Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 39

Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 39 Morgunblaðið/Sverrir Hús Rannsóknarlögreglu ríkisins við Auðbrekku í Kópa- vogi. A innfelldu myndinni til vinstri er Bjarnþór Aðalsteins- son rannsóknarlögreglumað- ur, trúnaðarmaður starfs- manna RLR. Til hægri er Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri. gáfa sem nú hafi verið ákveðið að taka upp. Hann segir að rannsóknar- lögréglumenn hafi vitað að þessi vinna væri í gangi og að þáverandi trúnaðarmaður lögreglumanna hafi gengið á sinn fund. í viðræðum þeirra hafi ekki farið á milli mála að skilningur beggja væri sá að hér væri um að ræða stjórnunaratriði sem alfarið væri í verkahring rann- sóknarlögreglustjóra. Trúnaðarmað- urinn hafi óskað eftir að haft yrði samráð við starfsmenn. Hann hafi svarað því að starfsmönnum yrði kynnt niðurstaðan en að í starfi sínu sem rannsóknarlögreglustjóra fælist það að taka ákvarðanir um málefni stofnunarinnar, þar á meðal þessi mál. „Ég tók þessa ákvörðun að höfðu samráði við nánustu sam- starfsmenn mína, en ég ber ábyrgð á henni og þótt ég leiti til samstarfs- manna, get ég hvorki afsalað mér valdi til að taka ákvarðanir né ábyrgð minni á þeim,“ sagði Bogi Nilsson. Hann segir að þessum breytingum þurfi ekki fylgja nein skerðing á kjör- um lögreglumanna, heldur sé ein- göngu um tilflutning að ræða í þá átt að aukavinna sé ekki innbyggð í varðskrá. Hér sé ekki um að ræða niðurskurð eða aðlögun að þröngum ramma fjárlaga enda hafi Rannsókn- arlögregla ríkisins ekki verið eitt þeirra embætta þar sem launa- greiðslur hafi farið fram úr heimild- um fjárlaga. 15% skerðing- á aukavinnu, segja lögreglumenn Bjarnþór Aðalsteinsson. trúnaðar- maður segir að það skipulag sem gilt hefur í þessum málum frá 1982 hafi verið sett á í samráði starfs- manna og þáverandi rannsóknarlög- reglustjóra. Gefin hefði verið út skrá yfir bakvaktir og símavaktir sex mánuði fram í tímann. Það hafi vak- ið undrun starfsmanna þegar bak- vaktaskrá fyrir tvo næstu mánuði hafi verið gefin út í október og þeg- ar skýringa hafi verið leitað hafi rannsóknarlögreglustjóri sagt að skipulagi yrði breytt frá áramótum án þess að útskýra það nánar. í nóv- ember hafi ófangreindar breytingar svo verið kynntar. Bjarnþór sagði að rannsóknarlög- regiumenn vefengdu ekki heimild rannsóknarlögreglustjóra til að gera þessar breytingar, „en við teljum að vinnuskipulag varði starfsmenn tals- vert og við viljum fá að vera þátttak- endur í breytingum og koma okkar sjónarmiðum á framfæri enda héld- um við að þessar stjórnunaraðferðir heyrðu fortíðinni til; að stjóma með tilskipunum," sagði hann. Hann seg- ir lögreglumenn ekki geta sætt sig við að greiðslur til þeirra vegna út- kallsvakta séu með þessum hætti skertar um 58%, sem samsvari 15% skerðingu heildaryfirvinnu, ekki síst þegar litið sé til þess að undanfarin þrjú ár hafí samdráttur í yfírvinnu starfsmanna orðið 15%. Rannsóknar- lögreglumenn hafí 59-77 þúsund krónur í mánaðarlaun og yfírvinna skipti afkomu þeirra miklu máli. Aðspurður staðfesti hann að þegar rætt væri um skerðingu vegna breyt- inganna væri ekki tekið tillit til þeirra greiðslna sem kynnu að falla til vegna útkalla sem bærust milli klukkan 16 og 19. Hann sagði rann- sóknarlögreglumenn einnig telja mikilvægt að þeir sinntu símavörslu hjá embættinu á þeim tímum sem nú stæði til að láta vaktmenn húss- ins um það starf, enda gerðu þeir lítið annað þegar útköll bærust en að vísa á þá sem væru á útkalls- vakt. Reyndin sé sú að talsverðar annir séu á þessum tíma dagsins, frá klukkan 16-22, við móttöku kæra og veita þyrfti ýmis svör