Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 24
24 MORGtTNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 f Minning: Ólafur I. Þórðarson mjólkurfi~æðingur Fæddur 9. júlí 1909 Dáin 31. janúar 1990 Nú fjöll og byggðir blunda á beð sinn allir skunda, og hljótt er orðið allt. (H. Hálfdánarson) Kvöldsett var orðið í lífí aldraðs vinar míns og vinnufélaga og síðustu mánuðina var líkaminn hnepptur í fjötra illvígs sjúkdóms, sem bæði hann og aðrir vissu, að myndi að lokum bera sigur af hólmi. Nú er stríðinu lokið, en það er ekki tapað fyrir því. Lífíð sigrar alltaf dauðann að lokum — og minningin um góðan dreng og gegnan lifír æ í hugum okkar, sem eftir stöndum. Óli var kominn á efri ár, er við kynntumst, fyrir rúmum tíu árum. síðan. Þá var ég nýliði í starfí hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga, en hann átti þar þá langan starfsdag að baki, sem ég veit, að hann hefur skilað af sömu trúmennsku og öðru, er hann lagði hönd að. Hann átti stóra fjölskyldu og ég held að full- yrða megi, að allt líf hans og atorka var þeim helguð, Guggu og bömun- um sem voru stolt hans og gleði. Síðar bættust svo bamabömin í hóp- inn og ekki skipuðu þau lægri sess í hug hans og hjarta. Hann og þau hjón bæði vom framúrskarandi dugleg að rækja tengslin við hópinn sinn. Eftir að Óli hætti störfum í samlaginu, ferðaðist hann töluvert, og dvaldi þá oft langdvölum hjá bömunum sínum, sem búa nú dreift um landið. Ekki þótti honum verra að geta lagt hönd að verki í þessum ferðum. Bókamaður var hann, og átti margar góðar stundir með bók í hönd, eftir að um tók að hægjast. Þá hafði hann sjálfur mjög gott vald á íslensku máli í ræðu og riti, og mér þótti mikill heiður að því að hann sýndi mér oft ýmislegt, sem hann setti á blað. Sumt af því á ég enn í fómm mínum, þar á meðai frásögn, sem hann sendi mér af broslegum atvikum og kringumstæð- um, er hann lenti í, eitt sinn er hann lá á sjúkrahúsi. Sl. sumar var haldið upp á áttræð- isafmæli hans af rausn og myndar- skap eins og þeirra hjóna var von og vísa. Hann var glæsilegur afkom- endahópurinn þeirra, sem þama var samankominn, og þætti ýmsum yfrið nóg ævistarf að koma þeim öllum vel á legg og til manns. Daginn þann er gott að muna, og þá var hann Óli minn kátur og hress, eins og ég man hann oftast nær, enda þótt sá gestur, sem nú hefur haft hann með sér á burt úr þessum heimi, væri þá fyrir allnokkru búinn að boða komu sína. Ég bið þess, að mér fyrirgefíst sú skuld að hafa ekki haft hugrekki til að vitja sjúkrabeðs míns gamla vinar. Á slíkum stundum verður manneskjan svo lítil sér, að hún veigrar sér við að standa augliti til auglitis við dauðann. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka allar góðar stundir, sem okkur gáfust, og vináttu, sem ég veit að nær út yfír gröf og dauða. Síst vil ég tala um svefn við þig: Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda — það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Við Guðmundur sendum Guggu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar og huggunar. Kristín Halldórsdóttir Það væri svo ótaj margt hægt að segja um hann afa, Ólaf Inga Þórðar- son, og ekki væri það af verri endan- um, síður en svo. I eftirfarandi línum langar mig að koma á framfæri nokkrum minningarorðum um afa og okkar samskipti síðastliðin tutt- ugu ár. Afa hef ég þekkt bókstaflega frá blautu barnsbeini, því ég fæddist á heimili hans og ömmu í Borgarnesi. Dvaldist ég hjá þeim meira eða minna fyrstu fímm ár ævi minnar og ætíð síðan hafa verið nokkuð reglulegar heimsóknir til afa og ömmu í Borgó. Alltaf var jafn gott að koma á þeirra heimili, sömu alúð- legu móttökumar, hvenær sem mann bar að garði. Aldrei neitt „vesen“ eða óþarfa fyrirhöfn, en öllum tekið sem heiðursgestum. Mínar fyrstu bemskuminningar tengjast afa mikið og minnist ég sérstaklega tíðra heimsókna í sam- lagið í Borgamesi, þar sem hann vann. Margar góðar stundir, hef ég upplifað með afa, fjölmargar sam- ræður um menn og málefni; ferðalög og heimsóknir. Mitt uppáhaldsum- ræðuefni við afa var unga fólkið þá og nú. Þar hafði afí sínar ákveðnu skoðanir og var hreint ekki sáttur við lífemi ungdómsins í dag! Þetta voru þær skemmtilegustu rökræður sem ég tók þátt í, sérstaklega þegar kom á daginn að samkvæmt lýsing- um afa var þetta lítið betra í gamla daga, bara öðruvísi. Samt fór það ekki milli mála að afi hefur lifað tímana tvenna og sögur af fátækt fyrri ára eiga vart við í dag. Afí var ákaflega fróður maður um flesta hluti og ósjaidan veitti hann svör við öllu mögulegu. Bókmenntir voru hans hjartans mál og hafði hann m.a. Islendingasögumar flestar á hreinu. Ég man þegar ég var að lesa Njálssögu í framhaldsskóla fyrir rúmlega tveimur árum, þá ræddi hann fram