríkisstjómarinnar og gera nýjan. Niðurstaðan af nýgerðum kjara- samningum er sú að lagður hefur verið nýr efnahagsgmndvöllur. Samkvæmt honum á verðbólgan að geta orðið helmingi minni á þessu ári en ríkisstjórnin gerði sér vonir um að yrði hefði hennar stefnu verið fylgt. Þessi umskipti eiga að örva atvinnufyrirtækin og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni og auka verðmætasköpun' í þjóð- félaginu. Launafólkið náði þeim mikilvæga árangri að kjaraskerðingin sam- kvæmt hinum nýja efnahagsgrund- velli á ekki að þurfa að verða meiri en um það bil 1% í stað þess að ríkisstjórnin áætlaði að kjaraskerð- ingin yrði 5% hefði stjórnarstefn- unni verið fylgt. Það dregur úr kreppuáhrifum stjómarstefnunnar. Launafólkið hefur því unnið umtals- verðan varnarsigur gegn ríkis- stjómarstefnunni. Aðilar vinnumarkaðarins hafa jafnframt ákveðið að setja á fót sérstaka nefnd sem á að fylgjast með framvindu efnahagsmála. Með þessari nefnd eiga að starfa æðstu embættismenn Seðlabanka og fjár- málaráðuneytis. í raun og veru er verið að gera tilraun til þess að koma á nýju framkvæmdavaldi í efnahagsmálum. Þó að það sé ótví- rætt til bóta miðað við núverandi aðstæður getur það ekki verið fram- búðarskipan þessara mála. Ábyrgð á framkvæmdavaldinu á að vera hjá lýðræðislega kjörnu Alþingi og þingbundinni ríkisstjórn. Athygli hefur vakið að ríkis- stjórnin hefur engin svör getað gefið við því hvort hún ætlar að þvinga fram á Alþingi ákvarðanir sínar um orkuskatt og bifreiðagjald í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Orkuskatturinn getur leitt til þess að orkukostnaður heimilanna aukist um 30%. Og bifreiðagjaldið á að hækka um 90%. Siíkar ráðstafanir em auðvitað ögrun við þá mark- verðu tilraun launafólks og atvinnu- rekenda að leggja hér nýjan efna- hagsgrandvöll. I kjölfar kjarasamninga af því tagi sem nú hafa verið gerðir er ekki hægt að bjóða fólkinu í landinu upp á ákvarðanir af þessu tagi. En ráðleysi ríkisstjórnarinnar í þessum efnum sýnir best hversu mikil tíma- skekkja þessi fímm flokka vinstri stjórn er. Ágreiningseftium rutt úr vegi Efnahagsleg stöðnun ríkir nú i þjóðfélaginu. Sú stöðnun dregur úr sóknarkrafti þjóðarinnar til bættra lífskjara og dýpkar þann vanda sem Þorsteinn Pálsson „En á sama hátt og það hefiir styrkt stjórn- málalífið í landinu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirunnið þá erf- iðleika sem hann gekk í gegnum eftir klofiiing- inn 1987 og náð fyrri styrk gæti það orðið þáttur í að koma á meiri festu og auðvelda okk- ur að nýta þau tækifæri til meiri máleftialegrar samstöðu sem nú gefast ef A-flokkarnir samein- uðust. Samstaða þeirra í milli myndi gefa þeim tækifæri til þess að gera upp við fortíðina, varpa af sér fjötrum gamalla tíma. Siík breyting gæti opnað nýja möguleika í stjórn- málum.“ við höfum lengi staðið frammi fyrir vegna byggðaröskunar. Það er stjórnmálalegt upplausnarástand og vantrú í garð allra stjórnmála- flokka. Sú skylda hvílir því á forystu- mönnum allra stjórnmálaflokka þar á meðal á herðum okkar sjálfstæðis- manna að fínna leiðir til þess að koma á meiri festu og til þess að koma nútímahugmyndum í fram- kvæmd, til þess að snúa stöðnun í sókn og auka með þeim hætti trú og traust fólksins á stjórnmála- flokkum, Alþingi og framkvæmda- valdi. Sjálfir höfum við nýlega gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir klofning flokksins. Auðvitað var sá vandi okkar líka hluti af stjórn- málavanda ■þjóðarinnar. Við tók- umst á við þann vanda og leystum hann. Fyrir þá sök stöndum við nú sameinaðir á nýjan leik og höfum skýrar vísbendingar um að flokkur- inn hafi náð fyrri styrk meðal