Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 19 Japanir óttast norður-kóreskt kjamorkuver Tókió. Reuter. JAPÖNSK stjórnvöld hafa áhyggjur af stækkun kjarnorkuvers í Norður-Kóreu því talið er að þar séu Norður-Kóreumenn að koma sér upp aðstöðu til smiði kjarnorkuvopna. Við rannsóknir á gervihnatta- myndum, sem teknar voru með þriggja ára millibili, hefur verið sýnt fram á að Norður-Kóreumenn væru að reisa risastórt kjarnorku- ver í Nyongbyong, 90 km norður af Pyongyang, höfuðborg Norður- Kalifornía: Barist við olíuleka Huntingfton Beach. Reuter. MIKILL viðbúnaður er nú undan ströndum Kaliforniu vegna leka frá olíuskipi. Ekki tókst að koma í veg fyrir að olíubrák bærist á land á Huntington Beach, sum- ardvalarstað auðugs fólks, suður af Los Angeles. Hætta er nú tal- in á að olían spilli fúglagriðlandi í nágrenni borgarinnar. Á aðfaranótt fímmtudags byijaði að leka úr olíuskipinu American Trader tveimur mílum undan Hunt- ington Beach. Svo virðist sem akk- eri hafi lpsnað og rifið gat á síðu skipsins. í skipinu voru tæp 95.000 tonn af hráolíu en 1.135 tonn láku út. Bandaríski sjóherinn var fenginn til að aðstoða við hreinsistarf en olíuflekkurinn er um 18 ferkíló- metrar að stærð. 21 skip tekur þátt í aðgerðunum þar af sex svokallað- ar „ryksugur", skip búin mjög kraftmiklum hreinsibúnaði. Haft er á orði í Bandaríkjunum að þar hafi sjaldan verið brugðist jafn skjótt við olíuleka og af jafn miklum þrótti. Kóreu, og lagt að því vegi. „Þegar stöðin verður komin í notkun verður þar hægt að vinna plútoníum og smíða kjarnorkuvopn," sagði há- skólaprófessor, sem rannsakaði ljósmyndirnar. Þær voru teknar af franska jarðkönnunarhnettinum SPOT í júní 1986 og maí 1989. í fyrra helt enska tímaritið „Jane’s Defence Weekly“ þ’ví fram að líklega öðiuðust Norður-Kóreu- menn getu til þess að smíða kjarna- vopn innan fimm ára. Að sögn japanskra blaða byggðu Norður-Kóreumenn 2.000-4.000 kílóvatta kjarnorkuver með hjálp Sovétmanna í Nyongbyong fyrir 10-15 árum. Hefði það verið reist í vísindaskyni og til rannsókna. Á SPOT-myndunum 1986 hefði í ljós komið að þar stæðu yfir bygginga- framkvæmdir og myndirnar frá í fyrra hefðu staðfest, að það hefði verið stórstækkað, m.a. væri þar risin risastór bygging og mikil vegagerð hefði att sér stað í ná- grenni versins. Risaveldarómantík Þessi mynd var tekin skömmu eftir að Suzan Eisenhower, barna- barn Dwights D. Eisenhowers, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Roald Sagdeyev, vísindamaður hjá Sovésku geimferðastofnuninni, höfðu verið gefin saman í hjónaband í Griboyedovski-hjónavígsluhöll- inni í Moskvu í gær. Eins og sjá má blómstrar ástin milli þessara fulltrúa risaveldanna. Tyrkland: 66 kolanámu- menn farast Ankara. Reuter. 