Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 31
MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. KBBRCAR >1990 0831 fclk f fréttum BLEKKING? Eiginmaður Karólínu á fangelsun yfir höfði sér Nú er uppi fótur og fit í smárík- inu Mónakó, en Stefano, hinn ítalski eiginmaður Karólínu prins- essu, hefur verið kallaður heim til að svara til saka fyrir skjalafals. Hann lagði fram vottorð lækna um líkamlegt og andlegt óheilbrigði árið 1983 og var leystur undan herþjónustu vegna þessa. Nú þykir sýnt að skjöl þessi hafi.verið fölsuð eða læknum hafi verið mútað og á Stefano yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi ef hann verður sekur fund- inn. Karólína hefur gífurlegar áhyggjur af þessu, því að hún ótt- ast að Stefano kunni að verða lúbar- inn eða jafnvel myrtur í steininum. Víst þykir að Stefano muni svara kallinu og svara til saka, en hann hafi með sér her lögmanna og leiti allra leiða til að komast hjá fangels- isvist. Það var árið 1983 að Stefano Karólína og Stefano með tvö barna sinna. lagði fram plöggin. Þar báru lækn- ar að Stefano væri með æxli í kynfærum. Þau hefðu gert hann óftjóan og valdið um leið slíkum sálarskaða að hann væri óhæfur til að gegna herþjónustu. Ári síðar áttu þau Stefano og Karólína sitt fyrsta barn og í dag eru börnin þrjú, þannig að fullyrðingar um ófijósemi Stefanos eru stórlega ýktar. Þessu vilja saksóknarar á Italíu ekki una og hafa kvatt Stef- ano fyrir dómstóla. Stígi hann á ítalska grundu verður hann umsvif- alaust handtekinn. Nú er talið að Stefano kunni að vera í bráðri lífshættu í fangelsi. Búið er að greina honum frá því að hann hljóti enga sérmeðferð Guðmundur Sv. Hermannsson eir sem fóru í síðustu ferð MS Eddu hér um árið gleyma henni sennilega seint. Skipið lenti í vitlausu veðri suður af landinu og á meðan minnti fátt um borð á að þetta væri skemmtisigling. Bræð- urnir Haraldur og Þórhallur Sig- urðssynir voru í þessari Edduferð og ég hef lúmskan grun um að hún hafí verið kveikjan að hugmyndinni um skemmtunina Ómladí, Omlada í ólgusjó á Sögu. Þar er sviðsetningin sjóferð MS Sögu til Horrimolinos. Einkennis- klæddir hásetar og skipsþjónar taka á móti gestum við landganginn, þ.e. stigann upp í Súlnasal. Borð- haldið og skemmtiatriðin tengjast' svo „sjóferðinni" og á stundum minntu tilburðir á sviðinu á tilraun- ir Eddufarþega til að stíga ölduna. Við fórum tvenn hjón á frumsýn- ingu Ómladí Ómlada á Hótel Sögu. Á matseðli MS Sögu éru tveir for- réttir, tveir aðalréttir og tveir eftir- réttir. Ég valdi í forrétt kryddaðar vegna stöðu sinnar. Lendi hann í fangelsi verður hann meðhöndlaður eins og hver annar fangi. Talið er nokkuð víst að margur forhertur fanginn vildi gjarnan kýla þennan fokríka silfurskeiðardreng til óbóta, jafnvel ganga enn lengra. Þá er annað til í dæminu og það er, að eiturlyfjakóngar skipi einhveijum fanganum hreinlega að myrða Stef- ano vegna þess að Karólína hefur skorið upp herör gegn þeim í Món- akó. Annað eins hefur gerst. Haft er eftir Karólínu að þetta séu þau mestu ótíðindi sem yfir hana hafi dunið síðan móðir hennar fórst í bílslysi fyrir nokkrum árum. Hún hefur lagt hart að Stefano að hunsa kvaðninguna, en hann er ekki á því. laxaþynnur Magnúsar óðalsbónda sem reyndist vera einkar bragðgóð- ur graflax. Hin fengu sér fljótandi marfang eftir forskrift Saxa lækn- is, eða sjávarréttarsúpu, og gáfu henni bestu meðmæli. Aðalréttir voru