Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990
íþróttir
um helgina
Frjðlsar íþróttir
Meistaramót íslands f fijálsum
íþróttum fer fram í Reykjavík
laugardag og sunnudag. Keppni
hefst í Baldurshaga í Laugardal
báða dagana ki. 10 og þá verður
einnig keppt í Laugardalshöll
báða dagana kl. 15. Stangar-
stökkkeppnin fer fram f KR-
húsinu laugardag kl. 14.3o og
keppni í kúluvarpi verður í Reið-
höllinni á sunnudag kl. 12.
Knattspyma
Annar Punktamót KSÍ í innan-
hússknattspymu fer fram í
dag.Keppt verður í tveimur riðl-
um í Garðabæ og Mosfellsveit og
hefst keppni ki. 10.
Úrslitakeppnin fer fram í
Garðabæ kl. 16 til 20.
ÍA, Fram, Fyikir, Víkingur,
KR, Þór, KA, Stjaman, Valur,
ÍBK, FH, UBK, Þróttur, ÍR,
Leiknir og Grótta eiga lið í mót-
inu. Skagamenn unnu fyrra
stigamótið, sem fór fram á Akra-
nesi. Peningaverðlaun eru f boði.
Handknattleikur
ísland leikur iandsleik gegn Rúm-
eníuá sunnudagskvöld kl. 20 og
ásama stað og tíma á mánudag
og þriðjudag.
Þrír leikir fara fram í 2. deild
í dag. Þór - Haukar leika kl.
14., Keflavík - Ármann kl. 15.30
og á sama tfma leika Selfoss -
Fram.
Vaiur - Stjaman leika í 1. deild
kvenna kl. 16.30.
Sund
Unglingameistaramót KR fer
fram í Sundhöll Reykjavíkur
laugardag og sunnudag.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Hmm leikir gegn Rúmeníu
og Sviss á sex dögum
Stóra prófið fyrir heimsmeistarakeppnina íTékkóslóvakíu
MIKIÐ verður að gera hjá
landsliðsmönnum íslands í
handknattleik á næstu dögum.
Þeir ganga í genum stóra próf-
ið fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í Tékkóslóvakíu með því að
leika fimm landsleiki gegn
Rúmenum og Svisslendingum
á aðeins sex dögum. Þetta er
svipað álag og þeir koma til
með að ganga í gegnum í
Tékkóslóvakíu.
Orrusta hefst í Laugardalshöll-
inni á sunnudaginn þegar
landliðsmenn okkar taka á móti
Rúmenum, en síðan verður leikið
gegn þeim aftur á
SigmundurÓ. mánudag og þriðju-
Steinarsson dag. Leikmennirnir
skrífar fá frí á miðvikudag,
en Svisslendingar
mæta til leika á fimmtudag og
föstudag.
Það eru ár og dagar síðan að
Rúmenar komu hingað í heimsókn,
eða 19 ár. Þeir komu síðast 1971
og þar áður 1966. Á þessum árum
fóru Rúmenar reglulega í keppnis-
ferð til Norðurlanda til að kynna
sér handknattleik þar. Þeir léku
gegn öguðum og skipulögðum
Svíum, léttleikandi Dönum og hug-
myndaríkum Islendingum, sem
flögguðu öflugum stórskyttum.
Rúmenar sögðu þá að þessar ferðir
væru lærdómsríkar, þar sem þeir
fengu tækifæri til að leika gegn
þremur þjóðum sem léku ólíkan
handknattleik.
íslendingar tefla fram öllum
sínum sterkustu leikmönnum fram
gegn Rúmenum og Svisslendingum,
nema hvað Einar Þorvarðarson get-
ur ekki leikið. Hann gekkst undir
nýrnarsteinaaðgerð f Osló á
fímmtudaginn og verður að taka
sér smá frá frá handknattleik.
Einar er einn af leikreyndustu
leikmönnum íslands og einn af fjór-
um landsiiðsmönnunm landsins,
sem hafa leikið yfír 200 landsleiki.
