Morgunblaðið - 13.02.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.02.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. PEBRUAR 1990 11 Vatnslitamyndir ________IVIyndlist____________ Bragi Ásgeirsson Þeir eru ekki margir íslenzku málaramir, sem vinna í vatnslita- tækninni, og á ég þá við þá einu og sígildu, en ekki þær mörgu tegundir annarra lita, sem blandast vatni. Alþjóðlega orðið yfir tæknina er - „aquarelle" (gagnsær vatnslitur) eða einfaldlega akvarella og mætti jafn- vel festast í málinu sem sérheiti til aðgreiningar, vegna þess hve margar nýjar tegundir lita, sem blandast vatni, hafa komið á markaðinn á öldinni, en hins vegar er akvarellan langsamlega elst og var t.d. kunn í Egyptalandi á annarri öld fyrir Kristsburð, svo sem sést af hinum svonefndu dauðabókum. Tæknin gekk í gegnum ýmsa þróun bóka- skreytinga og bréfamálunar og Albrecht Diirer var hér brautryðjandi í röðum málara, er hann tók hana til handargagns á 16. öld, en al- mennt tóku málarar ekki að nota hana fyrr en löngu seinna. Hún var og um tíma, og er raunar enn, mikið notuð við handmálun tréristumynda (einþrykk). Hin hreina akvarellu- eða vatns- litatækni er erfið, því að liturinn vill missa ferskleika sinn, sé ekki hámá- kvæmum vinnubrögðum beitt og út- heimtir því mikla leikni í meðhöndlun pentskúfsins og blöndun lita. Hinn kunni abstraktmálari Haf- steinn Austmann er einn af fáum hérlendis, sem haldið hafa tryggð við tæknina um langt árabil og gefið henni tíma sinn reglulega, þótt hann vinni ekki í henni einvörðungu og samfellt. Tekur sér hlé frá olíumál- verkinu og helgar sig vatnslitum. Hafsteinn opnaði sýningu á 28 vatnslitamyndum í FÍM-salnum í Garðastræti 6 sl. laugardag og stend- ur sýningin til 18. febrúar. Listamanninn þarf ekki að kynna, því hann hefur fyrir löngu áunnið sér sess sem einn traustasti málari sinnar kynslóðar, er haldið hefur sínu striki með litlum breytingum, frá því hann kom fyrst fram fyrir nær hálf- um fjórða áratug. Myndir hans eru t.d. auðþekkjanlegar frá myndum annarra í langri fjarlægð á samsýn- ingum. I þessum myndum eru og kunnug- leg form, um sumt ættuð frá hinni fomu austurlenzku táknskrift kalli- grafíunni, en helsta breytingin er vafalífið, að Hafsteinn sækir meira en áður til beinna hughrifa frá náttú- runni við gerð mynda sinna svo sem greinilega kemur fram í nafngiftun- um í sýningarskrá. Maður kennir líka vissulega sterkra hughrifa frá náttúrunni í ýmsum verkanna og þá einkum í myndunum „Sólskinssumar" (6), „Kólga" (10), „Haust í skógi" (23) og „Haustsinfónía“ (23). Það er fyrst og fremst sjálf með- höndlun litanna og lit- og blæbrigð- in, sem tengja þessar myndir nátt- úrulifun, en hins vegar mun minna formin í sjálfu sér, sem lítið breytast mynd frá mynd. Þetta er háttur Hafsteins Aust- manns í málaralistinni og hún ber kennimark hans og þannig séð er hann sjálfum sér trúr út í fingurgóma á þessari sýningu ekki síður en fyrri daginn. Leiðrétting í grein minni um sýningu verka Kjarvals að Kjarvalsstöðum sl. Fasteign með tekjum Til sölu góð fasteign sem gefur góðar leigutekj- ur og greiðir sig sjálf niður á örfáum árum. Trygg- ir áhyggjulausar tekjur í framtíðinni. Upþlýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUDURVE R I SIMAR 82040 OG 84755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Bílasala Það þarf ekkert háskólapróf til að selja bíla. Til sölu gömul og þekkt bílasala með mikið inni- pláss. Langbesti sölutíminn framundan. Fæst í skiptum fyrir bíla eða jafnvel öll á fasteigna- tryggðum skuldabréfum. mrriTrTTmEŒHi SUDURVE R I SlMAR 82040 OG 84755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. J30ÁRA FASTEIQNA MIÐSTOÐIN SKIPHOLTI 50B ibAUSI vuuT* IKAUSl ® 6220 301 HESTHAMRAR Vorum að fá í sölu glæsil. efri sérh. 160 fm auk ca 50 fm bílsk. Eignin er mjög vel staðsett. Útsýni. Afh. tilb. u. trév. eftir ca 1 mán. Áhv. lán frá húsnstj. 