Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 30

Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 Sigríður Sæmunds- dóttir — Minning Fædd 18. nóvember 1911 Dáln 6. febrúar 1990 Þann 6. febrúar sl. varð elskuleg tengdamóðir mín, Sigríður Sæ- mundsdóttir, bráðkvödd. Sigríður fæddist 11. nóvember 1911 í Ámabotni sem er ysti bær í Helgafellssveit, áttunda í röðinni af 10 systkinum. Foreldrar hennar voru Sæmundur Kristján Guð- mundsson, fæddur 4. júní 1874 á Búðum, og Jóhanna Elín Bjama- dóttir, fædd 28. október 1878. Systkini Sigríðar eru Guðrún Guðný, fædd 28. júní 1900, Þorleif Amalía Oddfríður, fædd 9. júní 1902, Guðmundur, fæddur 3. ágúst 1903, Guðlaug, fædd 5. nóvember 1904, Bjarni Gunnar, fæddur 8. júlí 1906, Óskar, fæddur 22. janúar 1908, Ingimundur, 21. september 1909, svo kemur Sigríður, síðan Þórdís fædd 13. nóvember 1914 og yngst er Elín fædd, 13. júlí 1919. Þau einu sem lifa systur sína eru Óskar, Ingimundur, Þórdís og Elín. Árið 1922 fluttust Sæmundur og Jóhann með öll sín böm að Hraun- hálsi, en 18 ára gömul fluttist Sigríður suður og þann 19. maí 1934 giftist hún Páli heitnum Magnússyni, sem var fæddur 30. september 1911, sonur Magnúsar Pálssonar og Ingibjargar Helga- dóttur, og hófu þau saman búskap í Reykjavík. Kreppa og atvinnuleysi mörkuðu fyrstu hjúskaparár þeirra Páls og Sigríðar. Lífið var ekki dans á rós- um og erfitt að framfleyta íjöl- skyldu með þremur ungum bömum, þeim Gunnari Emil (f. 14. ágúst 1934) og tvíburunum Sæmundi og Magnúsi (f. 31. júlí 1936). En dugn- aður og seigla fleyttu þeim yfir þessi erfiðu ár, krafturinn og lífsorkan í henni Sigríði lét ekki að sér hæða og tók hún að sér öll þau ýmsu störf sem til féllu, sama hve erfið, ef það mætti verða til þess að sjá fjölskyldunni farborða. Enda dafnaði fjölskyldan og tíðin batnaði og kom að því að þau eignuðust Ióð í smáíbúðahverfínu og fóm að byggja, synimir þrír að verða full- orðnir. Enda hófst þá raunvemlega nýtt æviskeið hjá þeim Sigríði og Páli því á svipuðum tíma og hús- byggingin hófst fæddist Hafsteinn, fjórði sonur þeirra, 24. apríl 1954, og óx hann og dafnaði í kapp við húsbygginguna. Þegar ég kynntist Sigríði, og giftist Magnúsi syni hennar, var ég hálfgerður útlendingur, varla tal- andi á íslensku, einbimi, óvön öllum húsverkum, svo til gjörsamlega ófær um að sjá um heimili og böm. Já, algert dekurbam. En, hafí hún hugsað þannig, lét hún það aldrei í ljós við mig. Aldrei þurfti ég að kvíða því að fá tengdamömmu í heimsókn, eða að hún kæmi með einhveijar athugasemdir. Þvert á móti, hún lét mig alltaf halda að ég væri myndarlegasta og dugleg- asta húsmóðir. Og með þessu við- móti gaf hún mér dýrmæta gjöf, sjálfstraust. Páll tengdafaðir minn féll frá aðeins 66 ára gamall, þann 22. jan- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SJÖFN JÓNASDÓTTIR, Kleifarseli 14, Reykjavik, lést á sjúkrahúsi á Mallorka 5. febrúar. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristján A. Kjartansson, Kristjana Guðmundsdóttir, Einar Ólafsson og barnabörn, t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÞÓRIR EGGERTSSON, Hverfisgötu 108, Reykjavik, erjátinn. Aðalheiður S. Kjartansdóttir, Eggert H. Kjartansson og fjölskyldur. t Útför fósturmóður minnar, SÓLVEIGAR MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR Hléskógum 6, Reykjavík, áður húsfreyju i Oddakoti, Austur-Landeyjum, verður gerð frá Fossvogskirkju 14. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig G. Jóhannsdóttir. t Dóttir okkar og systir, EYGLÓ SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Lyngási, Rauðagerði 57, lést 5. febrúar á Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram. Sveinbjörn Stefónsson, Sigrfður Tómasdóttir, Þórir Sveinbjörnsson, Rósmari Vilhjálmsdóttir, Kristin Sveinbjörnsdóttir, Magnús Jensson, Bergur Sveinbjörnsson, Pálina Kristinsdóttir, Anna Sveinbjörnsdóttir, Björn Jóhannsson, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Ragnar Hafliðason, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hanna Jónsdóttir, Sighvatur Sveinbjörnsson, Bára Guðnadóttir. úar 1978. Síðan kynntist Sigríður sambýlismanni sínum, Sigurði Guð- mundssyni, sem nú fylgir henni til grafar. Bamaböm þeirra Sigríðar og Páls eru 14 og bamabamaböm- in 19. „Amma Sigga!