Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 18
er
18
<•<’<:! ílA’JflaH'í fI fllIOAdUI.OlíUt dídAJitMUDHOM
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR T99IT
Utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í Rúmeníu:
Lýðræðisumbætur
skilyrði aðstoðar
Búkarest. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í
Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, á sunnudag að stjórnvöld vestra hygð-
ust senda matvæli að andvirði 80 milljóna Bandarikjadala, (um 4.800
millj. ísl. kr.) til landsins. Baker hvatti rúmenska ráðamenn til að
tryggja að fyrirhugaðar kosningar í Iandinu, sem boðað hefúr verið
til í maimánuði, yrðu frjálsar og lýðræðislegar. Áður höfðu bandarísk
stjórnvöld lýst yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála í Rúmeniu
og látið að því liggja að hinir nýju ráðamenn landsins væru sekir
um valdniðslu.
Baker hafði um fjögurra klukku-
stunda viðdvöl í Búkarest en áður
hafði hann átt fundi með ráðamönn-
um og stjómarandstæðingum í
Búlgaríu. Þar, líkt og í Rúmeníu,
lagði bandaríski utanríkisráðherr-
ann áherslu á að Bandaríkjamenn
hygðust ekki aðstoða stjórnvöld í
þeim ríkjum Austur-Evrópu sem
bersýnilega hygðust hundsa kröfur
almennings um lýðræði og frelsi.
Áður hafði Baker látið að því liggja
að þetta gilti um stjórnvöld í Aust-
ur-Þýskalandi og Rúmeníu.
Petre Roman, forsætisráðherra
Rúmeníu, sagði heimsókn banda-
ríska utanríkisráðherrans sýna að
stjómvöld í Bandaríkjunum hygðust
taka fullan þátt i uppbyggingar-
starfinu í Rúmeníu. Hefðu ráða-
menn fullvissað Baker um að þeir
hygðust ekki víkja frá þeirri lýðræð-
islegu umbótastefnu sem ákvörðuð
hefði verið og því markaði heim-
sóknin þáttaskil í samskiptum
ríkjanna.
Baker sagði hins vegar að skil-
yrði fyrir því að Rúmenar nytu
hagstæðustu kjara sem Bandaríkja-
menn bjóða í milliríkjaviðskiptum
væri það að hinir nýju valdhafar
hvikuðu hvergi frá því yfirlýsta
markmiði sínu að innleiða lýðræði
og frelsi í landinu.
Leiðtogar stjómarandstöðunnar
í Rúmeníu kváðust fagna því að
bandarísk stjómvöld hygðust fylgj-
ast grannt með þróun mála í landinu
en létu jafnframt í ljós efasemdir
um að heimsókn Bakers kæmi til
með að breyta miklu. Stjórnarand-
stöðunni hefur ekki verið leyft að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi í fjölmiðlum og þykir ýmsum
sem fyrirhugaðar kosningar geti
tæpast talist lýðræðislegar verði
ekki breyting þar á. Á laugardag
fóm fulltrúar Bændaflokksins fram
Bretland;
Slæmt veður
veldur enn
búsifjum
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
MIKILL vindur og úrfelli á
sunnudag juku enn á flóðin í
suðvesturhluta Bretlands. Hvas-
sviðri með vindhviðum, sem fóru
allt upp í 160 km, gekk yfir suð-
ur- og vesturhluta Englands á
sunnudag. Vindinum fylgdi úr-
hellisrigning.
Lögreglan hvatti alla vegfarend-
ur til að halda sig heima, nema
brýna nauðsyn bæri til að fara út.
Tveir létust af völdum veðursins.
11 ára stúlku skolaði út með öldu
í bænum Seaburn á norðaustur-
strönd Englands. Maður á fímm-
tugsaidri lézt, er hann sigldi á húð-
keip niður Conwy-ána í Wales.
Sex manns var bjargað, þegar
hús grófst I aurskriðu á Comwall-
skaga, en sl. sunnudag hafði rignt
þar í tíu daga samfleytt.
Áin Lavant í Sussex á suður-
strönd Englands þornaði upp fyrir
rúmu ári vegna þurrka. Á sunnudag
tók áin að renna á ný eftir langvar-
andi vatnsveður.
