Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 5 Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarnesi: Sigrún Símonar- dóttir í 1. sæti SIGRÚN Símonardóttir fulltrúi fékk flest atkvæði í 1. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisfélaganna í Borgarnesi fyrir sveitarstjórnakosning- arnar í vor. í öðru sæti varð Skúli Bjarnason héraðslæknir og í 3. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson háskólanemi. Sigrún fékk 53 atkvæði í 1. sæt- ið og 113 atkvæði í allt, af alls 118 gildum atkvæðum. Skúli fékk 52 atkvæði í 1. og 38 í 2. sæti, 90 atkvæði samtals og 109 atkvæði alls. Guðlaugur fékk 80 atkvæði í 1-3. sæti og 99 atkvæði alls. í 4. sæti varð Ósk Bergþórs- dóttir með 47 atkvæði í fyrstu fjög- ur sætin og 88 atkvæði alls. Guð- mundur Ingi Waage varð 5., fékk 40 aikvæði í fyrstu 5 sætin og 58 atkvæði alls. íris Grönfelt fékk 61 atkvæði í fyrstu 6 sætin og 74 at- kvæði alls. Óskar Þór Óskarsson fékk 58 atkvæði í fyrstu 7 sætin en merkt var við sjö nöfn í prófkjör- inu. í næstu sætum urðu Bjarki Þor- steinsson með 58 atkvæði, Björn Jóhannsson með 50 atkvæði, Ari Björnsson með 42 atkvæði, Háífdán Þórisson með 40 atkvæði og Ingi- björg Hargrave með 39 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn á nú einn mann í bæjarstjórn Borgarness, Gísla Kjartansson, en Gísli og vara- maður hans, Jóhann Kjartansson, gáfu ekki kost á sér í prófkjörinu. Undirbúningur prófkjörsins hófst með því að kjörnefnd sendi öllum íbúum Borgarness bréf og óskaði eftir tilnefningum fólks til fram- boðs. 83 sendu inn tillögur og voru 45 einstaklingar nefndir. 21 þeirra Andri hefiir kolavinnslu „OKKUR er öllum óskaplegur léttir að því að geta nú loks haflzt handa við vinnsluna. Við erum að taka olíu og vistir, búnir að gera allt klárt á vinnsludekkinu og fáum skipti- menn í áhöfnina á miðvikudags- kvöld. Á fimmtudag er svo ætl- unin að láta úr höfii og á miðin verðum við komnir tveimur sól- arhringum síðar. Nú eru menn hressir,“ sagði Sævar Björns- son, skipstjóri á Andra BA, sem er nú að hefja fiskvinnslu eftir langa bið. Fyrir helgina náðist samkomu- lag milli eigenda Andra BA og lánadrottna þeirra í PK-Finans bankanum um að skipið yrði gert út á kolavinnslu fyrst um sinn og var endanleg ákvörðun um það tekin á stjórnarfundi íslenzka út- hafsútgerðarfélagsins á laugar- -dag. Sævar Björnsson, skipstjóri, segir að síðustu dagar hafi verið notaðir til að gera klárt fyrir kola- vinnsluna. Pólveijarnir sé þúsund þjala smiðir og öll vinna við vélar og slíka hluti leiki í höndunum á þeim. Því sé allt til reiðu og von- andi gangi dæmið svo upp. Gunnar Þórhallsson, vélstjóri, hefur unnið við útgerðina frá því í júlí í sumar. Hann er nýkominn heim og sagði í samtali við Morg- unblaðið, að sér litist vel á þessa vinnslu. Skipið væri vel til hennar búið, bæði væri um borð vél, sem hentaði kolavinnslunni svo og vél- ar til vinnslu á þorski, sem með kolanum fylgdi. Hann segir að þrátt fyrir langa bið án verkefna hafi andinn um borð verið góður, enda sé sjómönnum það ekki endi- lega nýlunda að þurfa að bíða milli verkefna. Sjómenn á stór- flutningskipum svokölluðum séu löngum biðum að minnsta kosti flestir kunnugir. gaf kost á sér í forvai þar sem valdir voru tólf frambjóðendur í prófkjör og tók 131 þátt í forval- inu. Prófkjörið fór síðan fram um helgina. 126 manns tóku þátt í því, en 9 atkvæði voru dæmd ógild. Hagkaup: Flytja inn „íslenzka“ fískrétti HAGKAUP hafa nú hafið sölu á íslenzkum fiski innfluttum frá Bret- landi. Um er að ræða tilbúna fiskrétti af ýmsu tagi, sem unnir eru úr íslenzkum fiski í verksmiðju Icelandic Freezing Plants Ltd., dóttur- fyrirtækis SH í Grimsby. Mun þessi leið íslenzk fiskmetis á disk Is- lendinga vera einsdæmi. Íslenzkir fiskréttir innfluttir frá Bretlandi fást nú í verzlunum Hagkaupa. SH og IFPL kynntu ýmis konar fiskrétti undir vörumerkinu Marico hér á landi í fyrra. Samkvæmt upp- lýsingum Össurar Kristinssonar hjá SH, vakti sú kynning mikla eftir- tekt og viðbrögð. Komu þá fram óskir hér heima um að fiskréttirnir yrðu fáanlegir hér. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, innkaupastjóri hjá Hapkaupum, segir að IFPL hafi kynnt verzlun- inni þessa fiskrétti í fyrra og í fram- haldi þess hafi verið ákveðið að bjóða vir'skiptavinum verzlana Hag- kaupa upp á fiskinn. Um sé að ræða ýmsar gerðir fiskrétta með fjölbreyttum bragðtegundum og fyllingum. Réttirnir séu bæði gerðir fyrir örbygljuofna og venjulega ofna salan gangi mjög vel, enda séu þessir réttir mjög vel samkeppnis- færir í verði við innlenda fiskrétti svo og gæðum og fjölbreytni enda séu þeir í mörgu frábrugðnir því, sem hér sé framleitt. Engir innflutningstollar eru á fiski eða réttum unnum úr honum. BM Vinsælasti ameríski bíllinn á íslandi undanfarin ár er Dodge Aries Framhjóladrifinn og einstaklega þægilegur fjölskyldubfll meö öllum helstu þægind- um. Búnaður m.a.; 2,2 lítra vél með beinni innspýt- ingu, sjálfskipting, vökvastýri, útvarp með fjórum hátölurum o.fl. Við hjá Jöfurhf. rýmum nú til fyrirnýrri árgerð. Par sem við eigum enn örfáa bíla afárgerð 1989 höfum við ákveðio að bjóða valda bílaástórlækkuðu verði. Þessa viku leggjum við áherslu á Chrysler Itið bjóðum 250.000 króna afslátt eða nýjan Dodge Aries á kr. 997.000 Við bjóðum 340.000 króna afslátt eðanýjanbíl frákr. 1.390.000 Chrysler Le Baron GTS. Einn með öllu Við erum að sjálfsöaðu reiðubúnir tilað taka þinn bíl sem greioslu upp í þann nýja og getum lánað þér mismuninn í allt að 30 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.