Morgunblaðið - 13.02.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 13.02.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 27 Grunnskólanemar að starfi- Hádegisverður í grunnskólum næsta haust: Framkvæmdin veltur á mennta mála- og fjármálaráðherra - sögðu sljórnarandstæðingar Guðmundur G. Þórarinsson (F-Rv) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um skólamáltiðir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp er tryggi að komið verði á máltíðum í hádegi í öllum grunnskólum landsins haustið 1990.“ Guðmundur G. Þórarinsson sagði m.a. að vegna breyttra að- stæðna í þjóðfélaginu hafi skipan máltíða í vaxandi mæli riðlast á heimilum. Börn fái í hendur fjár- muni í stað fæðu. Þessir fjármunir lendi hjá söluskálum í grennd skóla en börnin sitji uppi með vítamín- snauða fæðu og sykurneyzlu úr hófi er komi fram á tannheilsu þeirra og heilbrigði yfírleitt. Víða séu dæmi um vannærð grunnskóla- böm, ekki sízt í Reykjavík. Guð- mundur átaldi borgarstjórn hinnar „ríku Reykjavíkur“ fyrir að vera eftirbátur hins fátæka Kópavogs að þessu leyti, en þar hafí skóla- máltíðir verið um sinn í skólum. Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv) tók í svipaðan streng og minnti á frumvarp þingmanna Samtaka um kvennalista um sama efni. Tíma- bært væri að böm sætu við sama borð að þessu leyti á sínum vinnu- stað eins og flestir fullorðnir. Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) minnti á þingmál, sem Sjálfstæðis- flokkurinn stæði að, er varðaði sam- felldan skóladag í grunnskólum, en skólamáltíðir væru hluti af þeirri framkvæmd. Hún beindi því til flutningsmanna að þeir hefðu sam- ráð við þá ríkisstjórn, er þeir styddu, einkum menntamálaráðherra og fjármálaráðherra, um að koma þessu mikilvæga máli í höfn, en undir þá heyrðu bæði málaflokkur- inn og fjármálastjómin. Salome Þorkelsdóttir rakti meðferð hliðstæðra mála í þinginu, allt frá 1983, og kannanir á fram- kvæmd málsins, sem Ragnhildur Helgadóttir stóð fyrir þá hún var menntamálaráðherra. Salome sagði að ef flutningsmenn meintu það í alvöru, að skólamáltíðir kæmu til á komandi hausti hefðu þeir átt að flytja frumvarp um málið í stað þess að leggja til í tillögu til þings- ályktunar, að ríkisstjórnin hefði frumkvæði um frumvarpssmíðina, sem flýtti ekki framgangi málsins. Hún gagnrýndi tilraun framsögu- manns til að blanda flokkapólitík í málið og fyrir að grípa til ómak- legra ummæla um Reykjavíkur- borg, sem sinnti félagslegri þjón- ustu flestum sveitarfélögum betur. Hversvegna fylgdu flutningsmenn, sem eru stjórnarliðar, ekki þessu máli eftir við afgreiðslu fjárlaga, sem var fljótvirkust leið að settu marki. Olafúr Þ. Þórðarson (F-VF) sagði að því miður væru vannærð böm í grunnskólum, ekki sízt í þétt- býlinu. Lög kvæðu á um að börn fái grunnskólamenntun sér að kostnaðarlausu. Svo væri ekki á meðan skorti hádegismat í grunn- skólum. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra taldi að kostnaður við hádegismat grunnskólanema í land- inu næmi 50-100 m.kr. Hann lagði til að þjónusta af þessu tagi yrði „samyrkjubúskapur ríkis og sveit- arfélaga". Guðrún Helgadóttir (Abl-Rv) átaldi flutningsmenn fyrir að rekja ekki réttilega tillögugerð á Alþingi er málið varði, það er bakgrunn þess. Hún minnti á tillögu til þings- ályktunar, sem hún flutti 1983, og samþykkt var, þess efnis, að ríkis- stjórn kannaði framkvæmd málsins. Karvel Pálmason (A-Vf) sagði að flutningsmenn hefðu haft tæki- færi til á liðnum