og aftur um hver hefði skrifað Njálssögu. Var hann þá búinn að kynna sér það efni til hins ítrasta og mynda sér skoðanir á því. Jafn- vel þótt ég væri algerlega áhugalaus um hugsanlegan höfund Njálu á þeim tíma, var ekki nokkur vegur að láta sér leiðast undir þeim rökum sem afí færði fyrir sínu máli. Raunar hef ég ætíð haldið því fram að afi ætti að gefa út á prenti eitthvað af því sem hann dundaði við að skrifa, því óneitanlega var afi vel penna- fær. Samstíga bókhneigðinni átti afí mikið safn frímerkja sem maður skoðaði undir hans leiðsögn með sérstakri lotningu og þorði ekki fyrir sitt litla líf að snerta, hér áður fyrr. Einnig get ég, og bræður mínir tveir, þakkað afa þá kunnáttu sem við höfum í skák og spilamennsku, því þar stóð hann vel að vígi eins og á fleiri vígstöðvum. Oft hef ég ferðast með afa gegn- um tíðina, lengri og skemmri ferðir. Þar naut hann sín nú aldeilis því hann gat þulið sögur af hveijum stað, þó, svo að mesta tilhlökkunaref- nið, fyrstu árin, hafí verið að koma við í sjoppu og fá límonaði! Seinna lærði maður að meta frásagnir hans að verðleikum. Það voru svo dæmalaust margir kostir sem prýddu hann afa minn í mannlegum samskiptum. Ekkert í daglegu amstri þess stóra hóps af- komenda sem hann á, var honum óviðkomandi. Það kom mér alltaf jafn mikið á óvart hve vel hann fylgd- ist með og allt gat ég sagt afa. Hann fussaði og sveiaði ef honum mislíkaði, en aldrei man ég til þess að hann reiddist mér eða svo mikið sem skammaði mig. Hvernig sem maður lét var afí alltaf tilbúinn til viðræðna og alltaf hlustaði hann á og viðurkenndi mín rök fyrir hlutun- um þó svo að það breytti á engan hátt afstöðu hans! Ég hef ætíð talið mér trú um að ég ætti hlut í afa og eitt er víst að hann á stóran hlut í mér. Ég hefði svo gjaman viljað hafa afa hjá mér svo miklu lengur en raun ber vitni. Nú er enginn afí lengur sem vill hafa ungu stúlkurnar í pilsi, með sítt hár og fléttur og hvetur til samskipta við góða bændasyni. Hann afí minn blessaður er horf- inn á braut. Undir lokin átti hann í miklu veikindastríði og segir skyn- semin manni að þetta hafí verið besta og líklega eina lausnin að svo stöddu. Afí var fastur punktur í lífi mínu en nú er hann einungis í minn- ingunni og þar verður hann ljóslif- andi um aldur og ævi. Ég get ekki annað en verið þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum manni sem afi var og einnig að fá að muna hann nokkuð frískan. Elsku ömmu, sem ekki hefur síður reynst mér vel, votta ég dýpstu samúð mína og bræðra minna, Ingólfs Áka og Guð- mundar Hauks. Blessuð sé minning afo # # f Kristín Kjartansdóttir Miðvikudaginn 31. janúar sl. and- aðist í Sjúkrahúsi Akraness Ólafur I. Þórðarson mjólkurfræðingur í Borgarnesi eftir lasleika síðustu misseri og nokkuð erfíða sjúkrahús- legu síðustu mánuði. Með honum er genginn hugljúfur dugnaðarmaður. Langar mig með nokkrum orðum að minnast tengda- föður míns, þótt ekki séu tök á að ræða ýtarlega um hans uppruna og æviskeið. Fæddur var hann í Hafnarfírði 9. júlí 1909, elstur í hópi tólf systkina. Foreldrar hans voru Sólveig Bjarna- dóttir frá Sólmundarhöfða á Akra- nesi og Þórður Einarsson frá Ný- lendu í Garði, ljósavörður og síðar bókhaldari, bjuggu þau lengst af í Hafnarfírði. Á því heimili var ekki auður í búi, fremur en víðast annars staðar á þeirri tíð. Ólafur mun því snemma hafa farið að taka til hendi og níu ára var hann sendur til sumardvalar til skyldmenna í Þverárhlíð í Borgar- fírði og gekk svo til mörg næstu sumur. Kómst hann því fljótt í kynni við það hérað, sem síðar átti eftir að verða hans heimabyggð og vett- vangur á langri starfsævi. Fór svo að hann unni mjög þessu stórbrotna og fagra héraði, þótt alltaf bæri hann hlýjan hug til Hafnarfjarðar. Eftir að barnaskólanámi lauk í Hafnarfirði, fékkst Ólafur þar við ýmis störf á vetrum, einkum af- greiðslu og verslunarstörf. Á sumrin gerðist hann kaupamaður á ýmsum stöðum til sveita. Á þessum árum var hann eitt sumar aðstoðarmaður við plægingar með hestum á vegum Búnaðarsam- bands Suðurlands. Sagði hann mér eitt sinn að það hefði verið það dýr- legasta sumar, sem hann hefði lifað. Veturinn 1926-27 var hann við nám í Hvítárbakkaskóla í Borgarfírði og veturinn eftir barnakennari í Ölfusi. Næstu árin vann Ólafur við land- búnaðarstörf og var m.a. þrjú og hálft ár vinnumaður í Gufunesi, sem þá var stórbýli. i ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11 árdegis. Guðsþjón- usta kl. 14. Kristniboðskynning. Benedikt Arnkelsson guðfræðingur prédikar. Organleikari Jón Mýrdal. Myndasýning frá kristniboðsstarfinu eftir messu í safnaðarheimili kirkj- unnar og sýning á munum frá Afríku í anddyri kirkjunnar. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11, Guðrún Ebba Olafsdótt- ir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPREST AKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag 10. feb.: Barnasamkoma kl. 10.30. Munið kirkjubílinn. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Sunnudag 11. feb. kl. 11. Messa. Dómkórinn syngur. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 14. Messa. Dóm- kórinn syngur, organisti Ann Toril Lindstad. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. Organisti Kjartan Ólafsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Ragnheið- ur Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Miðvikudag: Guðsþjónusta með alt- arisgöngu kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson, organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknar- prestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Messuheimilið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Foldaskóla. Barnamessa kl. 11. Sunnudagspóstur — söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamra- hverfi kl. 10.45. Messa kl. 14. Kirkju- kór Grafarvogssóknar syngur. Org- anisti Sigríður Jónsdóttir. Safnaðar- kaffi eftir messu. Kynnt starfsemi Systrafélags Víðistaðasóknar, Bræðrafélags Bústaðasóknar og Safnaðaríélags Ássóknar. Almennar umræður. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Fyrirbænir eftir guðsþjónustuna. Guðspjall dagsins: Matt: 20.: Verkamenn í víngarði. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samverustund aldraðra miðvikudag kl. 11. Biblíulestur og bænastund laugardag kl. 10. HALLGRIMSKIRKJA: Laugardag 10. feb. Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Messa og barna- samkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Matur eftir messu. Kvöld- messa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barna- guðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusalur Hjallasóknar í Digranesskóla. Kristniboðskynning: Barnamessa kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson kristniboði kemur í heimsókn og greinir frá starfi sínu f máli og myndum. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson kristniboði prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að messu lokinni annast sr. Guðmundur kynn- ingu á starfi sínu sem kristniboði. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku í messunni. Samvera fyrir fermingar- börn úr Digranesskóla og Snælands- skóla kl. 20-22, að Lyngheiði 21. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borg- um sunnudag kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Arni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Þórhallur Heimis- son. LAUGARNESKIRKJA: í dag, laugar- dag, guðsþjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag 11. feb.: Messa kl. 11. Bjarni Karlsson guð- fræðinemi prédikar, altarisganga. Barnastarf er á sama tíma. Kaffi á könnunni eftir messu. Bænastund þriðjudagskvöld kl. 22. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtudag. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Munið kirkjubílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Mið- vikudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Þröst- ur Eiríksson. Fyrirbænaguðsþjón- usta föstudag kl. 21. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur í fyrsta sinn. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Starfsfólk barnastarfs að- stoöar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Þórsteinn Ragnarsson safnaðar- prestur. FRÍKIRKJAN í Rvík: Guðsþjónusta kl. 11. (tíminn valinn með tilliti til Ríkisútvarpsins.) Miðvikudag kl. 7.30 morgunandakt. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Safnaðarsamkoma kl. 11. Ræðu- maður Guðni Einarsson. Sunnudag- askóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Hallgrímur Guð- mannsson. KFUM & KFUK: Samkoma Amt- mannsstíg 2b kl. 20.30. Upphafsorð: Anna Hugadóttir. Ræðumaður sr. Jón D. Hróbjartsson. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11 á Háaleitisbr. 58. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá Guðnýjar og Sigrúnar. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Ólafur Helgi Ól- afsson viðskiptafr. flytur ræðu. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Bragi Friðriksson. Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 13. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson messar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organ- isti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sig- urður H. Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarf.: Barnasam- koma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-Njarðvíkurkirkja: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14 í safnaðarheim-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.