Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 4
4 MÓRGUNBLAÐIÍ) LAUÖARÍÍáGUR 10. Samvinnubankinn: Ekki gerðar breyting- ar fyrr en á aðalfundi Friðrik Sophusson óskar eftir aukaiundi bankaráðs og boðar tillög-u um að Sambandið fái ekki vaxtaleiðréttingu FRIÐRIK Sophusson bankaráðsmaður í Landsbankanum sendi form- anni bankaráðsins bréf í gærmorgun og óskaði eftir ýmsum upplýsing- um varðandi afgreiðslu bankaráðsins á kaupum bankans á hlut Sam- bandsins í Samvinnubankanum og ítrekaði fyrri ósk sína um upplýsing- ar. Hann óskaði eftir aukafundi bankaráðsins og boðaði tillögu um að bankinn veitti Sambandinu ekki svokallaða vaxtaleiðréttingu. Frið- rik sagðist í gær einnig hafa haft samband við bankastjóra Lands- bankans og óskað eftir að þeir gengju ekki frá vaxtaleiðréttingunni fyrr en eftir aukafundinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fjölluðu bankastjórar Landsbankans ekki um þetta mál í gær. Eyjólfur K. Siguijónsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, segir að ekki verði gerðar breytingar á rekstri Samvinnubankans fyrr en á aðalfundi Samvinnubankans. Ekki sé farið að ræða það í einstökum atriðum hvernig yfirstjórninni verði háttað. Allt kæmi þetta í ljós á aðal- fundinum, þá tilnefndi bankaráð Landsbankans sína menn í Sam- vinnubankann. Geir Magnússon bankastjóri Samvinnubankans segir að stefnt sé að aðalfundi í þriðju eða fjórðu viku marsmánaðar. „Friðrik verður sjálfur að ráða þvi á hvaða fundi hann vill vera, ég sá að hann fór af bankaráðsfundinum á fund í Valhöll. Ef formaður bank- aráðs hlypi alltaf eftir slíku yrði aldr- ei neinn bankaráðsfundur," sagði Eyjólfur þegar leitað var álits hans á gagnrýni Friðriks Sophussonar á að mál varðandi kaup Landsbankans á meirihluta Sambandsins hafí verið afgreidd að honum fjarstöddum en ekki frestað eins og hann hafði far- ið fram á. Eyjólfur sagði: „Banka- ráðsmenn vita að fundadagar eru annan og fjórða fimmtudag í hveij- um mánuði. Þessir dagar voru vald- ir í samráði við Friðrik þegar hann byijaði í bankaráðinu. Venjulega hittumst við klukkan þijú, fundimir settir klukkan hálffjögur og standa oftast ekki skemur en til hálf fimm, jafnvel lengur. Þetta vissi Friðrik um. Hann fékk dagskrána senda á þriðjudag og ég sagði honum fyrir VEÐUR V ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 i gaer) fundinn að ég myndi ljúka þessu máli. Friðrik kom á fundinn og sagð- ist þurfa að fara á annan fund og bað um frestun. Ég neitaði því, enda tel ég að við höfum ekki getað dreg- ið afgreiðslu málsins lengur, og hann bókaði mótmæli við því.“ Eyjólfur sagðist ekki vilja ræða efnislega gagnrýni Friðriks á sam- þykkt bankaráðsins og hvemig að henni var staðið að öðru leyti. Hann sagði að ekki þyrfti sérstaka útreikn- inga á tilboðunum til að sjá að upp- hafleg samningsdrög bankastjóra Landsbankans og forstjóra Sam- bandsins, sem Eyjólfur var á móti í bankaráðinu á sínum tíma, og kaup- in nú væm ekki sambærileg. „Sverr- ir bauð 828 milljónir i allan pak- kann, ætlaði að taka Sambandið á bijóstið í fimmtán ár og að taka allt starfsfólk Samvinnubankans inn í Landsbankann með sömu réttindi," sagði EyjÓlfur. Lúðvík Jósefsson bankaráðsmað- ur sagði þegar álits hans var leitað: „Fréttin í Morgunblaðinu er röng. Landsbankinn hefur enga ákvörðun tekið um að láta Sambandið fá vaxtafyrirgreiðslu. Það rétta í þessu er að bankaráðið samþykkti að ganga endanlega frá kaupunum á hlut Sambandsins í Samvinnubank- anum fyrir það verð sem bankinn hafði boðið, 605 milljónir, og það er hið endanlega verð. Síðan var bankastjórunum falið að ganga eftir því að fá þessi hlutabréf í hendur og færa þetta á reikning Sambands- ins um leið. Þá var samþykkt í til- efni af beiðni Sambandsins um vaxtaleiðréttingu að vísa því máli til bankastjóranna eins og ber að gera því að það flokkast algerlega undir þá ef á að gera vaxtaleiðréttingu hjá einhveijum viðskiptavini bank- ans. Ég get ekkert sagt um þá fullyrð- ingu að bankastjómin muni veita Sambandinu slíka vaxtaleiðréttingu. Ég hef ekkert fyrir mér nema það að einn bankastjóri, sem ég ætla ekki að nefna á nafn, sagðist mundu standa þannig að málinu," sagði Lúðvík. „Ég hef áður hafnað því í bankan- um að gera tilboð í Samvinnuban- kann með þessu atriði í og geri það áfram og hef ekki samþykkt neitt í þessa átt,“ sagði Lúðvík þegar hann var spurður hvort hann legðist gegn því að bankastjórarnir greiddu Sam- bandinu 60 milljónir kr. í vexti vegna kaupanna á Samvinnubankanum. