Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 29 Matthías Haralds- son yfírkennari Vinur minn og bekkjarfélagi úr Kennaraskólanum, Matthías Har- aldsson, hefur nú kvatt þetta jarð- svið. Þar er genginn góður drengur og mikill mannkostamaður. A þessari stundu koma nú fram í huga mér kærar minningar sveip- aðar hugljúfum blæ. Það var haustið 1951 sem ég kynntist Matthíasi en þá kom ég hingað suður í Kennaraskólann. Ég minnist með þakklæti allrar þeirrar hlýju og vinsemdar sem hann sýndi mér þá og alla tíð. Hann var alltaf veitandinn en ég þiggjandinn. Ein- kenni Matthíasar voru einlægni, hlý orð og ljúfmannlegt viðmót. Þegar eitthvað angraði mann eða erfið- leikar steðjuðu að, þá var gott að leita til hans, því að nærgætni hans var einstök. Eg þakka honum allt hans mikla starf innan kennara- samtakanna og einnig ber mér að þakka allar góðu ráðleggingarnar sem hann gaf mér þegar ég var að byija kennslu. Leiðbeiningar hans og ráðin góðu hafa alltaf reynst mér vei. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa kynnst honum og þakka hinar mörgu ánægjulegu stundir á heimili þeirra góðu hjóna, Matthíasar og Elínar. Og nú þegar myrkur vetrarins hér á norðurslóðum er að víkja fyr- ir birtu hækkandi sólar, hefur Matt- hías kvatt þennan sýnilega heim og hafið göngu í landinu nýja móti ljósi eilífðarinnar. Ég bið vini mínum_ fararheilla. Konu hans, Elínu Ólafsdóttur og fjölskyldu, bið ég blessunar. Hjörtur Guðmundsson Hann býst ekki í skart, þess vegna ljóraar hann; hann heldur sér ekki frarri, og það er ágæti hans; hann er laus við sjálfhælni, og þess vegna er hann virtur; hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum. Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann. (Lao Tse) Mágur minn, vinur og lærifaðir, Matthías Haraldsson, er látinn. Dauðinn er óskiljanlegur og oft óviðsættanlegur, þrátt fyrirþá stað- reynd að hann er óumflýjanlegur og eðlilegur hluti lífsins. Það er alltaf jafn erfítt að sætta sig við að einhver sem manni þykir vænt um og metur mikils sé numinn á brott, sé ekki lengur til staðar þeg- ar á þarf að halda. Ég þurfti oft á Matthíasi að halda. Hann var mér meiri stuðn- ingur og fyrirmynd en ég lengi gerði mér grein fýrir. Ég man varla eftir mér öðruvísi en að Matthías væri einhvers staðar nálægur til að veita mér aðstoð með beinum eða óbeinum hætti. Hann hefur sjálfsagt ekki gert sér grein fyrir því sjálfur hversu mikil fyrirmynd og stoð hann var mér á bernsku- og unglingsárum. Ég leitaði mikið á heimili Elínar systur minnar og Matthíasar og má með sanni segja að heimili þeirra væri mitt löngum stundum. Ég fékk að upplifa með þeim ævin- týrið að „byggja" og finnst í minn- ingunni eins og það hafi verið sam- felldur leikur og gaman þó svo ég nú viti að það var ekki allt „dans á rósum“. Eg fékk einnig að vera með þegar keyptur var sumarbú- staður í landi Vatnsenda og dvaldi þar sumarlangt með þeim eins og einn af fjölskyldunni. Þegar ég hugsa til Matthíasar frá þessum árum bernsku minnar finnst mér eins og það hafi alltaf verið sumar þegar við Matti vorum saman. Á unglingsárunum fór samveru- stundum okkar fækkandi en mér er enn minnisstætt hversu oft ég leitaði ráða hjá honum á þessum árum og hversu gott var að eiga hann að og þá helst þegar mál voru viðkvæm og vandmeðfarin. „Sá, sem veit hve ljóminn gengur í augun, en heldur sig þó í skugganum, verður fyrirmynd allra að hógværð." (Lao Tse) Ég geri mér grein fýrir því nú hvað það var sem dró mig að Matt- híasi frekar en öðrum. Hann gaf öðrum af einlægni, hann naut þess að vera með börnum og frá honum streymdi eðlislæg lífsgleði, mann- kærleikur og velvild. Hann naut þess að gefa og leið best þegar hann vissi að hann hefði orðið öðr- um að gagni, þó svo hann fengi enga umbun eða athygli fyrir. Eg veit að margir sem hrökklast höfðu úr skóla áttu athvarf hjá Matt- híasi, lengur og meir en hann fékk nokkurn tímann greitt fyrir. Það er margur nemandinn sem Matthías ól upp og studdi til að finna sér réttan stað í tilverunni og sem fram á síðasta dag naut ráða hans og velvildar. Alla tíð hefur Matthías verið fyr- irmynd í starfi sínu sem kennari og yfirkennari og gæddur þeim hæfileikum í samskiptum sínum við börn, unglinga og fullorðna sem vandséð er að kennd verði í nokk- urri menntastofnun. Með Matthíasi er genginn góður drengur sem ég sakna innilega. Hann verður mér alla tíð minnis- stæður sem einn mesti áhrifavaldur í lífi mínu og samnefnari þeirra mannkosta sem bestir prýða góðan kennara. Systur minni og frændsystkinum öllum votta ég samúð mína. Gaukur t Móðir mín, ELÍN HELGA MAGNÚSDÓTTIR, Sólvallagötu 17, Reykjavík. lést 8. febrúar á heimili sínu. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Bjarnason. t Litla dóttir okkar, STEINUNN LÁRA RÚNARSDÓTTIR, andaðist sunnudaginn 4. febrúar. