Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1990 17 Hið nýja aðsetur BSR við Skógarhlíð. Morgunblaðið/J6n Stefánsson BSR flytur í ný húsakynni fermetrar að flatarmáli, var vígt við hátíðlega athöfn í gær. Að sögn Guðmundar Barkar Thorar- ensen, framkvæmdastjóra BSR, hefur fyrirtækið tekið í notkun nýja tölvustýrða símstöð sem býð- ur upp á mikla möguleika, og hef- BIFREIÐASTÖÐ Reykjavíkur hefur flutt aðsetur sitt úr Lækj- Bifreiðastjóra- félagið Sleipnir: argötu 4b í nýtt húsnæði við Skógarhlíð. Útibú frá fyrirtæk- inu verður framvegis í Lækjar- götu, en einnig stendur til að fjölga stæðum sem eru á víð og dreif um borgina. Nýja húsnæðið, sem er um 200 Klippt á borða við vígslu hússins, talið frá vinstri: Jens Pálsson, sem ekið hefur lengst núverandi bílstjóra á BSR eða síðan 1945, Ingimar Einarsson, sljórnarmaður í Starfsmannafélagi BSR, Snjólfur Pálma- son, formaður Starfsmannafélagsins, Guðmundur Börkur Thorarens- en, framkvæmdastjóri BSR og Eggert Thorarensen, forstjóri fyrir- tækisins. ur símalínum þess nú verið fjölgað úr 6 í 10. Þá væri einnig verið að setja upp nýtt talstöðvarkerfi, sem gæfi möguleika á að afgreiða bíla á fleiri en einni rás. „Þetta er í fyrsta sinn síðan BSR var stofnað árið 1921, sem fyrirtækið er í raunverulegu framtíðarhúsnæði. Við verðum áfram í Lækjargöt- unni með aðstöðu fyrir bílstjórana, en einnig verður starfsmaður þar til að taka á móti viðskiptavinum á opnunartíma verslana á virkum dögum.“ I dag starfa á milli 160 og 170 manns hjá BSR, en bílstjórarnir eru rúmlega 150 talsins. Fimm daga verkfall hefet á miðnætti FIMM daga verkfall iijá Bifreiða- sijórafélaginu Sleipni hefet á mið- nætti í nótt. Fundir stjórnar- og trúnaðarmannaráðs við viðsemj- endur hafei verið árangurslausir og í fyrrakvöld var samþykkt að boða til 10 daga verkfalls, frá 22. febrúar til 3. mars. Samningar voru lausir 1. janúar sl. Helstu kröfur félagsins voru að grunnlaun hækkuðu um nær 100%; úr um 42_ þúsundum króna í um 80 þúsund. Óskar Stefánsson gjaldkeri Sleipnis sagði að félagið hefði dreg- ið úr kröfunum hjá sáttasemjara og óskað eftir sambærilegum samning- um og gilda hjá SBK, þar sem grunnlaun eru um 52 þúsund krón- ur. „Við buðum að þessi hækkun kæmi á löngum tíma, allt að 16 mánuðum, en þessu var hafnað og staðan er því óbreytt," sagði Óskar. Einar Arnason, sem hefur tekið þátt í samningaviðræðunum með vinnuveitendum, sagði að hækkanir umfram þær, sem samið var um hjá ASÍ og vinnuveitendum, kæmu ekki til greina. „Það er beinlínis skylda vinnuveitenda að standa vörð um þann samning. Það eru bein ákvæði í honum um það.“ Síðasti sáttafundur var í fyrradag, en annar hefur ekki verið boðaður. Óskar sagði að allur akstur fyrir Flugleiðir myndi stöðvast á mið- nætti, svo og ferðir með Landleiðum og Norðurleið og röskun yrði á ýms- um öðrum ferðum. Myndir eftir börn sýndar í Gerðubergi OPNUÐ verður sýning á verð- launamyndum og öðrum völdum myndum úr samkeppni um gerð myndeftiis til tóbaksvarna í grunnskólum landsins í menning- armiðstöðinni Gerðubergi í dag, laugardaginn 10. febrúar klukk- an 14. Samkeppnin fór fram í öllum bekkjum grunnskóla í nóvember og desembermánuði. Jafnframt verður gerð grein fyrir úrslitum samkeppn- innar og verðlaun afhent. Sýningin í Gerðubergi verður opin næstu vikurnar mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 9-22 og laugardaga klukkan 10-16. 3 RÉTTA MÁLTÍÐ A KR. 610 Kjorobótoveislo í Veitingohöllinni Vió í Veitingahöllinni fögnum nýgeróum kjarasamningum og leggjum strax okkar lóó á vogarskálarnar meó því aó bjáÓa glæsilegan helgarmat- seóil á stórlækkuóu verói í hádegi og á kvöldin. Djúpsteikt ýsuflök orly m/korrý og grjónum . kr 610 Salatdiskur m/túnfiski og kotasælu 410 Pönnusteiktur steinbítur m/hvítluukssmjöri kr. 650 Reyktur lox m/eggjahræru kr 350 Fiskgratín hússins kr 690 Rækjur og sellerí m/rifnum osti kr. 350 Gljóð heilagfiski m/aspargus og osti kr. 790 Skinkubrouð m/icebergsalati, sinnepi og osti, kr 290 Snitchel m/lauk, papriku oq sveppum Marineraðar lambalundir m/bernaissósu ...kr. 890 kr 1.090 Súpa og eftírréttur ínnifolin í öllu verði. Bornarétfir ...kf. 150 Kafflhlaðborðið á sunnudögum girnilegra og Qölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. fyrir alla og ódýr tilbreyting. Húsi Verslunarírmar - símar: 33272-30400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.