góðárum, þegar rekstur skóla heyrði undir ríkisvald- ið, að koma þessu máli í höfn. Það væri hæpin tímasetning að flytja málið nú, þegar rætt væri um 1.200 m.kr. viðbótar niðurskurð á ríkisút- gjöldum líðandi árs. Ekki væri held- ur hægt að velta meiri kostnaði yfír á sveitarfélögin, eftir það sem þau hefðu axlað við nýja verka- skiptingu. Hann sagði tillöguflutn- inginn bera keim af sýndar- mennsku, þótt málið sjálft væri góðra gjalda vert. Fleiri tóku til máls og gekk mál- ið til frekari athugunar í félags- málanefnd sameinaðs þings. Staðfestingar- frumvarp: Dómsvald í héraði Fram hefiir verið lagt frum- varp til staðfestingar á bráða- birgðalögum um viðauka við lög um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, sem sett vóru 13. janúar sl. FVumvarpið kveð- ur á um að héraðsdómarar skuli starfa við tiltekin sýslumanns- og bæjarfógetaembætti. Bráðabirgðalögin fjölluðu um það að héraðsdómarar skuli starfa við eftirtalin embætti öll í senn: sýslu- mannsins í V-Skaftafellssýslu, sýslumannsins í Rangarvallasýslu, bæjarfógetans á Akranesi, sýslu- mannsins í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, sýslumannsins í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu og bæjar- fógetans í Ólafsvik og sýslumanns- ins í Dalasýslu. Við embætti sýslumannsins í Barðastrandarsýslu, bæjarfógetans í Bolungarvík, sýslumannsins í ísa- fjarðarsýslu og bæjarfógetans á Isafirði og sýslumannsins í Stranda- sýslu skal starfa einn héraðsdómari fyrir öll embættin í senn. Sama máli gegnir um embætti sýslumanns í Húnavatnssýslu, emb- ætti sýslumanns í Skagafjarðar- sýslu og bæjarfógetans á Sauðár- króki, bæjarfógetans í Siglufirði og bæjarfógetans í Olafsfirði. Ennfremur um embætti sýslu- manns í N-Múlasýslu og bæjar- fógetans á Seyðisfírði, sýslumanns- • ins í S-Múlasýslu og bæjarfógetans á Eskifirði, bæjarfógetans í Nes- kaupstað og sýslumannsins í A- Skaftafellssýslu. Við embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli skal starfa einn héraðsdómari. Stefán Guðmundsson (F-Nv): Agaleysi í ríkisbúskapnum Allt að 2% fækkun ríkisstarfsmanna á þremur árum Stefán Guðmundsson (F-Nv) mælti í gær í Sameinuðu þingi fyrir tillögu til þingsályktunar, þess efiiis, að ríkisstjórnin setji nú þegar á fót vinnuhópa til að móta tillögur um hagræðingu og uppskurð í ríkiskerfinu. Friðrik Sophusson (S-Rv) taldi Frumvarp til laga: Friðun Þjóðleikhússins „Húsið Hverfisgata 19 í Reykjavík, Þjóðleikhúsið, er eign islenzku þjóðarinar og heyrir undir Alþingi Islendinga. Húsið er friðað í sinni upprunalegu gerð, bæði að utan og innan. Allar meiri háttar breytingar á húsinu eru óheimilar nema með samþykki Alþingis. Minni breytingar eru háðar samþykki þjóðmiiýa- varðar og forseta Alþingis. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Þannig hljóðar frumvarp til laga og aðrar minjar á borð við Þing- um að friða Þjóðleikhúsið sem As- velli, Alþingishúsið og Dómkirkjuna geir Hannes Eiríksson (B-Rv) lagði eða Landsbókasafnið. Húsið er og verður þjóðminjar. A sama hátt vill þjóðin vemda húsið innanstokks. Leiksvið og áhorfendasalur eru hluti af verkinu öllu og húsið er ein órofa heild og ber að varðveita það í upprunalegri gerð. Að breyta áhorfendasal og leiksviði er eins og að klæða styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli úr frakkanum." fram á Alþingi í gær. í greinargerð segir m.a.: „Engum manni blandast hugur úm að húsinu þarf að halda við svo það megi vera athvarf fyrir allar sviðslistir