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði að kaup Búnað- arbankans á hlut í Samvinnubankan- um væru ekki til umræðu. „Mér sýnist að Landsbankinn ætli að kaupa Samvinnubankann og við ætlum ekki að fara í samkeppni um þau kaup,“ sagði Stefán. Hann sagði að kaup annarra en Landsbankans á þeim 12%, sem komið hefur fram að Landsbankinn hefur ekki bol- magn til að kaupa vegna reglna um eiginfjárstöðu viðskiptabanka, hefðu ekki komið upp, og sagðist ekki vita hvort einhver hefði áhuga á slíkum kaupum. VEÐURHORFUR í DAG, 10. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Vestan- og norðvestanátt á landinu, víðast gola eða kaldi. Snjókoma var á norðanverðum Vestfjörðum og á Norður- landi vestra, sums staðar él á Suðvestur- og Vesturlandi en skýjað og þurrt veður austan til á landinu. Hiti var frá 2 stigum á Kamba- nesi, niður í 6 stiga frost á Hornbjargsvita. SPÁ: Austan- og norðaustan 3-5 vindstig og él víða um land. Frost 0-5 stig víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Nórðan- og norðaustan- átt um allt land, víða 6-8 vindstig, og fremur kalt. Snjókoma um norðan- og norðaustanvert landið en annars þurrt. A_____'A TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CXO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður Kaup Landsbankans á Samvinnubankaiium: Öll hlutabréf verði keypt eða ekki meira - segir forstjóri Olíufélagsins „ÞAÐ gengur ekki hjá Landsbankanum að segja að hann kaupi eitt- hvað í viðbót. Annaðhvort verður hann að segjast kaupa öll hluta- bréf bankans eða ekki meira en hann er nú að gera. Það er engin málamiðlun til þar á milli,“ sagði Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufé- lagsins hf., en félagið á um 4% í Samvinnubankanum og er þriðji stærsti hluthafinn, á eftir Sambandinu sem á 52% og Vátryggingafé- lagi íslands hf. sem á um 5,8%. Aðrir hluthafar, sem eiga yfír 1%, eru Samvinnulífeyrissjóðurinn, Kaupfélag Eyfírðinga, KRON og Kaupfélag Borgfírðinga. Hluthafar eru alls tæplega 1.500. Aðrir hluthafar en upp eru taldir eru kaupfélög og einstaklingar, og eiga þeir innan við 1% hver, flestir tiltölulega mjög lítinn hlut, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samvinnulífeyrissjóðurinn er um þessar VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri skýjað Reykjavik 1 snjókoma Bergen 7 haglél Helsinki 2 skýjað Kaupmannah. 7 skýjað Marssarssuaq -5-13 alskýjað Nuuk 5-14 snjókoma Osló 7 hálfskýjað Stokkhólmur 4 iéttskýjað Þórshöfn 4 skúr Algarve 18 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Barcelona 12 þokumóða Berlin 7 skýjað Chicago 3 skýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 7 skýjað Glasgow 8 alskýjað Hamborg vantar Las Palmas 21 heiðskírt London 11 skýjað Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg 4 skýjað Madríd 10 þokumóða Malaga 18 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal 4 alskýjað New York 6 léttskýjað Orlando 18 hálfskýjað París 10 léttskýjað Róm 9 súld Vín 8 skúr Washington 9 skýjað Winnipeg 5-8 snjókoma mundir að taka yfir hlut KRON. Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands, sagði að félagið væri tilbúið til viðræðna við Lands- bankann um að selja hlutabréf fé- lagsins. Það færi eftir niðurstöðum þeirra viðræðna hvort félagið seldi bréfin. Hann sagðist ekki sjá að það væri raunhæft að Landsbankinn keypti 88% í Samvinnubankanum og ræki hann síðan með óbreyttu sniði. Ef bankinn keypti svo mikið hlyti hann að vilja breytingar til að ná fram hagkvæmni í rekstri beggja bankanna og því vandséð að hags- munir Landsbankans og litlu hlut- hafanna færu saman. Vilhjálmur Jónsson sagði að Olíu- félagið hefði ekki ákveðið með sölu á hlutabréfum í Samvinnubankan- um og sagðist ekkert geta um það sagt hvort félagið vildi eiga í bank- anum ef Landsbankinn keypti 88% hlutabréfanna. Sagði hann að minni hluthafarnir hefðu ekki haft samráð en taldi ekki ólíklegt að þeir hefðu það. Taldi Vilhjálmur að á meðan Landsbankinn gæti ekki sameinað rekstur bankanna væri erfitt að reka Samvinnubankann til hags- bóta fyrir hann og eigendur hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.