Einar hefur leikið 218 landsleik.
Hinir þrír leikmennirnir sem hafa
náð að leika 200 landsleiki, verða
allir í sviðsljósinu gegn Rúmeníu
og Sviss. Þorgils Óttar Mathiesen,
sem hefur leikið 220 landsleiki,
Guðmundur Guðmundsson, sem
hefur leikið 214 landsleiki og
Kristján Arason, sem hefur leikið
209 landsleiki.
Landsleikjafjöldi
hefur skolast til
Aðrir landsliðsmenn eiga þó
nokkuð í land í að ná 200 landsleikja
múrnum. Þrátt fyrir að fjórtán
landsleikir séu framundan dugar
það ekki til að bijóta þann múr.
Aftur á móti er stutt í að sumir
leikmenn landsliðsins skori tíma-
mótamörk.
Þorgils Óttár Mathiesen, fyrirliði landsliðsins, hefur leikið 220 landsleiki.
Skrá yfir landsleiki einstakra
leikmanna hefur skolast til hjá
HSÍ. Bæði hjá fyrrnefndum leik-
mönnum og öðrum. Jakob Sigurðs-
son er t.d. skráður með 190 lands-
leiki, en hann hefur leikið 166
landsleiki. Geir Sveinsson, sem hef-
ur leikið 153 landsleiki, er skráður
með 176 landsleiki hjá HSÍ. Þeir
eru skráðir með hátt í 25 landsleiki
meira en þeir hafa leikið.
GETRAUNIR
Spámaðurvikunnar:
Erlingur
Kristjánsson
/tHlHEKLA.HF
Viltþú
losna við virðisankaskatt ?
Samkvœmt reglugerö um viröisaukaskatt er heimilt aö
draga skattinn írá viö kaup á nýrri sendibiíreiö, sé hún
eingöngu notuö vegna skattskyldrar starfsemi.
Hér er tœkiíœrí til auJdnnar hagkvœmni í rekstrí.
SOLUDEILD
‘ -t. : ’. Bk
Reksticaöijggi:
- ■■■■■— V. W. Polo heíur sérstaklega lága
HEKLA HF bilangtíðni og er þessvegna
"jJLiLÍ Laugavegí 170-174 Sími 695500 ataT Ódýr í Teksth.
Erlingur Kristjánsson, fyrirliði
Islandsmeistara KA í knatt-
spyrnu og þjálfari 1. deildarliðs fél-
agsins í handknattleik, spáir í leiki
vikunnar að þessu sinni. Hann hef-
ur lengi fylgst með ensku knatt-
spyrnunni og heldur með QPR.
„Þetta hafa verið erfíð ár undanfar-
ið, en ég held tryggð við mitt gamla
lið,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Þor-
valdur Orlygsson félagi hans úr KA
sé genginn til liðs við Nottingham
Forest sagðist Erlingur ekki sjá
ástæðu til að breyta til. „Ég held
að sjálfsögðu með Todda, en ekki
með Forest.“
Að þessu sinni eru sex leikir úr
2. deild á seðlinum og leist Erlingi
ekkert meira en svo á það. „Eg
fylgist ekkert of vel með 2. deild-
inni en þykist þekkja liðin í 1. deild
nokkuð vel.“
Erlingur sagðist „tippa“ öðru
hvoru, „oftast með frekar döprum
árangri. Ég er að minnsta kosti
ekki enn orðinn milljónamæringur
á þessu...“
Erlingur Kristjánsson.
Leikir 10. febrúar
1 Aston Villa-Sheff. Wed
X2 Chelsea-Tottenham
1 Everton-Charlton
IX Man. City-Wimbledon
1 2 Millwall-Man. Utd.
2 Norwich-Liverpool
X2 Barnsley-Swindon
1 2 Oxford-WBA
1 Portsmouth-Newcastle
IX Port Vale-Watford
1 Sunderland-Blackburn
1 Wolves-lpswich