á leyfí til að hefja rekstur eigin sjón-
varpsstöðvar en því var hafnað.
James Baker kvaðst telja það
mikilvægt að rödd stjómarandstöð-
unnar fengi einnig að heyrast en
vildi ekki tjá sig um hvort hann
vantreysti hinum nýju valdhöfum í
landinu. Kvað hann rúmensku full-
trúana hafa lagt á það ríka áherslu
að lýðræði yrði innleitt í landinu.
Sjálfur sagðist Baker hafa ítrekað
að samskipti Bandaríkjanna og
Rúmeníu myndu í framtíðinni mót-
ast af því hvort stjórnvöld þar í
landi hefðu í heiðri leikreglur lýð-
ræðisins, virtu mannréttindi og
stæðu vörð um hagsmuni minni-
hlutahópa.
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ræðast við áður en fúnd-
ur þeirra í Kreml hófst á laugardag.
Kohl ræðir framtíð þýsku ríkjanna í heimsókn til Moskvu:
Segir Gorbatsjov hafa lagt
blessun sína yfir samemingu
Moskvu, Bonn. Reuter, Daily Telegraph.
HELMUT Kohl, kanslari Vest-
ur-Þýskalands, kom til Bonn frá
Moskvu á sunnudag með þann
boðskap að sovésk stjórnvöld
hefðu lagt blessun sína yfir sam-
einingu þýsku rikjanna. Aust-
ur-þýskir embættismenn vísuðu
hins vegar á bug fréttum um
að viðræður kanslarans og
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor-
seta mörkuðu tímamót og ryddu
brautina fyrir sameiningu.
„Leiðin til sameiningar er opin,“
sagði Kohl í viðtali við vestur-
þýska útvarpsstöð við heimkom-
una. „Það er vel hugsanlegt að
ráðist verði samhliða í pólitíska
og efnahagslega sameiningu,"
bætti hann við. „Við Gorbatsjov
aðalritari erum sammála um að
þýska þjóðin ein hafi rétt til þess
að ákveða hvort hún búi sameinuð
í einu ríki.“ í staðinn lofaði Kohl
Sovétforsetanum að sameinað
Þýskaland myndi eiga samvinnu
við fjónældi11 sem börðust gegn
þýskum nasistum í heimsstyrjöld-
inni síðari um skipan öryggismála
í Evrópu.
Kohl flýtti blaðamannafundi
sínum til að hægt yrði að skýra
frá árangri Moskvu-ferðarinnar í
kvöldfréttatímum vestur-þýskra
sjónvarpsstöðva. Hann sagði að
samþykki Sovétstjórnarinnar hefði
mikið sálfræðiiegt gildi fyrir Aust-
ur-Þjóðverja, sem flúið hafa í þús-
undatali til Vestur-Þýskalands.
„Viðbrögð stjómarinnar í Moskvu
verða til þess að allir Austur-
Þjóðverjar sannfærast um að sam-
eining þýsku ríkjanna verður að
veruleika."
Kohl sagði að góð samskipti
Sovétríkjanna og sameinaðs
Þýskalands myndu stuðla að stöð-
ugleika í Evrópu og Þýskaland
yrði sem brú á milli austurs og
vesturs. Hans-Dietrich Genscher,
utanríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands, sagði hins vegar að spum-
ingunni um öryggismál Evrópu
eftir sameininguna hefði ekki ver-
ið fullsvarað. Vestur-Þjóðverjar og
bandamenn þeirra í Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) hafa þegar
hafnað tillögu Hans Modrows, for-
sætisráðherra Austur-Þýskalands,
og Sovétmanna um hlutlaust
Þýskaland. Genscher telur að slíkt
myndi valda óstöðugleika í Evr-
ópu. Hann vill að sameinað Þýska-
land eigi aðild að Atiantshafs-
bandalaginu, sem hafr hins vegar
engar hersveitir á þýskri jörð.
Austur-þýskur embættismaður,
sem ekki vildi láta nafns síns get-
ið, vísaði því á bug að viðræður
leiðtoganna hefðu markað tíma-
mót og sagði að ekkert nýtt hefði
komið þar fram. Hans Modrow
ræðir við vestur-þýsk stjómvöld í
Bonn í dag og á morgun og talið
er að hann svari þá tilboði stjómar-
innar í Bonn um myntbandalag.