66 námumenn fórust þegar gas- sprenging varð í kolanámu skammt frá Merzifon-bæ í Tyrk- landi í fyrradag. Talið er að ekki hafi verið hirt um að gera nægi- legar varúðarráðstafanir til koma í veg fyrir slysið. Björgunarmönnum tókst að ná átta líkum og tveimur slösuðum' mönnum úr námunni en 58 til við- bótar urðu innlyksa 350 metrum niðri í jörðu. Eldar loguðu ennþá í námunni í gær. „Náman er lokuð og loft berst hvorki út né inn,“ sagði Celettin Cakir, framkvæmdastjóri námunnar, og bætti við að tekið gæti allt að hálft ár að opna hana. Þetta er í þriðja sinn sem alvar- legt slys verður í námunni frá árinu 1965. „Vinnuöryggi í námum ætti að hafa forgang en í Tyrklandi er aðeins hugsað um að framleiða og græða sem mest,“ sagði talsmaður stéttarfélags tyrkneskra náma- manna. „Daginn sem sprengingin varð var of mikill hiti í námunni. Við fengum einnig vitneskju um að gasið hefði líka verið of mikið,“ sagði námumaður, sem lokið hafði vinnu skömmu fyrir slysið. Nokkur hundruð verkamanna og ættingja námumannanna söfnuðust saman fyrir utan námuna til að kreijast þess að eigendur hennar yrðu sóttir til saka fyrir að sinna ekki öryggis- málunum. Skoðanakönnun í Noregi: * Oánægja með störf Jans Syse Ósló. Reuter. JAN P. Syse fékk lökustu útkomu sem nokkur forsætisráðherra Noregs hefúr hlotið í árlegri skoðankönnun, sem norska blað- ið Dagbladet hefúr staðið fyrir í áratug. Aðeins 15% aðspurðra voru ánægð með frammistöðu hans. Syse, sem tók við völdum í októbermánuði síðastliðnum, telur niðurstöðurnar alls ekki slæmar. Skoðanakönnunin var gerð í jan- úarmánuði síðastliðnum og 1054 kjósendur spurðir. Samkvæmt nið- urstöðunum töldu 46% aðspurðra að Verkamannaflokkurinn, sem fór frá völdum í október, ætti að mynda ríkisstjórn, en 35% vildu fremur þá samsteypustjórn mið- og hægri- flokka sem nú situr undir forsæti Syse. 17% höfðu enga skoðun á málinu. í umsögn um könnunina benti Syse á að 64% aðspurðra hefðu sagt að frammistaða hans væri „góð eða viðunandi" og aðeins 20% talið frammistöðu hans slæma. Norska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna atvinnu- ástandsins í landinu, en atvinnu- leysi hefur ekki verið meira í ára- taigi.................. á raftœkjum og eldhúsáhöldum. AFSLATTUR ALLTAÐ 70%!! Nokkur dœmi um verð: BLOMBERG kæliskápur, hvítur. 3 stjörnu frystihólf, vinstri eða hægri opnun, hæð 85 cm. Fullt verð: 33.900. Útsöluverð: 25.900. Þú sparar 8.000. I'- * PETRA 1000 watta kaffivél með á- fyllingarmæli, 10 bolla, fæst í 2 litum. Fullt verð: 3.950. Útsöluverð: 3.000. Þú sparar: 950. TOSHIBA ERS 5740 600 watta tölvu stýrður örbylgjuofn með hraðþýð- ingu í hvítum eða brúnum lit, töfra- pottur fylgir.. Fullt verð: 31.890. Útsöluverð: 24.600. Þú sparar: 7.290. PETRA krullujárn með hitablæstri. Fullt verð: 2.190. Útsöluverð: 990 Þú sparar 1.200.______________________ Ennfremur alls konar eldavélar, gufugleypar, kæliskápar og frystiskápar með 10-20 % afslætti, kaffivélar, brauð- ristar, pelahitarar, partígrill, hraðsuðukatlar, efdhúsvaskar og margt fleira með allt að 40 % afslætti. Athugið að allar gerðir TOSHIBA örbylgjuofna verða seld- ar með 10% afslætti meðan á útsölunni stendur og að þeim fylgir öllum frír töfrapottur að auki! Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn að hverri vörutegund að ræða! Sérstök laugardagsopnun frá kl. 10 - 4. Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 — ® 16995 og 622900 * öll útsöluverð eru staðgr. verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.