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á vökudeild fæðingardeildar Landspítalans. Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, Rúnar Ingi Þórðarson. t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, BENEDIKT HJARTARSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Aflagranda 40, Reykjavik, lést á heimili sínu 7. febrúar. Sofffa S. Lárusdóttir, börn, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, KRISTJÁN THEODÓRSSON frá Húsavík, Dalbraut 18, Reykjavfk, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Elísabet Theodórsdóttir, Hjálmar Theodórsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN BERNHÖFT, andaðist í Borgarspítalanum 8. febrúar. Áslaug Bernhöft, Jón B. Þórðarson, Lára M. Bernhöft, Birgir Bernhöft, Sigri'ður Á. Bernhöft, og barnabörn. t Þakka innilega alla vináttu og samúð við andlát og útför sonar míns, PÉTURS KRISTINSSONAR. Anna Sigrfður L’orange og fjölskylda. BenediktB. Róbertsson, ReyðarGrði - Minning Fæddur 27. desember 1941 Dáinri 2. febrúar 1990 I dag verður til moldar borinn Benedikt Brunsted Róbertsson á Reyðarfirði. Það tekur sárt að missa ástvini, ekki síst þegar þeir eru á besta aldri og farnir að eygja von um léttari tíma. Sjúkdómur sá er varð honum að aldurtila varði stutt, eða frá síðsumri, en baráttan engu að síður átakanleg og óttinn við hann mikill. Benedikt fæddist og var upp al- inn á Eyri við Reyðarfjörð, sonur Jóhönnu Jónsdóttur og Róberts Nolan. Benedikt giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Bergljótu Þórarinsdótt- ur árið 1952. Þau eignuðust þrjár dætur og einn son, Elísabetu f. 1960, gift Jóhannesi Pálssyni, Jó- hönnu Guðlaugu f. 1963, gift Stef- áni B. Ingvarssyni, Þóru Guðbjörgu f. 1964, gift Ásgeiri Guðmunds- syni, og Jóhann Eðvald f. 1974. Benedikt vann margvísleg störf á uppvaxtarárunum en lauk námi bifvélavirkja árið 1973. Á námstím- anum vann hann hjá Aðalsteini Eiríkssyni á Lykli, en bóklegan hluta námsins sótti hann til Egils- staða. Benedikt var einnig töluvert við sjómennsku og síðast með móður- bróður sínum, Jónasi Jónssyni á Gunnari SU. Árið 1973 lenti Benedikt í vinnu- slysi sem háði honum æ síðan, en á Lykli tók við nýr tími þar sem honum og öðrum starfsmönnum tókst að koma á fót umfangsmiklu söluumboði fyrir nýja og notaða bíla. Við tengdasynirnir komum til sögunnar um það leyti og eftir að bílasalan á Lykli tekur til starfa. Þar komum við ekki að tómum kofunum þegar ráðleggingar vant- aði í bílamálunum, enda óspart hringlað með bíla. Á góðri stundu þótti Benna gam- an að segja frá og hlýða á sögur. Margar minningar eru tengdar frá- sögn af samtímamönnum, enda frá- sagnarlistin mikil í ættinni. Bílar og skotvopn áttu allan hug Benedikts enda kunni hann með að fara af natni og alúð. Á bílunum hans Benna sást aldrei rispa og aldrei ryk. Poppkorn og annar slíkur varningur sem menn gjarnan snæða í bílum var forboðinn, enda kostaði slíkt óþarfa þrif. Veiðiferðir Benedikts voru marg- ar og ávallt var nóg að hafa þegar hann var annarsvegar. Vegakerfið á Austurlandi var honum ekki að skapi, enda bílar oft á tíðum illa útleiknir eftir mölina. Eftir ferð til Danmerkur taldi hann ólíklegt að nokkur sá íslendingur sem þar byggi sneri heim, þar sem vegirnir þar væru bílum sæmandi. Á stundu sem þessari er margs að minnast, þó svo sameiginlegar stundir okkar hafi ekki varað í mjög mörg ár þá eru minningar okkar um tengdó margar. Við sendum öllum ættingjum Benedikts innilegustu samúðar- kveðjur og þá sérstaklega Beggu og Jóa Dedda. Guð styrki okkur öll og varðveiti. Tengdasynir t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Hvammsgeröi 10, Reykjavík, sem lést 6. febrúar 1990,- verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00. Sigurður Guðmundsson, Gunnar Emil Pálsson, Alda Vilhjájmsdóttir, Sæmundur Pálsson, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Magnús Pálsson, Sylvia Briem. Hafsteinn Pálsson, Jónína Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KARITASAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bjarmastíg 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir elsku- semi og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Fjölskyldan. t Alúðarþakkir til allra nær og fjær er réttu okkur hjálparhönd og sýndu hlý- hug og vinarþel í erfiðum veikindum og við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar og bróður, ÓLAFS ÁSGEIRSSONAR sagnfræðings og garðyrkjumanns, Álfheimum 26. Ragnheiður Guðjónsdóttir, Baldur Ólafsson, Guðjón Þór Ólafsson, UnnurÓlafsdóttir, ÁsgeirOlsen, Svanlaug Magnúsdóttir, Guðjón Ó. Ásgrímsson, Asbjörn Ásgeirsson, Stefán Ásgeirsson, Eli'n Ásdi's Asgeirsdóttir, Guðlaugur Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.