Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990
37
Láglaunafólk á íslandi
Til Velvakanda.
í kvöld hlustaði ég á Bylgjuna
þar sem rætt var um kjötútflutning
til Rúmeníu. Kona nokkur hringdi
og sagði frá því, að hún hafði lifað
á brauði og kaffl í heila viku og
væri orðin máttlaus og rúmliggj-
andi.
Ég er sjálf örorkuþegi, en sonur
minn er í fullri vinnu (láglaunamað-
ur). Við hvorki reykjum né stundum
við dansleiki, en í mörg ár höfum
við ekki haft heitan mat á hverjum
degi, kannski svona einu sinni eða
tvisvar í viku. Við lifum aðallega á
jógúrt, mjólk, eggjum, brauði,
musli og kiwi. Þegar ég kaupi kjöt
eru það annaðhvort pylsur eða háls-
ar á 198.00 kr. kílóið. Aðeins á
jóladag, á páskum og á afmælis-
degi fáum við okkur Iambahrygg
og vín með.
Já, hérna er til fólk, og hefur
i lengi verið, sem hefur ekki heitan
mat á hveijum degi, af því að það
hefur hreinlega ekki efni á því.
Rétt fyrir jólin kom þetta neyðar-
kall ekkjunnar í DV: „Ég er einstæð
móðir með 4 ung börn og hef leitað
að vinnu, en fæ hvergi vinnu og
þarf að halda bömunum mínum
jól, en hef enga peninga." Hvað
var gert i þessu máli? Hér eru til
stórmarkaðir núna eins og í Banda-
ríkjunum, en þegar ég fer þarna
inn líður mér eins og barni í Afríku
sem er sýnt allt góðgætið en bann-
að að snerta það. Ég fer þaðan út
með mína hálsa, mjólk og kiwi. Tíu
ár eftir stríðið í Þýzkalandi lifði
fólk betur þar á þætum frá ríkinu
en við hérna á íslandi 1990 með
mann í fullri vinnu.
Hvað segir Biblían um þetta
ástand hér? „Málefni munaðarleys-
ingjans, það taka þeir ekki að sér,
til þess að bera það fram til sigurs,
og þeir reka ekki réttar fátækling-
anna. Með lygi, en eigi með sann-
leika, hafa þeir náð völdum í
landinu; því að frá einni vonzkunni
ganga þeir til annarrar. Tunga
þeirra er deyðandi ör, svik tala þeir
einungis. Með munninum tala þeir
vingjamlega við náunga sinn, en í
hjarta sínu sitja þeir á svikráðum
við hann. Vei þeim, sem byggir hús
sitt með ranglæti og veggsvalir
sínar með rangindum, sem lætur
náunga sinn vinna fýrir ekki neitt
0g greiðir honum ekki mannsæm-
andi laun. Augu hans og hjarta
stefna eingöngu að eigin ávinning
og að beita kúgun og undirokun
við náunga sinn. Óttalegt og hrylli-
legt er það, sem við ber í landinu!“
Og margt annað í þessum dúr má
lesar þar, Jeremía 5:23-31, 4:22,
2:8, 1:16, 6:13-15, 22:13-17, o.s.
frv.
Örorkuþegi
n Lækninnn sug&L cxb U komar hjó-
pér v<seu 50 ci mótl 50 ■"
Herbergi með baði
Þetta gengur ekki lengur,
riddari góður.
Víkveiji skrifar
að verður tæpast sagt, að
mikið sé um gott efni í sjón-
varpsstöðvunum tveimur. Þó vill
Víkverji vekja athygli á tveimur
þáttum. Annar er viðskiptaþáttur
frá Financial Times, sem Stöð 2
hefur hafið útsendingar á síðdegis
á sunnudögum. Þetta eru mjög
góðir þættir, eins og við er að
búast frá þessu merka blaði og
gefa nokkuð glögga mynd af sumu
því, sem er að gerast í hverri viku
í efnahags- og viðskiptamálum í
Evrópu. Það er því ánægjulegt,
að við fáum tækifæri til að sjá
þessa þætti hér.
í ríkissjónvarpinu í fyrradag var
sýndur vel gerður þáttur frá
Kanada um geðklofa, sem er ein
erfiðasta tegund geðsjúkdóma.
Raunar var sagt í þessari mynd,
að hugsanlega væri það, sem við
þekkjum undir heitinu geðklofi,
margir sjúkdómar. Fólk, sem á við
geðsjúkdóma að stríða á líka við
að etja erfiða fordóma samfélags-
ins gagnvart þessum sjúkdómum.
Þáttur, sem þessi, sem gaf glögga
mynd af sjúkdómsstríði geðsjúkra
skv. þeirra eigin frásögn getur
áreiðanlega átt þátt í að draga
úr þessum fordómum og gera geð-
sjúkum lífið bærilegra - ekki sízt
í fámennu samfélagi eins og hér.
xxx
Skattstofur landsins þurfa að
gera ráðstafanir til þess að
bæta þjónustu við framteljendur
síðustu dagana áður en skila á
framtali. Víkverji átti erindi við
Skattstofu Reykjanesumdæmis í
síðustu viku og hringdi í marga
daga í það eina númer, sem gefið
er upp í símaskránni. Sá sími var
á tali að því er virtist í marga
daga frá morgni til lokunartíma
skattstofu.
XXX
Annars er það mjög til bóta,
hvað skattaframtölin hafa
verið einfölduð mikið. Búið er að
fækka frádráttarliðum verulega
og framtalseyðublöðin að öðru
leyti svo skýr svo og þær leið-
beiningar, sem fylgja, að það er í
sjálfu sér til fyrirmyndar.
xxx
Söngvakeppni sjónvarpsins er
ekki merkileg en m.a.o. hvað
með þátttöku íslands í klassískri
tónlistarkeppni, sem kom til um-
ræðu í fyrra, þegar hrakfarir okk-
ar í Evrópusöngvakeppninni lágu
fyrir?
t
HÖGNI HREKKVlSI
„ HAMN HBFUf? LÍ>CLE<3A UMM)E> l'LOTTÓIMU.