4,2 millj. KJARRMÓAR - GARÐABÆ Nýkomið í sölu fallegt 142 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt innb. bílsk. Ahv. hagst. langtímal. ca 2 millj. Verð 9,9 millj. FANNAFOLD Vorum að fá I sölu giæsil. einb. á einni hæð. Um er að ræða fullb. eign 130 fm auk 30 fm bílsk. og ca 30 fm sökklum fyrir garðskála. Áhv. veðd. 2 millj. sunnudag varð mér á í messunni, er ég sagði að mynd hans, er ber nafn- ið Heimahagar, væri úr Meðallands- sveit. Raunar var ég búinn að heimfæra hana við Borgarfjörð eystri, sem er rétt, en mundi svo að hann fæddist í Meðallandssveit og athugaði það í heimildum og kom það heim og sam- an, en svo mun hann hafa alist upp í Borgarfirðinum og talið þá heima- haga sína. Taldi ég þá, að ég hefði gert vitleysu og leiðrétti skrifin, þrátt fyrir að ég væri í vafa. Gerði svo það, sem ekki má gera, að láta skrif- in frá mér fara án þess að vera 100% viss. Myndin var upprunalega í eigu Jóns Björnssonar kaupfélagsstjóra, Borgarfirði eystri. Og án þess að vera að bera á bætifláka fyrir fljótfærni mína, vil ég koma þvi á framfæri að auðveld- asta lausnin, til að koma í veg fyrir að slíkt hendi sig, er að jafnan fylgi greinargóðar upplýsingar um nýjar myndir, er Kjarvalssafni áskotnast, þá er þær eru sýndar í fyrsta skipti og raunar ávallt. Þorvaldur Þorvaldsson, leigubíl- stjóri, sá er ók Kjarval um landið og þekkir betur til margra mynda Kjarv- als og sögu þeirra en nokkur annar, kom þessum skilaboðum til mín og kann ég honum þakkir fyrir — hann virtist í einu og öllu vita allt um uppruna þess og sögu. Vafalítið býr Þorvaldur yfir mikl- um fróðleik um myndir þjóðlista- mannsins og hann sjálfan, sem vert væri að halda til haga og ómetanlegt fyrir framtíðina ... IVECO DAILY hefur um árabil verið mest seldi sendibíliinn í Evrópu. 1990 árgerðin af þessum vinsæla bíl er nú komin á markaðinn með fjöl- mörgum nýjungum og breyttu útliti: * Fást í yfir 50 mismunandi útfærslum: Sem lok- aðir sendibílar, pallbílar með einföldu, tvöföldu eða þreföldu húsi eðafólksflutningarbílar, með eindrifi eða aldrlfi. * Öflug sjálfstæð grind, yfirbygging að verulegu leyti úr galvanhúðuöu stáli, 6 ára ryðvarnar- ábyrgð frá verksmiðju. * Burðarþol allt að 3 tonnum. * Léttbyggð, þýðgeng 4 strokka turbodieselvél 103 hö DIN, og 23 kp/m við aðeins 2200 snún- inga. * Ríkulegur búnaður: Vængjahurðir (270°) að aftan, rennihurö á hægri hlið, vandað stillanlegt ökumannssæti, höfuðpúðar og belti fyrir þrjá, tvær miðstöðvar, stereoútvarp og kassettutæki 110 A, rafgeymir, halogen aöalljós, upphitaðir hliðarspeglar og sprautur á aðalljós, vökvasfýri og margt, margt fleira. Við eigum til afgreiðslu STRAX lokaða sendibíla með háþekju, eins og hér sjást á aðeins Kr. 2. 270. 000 með VSK. (verð án VSK er Kr. 1.823.000). Komið, skoðið og kynnist IVECO DAILY af eigin raun, eða hringið til okkar og fáið sendan litprent- aðan bækling. Við veitum öllum viðskiptavinum okkar 1. flokks persónulega þjónustu! ÍTSMKMDtSP Smiðsbúð 2, Garðabæ, S. 65-65-80. IVECO DAILY TURBO. ekki betri!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.