“ „Amma í Hvammsgerði!" — ,“ sagði dóttir mín, „við erum örugglega ekki enn- þá búin að gera okkur grein fyrir því hvað við eigum eftir að sakna hennar rnikið!" Hvemig eiga böm, jafnvel „full- orðin“ börn, að gera sér grein fyrir því allt í einu, frá einum degi til annars, að Amma Sigga er ekki lengur í Hvammsgerði? Að amma Sigga, með allan sinn kraft og lífsorku, sé farin héðan? Að þegar hún tók sinn daglega göngutúr í laugamar og heim aftur síðastliðinn þriðjudagsmorgun, væri það í síðasta sinn? Afallið var mikið fyrir okkur. Sorg og söknuð bar snöggt og óvænt að. En enginn hefði getað valið betri leið heim fyrir Sigríði. Hún fór út að ganga og hún gekk alla leið. Það er okkur mikil huggun. En það skal engin segja mér að Sigríður muni sitja aðgerðarlaus í nýjum vistarverum sínum, frekar en hún gerði hér. Það skal enginn segja mér að lífskraftur hennar sé bara horfínn! Nei, það er ég viss um að hún er nú þegar búin að hella upp á könnuna nokkmm sinn- um fyrir gamla ástvini og ættingja, sem hún hefur nú endurfundið. Hún er alveg ömgglega búin að fínna sundlaug og góðar gönguleiðir, skella sér á gömlu dansana — og gott ef hún er ekki farin að pijóna aftur af kappi, loksins laus við liðagigtina. Það skal enginn segja mér að tengdamamma mín sé ekki lengur full af fjöri, eða að við mun- um aldrei sjást aftur. í fyllingu tímans munum við hittast aftur. Þá verður gaman að þiggja kaffí- sopann og heyra hana segja frá öllu því sem hún mun þá hafa upp- lifað og hlusta á vísurnar sem hún mun hafa samið í leiðinni. Því að Sigríður var næm, hagorð og sagði skemmtilega frá. Ég trúi því ekki, að slíkir hæfíleikar glatist eða að lífskraftur hennar hverfí. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Br.) Tengdadóttir Þorfinna Sigfusdótt- ir, Hlíð - Minning Fædd 3. maí 1903 Dáin 4. febrúar 1990 Amma Þorfínna eins og við bamabömin og barnabamabörnin kölluðum hana oftast lést í Sjúkra- húsi Siglufjarðar 4. febrúar sl. eftir nokkurra ára legu þar. Amma fæddist á Neðri-Skútu í Siglufírði en fluttist síðar með for- eldram sínum í Hlíð. Hún var dótt- ir rausnarhjónanna Sólveigar Jó- hannsdóttur og Sigfúsar Ólafssonar í Hlíð. í Siglufirði sleit hún bams- skónum og bjó þar og starfaði lengstum. Þegar rótað er í minningunum um ömmu Þorfinu kemur fyrst upp í hugann hressileiki hennar og lífskraftur. Það sópaði að henni, það gustaði að henni í lífínu og það var aldrei lognmolla í kringum hana. Hún hafði afdráttarlausar skoðanir á hlutunum og lét sig flesta hluti varða og einkum þá er snertu þjóð- málin. Það má ef til vill segja að með þessu sé henni nægjanlega lýst. En hún amma Þorfínna átti svo margt til sem hún ljúflega miðlaði okkur Blömastofa Fríöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m. sem yngri voram að áram. Mér er það einkar minnisstætt er hún kom í heimsókn hve oft var sest niður og rætt um heima og geima og þá var það sama hvar borið var niður þar var hún með á nótunum. Jafn- vel dætram mínum fannst athyglis- vert hve vel hún var með í því sem þær voru að fást við og hve tilbúin hún var að miðla þeim af þekkingu og reynslu sinni. Hún var mér sem góður vinur sem fylgdist vel með því sem við í fjölskyldunni tókum okkur fyrir hendur og við hana gat ég oft rætt sem jafnaldra. í lífshlaupi hennar skiptust svo sannarlega á skin og skúrir sem ekki verða tíundaðir hér. Hún þurfti jafnan að vinna fyrir sér sjálf og dró þar ekki af sér. En hún var alla tíð ung í anda og hafði lifandi áhuga á öllu því