Ráðstefna ríkja NATO og Varsjárbandalagsins;
TaJið að sameining Þýska-
lands verði í brennidepli
Ottawa. Reuter
RÁÐSTEFNA um opnun lofthelgi hófst í gær í Ottawa í Kanada
en utanríkisráðherrar allra 23 aðildarríkja Varsjárbandalagsins
og Atlantshafsbandalagsins munu sitja fúndinn fyrstu tvo dagana.
Áætlunin um opnun lofthelgi kveður á um að rikjum bandalag-
anna tveggja verði heimilt að halda uppi eftirlitsflugi yfir land-
svæðum aðildarríkjanna til að fylgjast með hernaðarumsvifúm og
til að tryggja að staðið sé við ákvæði afVopnunarsamninga. Tæp-
ast er búist við því að NATO-ríkin bregðist með formlegum hætti
á ráðstefhunni við nýjustu tillögum Sovétmanna um fækkun her-
manna í Evrópu en almennt er talið að sameining þýsku ríkjaiyia
verði í brennidepli á fundinum.
Utanríkisráðherrar Bretlands,
Bandaríkjanna, Frakklands og
Vestur-Þýskalands, komu óvænt
saman til fundar á sunnudags-
kvöld og var umræðuefnið hugsan-
leg sameining þýsku ríkjanna
tveggja. Hans-Dietrich Genscher,
utanríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands, gerði grein fyrir viðræðum
sínum við sovéska ráðamenn en
hann var í Moskvu um helgina
ásamt Helmut Kohl, kanslara
Vestur-Þýskalands. Sovétmenn
hafa lýst sig fylgjandi sameining-
aráætlun Hans Modrows. forsæt-
isráðherra Austur-Þýskalands, en
samkvæmt henni mun hið nýja
Þýskaland verða hlutlaust ríki og
standa utan hemaðarbandalaga.
Þessu hafa vestur-þýskir ráða-
menn hafnað. Manfred Wömer,
framkvæmdastjóri NATO, sagði a
fundi með blaðamönnum á sunnu-
dag að öll aðildarríki bandalagsins
væru andvíg hlutleysi Þýskalands.
Almennt er búist við því að sam-
eining Þýskalands verði ofarlega
á baugi á ráðstefnunni um opnun
lofthelgi þó svo tilgangurinn með
henni sé einkum sá að ræða hvem-
ig haga beri efirlitsflugi óvopnað-
ara flugvéla yfir landsvæði aðild-
arríkja bandalaganna tveggja.
Áætlun þessa kynnti George Bush
Bandaríkjaforseti í fyrra en á
þennan hátt vonast menn til að
unnt verði að sannreyna að af-
vopnunarsamningar verði haldnir.
Er þá einkum horft til væntanlegs
sáttmála um fækkun hermanna
og vígtóla í Evrópu en stefnt er
að því að ljúka þeim viðræðum á
þessu ári. Þá er tilgangurinn einn-
ig sá að skapa aukið traust í sam-
skiptum ríkja austurs og vesturs.
Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi
sovéska kommúnistaflokksins,
lagði til í síðustu viku að herafli
risaveldanna í Evrópu yrði annað-
hvort takmarkaður við 195.000
menn eða 225.000. Áður hafði
Bush Bandaríkjaforseti kynnt nýja
tillögu er kveður á un að hám-
arkstalan skuli vera 195.000. Er
þá gert ráð fyrir því að 30.000
manna herafli Bandaríkjanna í
nokkrum Evrópuríkjum verði ekki
talinn með. Þessari hugmynd
hafnaði Gorbatsjov í viðræðum
sínum við James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Baker
gerði utanríkisráðherrum NATO
grein fyrir hugmyndum Gor-
batsjovs en ekki er búist við að
þeim verði formlega svarað á ráð-
stefnunni í Kanada. Utanríkisráð-
herrar þátttökuríkjanna munu
halda heimleiðis í dag, þriðjudag,
en embættismenn munu sitja við
samningaborðið næstu tvær vik-
umar.