ofnsteiktur svína- hryggur að hætti Hallgríms skips- kokks og pipruð og kveikt steik af perlu fjallanna í anda Marteins Mosdals. Einn valdi sér svínahrygg- inn, sem borinn var fram með léttri sinnepssósu en við hin ákváðum að lækka lambakjötsfjallið. Við vorum sammála um að piparsteikin væri heldur of sterk. Svínahryggurinn þótti hins vegar ágætur. Við lukum svo máltíðinni með suðrænu aldin- mousse, öðru nafni ananasfrómas. Skemmtiatriðin, sem á eftir fóru, tengdust sjóferð MS Sögu, eins og áður sagði. Haraldur Sigurðsson var í hlutverki skipstjóra sem tengdi saman atriðin og kynnti, en Laddi brá sér í sín venjulegu gerfi, dyggilega studdur af Ömari Ragn- arssyni. Satt best að segja kom dagskrá- in mér skemmtilega á óvart. Ómar Omar og Laddi í góðu formi á Sögn Skemmtanir VINSÆLDIR Allir vilja eiga Paulu Abdul Söngkonan og dansarinn Paula Abdul hefur heldur betur sleg ið í gegn beggja vegna Atlantsála, þó einkum heima fyrir í Banda- ríkjunum. Þessi snaggaralegi litli söngfugl hefur heillað landa sína með poppi og liðugum dansi, en að sönnu hafa dansat- riðin iðulega misboðið velsæminu í Banda- ríkjunum og þarf þó ekki endilega mikið til að ná þeim árangri. Stöku myndband hef- ur verið bannað á stöku sjónvarpsrás og hafa önnur bönd gjarnan verið snikkuð til og snyrt og það burt numið sem sært gæti blygðunarsemi og siðgæðisvitund ein- hverra. Allt umtalið og umstangið hefur vitanlega aukið á vin- sældimar og um leið plötusöluna. Þannig hafa vopnin snúist í höndum siðgæðispost- ula og ekki í fyrsta sinn. Svona senur og fleiri í líkum dúr hafa orðið til þess að myndbönd Paulu hafa verið umdeild og klippt tU. Paula þessi segist ekkert botna í að myndbönd sín hrelli fólk, þau sýni einungis heilbrigt ungt fólk í ærslafullum dansi og leik. Hún segist einnig mikið hafa brotið heilann um hina raunverulegu ástæðu þess að hún sé jafn vinsæl og raun ber vitni, því ekki dugi að nefna að myndbönd hennar séu umtöluð og e.t.v. pínulítið djörf. Ástæðan liggi nú fyrir: „Blökkumenn halda að ég sé kynsystir þeirra, Mexíkóarnir og þessir rómönsk/amerísku halda að ég tilheyri þeirra kynstofni. Ein- hverra hluta vegna halda gyðingar að ég sé gyðingur og arabar telja nafnið Abdul benda til þess að ég sé arabi. Það eru því margir hópar og fjöl- mennir sem telja að ég sé þeirra. Hið sanna er að ég er blendingur af Sýrlendingi, Brasilíu- manni, Kanadamanni og Frakka!" Ljósmynd/Kristján Ari. Eddi og Elli, alias Ómar og Laddi, á leið til Horrimolinos með MS Sögu. og Laddi hafa ekki beinlínis verið ósýnilegir undanfarna mánuði og ár, og allt er best í hófi. En í þetta skiptið vom þeir í ágætu stuði og mörg atriðin vom drepfyndin. Þar má nefna matseðil Hallgríms Orms skipskokks, sem kom þó blessunar- lega ekki nálægt matseldinni þetta kvöld, Ómar í hlutverki fréttamanns Stöðvar 2, og sjóferðasögur Leifs óheppna. Ég sá Ómar Ragnarsson á Sögu í fyrra og fannst þessi dagskrá hniðmiðaðri og betur heppnuð. Haraldur Sigurðsson átti þar ef til vill ekki hvað sístan þátt með því að halda vel um stjórnvölinn en hann lék einnig nokkur aukahlut- verk. Ég held að allir eigi að geta skemmt sér vel á laugardagskvöld- um á Sögu í vetur, líka þeir sem telja sig hafa fengið nóg af Ómari Ragnarssyni og Ladda og persónum hans í bili. COSPER Forstjórinn er mættur, elskan. Ég skal hafa ofan af fyrir honum þangað til þú kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.