Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 13
mm^mm Örn Magnússon. Sýnir öldruðum dansa, muni og myndir frá Indlandi UNNUR Guðjónsdóttir danskennari sem búsett er í Stokkhólmi í Svíþjóð hefúr undan- farna mánuði verið með sýningu um Indland á vegum Stokkhólmsborgar í skólum og hressingarheimilum þar í borg. Greint var frá þessu starfi Unnar í sænska tímaritinu Sting nýverið. Unnur er nú stödd í Reykjavík og á vegum borgaryfirvalda ætlar hún að gefa eldri borgurum mynd af Indlandi næstu vikurnar. Unnur sagði að hún hefði tekið farið til Indlands og tekið þar myndir sem hún sýnir ásamt indverskum munum og tónlist. Sjálf dansar hún indverska dansa í klæðnaði þar- lendra, svonefndum sari. „Ég er í fullu starfi við þetta alla virka daga vikunnar í Stokkhólmi. Ég hef einnig verið með sýningu um Kína og Island. Þessu hefur verið vel tekið, sagði Unnur í samtali við Morgunblaðið. Unnur sagði að hún færi einnig oft út i eyjar f sænska skeijagarðinum og sýndi þar fyrir þorpsbúa. „Þegar ég er með sýningu um ísland klæðist ég faldbúningi sem ég lét sauma eftir búningi frá 1836 sem Þjóðleik- húsið á. Svo syng ég rímur og þjóðvísur og dansa vikivaka. Það vekur síðan mikla ánægju þegar ég býð áhorfendum upp á íslenskan harðfisk og hraunmola frá Vestmannaeyj- um,“ sagði Unnur. Hún verður með átta sýningar áður en hún heldur aftur til Svíþjóðar. Fyrstu sýningarnar voru í Aflagranda og í Furugerði fimmtudag. EKKI BARA NÝ ÁRGERÐ Dans- leikfimi, megrunar- leikfimi, trimmform. Ný námskeid 12. feb Heilsurœktin Heba Auóbrekku 14. Kópavogi. Píanótón- leikar í Hafiiarborg Örn Magnússon píanóleikar heldur tónleika í menningarmið- stöðinni Hafnarborg í Hafiiarfirði á morgun, sunnudag kl. 20:30 og verða þeir endurteknir á Kjarv- alsstöðum mánudaginn 19. febrú- ar á sama tíma. Tónleikarnir eru haldnir á vegum EPTA, Evrópu- sambands pianókennara, en Örn er kennari í hlutastarfi við Tón- skóla Sigursveins. ' Á efnisskránni eru verk eftir Bartók, Hróðmar Inga Sigur- björnsson og Debussy. „A fyrri hluta tónleikanna leik ég 14 bagatellur ópus 6 eftir Bartók, sem hann skrifaði í byijun aldarinn- ar,“ sagði Örn Magnússon i samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „I þeim leggur hann grunninn að þeirri tónsköpun sem hann vann síðar, en Bartók var, í upphafi, rómantískur í ætt við Brahms og Liszt. í fyrri hlutanum ætla ég einnig að spila Tilbrigði fyrir píanó eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Hann skrifaði þetta verk árið 1988, en það var lokaverkefnið hans frá Tónlistar- háskólanum í Hollandi. Við vorum í stöðugu sambandi allan tímann sem hann var að skirfa verkið svo ég á svolítið í því.“ Örn segist hafa verið í heilt ár að æfa Tilbrigði Hróðmars, en hann frumflutti verkið á tónleikum með Kammersveit Seltjarnamess síðast- liðið sumar. Það hefur nú verið kjö- rið til flutnings, fyrir íslands hönd, á alþjóðlegri tónlistarhátíð sem hald- in verður í Osló næsta haust. „Á seinni hluta tónleikanna leik ég tólf prelúdíur eftir Debussy. Hann skrifaði tvö sett af prelúdíum, sem gefin hafa verið út í tveimur bókum, 12 prelúdíur í hvorri og eru þær sem ég ætla að spila úr seinni bókinni. Debussy skrifaði perlúdíurnar um og eftir 1910. Þetta eru mjög falleg og myndræn verk, eiginlega eins og málaralist, þar sem hann dregur' stemmningar út úr hljóðfærinu." HELDUR ALVEG NYR BILL SUZUKI SWIFT 1990 Suzuki Swift 1990 er ekki bara ný árgerð heldur alveg nýr bíll á flestum sviðum. 1990 árgerðin hefur öflugri vél, sjálfstæða fjöðrun, er stærri og rúmbetri og útlit Suzuki Swift er alveg nýtt af nálinni að utan sem innan - hefur aldrei verið glæsilegra. Og Suzuki Swift er til í ýmsum gerðum, 5 gfra eða sjálfskiptur, 3 dyra eða 5 dyra. Farþegarými er sérstaklega þægilegt, haganlega og smekklega búið, farangursrými ótrúlega mikið og jafnframt aðgengilegt. Hefurðu gaman af hraðskreiðum, öflugum og liprum bílum? Þá áttu sannarlega mikið erindi á frumsýninguna, því sportbíllinn Suzuki Swift GTI 1990 hefur allan búnað sem krafist er af fyrsta flokks sportbll og þar er geysilega öflug vél ekki undanskilin. I stuttu máli: Suzuki Swift GTI 1990 er óskabíll allra sport- aksturskappa. Sjálfstœð fjöðrun Suzuki Swifí 1990 eykur öryggi farþeganna og gerir aksturinn þœgilegri. Stórglœsilegt útlit, baganleg hönnun og ótal nýjungar gera Suzuki Swift 1990 nœstum ómótstœðilegan. Suzuki Swift 1990 Verð frá 626 þúsund Frumsýning laugardag 10—17 og sunnudag 13—17 í Framtíð, Faxafeni 10. $SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. HÚSI FRAMTÍÐAR, FAXAFENI 10, SlMI 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.