og taka ■ ákvarðanir sem ekki væru á færi vaktmannanna. Hann vísaði til þess að hjá öðrum lögregluembættum þætti sjálfgefið að lögreglumenn sæju um símavörslu. Eftir að breytt skipulag hafði ver- ið kynnt leituðu rannsóknarlögreglu- menn til dómsmálaráðherra og síðasta vinnudag ársins barst bréf úr ráðuneytinu þar sem boðin er frestun á breytingum. Bogi Nilsson segir að þetta bréf hafí komið sér mjög á óvart. Hann hafí áður átt fund með Þorsteini Geirssyni, ráðu- neytisstjóra, Hjalta Zóphaníassyni, skrifstofustjóra, og Sigurði Jónssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, og farið af fundi þeirra fullviss um að þama væru á ferðinni hlutir sem rannsóknarlögreglustjóri bæri einn ábyrgð á. Telja ekki skylt að standa útkallsvaktir Frá áramótum hefur ráðuneytið boðað rannsóknarlögreglustjóra og fulltrúa rannsóknarlögreglumanna til tveggja funda til að heyra viðhorf manna. Bogi segir ljóst að ekki hafi verið um samningafundi að ræða og sér sé ekki kunnugt um annað en að afstaða ráðuneytisins sé sú að þessi ákvörðun sé í verkahring rann- sóknarlögreglustjóra. Sú ákvörðun sé óbreytt að nýtt skipulag taki gildi 1. maí og frekari fundir með starfs- mönnum séu ekki fyrirhugaðir. Bjarnþór Aðalsteinsson segir rann- sóknarlögreglumenn hafa mætt til fundarins í von um að samkomulag tækist. Á fundi með ráðuneytismönn- um hafí þeir lagt fram ýmsar mála- miðlunartillögur sem gera hafi átt mögulegt að leysa ágreininginn inn- anhúss „þannig að allir héldu sæmd sinni“, eins og Bjarnþór orðaði það. „Á fundinum spurðum við um mark- mið með þessum breytingum og Bogi sagði það vera að rjúfa sjálfvirkniy' aukavinnu og ná fram hagræðingu. Það kom okkur undarlega fyrir sjón- ir þar sem nýlega hefur verið samið um það að yfirlögregluþjónar fái fasta 80 yfírvinnutíma á mánuði án tillits til hve miklu þeir skila. Það teljum við vera sjálfvirkni." Bjarnþór segir rannsóknarlög- reglumenn enn binda vonir við að breytingar þessar nái ekki fram að ganga. Hins vegar hafí endanlegar ákvarðanir ekki verið teknar um við- brögð þeirra. Þó hafi þeir leitað álits hjá lögfræðingi sem telji þeim ekki skylt að standa útkallsvaktirnar þar sem skylda til þess felist ekki í skyldu rikisstarfsmanna til að vinna yfír- vinnu sem ákveðið hlutfall af dag- vinnutíma. í viðræðum við Morgunblaðið höfnuðu Bogi Nilsson og Bjarnþór Aðalsteinsson því báðir sem haldið hefur verið fram í fréttum DV og Stöðvar 2 af deilum innan stofnunar- innar að þær hafí spillt árangri af rannsóknum brotamála. Þá segist Bogi Nilsson ekki hafa heyrt það annárs staðar en í fyrrgreindum fjöl- miðlum að deilumar snúist að veru- legu leyti um stjórnunaraðferðir hans og persónu. Slíkt hafi ekki verið sett fram í viðræðum hans við rannsókn- arlögreglumenn. Bjarnþór segir að rannsóknarlögreglumenn hafí orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu rann- sóknarlögreglustjóra. „Við erum mjög undrandi á einstrengingslegri afstöðu Boga Nilssonar því við töld- um unnt að leysa þetta mál á frið- samlegan hátt innanhúss eins og annan þann ágreining sem hér hefur komið upp í gegnum tíðina." Bjarn- þór segir starfsanda hafa hrakað en segir þá staðreynd ekki hafa rýrt árangur rannsókna. Skipulag endurskoðist gefistþað illa Bogi Nilsson hefur lagt áherslu á að nýtt starfsskipulag hafí verið ákveðið að höfðu nánu samráði við nánustu samstarfsmenn hans. Undir það tóku Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri, og Helgi Daní- elsson, yfirlögregluþjónn. Þeir segj- ast báðir fylgjandi því að breyting- amar taki gildi en segja að ekki sé verið að binda hendur manna til frambúðar, gefist nýtt kerfí illa megi taka það til endurskoðunar. „Ég tel þetta vera spor í rétta átt til að auka hagræðingu í rekstri stofnunarinn- ar,“ sagði Þórir Oddsson. „Stjómend- ur þessarar stofnunar þurfa líkt og stjórnendur annarra fyrirtækja og stofnana að leita leiða til að nýta sem best það fé sem menn hafa úr að spila.