sem var að gerast I kringum hana. Hún var höfðingi heim að sækja og naut þess ákaf- lega vel þegar gesti bar að garði. Hún safnaði ekki veraldlegum auði heldur sóttist eftir að vinna að málefnum allra sem minna máttu sín. Svo hreinskiptin og ákveðin í skoðunum sem hún var hlaut hún að taka pólitíska afstöðu í þjóðmál- um enda alin upp í umhverfi þar sem réttur hinna vinnandi og þeirra sem minna máttu sín var virtur bæði í orði og á borði. Snemma fann hún að jafnaðarstefnan var sú sem féll best að hennar afstöðu til þjóðfélagsins og alla sína tíð var hún Alþýðuflokksmanneskja og starfaði af lífi og sál fyrir þann málstað. En hún hafði sínar eigin skoðanir á því hvernig flokkurinn ætti að taka á einstökum málum. Mér er það einkar minnisstætt þegar hún þá komin á eftirlaun var í heimsókn og bæjarstjórnarkosn- ingar í Kópavogi stóðu fyrir dyram. Hún upptendraðist og geislaði af lífsfjöri og ánægju. Hún heimtaði að fá að baka til að hafa eitthvað með kaffinu á kosningaskrifstof- unni og var svo sannarlega í essinu sínu. Dæmigerð var afstaða hennar í síðustu forsetakosningum þegar í dag, 13. febrúar, kveð ég hinstu kveðju mína kærustu vinkonu, Sigríði Sæmundsdóttur, Hvamms- gerði 10. Vinátta okkar hefur varað frá því ég sem smábam fyrir tæp- lega 46 árum varð heimagangur á heimili hennar og eiginmanns henn- ar, Páls Magnússonar, en hann lést fyrir 12 áram. Þau eignuðust fjóra syni, Gunnar, Sæmund, Magnús og Hafstein, sem allir era kvæntir og búsettir hér í Reykjavík. Sigríður fæddist 18. nóvember 1911 að Árnabotnum í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi og var áttunda í röð 10 bama hjónanna Elínar Bjamadóttur og Sæmundar Guð- mundssonar, en af þeim era nú aðeins fjögur á lífi. Ung að áram fór hún að heiman til að vinna fyrir sér eins og algeng- ast var á þeim tíma. Óhætt er mér að fullyrða að enginn hefur verið svikinn af vinnunni hennar því aldr- ei hef ég séð nokkra manneskju ganga jafn rösklega til verks og hún gerði. Sigríður var mjög glaðvær kona og hress í allri framkomu. Það var því jafnan glatt á hjalla á heimili hennar þar sem veitt var af rausn og kærleika og allir fundu sig vel- komna. Síðastliðin ár hefur hún haldið heimili sitt með Sigurði Guðmunds- syni og þar hefur haldist sama hlýj- an og jafnan áður. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir þá miklu tryggð, sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni og þá órofa vináttu, sem aldrei bar skugga á. Ég votta öllum aðstandendum hennar mína innilegustu samúð. Hún hvíli í Guðs friði. Valgerður Gísladóttir henni fannst ekkert sjálfsagðara en að styðja konu í það embætti. En það vora fleiri en Alþýðu- flokkurinn sem naut þannig áhuga hennar. Hún var virkur félagi í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á Siglu- fírði, í áratugi og var bætt aðstaða þeirra í þjóðfélaginu henni ákaflega hjartfólgin. Einn þáttur er enn í lífí ömmu Þorfinnu sem hún hafði mikinn áhuga á en það voru ferðalög. Ein hennar besta skemmtan voru ferða- lög og þá jafnan í bílum því upp í flugvél fór hún ekki. Ár eftir ár þá orðin rígfullorðin tók hún þátt í sumarferðum Ferðafélagi Akur- eyrar. I Herðubreiðariindir, suður Sprengisand og víðar um óbyggð- irnar ferðaðist hún og naut þeirra ferða út í æsar. Hún var óþreyt- andi að segja frá þessum ferðum og var jafnan gaman á að hlýða því hún hafði lifandi frásagnarstíl. Þrátt fyrir ferðagleði var henni mjög annt um bæinn sinn, Siglu- fjörð. Þar leið henni alltaf best. Bærinn og velferð hans var henni afar hjartfólgin. í mínum huga var amma Þor- finna ein af þeim sem setti svip sinn á bæjarlífið með sinni litríku persónu og skoðunum. Með þessu orðum vil ég og fjöl- skylda mín þakka henni samfylgd- ina og þátt hennar í lífi okkar. Minning hennar mun ávallt vera okkur kær. Sólveig Helga Jónasdóttir, Hlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.