Morgunblaðið - 13.02.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990
félk í
fréttum
ahrSmSSrsmaþjoða
Kpsið verður til neðri deildar
japanska þingsins þann 18.
þessa mánaðar og þykja vestræn
áhrif hafa einkennt baráttuna að
þessu sinni. Stjórnarflokknum,
Frjálslynda lýðræðisflokknum, er
spáð naumum meiri hluta þrátt
fyrir að margir þekktustu leiðtogar
flokksins hafi verið bendlaðir við
spillingu og hneykslismál og verið
vændir um siðblindu.
Líkt og á Vesturlöndum hefur
kosningabaráttan einkum snúist
um að ná athygli ijölmiðla og þykir
ýmsum það miður. Þannig ráku
margir upp stór augu er Takako
Doi, leiðtogi Sósíalistaflokksins,
kom fram á kosningafundi klædd
Batman-búningi! Ekki fylgir sög-
unni hver var í hlutverki undra-
bamsins berleggjaða, Robbens.
Svo virðist sem forsætisráðherra
landsins og leiðtogi stjórnarflokks-
ins, Toshiki Kaifu, sé bæði áskrif-
andi að íslenska Þjóðviljanum og
Alþýðublaðinu, því hann virðist
sækja áróðurstækni sína í smiðju
til tveggja íslenskra ráðherra. Kaifu
hefur sumsé haldið kosningaræður
sínar „á rauðu ljósi“ í miðborg
Tókíó og náð óskiptri athygli veg-
farenda. Hann ekur um á sendi-
ferðabíl, snarar sér upp á þak bif-
reiðarinnar á gatnamótun og hefur
lesturinn er rauða ljósið logar.
TRÚARSTRÍÐ
Rushdie ver út-
gáfii bókar sinnar
St. Andrews, írá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Salman Rushdie, höfundur Söngva
Satans, varði bók sína í fyrsta
skipti opinberlega frá því að hann
fór í felur fyrir ári í langri grein,
sem út kom sl. sunnudag. Leiðtogar
brezkra múhameðstrúarmanna hafa
hafnað tilmælum um skilning og
sættir í greininni.
Rushdie biður alla óbreytta, heið-
arlega og sanngjarna múhameðstrú-
armenn að skoða bók sína á ný í ró
og næði í 7 þúsund orða grein i 2.
tölublaði nýs sunnudagsblaðs, The
Independent on Sunday.
Greinin ber heitið „í góðri trú“.
Rushdie ver samningu bókar sinnar
og vísar því til að mynda algerlega
á bug, að hann hafí getað séð fýrir
afleiðingar útkomu hennar, eins og
margir hafa haldið fram. Hann skýr-
ir nákvæmlega frá þeirri vitneskju,
sem bókin er reist á um sögu spá-
mannsins Múhameðs og sögu mú-
hameðstrúar.
Rushdie kvartar einnig yfir því,
að sú bók, sem mótmælt sé um víða
veröld, sé ekki til. Bókin, sem hann
hafi skrifað, sé alls ekki sett saman
úr óþverra, móðgunum og níði. Hann
segir einnig, að það sé sársaukafullt
áfall rithöfundi, að hans eigin per-
sónur hafni honum, en bókin fjallar
einmitt um reynslu, líf og sögu fólks
af sama bergi brotið og harðast
hefur mótmælt henni.
Rushdie túlkar síðan nákvæmlega
efni og uppistöðu bókarinnar og
skýrir fjöldamargt, sem orðið hefur
mönnum deiluefni. Hann biðst hins
vegar ekki afsökunar á neinu.
Blake Morrison, bókmenntarit-
stjóri blaðsins, segir Rushdie hafa
litið vel út, en hann ræddi við höfund-
inn í tilefni af birtingu ritgerðarinn-
ar. Rushdie segist vonast eftir því
að hann geti lifað eðlilegu lífi í fram-
tíðinni.
Rushdie neitar því ekki, að ein-
angrunin hafi breytt sér. Hann segir
til dæmis, að viðhorf sitt til brezka
ríkisins hafi breytzt. Hann segir það
líka hafa stuðlað að þessari breyt-
ingu, að Verkamannaflokkurinn,
sem hann hafi stutt allt sitt líf, hafi
ráðizt harkalega að sér, þótt innan
raða hans séu margir, sem hafi varið
hann.
„Kannski mundi ég nota öðruvísi
tungutak núna til að tala um íhalds-
menn, og ég biðst engrar velvirðing-
ar á því. Ég hef meira álit á íhalds-
mönnum af smávægilegri ástæðu:
Þeir björguðu lífí mínu,“ segir Rush-
die í viðtalinu.
Lokaorð höfundarins við bók-
menntaritstjórann voru: „Ég get
varið uppbyggingu sögunnar, mynd-
imar, sem beitt er, og tungutakið,
sem þar er notað. Það er tiltölulega
Salman Rushdie
auðvelt. Það, sem er erfitt, er að
verja líf mitt.“
Leiðtogi múhameðstrúarmanna í
Bradford, þar sem bókin var fyrst
brennd opinberlega, hafnaði tilmæl-
um Rushdies algerlega á sunnudag
og sagði blaðagreinina einungis auka
á sárindi múhameðstrúarmanna og
sýna skilningsleysi höfundarins.
COSPER
HA HA
HA \\
m Hk -'í
■11124
FRÆÐSLUFUNDUR
verður í félagsheimili Fáks fimmtudaginn 15. febrúar
kl. 20.30.
Óiafur B. Schram fjallar um ferðalög á hestum.
Helgi Sigurðsson, dýralæknir, ræðir um meiðsli og
meðferð hrossa á ferðalögum.
Fræðslunefnd.
Flugferðin.
Morgunblaðið/Einar Falur
FLUGHRÆÐSLA
Flug er flughræddum fært!
Jafnvel flughræddustu menn þurfa
stundum að harka af sér af illri
nauðsyn. Einn þeirra er Eyjólfur
Bergþórsson formaður meistara-
flokksráðs Fram sem varð fertugur
fyrir skömmu. Þann sama dag gerði
knattspymulið félagsins sér lítið
fyrir og varð íslandsmeistari í innan-
hússknattspymu. Sigurgleðin var
mikil, en mitt í henni gleymdu menn
ekki afmælisbaminu og það fékk
ærlega flugferð, skítt með flug-
hræðsluna...
Klippisett
Til sölu JVC Hi-Band U-Matic klippi-
samstæóa, lítið notuð
- 2 stk. PR900E Hi-Band U-Matic.
- 1 stk. RMG850 stjórntölva PR900.
- 1 stk. aukatæki PR900E JVC Hi-Band.
Upplýsingar í Hljóðrita, sími 680733.
6. leikvika -10. feb. 1990
Vinningsröðin: 121-X2X-22X:121
1.010.134- kr.
1 voru með 12 rétta - og fær hver: 707.099- kr. á röð
20 voru með 11 rétta - og fær hver: 15.151 - kr. á röð
Munið hópleikinn
- allar upplýsingar í síma 91-688322.
K
Dags. 13.02.1990
VÁKORT
Númer eftirlýstra korta
' 'VS ' ,
4507 4200 0002 9009
4507 4300 0007 4376
4507 4400 0001 7234
4507 4500 0010 3074
, 4548 9000 0023 4376
4548 9000 0027 8186
4548 9000 0028 0984
Afgreiðslufólk -vinsamlegast takið ofangreind ko
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
'VISA ISLAND