kjós- enda og geti janfvel gert betur í kosningum en oft áður. Upplausnin er sannarlega meiri [ stjórnmálum en um langan tíma. Átökin um gamlar úreltar hag- stjórnaraðferðir eru um margt furðuleg því í raun réttri er minni hugmyndalegur ágreiningur í stjórnmálum en verið hefur áratug- um saman. Sigur markaðskerfísins yfir sósíalismanum ætti því að hafa rutt úr vegi mörgum þeirra ágrein- ingsefna sem komið hafa í veg fyr- ir samstarf ólíkra stjómmála- og hagsmunahópa í landinu fram til þessa. í þessu era auðvitað fólgnar þverstæður en það er einmitt úr þeim sem við þurfum að greiða til þess að geta tekist á við verkefni nýs tíma. Samfylkingarhugmyndir í um það bil tvö ár hafa vinstri flokkarnir verið að gera tilraunir til samstarfs. Það á bæði við um samræður þeirra um sameiginlegt framboð í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og nokkrum bæjar- stjómum jafnt sem hótanir um að halda áfram núverandi stjórnar- samstarfí með tilstyrk Kvennalist- ans að loknum næstu alþingiskosn- ingum. Samfylkingarhugmyndir af þessu tagi hafa verið settar á svið af vinstri flokkunum með nokkuð reglulegu millibili undanfarna ára- tugi. Ástæðan hefur alltaf verið sú sama: Varnarstaða gegn málefna- legri sókn sjálfstæðisstefnunnar. Fyrir ári gerðu formenn A-flokk- anna tilraun til þess að koma sam- fylkingarhugmyndinni á skrið. Þeir fóru fundarferð sem þeir kölluðu: „Á rauðu ljósi“. Hún endaði sem einhverskonar trúðleikur. í byrjun þessa árs reyndu þeir á nýjan leik og efndu til fundar undir heitinu: „I nýju ljósi“. Niðurstaðan varð sú sama og fyrr. Sjónvarpsstöðvamar endursýndu leikinn frá árinu áður og nú ræða menn að næst efni þeir til fundar undir heitir: „Nú er það mýraljós." Samfylkingarhugmyndir vinstri flokkanna í Reykjavíkurborg síðustu vikur gætu verið efni í bestu revíu. Þar sem Einbjöm togar í Tvíbjörn og Tvíbjörn í Þríbjöm og Þríbjöm hangir í lausu lofti. Þegar hugsjónaumræðan um samfylkingu vinstri aflanna innan Alþýðubanda- lagsins stóð sem hæst fannst fyrr- verandi formanni þess rétt að spyrja félaga sína að því hvort enginn þeirra sæi ástæðu til þess að sam- eina eigin flokk áður en hann færi að sameinast öðrum. Allur þessi fyrirgangur hefur varpað skýrara ljósi en áður á það hversu áttavillt vinstri hreyfíngin er um þessar mundir. Alþýðubanda- lagið á reyndar eftir að gera upp allar sakir við fortíðina. Fyrr en það hefur verið gert verður það varla trúverðugt stjórnmálaafl. Hitt vekur svo meiri furðu að Alþýðuflokkurinn sem til skamms hefur starfað sem fijálslyndur flokkur ætlar nú að taka á sig flest- ar þær búsorgir sem sósíalistaflokk- ar sitja uppi með. Þeir telja sigjafn- vel þurfa að bjóða fram undir nýju nafni. Og formaður Alþýðuflokks- ins hefur lýst yfir því að það sé til- gangslaust fyrir kjósendur að lufs- ast til þess að greiða frambjóðend- um flokksins atkvæði. Alþýðuflokkurinn er án þess að hafa þurft þess búinn að setja sig í svipaða stöðu og Kommúnista- flokkurinn fyrir 50 áram þegar hann þurfti að breyta um nafn til að lifa af. Hann er orðinn svo veik- burða að jafnvel forystumennirnir sjá ekki tilgang í því að bjóða fram í eigin nafni. Allt hefur þetta sameiningarbrölt afhjúpað getuleysi vinstri flokk- anna. Það styrkir ekki einasta stöðu okkar í höfuðborginni heldur einnig í öðrum bæjarfélögum. Jafnframt varpar það ljósi á stöðuna í lands- málum, því þessi sjónleikur er sann- arlega sviðsettur af formönnum vinstri flokkanna. Ýmsir af talsmönnum núverandi ríkisstjórnarflokka hafa látið að því liggja opinberlega síðustu mánuði að þeir stefni að áframhaldandi vinstri stjórn. Aðrir eru þó varkárir í yfirlýsingum af þessu tagi og skynja að þær era fremur til þess fallnar að fæla kjósendur frá en hitt. Þeir kunna að hugsa sem svo að betra sé að gefa kjósendum í skyn fyrir kosningar að allt sé opið en ætli svo að freista þess að kosn- ingum loknum að koma í bakið á kjósendum og halda vinstristjómar- ráðleysinu áfram í trausti þess að fá Kvennalistann með í leikinn. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt að ráðherrastólarnir geta sameinað menn í ráðleysi. Stefni vinstri flokk- arnir raunverulega í þá átt mun stjómmálabaráttan snúast á milli þeirra annars vegar og Sjálfstæðis- flokksins hins vegar. Og fyrsta al- vöruuppgjörið í þeirri baráttu verð- ur í sveitarstjómarkosningunum í vor. Það er ekki síst með tilliti til þeirrar stöðu sem sveitarstjómar- kosningarnar verða hvort tveggja í senn uppgjör við vinstri flokkana í sveitarstjómum og landsmálum. Ef þeir halda velli í sveitarstjóm- um yrði þeim það hvatning til áframhaldandi ráðleysis í landsmál- um. Úrslit sveitarstjórnarkosning- anna munu því hafa mikla þýðingu bæði fyrir framvindu sveitarstjórn- armála og landsmála. Þetta þurfum við að hafa í huga í baráttunni næstu vikur. Meiri möguleikar í máleftialegri samstöðu Ég vék fyrr að því að ýmislegt það hefði gerst sem benti til þess að meiri möguleikar væra á mál- efnalegri samstöðu meðal þjóðar- innar en lengi hefur verið. Þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað hafa ratt úr vegi ýmsum þeim hindrunum sem áður komu í veg fyrir samstarf og samvinnu og gerðu það að verkum að leiðirnar vora æði margar sem stjórnmála- flokkarnir vildu fara hver fyrir sig að settum markmiðum. Lítum að- eins á nokkur stór viðfangsefni í þessu ljósi: Nú hafa þau tíðindi gerst að ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna hef- ur lýst yfír því að til álita komi að núverandi Áustur-Þýskaland verði eftir sameiningu þýsku ríkjanna hluti af Atlantshafsbandalaginu. Hveijum hefði dottið slíkt í hug fyrir hálfu ári? Alþýðubandalagið situr nú enn einu sinni í ríkisstjóm án þess að gera vera íslands I Atl- antshafsbandalaginu að ágreinings- efni eða ásteytingarsteini. Það hef- ur því í reynd viðurkennt mikilvægi þeirrar öryggisstefnu sem ísland hefur fylgt í fjóra áratugi og for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins mót- uðu öðrum fremur. Formaður Alþýðubandalagsins talar gjarnan um það síðustu vik- urnar að ekki verði þörf á Atlants- hafsbandalaginu þegar ógnin úr austri er úr sögunni. Hann segir að af þessum sökum sé það ekki spurning hvprt varnarliðið fari held- ur hvenær. í raun réttri er formað- ur Alþýðubandalagsins með þessu að viðurkenna grandvallaratriði í varnarstefnu Atlantshafsbanda- lagsins og í þeirri vamar- og örygg- isstefnu sem við höfum fylgt. Atlantshafsbandalagið var stofn- að sem vamarbandalag gegn ógnun Sovétríkjanna og leppríkja þeirra. Það leiðir því af sjálfu sér þegar úr þeirri ógnun dregur eða hún hugsanlega hverfur að hlutverk þess breytist. Við sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að varnarliðið væri hér meðan nauðsyn krefði vegna okkar eigin hagsmuna og sameiginlegra varnarskuldbindinga bandalagsþjóðanna. Spurningin hefur því alltaf verið sú hvenær en ekki hvort að því kæmi að við þyrft- um ekki á erlendu vamarliði að halda. Þó að aðstæður hafí breyst jafn- mikið á síðustu misseram og raun ber vitni eru allir á einu máli um að jafnvæginu megi ekki raska. Afvopnun verður að byggja á gagn- kvæmum samningum og trausti. Baráttan fyrir einhliða aðgerðum á þessu sviði hefur lotið í lægra haldi. Vamarsamstarfíð mun því halda áfram enn um sinn en hlutverk varnarliðsins getur breyst og það fær í framtíðinni