“ Hann sagði að líkt og aðrar breytingar yrðu þessar sjálfsagt teknar til skoðunar þegar reynsla væiý af þeim fengin. „Ég veit ekki til að neinn geti dregið í efa vald rannsóknarlögreglu- stjóra til að taka þessa ákvörðun," sagði Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn hjá RLR. „Það er alls ekki verið að draga úr vinnu hér, en þetta er stjórnunaratriði sem horfir til ha- græðingar. Það hlýtur að vera eðli- legt að aukavinnu sé skilað á þeim tíma sem hennar er mest þörf og það er verið að breyta áherslum en ekki rýra kjör. Menn hafa að sjálf- sögðu leyfi til að vera ósammála en einhver verður að taka ákvarðanir og það er mat stjómenda hér að það sé þess virði að gera þessa tilraun sem ég tel að muni skila betra og skilvirkara starfi en verið hefur. En hér er ekki verið að setja á fót eitt- hvert óumbreytanlegt kerfi sem gilda á um alla framtíð án tillits til þess hvernig það reynist,“ sagði Helgi Daníelsson. HLJÓÐKÚTAR FRÁ USA NÝ SENDING I FLESTAR GERÐIR AMERlSKRA BÍLA Einnig TURBO-KÚTAR með -2"- 22 XA" stútum Gæðavara - gott verð Opið laugardaga kl. 10-13. Póstsendum Bílavörubúóin FJÖDRIN Skeifan 2 simi 82944 Loftpressur margar gerðir Hagstætt verð Olíufélagið hf 681100 Hvaðer Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá (A)rnstrong & Ávallt tilá lager. Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Fjármálaráðuneytið: Bréfið var sent þing- mönnum fyrir mistök Fjármálaráðuneytið hefúr sent alþingismönnum afsökunarbeiðni vegna bréfs sem ráðuneytið sendi þeim og greindi firá því að í sam- ræmi við heimildir í fjárlögum til kaupa á dagblöðum fyrir stofnan- ir ríkisins og skóla, sjúkraús og aðrar þjónustustofnanir ríkisins, hefði ráðuneytið óskað þess að eitt eintak yrði sent „stofnun" þeirra til afnota. Eftir að hafa borist umrætt bréf fjármálaráðuneytisins sendi Geir H. Haarde alþingismaður ráðuneyt- inu svar, þar sem hann upplýsti að á heimili hans, þangað sem erindið var sent, sé ekki starfrækt nein af „stofnunum ríkisins" og að hann telji ráðuneytinu algerlega óheimilt að ráðstafa áskriftum að dagblöð- um samkvæmt heimildum í fjárlög- um til alþingismanna eða annarra einstaklinga með þeim hætti sem ráðgert sé í bréfinu. Hann bendir ennfremur á að Alþingi greiði þegar áskriftir að dagblöðum fyrir al- þingismenn, og biðjist „stofnun hans“ undan frekari biaðakosti á kostnað almennings. Að sögn Marðar Árnasonar, upp- lysingafulltrúa í fjármálaráðuneyt- inu, hefur ráðuneytið sent öllum þingmönnum bréf þar sem skýrt er fyrir þeim að umrætt bréf hafi verið sent þeim vegna mistaka og þeir beðnir afsökunar á því. „Um áskriftir að dagblöðum til þingmanna gilda nákvæmlega sömu reglur og áður, en þeir fá hver um sig sent eitt eintak af hverju dagblaði í landinu á kostnað ríkissjóðs. Fjármálaráðuneytið harmar að vegna handvammar þar innanhúss hafi þingmenn verið truflaðir með þéssu bréfi, sem aug- ljóslega á ekkert við þá,“ sagði Mörður. BÍLSKÚRSHURÐIR Við smíðum allar gerðir af bílskúrslmrðum, þ. á m. hinar hentugu felli- hurðir. Þær henta sér- staklega vel þar sem nota á sjálfvirkan opnara og hætt er við að snjór setjist að hurðum. Sýningarhurð á staðnum. fSLENSKT GLUGGA- OG HUROAEFTIRLIT TRÉSMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI. SlMAR. 54444, 54495 ÁRATUGA REYNSLA í HURÐASMÍÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.