og reynast höfuðstaðnum áfram hin mesta bæjarprýði. Húsið er arfur íslenzkrar menningar sem þjóðin vill vernda óhreyfðan eins tillöguna góðra gjalda verða. Hann lagði hinsvegar til að Al- þingi setti sjálft á fót þá sparnað- arnefiid, sem tillagan mælir fyrir um, þar eð 10-12 milljarða króna ríkissjóðhalli 1989 og 1990 bendi ekki til þess að forsjálni eða vinnulag ríkisstjórnarinnar til hagræðingar og uppskurðar beri umtalsverðan árangur. Stofnanir sameinaðar og starfsemi einfölduð Fjórir framsóknarmenn (Stefán Guðmundsson, Guðmundur G. Þór- arinsson, Alexander Stefánsson og Olafur G. Þórðarson) vilja að ríkis- stjórnin setji nú þegar á fót vinnu- hópa til að móta tillögur um hag- ræðingu og uppskurð í ríkiskerfinu. Vinnuhóparnir taki m.a. mið af eftirfarandi: 1) Starfsmarkmið ríkisstofnana verði endurmetin, skilgreind að nýju og sjálfvirkni afnumin í útgjöldum. 2) Stofnanir verði sameinaðar, starfsemi einföld- uð og hagræðingu komið á. 3) Flest- ar ríkisstofnanir fái sjálfstæðan fjárhag og stjómendur beri ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga- ramma. 4) Gerð verði úttekt á ýmsum þáttum í rekstri ríkisstofn- ana sem bjóða má út og haldið verði áfram athugun á sölu ríkis- fyrirtækja. 5) Stjórnkerfi ríkisstofn- ana verði gert virkara. 6) Miðað verði við að fækka ríkisstarfsmönn- um um 1,5-2% á næstu þremur árum. Agaleysi í fjár- málastjórn ríkisins Stefán Guðmundsson sagði m.a. í framsögu sinni að taka verði föst- um tökum það agaleysi sem ríkt hefur hjá því opinbera. Hann nefndi nokkur dæmi: 1) A árinu 1988 fóru fyrirtæki og stofnanir, sem heyra undir B- hluta ríkissjóðs, rúmlega 740 m.kr. fram úr fjárlagaheimildum. 2) Á sama ári fóru 86 embætti og stofanir, sem heyra undir A- hluta ríkissjóðs, meira en 20% fram úr íjárlagaheimildum. 3) Dæmi eru um að ákveðin verk hafi farið hundruð milljóna króna umfram heimildir í fjárlögum. 4) Arið 1988 afskrifaði ríkið um 1.400 m.kr. vegna gjaldþrota ein- staklinga og fyrirtækja. 5) Arið 1989, námu aukafjárveit- ingar (umfram fjárlagaheimildir) á milli 800-1000 milljónum króna. Hvernig má það vera, spurði þingmaðurinn, að söluskattsskuldir einstaklinga og fyrirtækja, sem nema mörgum hundruðum milljóna króna, skuli ekki hafa verið inn- heimtar árum saman? Hver ber ábyrgðina á þessum vinnubrögðum? Alþingi taki málið í eigin hendur Friðrik Sophusson (S-Rv) sagð- ist sammála flestu því sem fælist í tillögunni. Meir en tug milljarða króna ríkissjóðshalli á tveimur fjár- lagaárum núverandi ríkisstjómar sýndi hisvegar að um tómt mál væri að tala að fela ríkisstjóminni að skipa vinnuhópa til hagræðingar og uppskurðar í ríkiskerfinu. Ef þingmenn meintu eitthvað með til- lögugerð af þessu tagi (en margar hliðstæðar tilllögur hafi áður verið fluttar) bæri Alþingi að taka af skarið og kjósa sjálft spamaðar- nefnd til verksins, á sama hátt og aðilar vinnumarkaðarins hafí tekið fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar við mótun nýrrar efnahagsstefnu í nýgerðum kjarasamningum. Stj órnunarábyrgð Skúli Alexandersson (Abl-Vl) sagði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafí um langan aldur setið saman í ríkisstjómum án þess að ríkisbúskapurinn hafi farið í umtalsverða megmn. Asgeir Hannes Eiríksson (B- Rv) sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki sýnt á borði það sem hann hafi staðhæft í orði um afstöðu sína í slagorðinu „báknið burt“.. Umræðunni lauk ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.