ugglaust meira pólitískt yfírbragð en hemaðarlegt. Liklegt er að eftirlitshlutverk þess verði því mikilvægara sem þjóðimar ná meiri árangri í afvopnun. Til- gangur vamarliðsins getur því breyst. Við ætlum okkur að taka þátt í þeim breytingum. En á hinn bóginn ætlum við í engu að hvika frá staðfestu okkar í varnar- og öryggismálum og þeim grandvallar- hugmyndum sem varnar- og örygg- isstefnan hefur byggst á. í því sam- bandi minni ég á að enn sjá menn ekki fyrir hver verða endalok þeirr- ar geijunar sem nú á sér stað í Sovétríkjunum. En því er ekki að leyna að innan Alþýðubandalagsins heyrast orðið raddir sem viðurkenna ýmis þau grandvallaratriði sem við höfum byggt á í þessu efni. Og þegar menn ræða í fullri alvöra í Moskvu að Austur-Þýskaland geti orðið hluti af Atlantshafsbandalaginu, ætti, ef nægjanleg víðsýni ríkir, að vera unnt að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem falist hafa í ágrein- ingi um aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu og varnarstefn- unni. Þátttaka vinstri ríkisstjórnar í undirbúningsviðræðum um aðild íslands að evrópska efnahagssvæð- inu sem svo hefur verið nefnt er annað dæmi um breytingar á grundvallarviðhorfum. Þessar við- ræður fela í sér aðild íslands að löggjöf Evrópubandalagsins um innri markað þess. Islendingar munu þannig, verði þessir samning- ar að veruleika, gerast aðilar að löggjöf sem Evrópubandalagsríkin hafa þegar sett um fullkomið frelsi í vöraviðskiptum, fjármagnsvið- skiptum og þjónustusamskiptum af ýmsu tagi. Að vísu er það svo að Alþýðu- bandalagið og hluti Framsóknar- flokksins hafa sett fyrirvara um grandvallaratriði þessara samn- inga. Eigi að síður liggur fyrir að vinstri flokkarnir allir eiga^ aðild og bera ábyrgð á þátttöku íslands í þessum umræðum og enn hafa þeir sem gert hafa fyrirvara ekki lýst því hversu víðtækir þeir eru. Allt bendir þetta til þess að meiri samstaða geti nú orðið um mark- aðslausnir í efnahagsmálum en áð- ur hefur verið möguleg. Evrópu- bandalagsviðræðumar eru þannig enn eitt dæmið um að hindranum verði ratt úr vegi fyrir víðtækari pólitískri samstöðu en áður hefur verið fyrir hendi um stjóm efna- hagsmála. Þriðja dæmið sem ég ætla að nefna hér er afstaðan til erlendrar fjárfestingar í stóriðju. Til skamms tíma hefur Alþýðubandalagið alfar- ið verið andvígt meirihlutaeign út- lendinga í atvinnufyrirtækjum þar á meðal stóriðjufyrirtækjum. Við myndun núverandi ríkisstjómar fékk það neitunarvald gagnvart samningum þar að lútandi. Þrátt fyrir þetta neitunarvald hafa við- ræður haldið áfram á þeim grund- velli sem lagður var af Friðrik Soph- ussyni iðnaðarráðherra I tíð fyrri ríkisstjómar. Bæði Alþýðubandalagsmenn og Framsóknarmenn hafa allt frá því að samningarnir við ÍSAL voru gerðir gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn mjög harkalega fyrir þá orkusölu- samninga sem þá voru gerðir. Nú stendur fyrir dyram að gerá*sams- konar samning við erlenda aðila að nýrri stóriðju þar sem ætlunin er að veita veralegan afslátt á fyrstu starfsárum slíkrar verksmiðju þó að orkuverðið verði þegar til lengri tíma er litið svipað því og nú er hjá ÍSAL. Úrslit eru að vísu ekki fengin í þessum samningaviðræðum. Ein- sýnt er að þær hafa dregist á lang- inn í tíð þessarar ríkisstjórnar vegna þess ágreinings sem verið hefur milli stjómmálaflokkanna um stefn- una í stóriðjumálum. En hvað sem því líður bendir margt til þess að fyrri grandvallarágreiningur um eignaraðild útlendinga og orkuverð sé ekki lengur jafn mikill og áður. Að öðram kosti hefði málið tæplega þokast fram með þeim hætti sem verið hefur. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.